Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.04.1966, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 28. aprfl 1966 Otgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og lndriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: SteingrimuT Gíslason Ritstj.skrifstofur l Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán lnnanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hJ. Næststærsti flokkurinn í kaupstöðum og kauptúnum Lokið er nú framboSum til sveitarstjórnarkosning- anna, sem eiga að fara fram 22. maí næstkomandi. Kosn- ing utan kjörstaða er lí'ka þegar hafin. 1 seinustu sveitarstjórnarkosningum, sem fóru fram 27. maí 1962 í kaupstöðum og kauptúnum, sem höfðu fleiri en 300 íbúa, gerðust þau sögulegu tíðindi, að Fram só'knarflokkurinn náði því marki að verða næststærsti flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn hélt forustusætinu með 29.697 atkvæðum og 85 fulltrúum í bæjar- og sveit arstjórnum, þegar kaupstaðir og kauptúnin voru lögð saman. Næst kom Framsóknarflokkurinn með 10.461 atkv. og 41 fulltrúa, þá Alþýðubandalagið með 9721 atkv. og 25 fulltrúa og loks Alþýðuflokkurinn með 8497 atkv. og 30 fulltrúa. Allskonar sambræðslulistar fengu 6594 atkv. og 48 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn stóð yfir leitt ekki að þessum listum og má því skipta fylgi þeirra milli hinna flokkanna þriggja. Óhætt er að fullyrða, að Framsóknarflokkurinn hafi átt ríflegastan hluta af þessu fylgi, en Alþýðuflokkurinn langminnstan. Séu kaupstað- irair teknir sér, hélt Framsóknarflokkurinn þar einnig sæti, sem næststærsti flokkurinn, með 9.480 atkv. og 23 fulltrúum. Alþýðubandalagið fékk 9303 atkv. og 20 fulltrúa, og Alþýðuflokkurinn 7571 atkv. og 18 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 27.390 atkv. og 52 fulltrúa. Bræðslulistar fengu 4.426 atkv. og 15 fulltrúa. Fyrir Framsóknarflokkinn var það mikill sigur að ná því marki að verða næststærsti flokkurinn í kaup- stöðum og kauptúnum, þar sem hann hafði upphaflega skipt þannig verkum milli sín og Alþýðuflokksins, að hann sneri sér aðallega að sveitunum, en Alþýðuflokk. urinn að bæjunum. Þegar Alþýðuflokkurinn hörfaði af upphaflegum grundvelli sínum, skapaðist Framsóknar- flokknum einnig það verkefni að verða forsvarsflokkur frjálslynds og framsækins fólks í kaupstöðum og kaup- túnum engu síður en í sveitum. Að sjálfsögðu verður engu endanlega spáð um úrslit þeirra sveitarstjórnarkosninga, sem nú eru framundan. Óhikað má þó fullyrða, að Framsóknarflokkurinn mun vel halda sæti sínu sem næststærsti flokkurinn í kaup- stöðum og kauptúnum Víðast eru spádómar þeirra, sem óháðir eru, honum hagstæðir, m. a. í Reykjavík. Þetta er líka eðlilegt. Fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjar- og sveitarstjórnum hafa haldið vei á málum á yfirstandandi kjörtímabili. Þeir hafa hvar- vetna haldið uppi merki raunhæfrar umbótastefnu. Framboðslistar flokksins í kosningunum eru undan- tekningarlaust skipaðir reyndu og völdu fólki. Jafnt í kaupstöðum og kauptúnum vex sá skilningur, að það sé jafnt viðkomandi stöðum og /þjóðinni i heild fyrir beztu að efla víðsýnan og ábyrgan framfaraflokk eins og Framsóknarflokkurinn er. En hagstæðir spádómar eru ekki einhlítir, þótt óvil- hallir menn standi að þeim. Enginn mikill sigur vinnst, nema vel sé unnið. Þessvegna má enginn Framsóknar maður liggja á liði sínu í þessum kosningum. Því betur sem er unnið, því meiri verða launin 22. maí. TfMINN 5 r ,M ■ ■■■—- ■■■ ■ -M- ... ■-■I ERLENT YFIRLIT Bandaríkjamenn og Bosch Forsetakosningar fara fram í Dominikanska lýðveldinu 1. júní n.k. UM SEINUSTU helgi var lið- ið rétt ár síðan uppreisnin hófst í Dominikanska lýðveld- inu. Uppreisn þessi var gerð af frjálslyndum mönnum og hafði það takmark að koma aft- ur til valda eina forsetanum, sem náð hefur völdum þar í frjálsum kosningum, Juan Bosch. Hann sigraði í forseta- kosningunum, sem fóru fram 1962, en árið áður hafði Tru- jillo, sem verið hafði einræðis- herra um langt skeið, verið myrtur. Valdatími Bosch varð hins vegar ekki langur, því að 1963 hrakti herinn hann frá völdum og setti upp leppstjórn sem raunverulega var stjórnað af afturhaldssömum hershöfð,- ingjum. Bosch fór úr landi og var hann því ekki óvanur að dvelja erlendis, en hann hafði lengstum verið landflótta í stjórnartíð Trujillos. í útlegð- inni hafði Bosch einkum feng- izt við Skáldsagnagerð og þykja sumar smásögur hans góður skáldskapur. Hann kom heim eftir fráfall Bosch og var þá kjörinnn frambjóðandi vinstri manna, annarra en kommún- ista. Milli Bosch og Kennedys Bandaríkjaforseta var góð sam búð. Hins vegar hefur núv. stjórn Bandaríkjanna verið fremur andvíg Bosch, einkum þó eftir að hann gagnrýndi innrás Bandaríkjahers á síð- astl. vori. Eins og áður segir, hófu frjálslyndir menn undir for- ustu ungra herforingja upp- reisn fyrir réttu ári og hugðust koma Bosch til valda að nýju, eins og hann átti líka löglegt og lýðræðislegt tilkall til. Vafa lítið hefði þessi uppreisn heppn azt, ef Bandaríkjastjórn hefði ekki skorizt í leikinn af ótta við, að hér væru kommúnistar fyrst og fremst að verkií Hún sendi þvi her til landsins og kom hann í veg fyrir, að bylt- ingartilraunin tækist. Eftir langt og mikið þóf náðist sam- komulag um, að einn af ráð- herrunum úr stjórn Bosch yrði forseti til bráðabirgða og forsetakosningar látnar fara fram. Önnur Ameríkuríki, sem voru óánægð með íhlutun Bandaríkjastjórnar, áttu mikinn þátt i þvi að þessi lausn náð- ist. Annars er alveg eins lík- legt, að Bandaríkin hefðu stutt stjórn hægri sinnaðra hershöfð ingja til valda. ÞAÐ ER NÚ ákveðið, að um- ræddar forsetakosningar fari Bologner fram 1. júní næst komandi og er framboðsfresturinn liðinn. Forsetaefni eru þrjú. Bosch, sem kom heim úr útlegðinni á síðast liðnu hausti, verður for- setaefni vinstri manna. Hægri menn hafa hins vegar tvo fram bjóðendur. Annar þeirra, Joa- quim Balaguer, sem var for- seti seinustu stjórnarár Tru- jillos, en Trujillo tók sér aldr- ei forsetanafn sjálfur, heldur lét ýmsa vikaliðuga aðstoðar- menn sína bera það heiti. Bala- guer reyndist honum þægt verk færi, en annars er hann sagð- ur fremur greindur maður, en viljalítill. Þriðji frambjóðand- inn er Rafael Bonnelly, sem varð bráðabirgðaforseti fyrst eftir fráfall Trujillos, settur í það embætti af hægri sinnuð- um hershöfðingjum. EINS OG HORFUR eru tald- ar nú, þykir víst, að aðalbar- áttan verði milli þeirra Bosch og Balaguers. Yfirleitt er jþó Bosch talinn sigurviss. Þó er sigur hans ekki talinn alveg öruggur, ef Bonnelly drægi sig til baka, en Bandaríkjamenn eru sagðir vinna að því. Vitað er, að þeir æskja Balaguers sigurs, því að þeir telja hann líklegri til góðrar samvinnu við Bandaríkin en Bosch. Sagt er þó, að þeir séu búnir að sætta sig við þá tilhugsun, að Bosch nái kosningu. Aðaláróðurinn gegn Bosch er sá, að hann sé 'háður kommún- istum, þótt hann sé ekki sjálf- ur kommúnisti. Það hefur styrkt þennan áróður, að sam- tök, sem eru talin undir stjóm kommúnista, hafa lýst yfir stuðningi við Bosch. Bosch hef ur svarað með því að lýsa yfir, að hann hafi ekki óskað eftir þessum stuðningi og hann kæri. sig síður en svo um hann. Hægri menn halda því fram, að þetta séu aðeins látalæti hjá honum. ÞVÍ VERÐUR vafalítið veitt mikil athygli, hvernig þessar kosningar fara fram og hvað tekur við að þeim loknum. Það skiptir áreiðanlega miklu fyrir álit Bandaríkjamanna í Suður-Ameríku, að kosningarn ar fari vel fram og ekki beri mikið á beinni amerískri íhlut- un, en bandariskur her dvelur enn í Dominikanska lýðveldinu og getur ráðið því, sem hann vill ráða. Þá skiptir það ekki síður máli, ef Bosch sigrar, að Bandaríkin geri ekki neitt til að bregða fyrir hann fæti, heldur bjóði honum vinsamlegt samstarf. Af því myndi dreg- in sú ályktun, að Bandaríkin kjósi sér ekki eingöngu hægri öflin til samstarfs, held ur geri sér ljóst, gð til að vinna raunhæft gegn kommúnisman- um skiptir höfuðmáli að styðja framfaraöflin til for- ustu. Það sjónarmið hefur Bandarikjamenn skort í Viet- nam og því er komið þar sem komið er. Þ. Þ. A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.