Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 5
Vlsir. Fimmtudagur 17. október 1974 5 ap/nTEbRv ■ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Konur sleppa gíslum sínum — oftur að komast á ró í fangelsum N-írlands Kvenfangarnir í Armagh- fangelsinu á Norður-írlandi siepptu fangelsisstjóranum og þremur kvenfangavörðum úr gislingu snemma i morgun. Þá höfðu gislarnir verið i haldi i 14 klukkustundir. Starfsmenn fangelsisins sögðu, að gislarnir væru heilir á húfi og ósærðir. Fangarnir slepptu gislunum af fúsum og frjálsum vilja eftir að kaþólskur prestur fangelsisins og starfsbróðir hans úr hópi mót- mælenda höfðu rætt við þá. A siðasta sólarhring hefur upp- reisn verið gerð i tveimur fangelsum á Norður-lrlandi. Kvennafangelsinu i Armagh og ka'rlafangelsi i Belfast. Helzta krafa kvennanna var sú, að allir þeir fangar yrðu látnir lausir, sem sitja inni án dóms. Þá vildu þær einnig, að kannaðar yrðu að- stæður og aðbúnaður i tveimur karlafangelsum við Belfast og Londonderry. Uppreisnin i kvennafangelsinu fór friðsamlega fram og ekki kom þar til alvarlegra átaka. I nótt gerðist það þó, að leyniskyttur komu sér fyrir utan fangelsis- múranna og hófu skothrið á öryggisverði. Þegar konurnar létu gisla sina lausa skömmúsið- ar, dró úr spennunni utan fangelsisins, en róstur voru að byrja i Belfast. Armagh er eina fangelsið á Norður-Irlandi, sem sérstaklega er ætlað fyrir konur. Aður en upp- lausn hófst á Norður-lrlandi 1969 voru þar sjaldan fleiri en 10 til 12 konur. Nú eru fangarnir i kvenna- álmunni um eitt hundrað. Sumar eru dæmdar fyrir sprengju- og skotárásir en öðrum er haldið þar vegna gruns um, að þær tilheyri hinum ólöglega irska lýðveldis- her (IRA). Bandaríkjaher að tapa forskoti sínu -Schlesinger hvetur tif öfíugra varna samhliða bœttrí sambóð James Schlesinger, varnar- málaráðherra Bandarikjanna, varaði i gær við þvi, að frekar yrði dregið úr varnarmætti Bandarikjanna. Hann sagði, að nú væri svo komið, að herinn ætti fullt i fangi með að sinna þeim litlu verkefnum, sem hann hefði sérstaklega að gegna I kjölfar Vietnam-styrjaldarinnar. „Ef gripa þyrfti til liðsauka á mikilvægu varnarsvæði NATO,” sagði Schlesinger ,,er á mörkun- um, að herinn sé fullfær um að gegna hlutverki sinu, ef tekið er mið af sifelldri hernaðar- uppbyggingu i Sovétrikjunum i Austur-Evrópu.” 1 ræðu, sem varnarmálaráð- herrann flutti i kvöldverðarboði samtaka hermanna vakti hann athygli á þeirri staðreynd, að niðurskurður útgjalda til varnar- mála eftir Vietnam-striðið hefur dregið úr mætti hersins. Hann benti á, að i landher Bandarikjanna eru nú 785 þúsund menn og konur. Hann hefur aldrei verið fámennari siðan fyrir Kóreu-styrjöldina 1950. Nú eru 20% færri I hernum en fyrir Vietnam-striðið. ÞegarSchlesinger fjallaði al- mennt um stöðu bandariska her- aflans, gagnrýndi hann það, sem hann nefndi „draumsýnir” um að bætt sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna hlyti að draga úr nauðsyn öflugra varna. „Það er enginn árekstur milli bættrar sambúðar og traustra varna,” sagði Schlesinger. Hann benti á það, að Sovétmenn ættu i engum erfiðleikum með að efla varnir sinar um leið og þeir itrekuðu nauðsyn bættrar sambúðar. Otgjöld Sovétmanna til varnamála hækka um 3-5% á ári, sagði hann. „Næsta ár munu Sovétmenn taka i notkun vopn, sem munu lik- lega verða grundvöllur öflugasta sóknarhers siðan menn tóku að vigbúast með kjarorkuvopnum,” sagði Schlesinger undir lok ræðu sinnar. Með þessum orðum vakti hann athygli á þeirri spá banda- riska varnarmálaráðuneytisins, að á næsta ári muni Rússar setja MIRV-kjarnahleðslur i langdræg- ar eldflaugar sinar. Jobert lýsir Kissinger: Draumóramaður og upp- tekinn af eigin gáfum Þessi mynd af þeim Kissinger og Jobert var tekin I Brussei I desember siðastliðnum, þegar þeir sátu utanrikisráöherrafund Atlantshafs- bandalagsins. A þeim fundi lenti þeim harkalega saman og urðu umræðurnar hávaðasamar. Henry Kissinger, utanríkisráð- herra Bandarikjanna, likar það mjög vel, þegar hann er I sviðs- ljósinu, en hann er draumóra- maður og svo upptekinn af eigin gáfum, að hann gerir oft mistök, að sögn Michel Jobert, fyrrum utanrikisráðherra Frakka. „Hann hefur gifurlega þörf fyrir það að hljóta aðdáun ann- arra. Það má sjá það á andliti hans,” segir Jobert i bók sinni „Endurminningar fyrir framtfð- ina”, sem kom út i gær. Jobert og Kissinger deildu oft, á meðan Jobert var utanrikisráð- herra Frakka frá april 1973 til april 1974. Samskipti Frakka og Bandarikjanna versnuðu eftir ræöu Kissingers i april 1973, þeg- ar hann hvatti til nýrrar Atlants- hafsyfirlýsingar. Jobert leit á þessa ræðu sem tilraun til að setja Evrópu afarkosti. Sam- skiptin urðu enn verri eftir októ- ber-styrjöldina og upphaf orku- kreppunnar. Jobert segir, að I viðræðunum við Kissinger hafi það verið við- tekin venja, að bandariski utan- rikisráðherrann byrjaði ávallt á þvi aö bera fram kvartanir. Frá þvi að Pompidou féll frá og Jobert hætti sem utanrikisráð- herra hafa samskipti Frakka og Bandarlkjamanna farið batn- andi. Slökkviliðsmenn sjást hér halda i hendur konu, sem stökk út um giugga á niundu hæð hóteisins i Se jul, sem brann I nótt Hún stökk út, þegar hún sá, að stigi slökkvibifreiðarinnar náði ekki alla leið upp. Hún hitti ekki á stigann en gat hangið I honum, þar til henni var bjargað. HÓTELBRUNI í SEOUL Fimmtán manns biðu bana i hóteibruna i Seoui, höfuðborg S-Kóreu, I nótt. Lögreglan óttast, að taia látinna geti orðið hærri, þar sem tuttugu manns brenndust iiia eða siösuðust. Starfsmenn Namsan hótelsins sögðu, að 120 gestir hefðu verið I hótelinu, þegar eldurinn brauzt út. Hótelið er 10 hæða hátt með 103 herbergjum. Lögreglan segir, að gestur á fjórðu hæð hótelsins hafi fyrstur orðið til þess að skýra næturverði hótelsins frá eldinum. Ekki er vitað um eldsupptök. Vitni segja, að ýmsir gestanna hafi stokkið út um glugga á herbergjum sinum (sjá meðfylgj- andi mynd). Aðrir notuðu bruna- stiga eða var bjargað af slökkvi- liðsmönnum. Eftir um klukku- stundar baráttu við eldinn hafi hann verið sigraður. Þetta er annar stórbruninn i hóteli i Seoul á tæpum þremur árum. A jóladag 1971 létu 165 manns lifið og 62 særðust, þegar Taeyonkak hótelið brann. Það er I 300 m fjarlægð frá Namsan hótelinu. Njósnarar Clarence M. Kelley, yfirmað- ur alrikislögreglu Bandarikj- anna, FBI, sagði i gær, að vax- andi fjöldi erlendra njósnara i landinu krefðist æ meiri af- skipta lögreglunnar, sem á að tryggja öryggi innanlands. Hann sagði á blaöamanna- fundi, að um 8000 menn ynnu að þessum málum og færi einn fjórði vinnudags þeirra að meðaltali i að fylgjast með út- lendingum. angra FBI A hverju ári eykst fjöldi gesta, fjölskyldna sendiráðs- manna og stúdenta frá komm- únistarikjunum I Bandarikjun- um. Sérhver slikur gestur getur verið njósnari sagöi Kelley. Hann benti einnig á þá stað- reynd, að á hverju ári aukast umsvif öfgahópa, sem ætla að steypa stjórn Bandarfkjanna með ofbeldi. 1973 voru 13 lög- reglumenn myrtir af slikum öfgahópum. Lœknar ákveða hvort Nixon geti Sækjandinn I Watergate-málinu sagði i gær, að það þýddi ekkert fyrir Richard Nixon, fyrrum for- seta, að halda þvi til streitu að neita að mæta sem vitni i mála- ferlunum. Jafnframt hvatti sækjandinn til þess, að John Si- rica, dómari, sendi þrjá lækna á vettvang til að kanna heilsufar Nixons. Læknir Nixons hefur skýrt frá þvl, að forsetinn fyrrverandi verði vegna blóðtappans, sem hann fékk, að ganga með teygju- bindi um fótinn, taka inn lyf, forð- ast að standa, sitja eða ganga mjög lengi i senn og dveljast i rólegu umhverfi. „Það er öllum ljóst, að Nixon getur haft teygjubindi um fótinn og tekið inn lyf sin á leiðinni frá Kaliforniu til Washington og á vitni meðan hann dvelst hér,” sögðu sækjendurnir. Þeir bættu þvi við, að hann gæti einnig komizt hjá þvl að sitja of lengi i senn eða ganga. Auk þess væri Washington vel búin læknum og sjúkrahúsum, sem mundu sinna Nixon. Sækjendurnir bættu við: „Nixon er ekki hlutlaust vitni og hann stendur ekki heldur utan við málaferlin. Hann hefur verið formlega ákærður fyrir að taka þátt i samsærinu, sem hinir ákærðu hafa verið dregnir fyrir rétt fyrir. Það er þvi mjög eðli- legt, að hann reyni að komast hjá þvi i lengstu lög að bera vitni.” John Sirica dómari mun væntanlega taka ákvörðun um það I dag, hvort sérstakir læknar verða sendir á vegum réttarins til Kaliforniu i þvi skyni að rannsaka Nixon. boríð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.