Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 3
Vlsir Fimmtudagur 17. október 1974 Sérleyfishafinn gramur út í starfsmenn ó Vellinum: GRUNAÐIR UM AÐ FLYTJA FARÞEGA GEGN GREIÐSLU Sérleyfisbilar Keflavlkur eiga nú I miklum rekstrarvanda. Skuldir fyrirtækisins, sem rekiö er af Keflavlkurbæ, hafa vaxið mikið undanfarin ár og nálgast nú 40 milljónir. Aö sögn Ragnars Friðriks- sonar, forstjóra fyrirtækisins liður fyrirtækið jafnt og önnur slfk fyrirtæki fyrir aukna einka- bflaeign landsmanna og hefur rútufarþegum milli Reykja- víkur og Keflavikur fækkað til muna. Menn vildu leggja það á sig að aka á þrem stundar- fjórðungum til höfuð- borgarinnar til að geta notað bflinn sinn innanbæjar i höfuð- borginni”, sagði Ragnar. . Nýlega hækkuðu fargjöldin úr 175 krónum aðra leið i 205 krónur, en vegna mjög svo hækkaðs rekstrarkostnaðar þyrfti fyrirtækið að fá að hækka fargjöld sin i minnst 250 krónur, að sögn Ragnars Friðrikssonar. Samkvæmt lögum mega aðeins sérleyfishafar og leigu- bflar flytja fólk milli Reykja- vikur og Keflavikur gegn greiðslu „Við teljum að þessi lög séu brotin,” sagði Ragnar. „Varnarliðið greiðir um 180 manns fargjöld svo þeir komist i vinnuna frá Reykjavik og Hafnarfirði. Þessir menn fara þó ekki i bilum sérleyfisins, heldur teljum við að ein- staklingar, sem eru þarna á ferðinni, selji með sér i bilana. Fyrir þessu hefur okkur þó ekki tekizt að afla sannana og þvi höfum við enn ekki getað að- hafzt neitt.” Sætanýting sérleyfisbilanna er mjög léleg milli Reykjavikur og Keflavikur og hefur komið til tals að fækka mikið ferðum ef ekkert rætist úr. Jafnvel hefur verið talað um að fella niður siðustu ferðir frá Keflavik fimm daga vikunnar, en nú eru 9 ferðir daglega fram og aftur milli Reykjavikur og Keflavikur. Bilar fyrirtækisins eru mjög úr sér gengnir og að sögn Karls Sigurbergssonar, sem mjög hefur deilt á allan rekstur sérleyfisbilanna, kemur það mjög oft fyrir að bilarnir bili á miðri leið og verði þá að útvega annan bil til að flytja farþegana á leiðarenda. „Það er ekki von að fólk vilji ferðast með þessum bilum þegar þjónustan og reksturinn er I svona miklum ólestri. Það var ákveðið hjá bæjarstjórninni að kaupa tvo nýja bila fyrir fyrirtækið, en hvergi var tekið ” fram, hvaðan peningar fyrir þeim bilum ættu að koma. Enda er það svo, að núna þegar annar bfllinn er kominn til landsins, hefur ekki tekizt að leysa hann út”. Blaðið spurði Karl, hvað hann deildi helzt á i rekstri fyrir- tækisins. Hann vildi ekki tjá sig Farþegum sérleyfisvagnanna til Keflavlkur hefur stööugt fækk- aö. Ljósm. VIsis Bragi. um einstaka rekstrarliði, en sagði að nauðsynlegt væri sem. fyrst að endurskoða reksturinn i heild —JB en lagt verður af stað i tvær þær fyrstu 16. júli og i hinar 8. og 23. ágúst. Verður flogið með þotum Sunnu. Fyrsti hópurinn flýgur beint til Kyrrahafsstrandarinnar, en tveir þeir siðari fljúga til Winnipeg. Tilefni ferðarinnar er öllum kunnugt, nefnilega það, að á næsta ári eru liðin 100 ár frá var- anlegu landnámi I Gimli i Kan- ada. Aðalhátiðahöldin i sambandi við afmælið fara fram I Manitoba dagana 2.-4. ágúst og er ráðgert, að allir islenzku hóparnir hittist þar. „Það er I ráði, að á þessari hátið I Gimli verði formlega stofnað til vinabæjarsambands á milli Akureyrar og Islendinga i Gimli,” sagði Árni i viðtalinu við VIsi. „Það er okkur þvi mikið kappsmál, að það fari héðan frá Akureyri sem mest fjölmenni. Við verðum að endurgjalda hina góðuheimsókn,sem við fengum á hátlðinni hér á Akureyri i sumar, en þá komu hingað i kringum 300 Vestur-Islendingar.” „Og það er enn annað, sem hvetur okkur Norðlendinga til fararinnar,” bætir Árni við. „Sá sem hefur verið nefndur faðir Is- lenzka landnámsins i Gimli var Eyfiröingur. Það var Sigtryggur Jónasson frá Möðruvöllum.” Þá má geta þess, að Arni, sem er með bókaútgáfu, vinnur um þessar mundir að útgáfu bókar um islenzka landnámið i Kanada. „Ég var fyrir vestan I fyrravor gagngert til heimildasöfnunar fyrir þessa bókaútgáfu,” sagði Árni. „Þetta verður mikið verk, en þvi miður get ég ekki lokið þvi að fullu fyrir hátiðina.” Að sögn Arna er gizkað á að á íslendingahatiðina sæki um 45 til 50 þúsund manns. I fyrra sóttu um 30 þúsund manns hátiðina og er ofangreind spá þvi tæpast of glannaleg, þar sem nú er verið að fagna merkilegri afmælisdegi, aldarafmæli. —ÞJM Þannig er islendingadagurinn I Gimli auglýstur hérlendis. Svo skemmtilega vill til, aö Þjóöræknisfélagiö I Reykjavlk hefur aö- stööu fyrir sölu I hópferöina vestur þar sem Feröaskrifstofa rikisins var áður, — I „Gimli”. — Ljósm: Bragi „ BÓKAÐ í 6 ÞOTUFERÐIR til landnáms- hátíðar í Gimli „Viö höfum þegar fullbókaö i þær sex þotuferðir vestur um haf, sem fyrirhugaðar voru. Enn eru þó pantanir aö berast og viö þurf- um þvi aö bæta viö aukaferöum. Svo mikili er áhuginn fyrir þátt- töku I hátlöahöldum Vestur-ts- lendinga á næsta ári,” sagöi Árni Bjarnarson, formaður Þjóörækn- isfélagsins á Akureyri, I viðtaii við Visi I morgun. „Með þotuferðunum sex komast nær niu hundruð manns, en þeir eru orðnir talsvert fleiri, sem hafa látið bóka sig til ferðar- innar og enn fjölgar stöðugt,” sagði Arni ennfremur. „Þetta er mest miðaldra hjón, en innanum eru lika bæði eldri og yngri. Þau yngstu héðan frá Akureyri eru sjö ára, en elzti farþeginn er ni- ræð kona.” Ferðin vestur er skipulögð i ná- inni samvinnu Þjóðræknisfélag- anna á Akureyri og i Reykjavík, en formaður félagsins I Reykja- vlk er sr. Bragi Friðriksson. Verða þetta þriggja vikna ferðir, Engir listamenn í frí- merkjaótgáfunefndinni Frlmerki, sem út komu fyrir skömmu i tilefni afmælis Al- þjóöa póstsambandsins, hafa vakiö nokkurt umtal um útlit frimerkja. Mörgum þykja fri- merkin ósmekkleg en aörir kunna vel aö meta þau. Til er sérstök frimerkjaút- gáfunefnd, sem skipuð er af ráðherra og vera á Póst- og simamálastjórn til ráðlegging- ar um tilefni til frimerkjaútgáfu og myndefni á merkjunum. Nefndarmennirnir eru Jón Skúlason póst- og simamála- stjóri, Rafn Júliusson póstmála- fulltrúi, Gisli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grund- ar, Höskuldur ólafsson banka- stjóri Verzlunarbankans og Sig- urður H. Þorsteinsson kennari. Blaðið spurði Rafn Júliusson póstmálafulltrúa, hvort ekki hefði verið talið eðlilegt, að listamenn væru meðal nefndar- manna. „Það má alltaf deila um slikt. Nefndin er skipuð af ráðhe.rra og i henni sitja auk fulltrúa póstmálastjórnarinnar kunnir frimerkjasafnarar, sem fylgzt hafa með útgáfu frimerkja um langt skeið. Við erum stundum skammað- ir, enda er smekkur manna mis- jafn. Við leggjum hins vegar að- eins til hugmyndir, en slöan er haft samband við teiknara og listamenn til að vinna að útliti frimerkisins. Frimerkið kemur svo fyrir Póst-og simamálastjóra til end- anlegs samþykkis. Um útlit frimerkjanna, sem gefin voru út vegna alþjóðlega póstsambandsins, er þaö að segja, að við lögðum til hug- myndir um myndefnið en sviss- neska frimerkjaprentsmiðjan, sem prentar merkin, útfærði þær hugmyndir. Þar eru menn, sem vanir eru að vinna myndir á frímerki eftir ljósmyndum. Hugmyndin var sú að myndirnar á frimerkjun- um táknuðu upphaf og lok póst- sendingar,” sagði Rafn Július- son póstmálafulltrúi. —JB VERÐLÆKKUN, hvað er nú það? Verðlækkun er orð sem við heyrum ekki oft á þessum sið- ustu og verstu timum. Þó er nú svo, að einn vitamingjafinn, Tropicana-appelsinusafinn, lækkar um þessar mundir um 5 prósent. Lækkunin kemur til af þvi að nýjar vélar voru teknar i notkun i siðustu viku hjá Sól hf. Er þegar sjáanlegt, að þær munu spara bæði efni og vinnu. Lækkunin hefur veriö ákveðin frá og með deginum i dag. 32 únsu (tæplega llitri) ferna mun samkvæmt þessu lækka um 5-6 krónur i útsölu, 64 únsu (tæp- lega 2 lítrar) ferna um 10-12 krónur i útsölu og 8 únsu (tæp- lega peli) ferna um 1-2 krónur. — JH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.