Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 2
Vlsir. Fimmtudagur 17. október 1974 risDtsm: Notarðu áætlunarbila? Agnar Egilsson, sjómabur: — Nei, ég fer yfirleitt allra minna feröa um nágrennið i eigin bil. Ég skrepp stundum austur fyrir fjall og þá eru þaö skottúrar og ekki á neinum vissum tima. Ef ég færi hins vegar reglulega, væri þaö annaö mál. í þvi tilfelli eru rútur vafalaust ódýrari og þægilegri. Kristln Baldursdóttir, neml: — Ég fer oftast á milli i einkabil. baö eru 2-3 ár siðan ég fór siðast I áætlunarbll á milli og þaö var frá Hveragerði til Reykjavikur. Leifur Eiriksson, þjónn:— Ég fer yfirleitt allra minna ferða i einka- bil. Það er vegna þess að ég hef bil sjálfur og kann vel við að nota hann. Það eru sennilega 10 ár sið- an ég fór siðast I rútu, það var austur á Selfoss. Höskuldur Ingvarsson, verka- maður: — Þegar ég kem hingað suöur vestan frá Isafirði þar sem ég bý, finnst mér þægilegra að fara með flugvél. Það munar ekki það miklu i verði og ferðin tekur mun styttri tíma. Rútan er 16-17 tima á leiðinni. Bogi Eggertsson, bilstjóri: — Ég fór sennilega siðast I rútu 1970. Það var þegar ég var I skóla á Skógum. Núna fæ ég yíirleitt lánaðan bil, ef ég þarf að fara á milli, mér leiöist að sitja i rútu. Tómas Jónsson, bifvélavirki: — Ég hef sennilega ekkert farið i rútu siðan 1959, nema jú að visu i sumarleyfi minu erlendis i sum- ar. Ég fer i einkabil, það er mun þægilegra, þá getur maður skotizt hvenær sem er og ekið um innan- bæjar þar sem maður kemur. TILUTSSEMI ISLENZKRAR MANNSÁLAR - HVAÐ? Fyrrverandi löggæziumaður skrifar: ,,Nú er hann séra Arelius enn einu sinni farinn á stúfana til aö krefjast þyngri refsinga yfir af- brotamönnum (Sbr. VIsi 10. okt.). Arelius segist óttast ljón og tigrisdýr minna en drukkna ökumenn, og mér er nær aö halda að hann meini þetta. Hann telur flesta „sammála um að ráða niðurlögum slikra kvikinda sem fyrst”. Með þess- um tilvitnuðu orðum á Arelius sennilega við ljónin og tigrisdýrin, þótt ekki sé það full- ljóst af samhenginu. En nærri má geta, hvað klerkur vill gera við ölvaða ökumenn sem hann telur miklu hættulegri en áðurnefndar skepnur. Allir hljóta að vera sammála um að ölvun við akstur er óhæfa, en hún á sér margþættar samfélagslegar orsakir sem Areliusi virðist fyrirmunað að skilja. Óttinn við „óarga- dýrin” virðist glepja honum sýn. „Ætli sektin sé há?”, spyr guðsmaðurinn. Undirritaður er ekki svo fróður að vita hve hún er há nú, en svo mikið er vist að ölvun við akstur hefur aukizt eftir þvi sem viðurlög hafa verið þyngd. Reynslan sýnir að refsing er ekki alltaf bezta lausnin til að aflétta ósiðum, og hún er aldrei eina lausnin. En samt krefst Arelius strangari refsinga: fangelsisdóms (sem ég held að sé tiðkaður hér lika við endurtekin ölvunarbrot). En ég hef hlýtt á séra Jón Bjarman fangelsisprest lýsa þvi i sjónvarpi hversu fráleit „refs- ing” það sé að loka menn inni i fangelsi. Satt að segja hélt ég að prestastéttin væri hætt að trúa á slikar miðaldaaðferðir nema þeim væri ætlað að gera menn enn verri og liklegri til óhæfuverka. Hinn refsiglaði klerkur spyr: „Hvar er sómatilfinning og til- litssemi Islenzkrar manns- sálar?”. Þetta er örvæntingar- hróp skelkaðrar sálar. Lifsóttinn hefur skotið sterkum rótum I hugum sumra manna. Hann finnur sér ætið bölvald. Kross- festið hann! var eitt sinn hrópað. Herópið: Fangelsið þá! er af sömu rótum runnið. Oddhvasst grjót í ofaníburðinum Magnús sendir bréf og odd- hvassa smávölu með: Þessi egghvassi, svarti steinn skar sig gegnum nýlegan hjólbarða á bifreið kunningja mins, er hann átti leið um Hval- fjörðinn I gær. Svipað sýndist honum hafa hent hjá tveimur ökutækjum, að minnsta kosti voru þeir að skipta um hjól- LAUSN VANDANS? G. Ósk simar: „1 sumar var ég á ferðalagi I London og þurfti að heimsækja fólk i útborg stórborgarinnar. Komst ég þá að raun um að strætisvagnaferðir I hverfið höfðu verið lagðar niður I 10 daga. Astæðan var sumsé sú, að bilstjórar höfðu orðið fyrir áreitni af hálfu ibúa hverfisins. Ekki hafði þó verið skotið á þá eins og i Breiðholtinu. En höfuðhögg var nóg til þess að bilstjórafélagið ákvað að sleppa ferðum til Ibúa hverfisins i 10 daga. Þetta hreif vist anzi vel. Kannski þetta sé lausnin á vandanum I Breiðholti?” barða á svipuðum slóðum á nýhefluðum veginum og tiltölu- lega nýlögðum, að honum sýnd- jct — En það sem kunninginn var að velta fyrir sér var, hvort steinninn væri einhver aðskota- hlutur I ofaniburðinum — eða efnið sem vegagerðin lætur þarna I veginn, sé blandað slik- um steinum, bæði oddhvössum og eggbeittum, sem auðveld- lega geta skorið sundur hjól- barðana og valdið bæði skemmdum og slysum. Rétt er að taka það fram að hvassasti oddurinn brotnaði af steininum þegar hjólbarðaviðgerðar- / maðurinn tók hann úr sárinu. 06 TAagA„;V* TIL HVIRS VAR YFIRLÝSINGIN? yótl vCtÍ*\6 \ inn ^ > Helgi fararstjóri Ellert B. Schram, formaður KSl, hefur óskað, að gefnu tilefni, að tekið skuli fram, að Helgi Danfelsson var einn af fararstjór- um fslenzka landsliðsins í ferð- inni til Danmerkur og Austur- Þýzkalands. Knattspyrnuáhugamaður hringdi: „1 Morgunblaðinu 16. okt. var einkennileg yfirlýsing frá for- manni Knattspyrnusambands Is- lands, Ellert B. Schram, sem ég og aðrir, sem ég hef talað við, fá- um ekki á nokkurn hátt botn I. Þessi yfirlýsing hljóðar svona: „Ellert B. Schram, formaður KSl, óskar eftir að gefnu tilefni, að tekið skuli fram að Helgi Dani- elsson var einn af fararstjórum islenzka landsliðsins I ferðinni til LEIÐUR Á BILBiLTAÁRÓÐRI R. Lár. skrifar: „Mikið lifandi skelfingar ósköp er ég orðinn leiður á bilbelta- blaörinu hans Arna Þórs Ey- mundssonar I útvarpinu. Laugardag eftir laugardag þvælir hann fram og aftur um beltin, um nauðsyn þeirra og um árangursleysi áróðursins fyrir notkun þeirra hér á landi og erlendis. Er ekki nóg komið? Arni hefur áheyrilega rödd, enda vinsæll hjá sjónvarps- auglýsendum, slagar upp i þá Jón Múla, Andrés Indriða og Pétur Einarsson. En Arni er ekki „spjallari” á við þá Jökul og Pál Heiðar og mistekst þvi oftast I „frjálsu spjalli”. Það er ekki á hvers manns færi að „improvisera” eins og þeir gera og ætti Arni að gera sér það ljóst. Og svo er það blessuð músikin sem Arni veiur I þætti sina. Það virðist nauðsynlegt að hún fjalli um bila eða ferðalög. Það lofar þvi ekki góðu, þegar misgóðir popparar eru farnir að semja texta sem á einhvern hátt geta tengzt ferðalögum, eingöngu til að fá inni i umferðarþáttum út- varpsins.” Danmerkur og Austur-Þýzka lands.” Mig langar eins og aðra sem fylgdust með frækilegri frammi- stöðu islenzka landsliðsins i þess- ari ferð, að vita til hvers formað- urinn var að gefa þessa yfirlýs ingu út. Kom eitthvað fyrir i ferð inni, sem almenningur má ekki vita um? Og hvað þýðir þá þetta „aö gefnu tilefni” hjá formannin- um?” Við leituðum svara við spurningum knattspyrnuáhuga- manns hjá Ellert B. Schram, formanni KSt: „Ég bað Morgunblaðið að leið- rétta það að Helgi Danielsson hefði verið fréttaritari Morgun- blaðsins i leikferð landsliðsins, eins og kom fram i frásögn blaðs- ins af leiknum við A-Þjóðverja. Helgi var fararstjóri i ferðinni og fór hana á vegum KSl. En leiðréttingin kom út á annan veg en ég ætlaði, eins og sést á þessum misskilningi. Hins vegar hef ég ekkert við það að athuga að hringt sé til fararstjóra til þess að fá upplýs- ingar um gang leikja.” Mega lyftarar aka á götunum? Verkamaður hringdi: „Ætli það sé til einhver laga- bókstafur eða reglugerð um akstur lyftara, eins og t.d. þeirra sem notaðir eru við höfn- ina? Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, þegar ég sé þá þeys- ast um allan bæ, númeralausa, og jafnvel með stór hlöss á göfflunum. Mega þessi tæki vera á götum borgarinnar, og hvaða próf þurfa stjórnendur þeirra að hafa?” Biaðið aflaði nokkurra upplýsinga um notkun lyftara. Lyftarar flokkast undir vinnu- vélar, en vinnuvélar eru þau vélknúin tæki sem hafa hámarkshraða undir 30 km. öryggiseftirlitið hefur allt eftirlit og umsjón með slikum tækjum, en bifreiðaeftirlitið kemur þar hvergi nærri. Þessi tæki eru að sjálfsögðu skráningarskyld, en þau hafa hins vegar engin skráninga- númer utaná. öryggiseftirlitið sér um að skoða tækin, og ganga úr skugga um að tryggingar séu I iagi, þvi að sjálfsögðu eru ailar vinnuvélar tryggingaskyldar. Lyftarar fiokkast undir svo- kailaðar farandvinnuvélar og rnega þvi aka um götur þegar nauðsyn krefur til þess að færa þá miiii vinnusvæða. Hins vegar má enginn aka lyftara utan vinnusvæðis, nema hann hafi ökuskírteini. I lagi. Hins vegar má maður með vinnuvélapróf vinna á lyftara innan vinnusvæðisins, þótt hann megi ekki aka honum utan þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.