Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 9
MMHTUDAGUR 28. aprfl 1966 TÍMINN 9 stjóm senda innilegar samúðar- kveðijnr og þaktdr fyrir ánægju- le@t samstarf. Ön færum við svo að lokum frú Þórlhildi emlæga þökik fyrir Mim kærleSksrfka þátt hennar í Hfestarfi ergimnannsins, setm stóð við hlið ihans alla tíð og studdi Iharm með faverju imóti, sem hún mattí- Við vottum henni okkar dýpstu samúð bömutm þeirra og öðrtrm aðstacndendum í þeirra mflrln fjorg og trega. Við biffjum Gnff aff veita þeim þrek otg þol á erfiffri stnnd og blessa æ þeirra framtíðartiag. Bjöm Fr. Björnsson. S6ra Sveinbjöm Högnason á StaffarbaJcka, fyrrverandi prófast- ur á Breiðabólstað, andaðist á heimfli rínu að morgni sumardags ins fyrsta þ. 21. þ. m. 68 ára að aldrL ■— Andlát hans kom mér mjög á óvart Við hSfðum nýlega verið saman á tveimur fundum, aðal- fundi Mjólkursamsölunnar þ. 14. og aðalfundi Mjólkurbús Flóa- manna þ. 19. þ. m. Hann var for- maður beggja þessara fyrirtækja og stjómaði þvi fundunum og flutti þar skýrelur. Á báðum fund unuim var það mér nokkurt um- bugsunarefni, að mér virtist séra Sveinibjöm talsvert breyttur. Það var eins og að hann hefði yngst um fleiri ár og eflzt að fjöri og þrótti. Hann var einatt hlýr og al- úðlegur í viðímóti, en þá virtist mér hann hlýrri og alúðlegri en nokfcru sinni fyrr. Dagurinn og lífið virtust standa honum svo nærri, að dauði væri óhugsandi. Stjóm þessara tveggja funda, sem hér er getið, og þátttakan í þeim, munu hafa verið síðustu op inbem störfin, sem séra Svein- björn vann. Það er á sinn hátt táknrænt, þar eð hann hafði varið drjúgum hluta af tíma sínum og kröftum í þágu mjólkurmálanna hér syðra. Hann vann að undirbúningi að stofnun Mjóikursamsölunnar í Reykjavík og var kosinn fyrsti for maður stjórnar hennar. Því starfi gegndi hann til dauðadags eða í rúimlega 31 ár. Árið 1954 tók hann sæti í stjórn Mjólkurbús Flóa manna og árið 1961 gerðist hann eiinnig fonmaður þeirrar stjórnar. Um langt árabil stóð hann einatt í fylkingarbrjósti, þegar verja þurfti málstað Mjólkursamsölunn ar eða sækja mál fyrir hennar hönd. Skarpir vitsmunir, mælska, fjör og glæsimennska voru stoð hans og styrkur í baráttunni. Því harðari sem snerran var, því betur naut hann sín. Við andlát hans brast því sá strengur, sem harðast skaut og hæst gall, þegar örvar þutu á þeim árum, þegar baráttan um mjólkurskipulagið stóð sem hæst. Hér verður ekki gerð tilraun til að rekja hin mörgu og margvís legu störf. sem séra Sveinbjörn Högnason vann í þágu mjólkur- skipulagsins O'g Mjólkursamsölunn ar á meira en 30 ára starfsferli, en það skal fullyrt, að nafn hans er svo skýru letri skráð á spjöld sögu Mjólkursamsölunnar. að bað máist ekki. Mjólkursamsalan á hon um mikið að þakka. Þessar línur eru fyrst og fremst skrifaðar til að bera fram alúðar þakkir fyrir fórnfús störf. Fyrstu kynni okkar séra Svein bjarnar urðu veturinn 1930—1931 þegar hann var skólastjóri Flens- borgarskólans í Hafnarfirði og ég nemandi hans þar. Hann var glæsilegur skólastjóri og kennari, og naut fyllstu virðingar nemenda sinna. Því starfi gegndi hann að- eins einn vetur, og sáum við ueni- endur hans eftir honum, þegar hann hvarf frá skólanum. Síðan lágu svo leiðir okkar saman innan veggja Mjólkursaimsölunnar, þar sem við höfðum náið samstarf á aranan áratug. Ég þakka séra Sveirtbirni Högna syni fyrir samstarfið, ljúfmennsk una og vináttuna og vona, að birta sú, sem var yfir honum í síðustu skiptin, þegar við unnum saman, hafi verið bjarminn frá hans hýju heimkynnum. Konu hans, bömum og bamabörnum færi ég innilegar samúðarfnreðjur og blessunaróskir. Stefáh Björnsson. Það var sem birtu brigði, er við, vinir og samstarfsmenn séra Svein- bjamr Högnasonar, fréttum bið sviplega fráfall hans á sumardag- inn fyreta. Tveimur dögum áður veitti hann forystu hinum afar- fjölmenna aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna, með hinu alkunna ör- yggi og glæsileik, sem jafnan ein- kenndi forystu hans og var hans mikli styrkur. Hann gladdist yfir því, sem áunnizt hafði, bændum til handa á síðaistliðnu ári. Gladdist yfir, að þeir báru úr býtum sæmi leg laun fyrir miikla vinnu, um- svif og erfiði. Við nánustu samstarfsmenn hans, kvöddum hann seint að kveldi þessa næst síðasta vetrar- dags. Og vinarkveðju okkar fylgdi innileg þökk fyrir þennan liðna samstarfsdag og alla aðra daga, sem við höfðum unnið saman að hugsjóna- og hagsmunamálum bænda og landbúnaðarins í heild. Og nú var sumardagurinn fyrsti á næsta leiti. Þess vegna var líka sumarfögnuður og sumaróskir í kveðju okkar. En svo skammt sjá- um við jafnan fram á leiff, svo lítt sjáandi erum viff á það, hvemig örlagaþræðir mannlífsins eru sam anstungnir í hendi höfundar lífs- ins, að sízt leiddi okkur í grun, að þetta væri síðasta handtakið, að örlög hans væru þau, að hann gengi inn í fögnuð herra síns, und ir hádegissól hins fyrsta sumar- dags. En það held ég, að allir, sem bezt þekíktu drengskap og hjartahlýju presta- og bændahöfð ingjans á Breiðabólstað, muni sam mála um það, að gott samræmi sé í því, að för hans af þessum heími, var honum gerð móti hækkandi sól og sumarhlýju. Séra Sveinbjörn Högnason fæddist 6. apríl 1898, að Eystri- Sóliheimum í Mýrdal og var því réttra 68 ára að aldri, er hann lézt. Foreldrar hans voru Högni, bóndi þar Jónsson, bónda í Péturs ey í Mýrdal, Ólafssonar og kona hans, Ragnhildur Sigurðardóttir, bónda í Pétursey Eyjólfssonar. Séra Sveinbjörn fór ungur að árum í Flensborgarskóla og lauk þar gagnfræðaprófi. Það- an fer hann í Menntaskólann í Reykjavík og lýkur stúdentsprófi 1918, er hann stóð á tvítugu. Árið 1919 fer hann til Danmerfcur og innritast í háskólann í Kaupmanna höfn, stundar þar guðfræðinám með hebrezku sem aukanámsgrein og lýkur guðfræðiprófi 1925. Hann mun á þessutm árum hafa öllu fremur óskað að gerast fræðari og leiðtogi þeirra ungu manna, sem valið höfðu sér að ævistarfi að þjóna kirkju og kristindómi, með því að kena þeim guðfræði við hinn unga háskóla vorn, frek ar en preststarfið, þótt á annan veg færi. Þýzkalandsför hans, strax að guðfrseðiprófi lotonu, bend ir til þess. að svo muni verið hafa, en hann stundaði nám við háskólann í Leipzig akademiskt ár 1925—26 í semitiskum málum, hebrezku, arameisku og arabisku. Þegar heim kom. var sýnt. að þessi ósk han.s myndi ekki rætast. Hann var vígður vorið 1926 til Laufásprestakalls og þjónaði því um eins árs skeið, en veittur Breiðabólstaður í Fljótshéraði vor ið 1927 Hann var skipaður próf astur i Rangárvallaprófastsdæmi 1941 og gengdi báðum þessum embættuim til 1963, er hann fékk lauisn frá prestskap að eigin ósfe. Byggði hann þá nýbýlið Staðar- bakka í Breiðabólstaðarlandi og settíst þar að. Er þar fagurt um að litast bæði innam húss og utan, miklir nýræktarvellir og heimilið ber smekkvísi hinnar göfgu konu hans fagurt vitni. Auk prests- og prófastsstarfs í fjölmennum sóknum og héraði og stórbúskapar á Breiðabólstað, gegndi séra Sveinbjörn Högnason fjölmörgum og umsvifamiklum trúnaðaretörfum, bæði á andlegu og efnalegu sviði. Á fyretu prestsárum sínum stund aði hann kennslu um skeið og var settur skólastjóri Flenzborgar stoólans 1930—1931. Hann átti sæti í milliþinganefnd um skipan presta kalla 1951, og átti sæti í stjórn Prestafélags íslands um nokkurra ára skeið. Hann var mikill bar- áttumaður fyrir skipulagningu mjólikureölumála á Suðurlandi og veitti þeim málum skelegga for ystu, svo að þeim mönnum, sem vildu halda við glundroðanum í þessum málum til tjóns fyrir bændur en hagnaðar fjrir þá, sem dreyfðu þessari dýrmætu fæðu til neytenda, stóð ógn af <>g var hart barizt. Hann var skipaður formaður Mjólkursölunefndar, þeg ar sú skipan var gerð á mjólkur sölumálum 1934, og var formaður herniar til 1943, er hún var lögð niður. Mjólkursamsalan var stofn uð í jan. 1935, og laut hún yfir- stjórn Mjólkursölunefndar til 1943, er skipulaginu var enn breytt. Síðan hefur Samsalan 5 manna stjérn, kosna af fulltrúa ráði og hefur séra Sveinbjöm ver- ið fonmaður frá upphafi og er óhætt að segja, að engimn einn maður hefur unnið jafnmikið að skipulagningu þessara mála og hann. Hann var kosinn í stjórn Mjólkurbús flóamanna 1955 og for maður síðan 1961. í stjóm Kaup félags Rangæinga 1934 og síðan og var í stjóm Vatnafélags Jíang æinga meðan það starfaði. Hann var fonmaður Sjúkrasamlags Fljótshlíðar og í hreppsnefnd um fjölda ára. Þá átti hann sæti í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1947—1959. Var nokkur ár endur stooðandi Búnaðarbankans og átti sæti í Landsbankanefnd um ára- bil. Séra Sveinbjörn Högnason var þingmaður Rangæiniga 1931—1933 og 1937—1942. Þingmaður Vestur- Skaftfellinga var hann 1942—1946 og svo aftur þingmaður Rangæinga 1956—1959. Hann sat alls á 19 þingum. Hér hafa verið talin helztu störf séra Sveinbjarnar, auk hans aðal- ævistarfs og er þó sennilega eitt hvað vantalið. Má af þessu sjá, að hér er ekki um neitt meðalmanns starf að ræða, enda lá meðal- mennsikan langt fyrir neðan leiðir hans. Þrátt fyrir þessi miklu og vandasömu þjóðmálastörf, var hann einn af höfuðklerkum fs- lenziku þjóðarinnar, hálærður kennimaður góður og geislandi prestur, svo sem að framan getur, kennimaður góður og geislandi mælskur. Hann var frábærlega vin sæll af sóknarbömum sínum og í héraði, enda góðviljaður dreng- skaparmaður og vinur og leiðtogi fólksins. Hann hélt hinum foma góða sið að húsvitja. Gaf sér jafn an góðan tima til þess, talaði við fólkið um vandamálin og lífsvið- horfið. Taldi hann þennan þátt preststarfsins hafa verið þýðingar mikill fyrir sig og margt af því lært. Samhliða hans aðalævistarfi og öllum öðrum, rak hann stór- búskap. Hóf hann hinn forna, fagra stað mjög til vegs með höfð mglegum byggingum, stórfelldri ræktun og umsvifamiklum bú- skap. Hann var félagshyggjumað ur af lífi og sál og fór ekki dult með það, að félagsmálastarfið væri mjög í samræmi við prests starfið. Félagsleg samfajálp fólks ins til meiri menningar, væri há- kristileg, grundvölluð á hinu sí- gilda boðorði: Berið liver annars byrgðar. Sem stjórnmálamaðður var hann mikill baráttumaður fyrir hvers konar menningarmálum þjóðarinnar, en lét sig þó mestu skipta öll þau mál, sem bænda stéttina varðaði og landbúnaðinn í heild. Hann var harður andstæð ingur og þó drengilegur, iimur ræðumaður, þar sem annars stað ar og vinsæll bæði í hópi samherj anna og andstæðinga. Séra Sveinbjörn Högnason kvæntist vorið 1926, Þórhildi Þor steinsdóttur, útgerðarmanns í Laufási í Vestmannaeyjum, Jóns sonar. Þau eignuðust 4 böm: Sváfn ir, prestur á Breiðabólstað, kvænt ur Önnu Gísladóttur frá Reyðar firði. Ragnheiður, gift Jóni Krist inssyni, bónda í Lambey. Ásta, gift Garðari Steinssyni, flugmanni og Elínborg, gift Guðmundi Sæmunds syni báðar búsettar f Reykjavík. Heimili þeirra Bfeiðabólstaðar hjóna var fagurt og hlýlegt sem höfðingjum sómdi. Þar geikk um stofur í 36 ár hógvær kona og göfuglynd, og því að vonum vin- sæl meðal sveitunga svo að af bar. Hinn óbeini hlutur hennar í starfi eiginimannisins er ekki skráð ur, þptt mikill sé. Svo er um flest ar konur. Þó kemur einatt í þeirra hlut, meira en á orði er haft, að greiða fram úr ýmsum vandamál um líðandi stundar, sem í almenn ingsaugum eru smá, en þó svo stór, að þegar þau eru leyst af kærleika og göfgi, að til lífsham ingju leiðir. Við vinir og samstarfsmenn séra Sveinbjamar vottum Þórhildi, bömum hennar og tengdabörnum innilegustu samúð. Við kveðjum séra Sveinbjöm Högnason með innilegri virðingu og þökk fyrir hans miklu þjóð- nýtu störf, og allar samvemstund irnar. Megi blessun Guðs fylgja honum á sumarlandi eilffðarinnar. Þorsteinn Sigurffsson. HERMÓÐUR GUÐMUNDSSON: Er óframkvæmanlegt að virkja Þegar forvigismenn í fjármal- um og virkjunarmálum þess opin- bera ræða um fyrirhugaða Búr- fellsvirkjun, er stöðugt beitt þeim áróðri til stuðnings stóriðjumál- inu, að óframkvæmanlegt sé að ráðast i stórvirkjun fyrir íslend- inga eina án beinna tengsla við alumínverksmiðju. Verði því ekki hjá þvi komizt að tengja virkjun Þjórsár við erlenda stóriðju og fasta raforkusölu til hennar um langa framtíð. Þessi áróður er svo stöðgut rek- inn í stjórnarblöðunum mánuðum saman í þeim tilgangi að koma þjóðinni til þess að trúa þessum furðulegu staðhæfingum, séu þær nógu oft endurteknar. Hinir sem treysta þjóð sinni fullkomlega til þess að leysa þessi mál á venju- legan hátt, án þess að eiga nokk- uð á hættu, eru gerðir sem allra tortryggilegastir i augum þjóðar- innar og stimplaðir sem mestu afturhaldsseggir. En hvað er svo hæft í þessu? Hafa verið leidd nokkur rök að þvílíkum fullyrðingum? í þessu sambandi væri ekki 'úr vegi að benda á skýrt dæmi sem algerlega sker úr um þetta. írafossvirkjunin var fullgerð ár- ið 1953. Þessi virkjun er 47.8 þús- und kw. og kostaði 12.2 milljonir dollara, eða 520 milljónir íslenzkra króna samkv. núgildandi gengi (kw 10878 kr). Til samanburðar er áætlaður kostnaður við 105 þús. kw. virkj- un við Búrfell 1100 milljónir eða kr. 10477 hvert kw. Þannig kostar hvert kw í fyrir- hugaðri Búrfellsvirkjun, samkv. áætlun, 400 kr. minna ,en kw. í írafossstöðinni kostaði fyrir 13 árum miðað við sama gengi. Er nokkur sem trúir því, að íslendingar séu nú verr undir það búnir en fyrir 15 árum að ráðast í virkjunarframkvæmdir sem eru sízt meiri og til muna hagstæðari en þá var ráðizt í? Til frekari sönnunar og saman- burðar á aðstöðu þjóðarinnar nú 9g þegar ráðist var í byggingu írafossstöðvarinnar og Laxárvirkj unar, sem báðar voru reistar á sama tíma og tóku til starfa 1953 skal bent á að það ár voru tekjur ríkissjóðs 542.2 milljónir, eða 33,3 milljónir dollara, en á yfir- standandi ári eru þær áætlaðar 4000 milljónir kr., eða 93 milljón- ir dollara. Sé reiknað út frá þessu ætti ís- lenzku þjóðinni að vera jafn auð- velt nú að standa straum af 1450 milljón kr. virkjun og 520 milljón kr. framkvæmd fyrir 13 árum sam- kvæmt sama gengi. Miðað við núverandi kostnaðar- áætlun Búrfellsvirkjunar, 1100 milljónir kr., er það 350 milljón kr. hagstæðara fyrir það opinbera að standa straum af virkjun Þjórs- ár nú, en írafossstöðinni 1953. Þrátt fyrir þessar staðreyndir leyfir Jóhannes Nordal landsvirkj- unarformaður og Seðlabankastjóri að halda því fram, að það sé ófram kvæmanlegt fyrir íslendinga að ráðast í 105 þús. kw. virkjun fyrir aðeins 1100 milljónir, nema að hnýta þeirri framkvæmd aftan í erlendan auðhring. Er ekki helzt til lítill stórhugur f þessari kenn- ingu? Tölvísi Seðlabankastjórans virð- ist heldur ekki á marga fiska. Þannig reiknast honum til, að 105 þús. virkjun f Þjórsá s6 of stór fyrir innlendan raforkumarkað, þótt reiknað sé með að þoasi virkj- un verði framkvæmd í áföngum, á nokkrum árum og orkuapár bendi til að þessi fyrsti þáttíir Búrfellsvirkjunar verði full nýttur eftir aðeins 10 ár, frá því að rirhj- unarframkvæmdir hefjasO. Mér er spurn, er yfirleitt nokkart vlt í að ráðast í minni vatnswirkjanir en svo að þær geti fullnasgt orku- þörf innlendra rafmagnsnatenda í að minnsta kosti 8—10 &r. Eða var ef til vill írafossstöðin og Laxárvirkjunin 1953 byggðar of Framhald á bls. 1S. Þiórsá án stóriðju?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.