Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. apríl 1966
TÍMINN
48
byssunni urraði hann: — Þetta er rán og mér er alvara.
Erank Lewis gjaldkeri sló til árásarmannsins. Hume skaut
hann í kviðinn og hrifsaði alla þá peninga sem hann kom
auga á. Undankomuleið hans var vel undirbúin, en áður
en hann kom á járnbrautarstöðina í Kew gaf hann sér tíma
til að síma eftir sjúkrabíl fyrir særða gjaldkerann. Ekki
er Ijóst hvort honum gekk tii meðaukmkun eða ótti.
Næsta dag kom hann til Zurich 1500 sterlingspundum rík
ari en hann fór, en gramdist þó að efngurinn skyldi ekki
vera miklu meiri. Honum gekk vel að sleppa undan lög-
reglunni, þó Peter Sinclair lögregluforingi fengi grun á hon-
um.
Þegar Hume gerðist svo fífldjarfur þrem mánuðum síðar
að ráðast á sama bankann, gróf þessi hégómagjarni bófi
sína eigin gröf. Enn var hann peningalítill og Trudy vildi
að þau giftu sig sem fyrst. Hann skipulagði ránið og undan-
komuna rækilega, en sá ekki við starfsfólkinu. Nú brá það
skjótt við. Það sá hann með byssur 1 báðum höndum og
heyrði aftur stuttaralega hótun: - Þetta er rán. Sumir skýldu
sér bak við afgreiðsluborðið en aðrir þustu út til að láta
vita hvað um var að vera. Skot hæfði einn gjaldkerann, en
lögreglunni var gert viðvart.
í þétta skipti komst Hume undan loftleiðis, þóttist heita
Stephen Bird og talaði með kanadiskum hreim.
En nú var lögreglan ,komin á slóð hans. Scotland Yard
kunngerði að manns að nafni Donald Brown væri leitað
vegna ránsins í Brentford. Sinclair lögregluforingi var sann-
færður um að hann hefði verið að verki 1 bæði skiptin. Og
Hume var ljóst að fyrr eða síðar yrði slóðin rakin til Zurich.
Alþjóðalögreglan hafði kunngert að handtökuskipan hefði
verið gefin út á nafn hans og birti mynd af honum ásamt
fyrirheiti um 6000 punda verðlaun fyrir handtöku hans.
Áður en hann lagði af stað til að ræna bankann í Ziirich,
sagði hann Trudy að hann ætlaði til Kanada 1 atvinnuleit.
í staðinn framdi hann morð og lenti í höndum lögreglunnar.
Þrítugasta september var hann dæmdur í ævilangt fang-
elsi.
Ekki er óforvitnilegt að heyra hvað geðlæknir fangelsisins
áleit um þennan alræmda alþjóðaglæpamann. Hann sagði
í skýrslu sinni: — Brown verður að teljast meðalgáfaður eða
heldur betur og engin geðtruflun hefur skert dómgreind hans.
Á hinn bóginn verður að telja að persónuleiki hans beri
einkenni sálsýki og hann verður með engu móti talinn heill
á geðsmunum. Þar að auki hefur Brown með öllu farið á mis
við skilning og ástúð og það virðist hafa komið honum til að
hata meðbræður sína. Hann var ekki aðeins fíkinn í að aðrir
tækju eftir honum, hann vildi láta þá líta upp til sín. Ljóst
er að Brown er hégómlegur, og þótt honum sé það ekki
sjálfum Ijóst er honum mest umhugað um að mikla sig
í sjálfs sín augum. Hann beitti þeirri gáfu sem liann hafði
í ríkustum mæli — leikarahæfileikunum — til að vekja á
sér athygli umheimsins. Hann er gæddur næmu skyni á
hið leikræna og leikur öll hlutverk sín jafn vel, hvort sem
það er hlutverk elskhugans, heimsmannsins eða bófans.
Leikskyn Browns olli lögreglunni miklum erfiðleikum með-
an á rannsókn málsins stóð. Hann var ekki aðeins cnjall
leikari heldur einnig óskammfeilinn lygalaupur. Hann var
eldfljótur að sjá veilur í því sem við hann var sagt og leiða
þá sem yfirheyrðu hann á villigötur. Þrátt fyrir allan hrok-
ann var skapgerð Browns í raun og veru veik, Iiann setti
allt sitt traust á byssuna.
Vert er að geta nokkurra af ástæðunum, sem hann til-
færði fyrir að hann valdi Sviss fyrir aðsetur. Hann sagði
lögreglunni, að meðal alþjóðlegra glæpamanna, og hann
taldi sig með réttu vera í þeim hópi, væri litið svo á að
jafn auðugt land og Sviss væri tilvalið til bankarána. Flug-
samgöngur og lítið vegabréfaeftirlit gerði ferðir milli landa
mjög auðveldar. Loks kvað hann sér hafa verið kunnugt
um að Sviss er ekki í Sameinuðu þjóðunum, og af því dró
hann þá ályktun, að landið væri ekki heldur aðili að Alþjóða-
lögreglunni. Því þóttist hann með öllu óhultur fyrir al-
þjóðlegri leit.
Þar yfirsást honum heldur en ekki.
Tvímælalaust hafði Brown rétt fyrir sér í einu, skjótar og
tíðar flugsamgöngur valda því að hnötturinn virðist hafa
saman. Flestir flugfárþegar eru heiðarlegt fólk, en bófar voru
ekki seinir á sér að grípa nýju tækifærin sem buðust.
Oft hefur hlaupið á snærið hjá þeim, en sama máli gegnir
10
gert að sér að hugsa, að lýsing
Judy á honum sem „ástardraumi
hverrar stúlku“ væri röng. Hann
var hvorki líkur Adonis né kvik-
myndahetju með sitt dökka. skarp
leita andlit með þykkar augna-
brúnir yfir djúpsettum, gráum
augum. Aðlaðandi — jg, og sér-
kennilegur í útliti. Sterklegt nef
og ákveðin haka, sem hvort
tveggja bar vott um þrjózku. Þetta
andlit var svo sem nógu miskunn-
arlaust, en ekki hörkulegt, þar
sem hann hafði óvænt hökuskarð
og munn sem gat mýkzt ótrúlega
þegar hann brosti.
En hann brosti ekki núna, þeg-
ar hann sagði stuttlega:
— Ég hafði þegar gert ráðstaf-
anir í gegnum síma áður en ég
kom til ungfrú St. Just. Ég sker
upp klukkan tíu í fyrramálið —
ég get ekki komizt hingað fyrr.
Og ég talaði við yfirhjúkrunar-
konuna um leið og ég kom upp.
Ég ætla að tala við hjúkrunar-
konuna á skurðstofunni núna og
litast þar um. Haldið þér að hún
sé þar núna?
— Já, herra, sagði Jill. — Það
hafa ekki verið neinir uppskurð-
ir í dag, en Systirin er þar alltaf
til klukkan hálf sex.
— Gott. Viljið þér vísa mér
leiðina, og síðan bætti hann við
hraðmæltur: — Andartek. Þér vit
ið auðvitað, að þetta mun ekki
verða nærri þvi eins auðvelt og
ég hef sagt sjúklingnum.
— Já, herra, sagði Jill. Ég bjóst
við því.
Hann ygldi sig. — Ef ég hefði
fengizt vjð það frá byrjun — eða
jafnvel þótt hún hefði komið til
mín strax og hún kom aftur til
Englands,. mundi hún ekki vera
þannig á sig komin núna. Ef þetta
hefði verið annar maður hefði hún
róleg fullvissa hana um að hon
um mundi heppnast það sem óðr-
um hafði mistekizt, virzt sjálfhæl-
in en það var ekki vottur af
sjálfsáliti í þessu rólega sjálfs-
trausti. Hann kunni sitt starf og
gat framkvæmt það. Það hlutu að
vera margir sjúklingar, sem voru
glaðir yfir því að hafa falið sig
I hendur hans, hugsaði Jill með
sér.
Síðan fór hann að útskýra þetta
allt fyrir henni í stuttum, skýrum
setningum og Jill fann hjarta sitt
hamast af öðrum ástæðum en þeim
sem særðu og lítillækkuðu hana.
Hún var hjúkrunarkona, sem
mundi fá tækifæri til að vinna
með stórkostlegum skurðlækni —
því að hann var stórkostlegur.
Ákafinn gaus upp í henni meðan
hún hlustaði gaumgæfileag.
— Síðan, sagði hann eins og
yfirhjúkrúnarkonan hafði sagt
henni áður, — mun mikið verða
komið undir hjúkruninni og því,
að sjúklingurinn hlýði fyrirskip-
unum. Ég þarf ekki að segja yður,
að þessi sjúklingur er afar tauga-
veiklaður. En þér eruð — eða
voruð — duglegar í svona tilfell-
um .
í þetta sinn gat æfing og sjálf-
stjórn Jill ekki stöðvað hið snögga
undrandi augntillit, sem hún sendi
honum eða skyndilegan roðann í
vöngum hennar.
Þegar hann mætti augum henn-
ar, brosti hann lítillega. — Þér
voruð aðstoðarhjúkrunarkona um
hríð á Oxford-deildinni i St. Min-
ica — er það ekki?
— Jú —
— Hvers vegna fóruð þér?
Henni til léttis hélt hann stutt-
lega áfram, án þess að bíða eftir
svari, eins og var svo einkenn-
andi fyrir hann: — Það skiptir
engu. Þér l eruð hér nú, og hann
hélt áfram að gefa henni fyrir-
mæli um ráðstafanir morgundags-
ins rólegri, jafnri röddu. Síðan:
— Eins og yður er kunnugt, ætl-
ast ég til þess að bæði þér og
sjúklingurinn fylgið fyrirskipun-
um mínum út í yztu æsar, sagði
hann. — Og svo framarlega sem
þér gerið það mun yður ekki finn-
ast skurðlæknirinm vera ótilhlýði
lega „erfiður maður."
Jill fann að hún eldroðnaði aft-
ur. Svo að hann hafði heyrt það!
Þetta var hræðilegt!
En hann sagði rólega: — Og
nú er það skurðhjúkrunarkonan
— fylgið mér þangað svo fljótt
sem auðið er. Mér liggur á.
— Já, h-herra.
Jill gekk rösklega á undan hon-
um og ýtti hurðinni, sem lá inn
í nýbyggða uppskurðar-deildina.
Hún hélt hurðinni opinni fyrir
hann, en hann leit ekki á hana,
þegar hann gekk hjá annars hefði
hún e. t. v. séð, að þó að munnur
hans væri alvarlegur var dálitill
glampi í augunum.
En hann rauf ekki þögnina með-
an þau gengu í gegnum hvita,
flísalagða gangana, fóru fram hjá
geislalækninga- og röntgengeisla-
deildunum, og barnadeildunum
tveim, þar sem alvarlega veikir
og sjúklingar á batavegi voru
meðhöndlaðir.
Fylgdarmaður Jill leit i nn á
aðra þeirra og rauf þögnina.
- Ég vissi ekki að þeir hefðu
sjúkradeildir hér, sagði hann.
— Aðeins fyrir börn, sagði hún
honum. — Við setjum þau á einka
stofur ef foreldrarnir vilja það
endilega. En okkur hefur fundizt
krakkarnir betri viðureignar ef
þeir eru margir saman. Við höfum
sérstakt starfslið fyrir þessar deild
ir.
Hann kinkaði kolli. Góð hug-
________________________________n
mynd. Börn eru félagslyndar ver-
ur.
Síðan komu þau í skurðstofuna
og eftir að hún hafði tilkynnt
systurinni komu hans, kinkaði
hann kolli til hennar og gaf henni
þannig til kynna að hún mætti
fara.
Þar sem Jill gekk íil
baka fannst henni lífið vera farið
að ganga sinn vanagang aftur.
Fagurvellir og kröfur þeirra lukt-
ust um hana. Hún var enn einu
sinni systir Gillian Forster með
athyglisvert verk framundan, sem
— vonaði hún — mundi taka mest
allan tíma hennar og hugsanir
næstu vikurnar.
H M
Istenzt frtmerkr
-< 0» Kvrstadagsum
►H slftR ►-<
Brtend fnmerkt
>-< innstunenhæRiu > >-%
mlklD ðrvall ►-<
S—J • FRfMRKK.l4SAI.AN LæRlarentn 6A
>-s >-< >-<
ITTTII ir
ÚTVARPIÐ
Fimmtudagur 28. aprfl
7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg
isútvarp 13.00 Á frívaktinni Ey-
dís Eyþórsdóttir stjórnar óska
lagaþætti fyrir sjómenn 15.00
Miðdegis-
útvarp 16.30
Síðdegisút-
útvarp. 17.40 Þingfréttir 18 00
Úr söngleikjum og kvikmynd
um. 18.45 Tilkynningar 19 20
Veðurfregnir 19 30 FréHr 20.
00 Dagleg má) Árni Böðvarsson
alar 20.05 Okkar á milli Ham
let Jökull Jakobsson og Sveinn
Einarsson taka saman dagskrá.
21.00 Sinfónfuhljómsveit fs-
lands heldur tónleika i Háskóla
bíói. 21.45 Ljóð eftir Þorstein
Valdimarsson Elin Guðjónsdott
ir les. 2200 Fréttir og veður
fregnir 22.15 „Bréf til Hlina"
eftir Þórunni Elfu Magnusdótt
ur. Höfundur lýkur sögu sinni
(3) 2235 Djassþáttur Ólafur
Stephensen kynnir. 23 05
Bridgeþáttur Hjalti Elíasson og
Stefán Guðjohnsen ræðast við.
23.30 Dagskrárlok.
Föstudagur 29. aprO
7.00 Morgunútvarp 12.00 Mádeg
isútvarp 12.00 Hádegisúivarp
13.15 Lesin dagskrá næstu viku
13.30 Við
vinnuna 15.00
Miðd.útvarp
16.30 Síðdegisútvarp 1700
Fréttir 17.05 Fréttir. 17 05 f
veldi hljómanna 18.00 fslenzk
tónskáld: Lög eftir Árna Thor
steinsson og Skúla Halldórsson.
18.45 Tilkynningar. 19.20 Veður
fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00
Kvöldvaga. a. Lestur fornrita:
Færeyingasaga. b Dulargáfur
og dultrú Hafsteinn Björnsson
flytur erindi. c. Tökum lagið.
d. „Milli manns og hests og
hunds hangir leyniþraður"
Baldur Pálmason les frásögu
þátt eftir Þorbjörn Björnsson
á Geitaskarði. e- Ferheadur
Herselía Sveinsdóttir fer rneð
stökur eftir Jóhann Magnússon
frá Gilhaga f Skagafirði. 21.30
Útvarpssagan: „Hvað sagði
trðllið?" eftir Þórleif Bjarna
son Höf. fl. (2) 22.00 Fréttir
og feðurfregnir. 22.15 klenzkt
mál Ásgeir Blönda) Magnússon
cand mag. flytur þáttinn. 22,
35 N æturhljómieikar. 23.15 Dag
skrárlok.