Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR Fimmtudagur 17. október 1974 15-40 rjúpur á mann eftir fyrsta daginn Rjúpnaveiðin fór þokkalega af stað. Flestir komu heim með við- unandi veiði og sumir góöa. Leó- pold i Hreðavatnsskála sagöi blaðinu i gær að menn væru nú al- mennt orðnir stilltari og skyn- samari og rykju ekki eins upp til handa og fóta strax fyrsta daginn Hann lagði áherzlu á nauðsyn þess, að menn fengju leyfi til veiða og létu vita um ferðir sinar, þvl mörgum hefði reynzt villu- gjarnt á rjúpnaslóðum og þá árið- andi að menn i byggð vissu hverj- ir væru enn til f jalla og hvert þeir hefðu hugsað sér að fara. Hafsteinn I Fornahvammi sagði, aö veiðimenn á Holta- vörðuheiði hefðu haft frá 15 upp I 35-40 rjúpur fyrsta daginn. Tölu- vert væri af rjúpu en hún væri hátt, enda ekki snjór nema dilar i efstu brúnum. 12 manns fóru frá honum til veiða i morgun. —SH Enn vaka Kanarnir við hljóðnemann Ron Hester, plötusnúður og þul- ur I Keflavfkurútvarpinu, settist fyrir framan hljóðnemann kl. 6 I gærmorgun og situr þar ennþá. Það er að verða árlegur við- burður hjá útvarpsmönnum á Keflavikurflugvelli að halda úti maraþonsendingu. Til þessara útsendinga er efnt i góðgerða- skyni, en hugmyndin er sú, að á meöan útvarpsþulurinn vakir, fari fram heildarsöfnun til ýmissa góðgerðarfélaga I Banda- rikjunum. Fólk getur beðið um lag og borgaö fyrir það vissa fjárhæð eöa bara gefið beint i söfnunina. 1 morgun hafði þulurinn vakað 26 tima og er við höfðum sam- band við útvarpsstööina, höfðu safnazt 1811 dollarar siðan klukk- an 6 I gærmorgun. Við spurðum Ron Hester út- varpsþul, hvað hann ætlaði aö vaka lengi. Hann sagöist ekki hafa gefið neitt loforð, en alla vega myndi hann vaka i 2 sólar- hringa. ,,En mig langar þó að reyna að vaka i 116 tima”, sagði hann. Þetta er þriöja árið, sem út- varpsmennirnir á vellinum efna til slikrar vöku. Arið 1972 vakti útvarpsþulur i 114 tlma en I fyrra sofnaöi annar eftir 97 tima. „Hann fór ekki eftir læknisráöi heldur stalst til að eta kirsuber,” segir útvarpsstjórinn. „Hann átti einungis að lifa á fljótandi fæðu, en þegar kirsuberið kom I mag- ann, tók meltingin það mikið blóð frá höföinu, að hann steinsofnaði með opin augun.” Heimsmetið i þessari iöju var sett fyrir nokkrum ,árym I Bandarikjunum. Þar vhkti út- varpsþulurinn i nær tólf daga Hann er ennþá á hæli til að jafna sig eftir vökuna. — JB. 5 um hverja íbúð Fram- kvœmda- nefndar Þær eru eftirsóttar, Fram- kvæmdanefndaríbúðirnar I Breiðholti. Skilafrestur umsókna rann út fyrir um hálfum mánuði siðan og höfðu þá borizt I kringum 730 umsóknir. tbúðirnar eru hins vegar ekki nema 160 talsins. Nú er unnið að þvi að flokka umsóknirnar og vega og meta, en fyrstu íbúöirnar eiga aö koma til úthlutunar strax i næsta mánuði. Slðustu Ibúð- irnar eiga svo aö vera tilbúnar i júnl. — ÞJM. Til lítils að svipta menn ökuleyfum: Ökuleyfissviptir geta ekið nœr áhœttulaust „Áhætta þeirra er mjög litil,” sagði Birg- ir Þormar, fulltrúi hjá sakadómara, er blaðið innti hann eftir þvi, hvað gert væri við þá, sem þrátt fyrir öku- leyfissviptingu halda áfram akstri. „Nú, er þeir verða á vegi lög- reglunnar i umferðinni, þá er ekki mikið gert. Þeir fá yfirleitt lOdaga varðhaldsdóm.sem þeir geta svo fengið breytt i sekt, 2 þúsund krónur á dag eða sam- tals 20 þúsund króna sekt. En hættan á þvi að til þeirra náist I umferðinni er litil. Það er ekki nema þeir séu stöðvaðir fyrir eitthvað annað of hraðan akstur, árekstur eða þess háttar að upp um þá kemst. Ég tel vist, að mikill hluti þeirra, sem sviptir hafa verið ökuleyfi, séu við akstur,” sagði Birgir. Þeir sem sviptir eru ökuleyfi eru sviptir ökuskirteini og settir á skrá hjá lögreglu. Ef þeir eru af einhverjum orsökum stöðv- aðir ökuskirteinislausir i um- feröinni hljóta þeir I fyrsta lagi sekt fyrir að vera ekki með öku- leyfið á sér, og i öðru lagi athug- ar lögreglan, hvort viðkomandi aðili fer með rétt mál, það er, hvort hann hafi yfirleitt öku- leyfi. Nú geta menn á auðveldan hátt sagt rangt til nafns sins og sagt I staðinn fyrir sitt eigið nafn nafnið á einhverjum kunn- ingja, sem hefur ökuleyfi. Að sögn Óskars Ólasonar biðja lög- regluþjónarnir þó yfirleitt um einhver önnur persónuskilriki eða sannanir, sé ökumaður ekki með ökustirteini handbært. „Menn geta lika sagt, þegar þeir eru sviptir ökuleyfinu, að þeir hafi tapað ökuskirteininu”, segir Birgir Þormar. „Þá hafa þeir ökuskirteinið eftir sem áð- ur og geta sýnt það, þótt þeir hafi verið sviptir ökuleyfi. En ef lögreglan athugar feril viðkomandi ökumanns i sinum skrám komast svikin upp þrátt fyrir allt.” En Birgir segir, að áhætta ökumanna sé þvi miður hverf- andi litil og ef að upp kemst fá ökumennirnir 20 þúsund króna sekt og geta svo haldið upptekn- um hætti. „Ef þeir eru hins vegar drukknir lika fá þeir auk sektar- innar framlengingu á ökuleyfis- sviptingunni, það er að segja þá hefst nýtt sviptingartimabil.” Nú eru ökumenn yfirleitt dæmdir til fangelsisvistar fyrir ölvun við akstur og akstur án ökuleyfis. ökumennirnir taka þó sjaldn- ast út þessa dóma sina, heldur fá þeim breytt með náðun i fjársektir. Blaðið spurði Birgi, hvort hann teldi það ekki óþarfa skriffinnsku að dæma menn til fangelsisvistar, sem vitað væri að aldrei yrði tekin út. „Þetta fyrirkomulag kostar rikið stórfé á hverju ári. 5—600 manns eru dæmdir I varðhald, en eru aldrei settir inn. Þetta fyrirkomulag er alveg út I hött. Það væri rétt að setja mennina annaðhvort inn eða bara fella þessa fangelsisdóma alveg niður og ef til vill hækka fjár- sektina I staðinn.” — JB Sitja ó gólfinu í kaffitímanum „Kaffitiminn er eini timinn sem við getum setzt niður til þess að borða nestið og slappa af. Það er því helvfti hart, að það skuli ekki vera til nóg af stólum og borðum fyrir mann- skapinn.” Þetta sögðu verkamenn jiðri við Sundahöfn i morgun.'þegar þeir vöktu athygli á aðbúnaði sinum i kaffistofu. Að jafnaði þurfa 20 verka- menn að standa eða sitja á gólf- inu i kaffistofunni vegna þessa. „Það er nokkuð langt siöan við báðum um fleiri borð og stóla hingað i kaffistofuna, en það hefur ekki verið gert neitt til úrbóta,” upplýsti einn verka- mannanna okkur. Við litum inn I kaffistofuna, sem er nokkuð stór. Þar er nóg pláss fyrir fleiri borð. Þeir verkamenn sem ekki fengu sæti við borð, hölluðu sér ýmist upp að vegg eða sátu á bekk. „Eimskipafélagið er vant að gera vel við sitt fólk, og þess vegna er það furðulegt að það skuli ekki vera hægt að fá nokk- ur borö I viðbót,” sagði viðmæl- andi okkar. — ÓH. 4 Þessir verkamenn sátu úti i horni á kaffistofunni, en aðrir sem ekki fengu sæti hölluðu sér upp aö veggjum eða gengu um gólf, meðan félagarnir iuku við nestiö sitt. Ljósm. Visis: BG. „ER RETTLÆTANLEGT AÐ ALA UPP BÖRN VK> SLÍK SKILYRDI?" íbúi við Grettisgötu mótmœlir uppsetningu stöðumœlanna „Hversúsem réttarstaða min kann að vera i máli þessu, mót- mæli ég framkomnum tiiiögum umferðarnefndar um uppsetn- ingu gjaldmæla við Grettisgötu. Grettisgatan er gata ibúðar- húsa. Flest húsanna eru 70-80 ára gömul timburhús er standa fast við götuiinu. Umferð um götuna hefur að undanförnu verið slfk, að mér sem foreldri hefur verið það áhyggjuefni, hvort réttiætanlegt sé að reyna að ala upp börn við slik skil- yrði”. Þannig segir m.a. I bréfi sem Höskuldur Jónsson, ibúi við Grettisgötu 35, sendi borgarráði 1. okt. sl. vegna uppsetningar stöðumæla við götuna, en stöðu- mælarnir eru 31 að tölu og hafa nú verið settir upp. Höskuldur segir einnig að þess munu vart eða ekki finnast fordæmi, að umferð á verzlunargötu, (þ.e. Lauga- vegi) hafi verið beint með full- um þunga yfir á ibúðargötu með þessum hætti. „Þau óþægindi sem þessu fylgja, verða mjög tilfinnanleg fyrir ibúa við göt- una, og hafa þeir alls ekki getað búizt við slikri röskun.” Höskuldur skrifar ennfrem- ur: „Uppsetning stöðumæla við Grettisgötu mun margfalda umferð um götuna og langt um- fram það, sem telja verður þolanlegt af núverandi ibúum götunnar. Mun slik ákvörðun fljótlega hafa I för með sér stór- kostlega röskun á högum ibúa og gera ibúðarhús þar óvistlegri vegna aukningar hávaða og loftmengunar. Er ennþá minnt á, að hús standa við götulinu og sum' hver með opnanlega glugga i mannhæð . Hætta á slysum mun stór- aukast. Akvöröunin mun nú inn- an tiðar fæla ibúa burt héðan úr götu og með þvi draga enn úr eðlilegri notkun þeirra dýru opinberu stofnana, er ég hef fyrr minnzt á. (Austurbæjar- skóla, Vörðuskóla, Iðnskóla, Menntaskóla, Sundhöll og Hall- grimskirkju) . Mótmæli min gegn hug- myndum umferðarnefndar eru þvi eigi aðeins borin fram vegna heimilisfestu við Grettisgötu heldur engu að siður vegna þess, að ég er einn þeirra, sem greiöa gjöld til rikis og Reykja- vikurborgar og tel mig varða, hvernig þeim er varið og hvernig opinberar eignir eru nýttar.” Höskuldur beinir þeim til- mælum til borgarráðs, að ákvörðun um staðsetningu gjaldmæla við götuna verði ekki tekin fyrir 15. nóvember n.k., þar sem það muni taka nokkurn tima að kanna rétt hans i þessu máli. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.