Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. aprfl 1966 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR ndurnýjun strandferðaskip- anna brýn nauðsyn œskilegt er að bæta aðstöðu fyrir failþega miðað við þá aðstöðu, sem nú er fyrir hendi í „Breiðun- HaUdór Ásgrímsson hefur flutt þingsályktunartfllögu um endur- nýjun strandferðaskiptaflot- ans ásamt þeim Gísla Guðmunds- syni, Sigurvin Einarssyni og Helga Bergs. Ejallar tiflagan um kosn- ingu 7 manna mflMþinganefndar til að gera tillögu um endurnýj- un strandferðaskipanna og skipu- lagningu strandferðanna. Skulu til lögur nefndarinnar lagðar fyrir A1 þingi 1966 og skulu tillögurnar við það miðaðar að unnt verði að veita landsbyggðinni sem hagkvæmasta þjónustu og að reksturinn verði sem ódýrastur. f greinargerð, sem till'ögu þess- ari fylgir segir m.a.: Fjögur af strandferðastkipum Skipaútgerðar ríkisrns eru orðin 18—27 ára gömul og því mjög viðhaldsfrek, en hitt skiptir þó ekki síður máli, að þessi skip eru að öðru leytí orðin rekstrarlega óhentug vegna þróunar annarra samgangna á síðustu tveim áratug- um. Augljóst má telja, að þjóðinni muni um langa framtíð nauðsyn- legt að halda uppi strandferðum Er frumvarpið um eins árs und- anþáguheimfld til að leyfa erlend- um veiðiskipum að landa afla í íslenzkum höfnum var til 1. um- ræðu í neðri defld flutti Jón Kjart ansson all langa ræðu og mælti eindregið með því að tillagan yrði samþykkt og taldi að ef þessi til- raun heppnaðist myndi það geta bætt nokkuð úr hinu alvarlega at- vinnuástandi á Norðurlandi, þar sem hráefnaskortur hefur þjakað svo síldarverksmiðjur og síldar- söltunarstöðvar að til vandræða horfir. Jón sagði, að á svæðinu frá Raufarhöfn tíl Skagastrandar væru síldarverksmiðjur sem brætt gætu um 45 þús. mál á sólarhring, þ.e. framleitt um þúsund tonn af lýst og 1200 tonn af mjöli á sólar- hring. Miðað við meðalverð þess- ara afurða á síðasta ári nemur framleiðsluverðmæti á sólarhring samtals um 16 millj. króna hjá þessum verksmiðjum á Norður- landi og þar af hjá verksmiðjun- um á Siglufirði einum rúmum 10 milljónum króna. Ef hráefni væri fyrir hendi og unnt væri að vinna 25 daga á mánuði nemur útflutn- ingsverðmæti samtals um 400 milljónum króna, ef hráefni dygði til 50 daga vinnslu og eitt sinn var það engin goðgá að hugsa sér 50 daga vinnslu fyrir síldarverk- smiðjur norðanlands. Endurnýjunarverð þessara verk- smiðja nemur nú hundruðum millj óna ef ekki milljörðum. Flestar þessar verksmiðjur voru byggðar af ríkinu til mikilla hagsbóta fyrir ríkissjóð, útvegsmenn, sjómenn og verkamenn. Hinir síðast töluðu fluttu búferl um margir hverjir til þeirra staða sem verksmiðjurnar voru byggðar í þeirri von að þarna væri trygg- ásamt öðrum samgöngum. Virðist því aðkallandi að endurnýja um- ræddan skipakost og aðlaga hann breyttum þjóðfélagsháttum. Esja, Hekla, Ilerðutoreið og Skjaldtoreið hafa vafalaust að stærð, farþegarými og öllum bún- aði verið eins og þá hentaði að toeztu manna yfirsýn. — Síðan hef- ur orðið mikil breyting á íslenzku þjóðlífi, og þá ekki sízt, ef á heild- ina er litið, á sviði vöru- og far- þegaflutninga með ströndum fram. Gagngerðustu breytingunni hvað snertir farþegaflutningana valda flugvélarnar með þeim aðstæðum, sem reynt hefur verið að búa þeim með stærri og smærri flugvöllum víðs vegar um landið. Þar við bæt- ist svo hinn mikli fjöldi áætlunar- toifreiða og minni einkabifreiða, sem stórfjölgar ár frá ári um allt land. Öll þessi flutningatæki eru þó meira og minna háð veðráttunni, og þá fyrst og fremst að vetrin- um vegna veðra og fannalaga. Kemur slíkt minnst að sök með fanþegaflug til hinna stærri og bet- ur búnu flugvalla, en á þeim tíma árs er ekki að treysta farþegaflugi ur iðnaður að rísa upp — örugg framtíð. Svo var líka víða á þess- um stöðum um áratoil. En svo fór að síldin sá duttlungafulli fiskur, hvarf að mestu frá Norðurlandinu og hélt á slóðir þeirra Austfirð- inga. Það sorglega skeði, að til þess dró að verksmiðjutoávaðinn þagn- aði og hjólin hættu að snúast í stærstu síldarverksmiðjum Ev- rópu — en þær eru á Siglufirði Verksmiðjuverkamennirnir urðu að sjá fram á nauðþurftartekjur og vart það, og sveitarsjóðir við- komandi staða guldu þessa e.t.v. mest. Sú mynd sem ég hefi dregið hér upp af möguleikum síldar- vinnslu á Norðurlandi kallar á að- gerðir. Hjólin þurfa með góður eða illu að snúast á ný á þessum stöðum. Fyrir norðan þarf verksmiðjureyl ur sem fyrst að bera við himinn á ný. Þessa mynd má stækka frekar með því að minna á möguleikana við síldarsöltunina á nefndu svæði, en á því eru milli 30 og 40 síldar söltunarstöðvar, þar af á Siglu- firði 22. Á þessum stöðvum er unnt ef hráefni er fyrir hendi og nægi- legur vinnukraftur að salta hundr- uð þúsunda. Þess má hér geta að verðmæti 390000 tunna s.l. ár nema um 480 milljónum króna brúttó. Þessar tölur tala sínu máli. Eg hef því miður ekki tölur handbær- ar yfir hve mikils virði hinar mörgu söltunarstöðvar -eru á Norð- urlandi miðað við byggingakostn- að í dag en það mun skipta hundr uðum nýlljónum króna og er hátt- virtum alþingismönnum það vel Ijóst. Síldarverksmiðjur ríkisins á til smærri staða né heldur reglu- bundnum ferðum bifreiða milli landshluta og byggðarlaga. Segja má að mörg byggðarlög geti ekki treyst á þessi farartæki lengur en 3—5 mánuði ár hvert. Verður þá að grípa til þeirrar fyr- irgreiðslu, sem hið opinbera hefur ætíð talið sér skylt að láta lands- byggðinni í té, þar sem eru strand- ferðaskip til að annast farþega- og vöruflutninga. Þörfin fyrir farþegaskip með ströndum fram er nú allt önnur en hún var þegar Esja og Hekla voru byggðar. Eitt hraðskreitt og vel búið skip .af hæfilegri stærð og vel búið farþegaþægindum gæti nú vegna breyttra aðstæðna veitt betri þjónustu að því varðar far- þegaflutning milli hafna og á lengri leiðum en þau tvö skip, Esja og Hekla, sem upphaflega voru byggð og fyrst og fremst starfrækt í því skyni. Mætti hugsa sér, að hið nýja farþegaskip hefði lítið vörurými, t.d. aðeins fyrir póst og varning, sem mjög fljót- legt væri að losa í höfn. Að því er varðar vöruflutninga- skip til strandferða er augljóst, þessu umrædda svæði unnu úr á s.l. ári aðeins rúmum 450.000 mál- um síldar eða sem svarar 15—20 sólarhringa vinnslu, aðrar verk- smiðjur á svæðinu fengu um 330 000 mál eða um 20 daga vinnslu. Á Norðurlandssvæðinu voru á s.l. ári saltaðar aðeins 87000 tunn- ur — þar af á Siglufirði 19334. Svæðinu er skipt um Langanes. Beri nú hver saman þessar töl- ur við tölur möguleikanna. Við blasir hörmuleg staðreynd — staðreynd sem þarf að breyta. Framkomið frumvarp miðar í þá átt. Það er gamlt máltæki, sem segir að ekki sé sopið kálið þó í aus- una sé komið. Það eru orð að sönnu. Mér er það full Ijóst, að þó þetta frumvarp verði samþ. og ríkisstj. láti fara fram athugun á löndun erlendra fiskiskipa í ísl. höfnum, þá er ekki fullvíst að ferð hafi hér verið farin til fjár. Það er engin sönnun fyrir því að erlend skip telji sér til hags- bóta að selja okkur fiskafla sinn — vilji heldur þess í stað sigla með hann til heimhafnar, þó fjörður sé á milli frænda. Það er áilt þeirra flesta sem um þessi mál hafa fjallað, að lönd . a- leyfið ætti aðeins að vera bundið við þá staði eina sem hafa næg- an síldarverksmiðjukost og síldar söltunarstöðvar sem vantar lirá- efni hverju sinni. Þó ég telji tima- bært að þessi tilraun sé gerð með tilliti til þeirrar litlu vinnslu sem varð í síldarverksm. norðanlands s.l. sumar og takmörkuðu síldar- saltanir er mér ljóst að viss áhætca og ábyrgð fylgir að gera þesíar breytingar á umræddum löguni. Það er ill nauðsyn, sem hvetur til umræddra athugana. En eitthvað þarf að aðhafast til að auka hráefni þeirra sílarverk- smiðia og söltunarstúúva sem búa við allt að 340 daga aðgerðarleysi. Samþykkt frumvarpsins er tilraun í þá átt. að þau þurfa fyrst og fremst að vera tvö — og þó að margra áliti þrjú. Væru þá tveim skipum ætl- aðar fastar strandferðir, eins og Iíerðubreið og Skjaldtoreið nú, en hinu þriðja ætlað að hlaupa í skarðið, þegar um væri að ræða óvenjulega flutningaiþörf eða leysa hin skipin af hólmi vegna viðgerða o.s.frv. Um vöruflutninga með strönd- um fram er hið sama að segja og farþegaflutningana, að þar hefur orðið stórtoreyting á síðustu árum. Þar virðast flutningabílar nú full- nægja þörf stórra landssvaeða. Slík- ir vöruflutningar tíðkast nú um Vesturland, Norðurland að sunn- an allt til Eyjafjarðar og jafnvel Húsavíkur, og a.m.k. í 3—4 mán- uði að sumarlagi eru talsverðir vöruflutningar á bílum til Egils- staða, Seyðisfjarðar og fjarðanna þar fyrir sunnan. Má og svipað segja um Norðausturlarid milli Tjörness og Smjörvatnsheiðar. En þrátt fyrir landflutninga má segja, að Vestfirðir, Norðausturland og Austfirðir allir séu í heild mjög háðir vöruflutningum á sjó og fleiri landshlutar að vetrarlagi, þótt ekki sé með talinn sá vandi, sem að höndum ber í sambandi við harðindi af völdum vetramkis og hafísa. Ekki virðist um það að ræða að draga úr þeim skipakosti, sem Skipaútgerð ríkisins hefur nú yfir að ráða til vöruflutninga, heldur er aðkallandi nauðsyn að stækka og bæta flutningaskip útgerðarinn ar og auka þar með afkastagetu þeirra og hæfni til að mæta vetr- arveðráttu og vetrarsjóum. Þessi skip verða að byggjast fyrst og fremst sem flutningaskip með til- tölulega mikið og hentugt lestar- rúm og búin sterkum bómum, en ekki mun ástæða til að auka far- þegarúm að ráði, þar sem búast má við, að farþegar noti þessi skip meira á milli hafna en á lang- leiðum. Ilitt er þó augljóst, að GUNNAR GUÐBJARTSSON f gær tók Gunnar Guðbjartsson, bóndi á Hjarðarfelli og formaður Stéttarsambands bænda, sæti Hall dórs E. Sigurðssonar á Alþingi. Flutningsmenn leggja áherzlu á, að athugun þessara mála verði lok ið af nefndarinnar hálfu í byrjun næsta Alþingis, svo að hægt verði á því þingi að afgreiða málið í því formi, sem bezt er talið henta fyrir landsbyggðina. Gert er ráð fyrir, að núverandi strandferðaskip verði seld jafnóð- um og ný skip eru byggð og tek- in í notkun. EYJAFLUG MED HELGAFELLl NJÖTID ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. REYKJAVÍKURFLUGVELLI 22120 SUMARFÖTIN DRENGJAJAKKAFÖT frá S til 13 ára. MATRÓSAFÖT. MATRÓSAKJÓLAR. DRENGJAJAKKAR, stakir. HVÍTAR NYLONSKYRTUR. ENSKAR DRENGJA- OG TELPUPEYSUR, mikið úr- val nýkomið. FERMINGARFÖT frá 32—31, terylene og ull, fyrsta fL efni. SÆNGURFATNAÐUR, kodd- ar, sængnrver, iök. GÆSADÚNN. HÁLFDYNN. FIÐUR. DÚNHELT OG FIÐURHELT LÉREFT. PATTONSGARNIÐ í UtavaH, 4 grófleikar, hleypur eöd. Póstsendum Vesturgotn 12, sími 13-5-770. HÚSBYGGJENDUR Smíðum svefnherbergis- og eldhússinnréttingar. SÍMl 32-2-52. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 62-101. Bæta verSur úr hráefnaskort- inum á Norðurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.