Tíminn - 29.04.1966, Page 12

Tíminn - 29.04.1966, Page 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FÖSTUDAGUR 29. apríl 103 Rangers meistari Giasg. Rangers varð skozk ur hikarmeistari í fyrra kvold, þegar liðinu tókst a'ð merja 1:0 sigor yfir Celtiic í endurleknum úrslitaleik á Hampden Park. Celtic átti mun meira í leiknum, en tókst aidrei að skora, þrátt fyrir góðar tiiraunir. Eina mark leiksins skoraði Dan- inn Johanson um miðjan síðari hálfleik. Og eftir leik inn báru félagar hans í Rangers hann í gullstóli af vellinum. f lýsingu BBC frá leiknum, var ekki getið um Þórólf, svo hann hefur senni lega ekki leikið með. Hreinn úrslitaleikur milli Fram og FH í kvöld: Hvort hafnar íslandsbikann í Reykjavík eða Hafnarfirði Ragnar Jónsson, FH og Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, vígaiegir á Svipinn. Þeir mœtast i kvöld — og ætla sér sennilega báöir að sigra! TILKYNNING FRÁ ÖXLÍ HF. Oss er ánægja að geta tilkynnt þeim f jölmörgu, sem undanfarin ár hafa sýnt áhuga á International Scout landbúnaðarbifreið- / inni, að vegna breyttra tollalaga er bifreið þessi nú fáanleg með sömu tollakjörum og aðrar bifreiðar í jeppáflokki. ÖXULL HF. Suðurlandsbraut 32 — Sími 38597 og 38590. SKÓR - INNLEGG Smíða Orthop-skó og tnn- legg eftir máli Hef einnig tilbúna barnaskó með og án innleggs. Davfð Garðarsson, Orthop-skósmiður, BergstaSastræti 48, Simi 18893. FRÍMERKI Fyrir hvert ísienzkt frl- merki. sem þér sendið mér fáið þér 3 erlend Sendið minnst 36 stk. JÓN AGNARS, P.O. Bojc 965, Reykjavík. VIÐTAL VIÐ ÓMAR Framhald af bls. 9. menntaskóla og laus og iiðug- ur, minnist ég þess að þú fórst að hvswa? — Já, ég brauzt í því að gamni mínu. Ég vann við fbúð- ina í frístundum mínum og á hana enn og leigi hana út, því að hún er bara tveggja her- bergja og of lítið fyrir okkur. Það mætti segja mér, að bygg- ingarstússið hafi örvað mig til að fara út í gamanvísnasöng til að vinna mér inn peninga til að geta haldið íbúðinni. — Þú ert stud. jur. í síma- skránni. — Já, ég hef verið í laga- deild Háskólans, en tekið því öllu rólega eins og fleiri. Hef lokið forprófi, en ekki öðrum enn sem komið er. Alf—Reykjavík, — I kvöld, föstudagskvöld, leika Fram og FH til úrslita f 1. deild íslandsmótsins í handknattleik, og verður þetta þriðji Ieikur liðanna á keppnis- tímabilinu og hreinn úrslitaleik ur. f fyrsta leiknum sigraði FH með eins marks mun, en í öðr um leik sigraði Fram með fjögurra marka mun. Hvað skeður í kvöld? Tekst Hafnfirðingum að verja íslands meistaratitilinn — eða hafnar ís- ladsbikarinn í Reykjavík? Svo jöfn eru liðin, þrátt fyrir ólíkan handknattleik, að ómögulegt er að spá nofckru fyrir um úrslit. Eitt er víst, að mjög ólíklagt er, að FH leiki jafn illa í kvöld og síðast, þegar liðin mættust, en þá hafði Fram allt að vinna, en FH var í varnarstöðu. Samkvæmt upplýsingum, sem íþróttasíðan aflaði sér í gær, verð ur Fram-liðið oær óbreytt frá síðasta leik, en búast má við nökkrum breytingum hjá FH.Tjáði Birgir Björnsson, þjálfari FH, okkur, að Guðlaugur myndi ekki leika með vegna meiðsla, en Ragn ar Jónsson koma inn í hans stað. Þá er ekki víst, að Birgir geti leikið heilan leik. Hann sneri sig á fæti í leiknum gegn Fram og er ekki búinn að ná sér alveg eft- ir bað. en sagðist ætla að reyna að byrja leikinn. Á undan leik Fram og FH leika Víkingur og Þróttur í 2. deild Nægir Víking jafntefli til að hljóta sigur í deildinni. en vinni hins vegar Þróttur, verða þrjú lið enn einu sinni jöfn að stiguim. — Fyrri leikur hefst kl. 20.15 og er fólki ráðlagt að mæta tímanlega til að forðast þrengsli. KR tapaði kærumá inu fræga gegn FH f gærkvöldi var loks kveðinn upp dómur í hinu fræga kæru máli KR vegna leiksins gegn FH í 1. deild. Undirréttur dæmdi þann ig í málinu, að leikurinn ætti að endurtakast, en dómstóll HSÍ, sem dæmdi í málinu í gærkvöldi hrundi þeim dómi, og verður því leikurinn ekki endurtekinn. Nýstáriegt skíða- mót í Hveradöhim Á sunnudaginn verður efnt tf! nýstárlegs skíðamóts við Skíða- skálann í Hveradölum. Er hér um að ræða mót fyrir eldri skíðamenn og konur, svo og hjón á öllum aldri. Keppt verður í eftirfarandi aldursflokkum: Karlar 35—50 ára og 50 ára og eldri. Konur 30—40 ára og 40 ára og eldri. Hjóna- flokkur: Sameiginlegur tími hjóna. KR kærði úrslita- leik í kvennaflokki S. 1. þriðjudagskvöld léku KR og Keflavík til úrslita í . deild kvenna og lauk Ieiknum með eins marks sigri Keflavíkur eftir fram lengingu tvisvar sinnum. f síðari framlengingunni var leikinn að- eins einn hálfleikur í staðinn fyrir 2, eins og skýrt er tekið fram í mótareglum, og kærði KR því leikinn og verður hann að fara fram að nýju. SUNDMÓT FJÖGURRA SKÓLA í GÖMLU LAUGUNUM í DAG í dkg kl. 16.30 hefst í Sundlaug um Rvíkur (gömlu laugunum), sundmót fjögurra skóla, Lauga- lækjar-Laugarness, Voga- og Lang holtsskóla. Keppt verður i boð sundi og má búast við mjög skemmtilegri keppni milli skól- anna. Keppt verður um bikar, sem Toyota-umiboðið hefur gefið. Að öllum líkindum verður þetta síð asta sundmótið, sem háð er í gömlu laugunum. Skemmtikraftar ættu að vera bindindismenn. — Heldurðu að það hafi hjálpað þér að halda þér „á toppinum" að þú ert bindind- ismaður? — Já, ætli það ekki. Það er eiginlega alveg nauðsynlegt að vera það. Hljóðfæraleikarar, þjónar og skemmtikraftar þyrftu að vera bindindismenn. En þótt margir viti, að ég smakka ekki vin þá er alltaf verið að bjóða manni sjúss. Ég skil það ekki. Nú ætla ég reyndar ekkert að fara að pré- dika, en ég er ósköp feginn að hafa látið það vera að smakka vín hingað til. H.K. MINNING Framhald al bls. 9. búkona af lífi og sál, fljót til hjálpar og mátti aldrei aumt sjá. Hún var djörf í framkomu og hreinlynd, skemmtilega orðhepp in og mjöig sérstæður persónu- leiki, sem sveitungar hennar og aðr ir er henni kynntust munu lengi minnast. Höfðingi var hún heim að sækja á rausnar- og myndar heimili. Margar leiðir lágu heim að Þurranesi og nutu þeir bæði góðra veitinga og skemmtilegra samræðna. Þórey var félagslynd og tók virkan þátt í kvenfélagi sveitarinnar og starfi kirkjunnar unni hún og trúði á æðra líf. Skammt er stórra högga á milli í Þurranesi. Húsbændur báðir fallnir í valinn á sarna vetri. End urfundir þeirra munu þeim báð- um kærkomnir, til þess „meira að starfa euðs um geim“. Við þetta tækifæri minnist ég með þakklæti tryggrar vináttu kærleiksríkrar konu, sem var af sterkum stofni, er stóð af sér storma lífsins. Minning hennar mun lengi geymast. Samúð mína votta ég aðstendum öllum- Blessuð sé minning þín, mæta kona. Ásgeir Bjarnason.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.