Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 6
Vísir. Fimmtudagur 17. október 1974 A VÍSIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulitrúi: Fr^ttastj. erl. frétta: ' Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Nýtt útvarpsráð Kosningu manna i útvarpsráð hefur verið mis- jafnlega háttað siðan Rikisútvarpið hóf starfsemi sina. 1 upphafi var ráðið skipað fulltrúum ýmissa stétta og stofnana. Þar skyldu sitja prestur, kennari og fulltrúi Háskóla íslands, svo að nokkr- ir séu nefndir. Á timabili, eða frá 1934 til 1939, var hluti ráðsins kjörinn af skráðum útvarpsnot- endum. Lengst af, eða frá 1939, hefur Alþingi kjörið útvarpsráð hlutfallskosningu og svo er enn. Þótt menn hafi aldrei verið á eitt sáttir um réttmæti þess, að Alþingi kysi útvarpsráð póli- tiskri kosningu, hefur ekki náðst samstaða um aðra betri leið. Frá 1942 fram til þess að núverandi útvarpslög tóku gildi á árinu 1971 kaus hvert nýkjörið Alþingi nýtt útvarpsráð. 1 lögunum frá 1971 var þessu breytt á þann veg, að útvarpsráð skyldi kjörið til 4 ára án tillits til þingkosninga. Núverandi út- varpsráð var kosið 1971 og á þvi að óbreyttu að sitja út næsta ár. Rökin fyrir þessari breytingu voru þau, að með henni yrði útvarpsráð og þar með Rikisútvarpið ekki nátengt stjórnmálabaráttunni. Meiri festa mundi skapast i störfum útvarpsráðs og stofn- unarinnar i heild, þvi að mannaskipti yrðu ekki eins tið og ella gæti orðið. Auk þess var talið að nýskipanin væri meira i samræmi við ,,hug- myndir samtiðarinnar um sjálfstæði Rikisút- varpsins” eins og segir i greinargerð laganna. öll eru þessi rök skynsamleg. Sú ábyrgð hvildi auðvitað á fyrsta ráðinu, sem kjörið var sam- kvæmt hinum nýju lögum, að hrinda hugmyndum þeim, sem að baki þeirra lágu, i framkvæmd. Reynslan er hins vegar ólygnust. Miðað við starf þess útvarpsráðs, sem hefur borið þessa ábyrgð i þrjú ár, er ekki unnt að sjá, að það hafi verið fjarlægara stjórnmálabaráttunni en fyrri ráð. Mikill styr hefur staðið um ráðið. Það hefur bæði þótt pólitiskt i meira lagi og of afskiptamikið um alla dagskrárgerð. T.d. um það hvernig meirihluti núverandi útvarpsráðs litur á hlutverk sitt má rifja upp eftirfarandi: Njörður P. Njarðvik, formaður ráðsins, komst svo að orði i hljóðvarpinu á sinum tima, að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir ,,menningarpólitik rikisstjórnarinnar”, ef ekki fengist hækkun afnotagjalda Rikisútvarps- ins. Hin tilvitnuðu orð verða ekki skilin á annan veg en þann, að meirihluti ráðsins hafi talið það hlutverk sitt að framfylgja ,,menningarpólitik” vinstri stjórnarinnar, hvað sem i hugtakinu felst. Formaður útvarpsráðs átti ekki við þá rikis- stjórn, sem nú situr. Sú spurning hlýtur að vakna, hvaða breytingar meirihlutinn hyggst gera á dagskrá útvarpsins til að framfylgja „menning- arpólitik” núverandi rikisstjórnar. Vandi meiri- hlutans er mikill, þegar hann stendur frammi fyrir þessu verkefni. Bezta lausnin fyrir hann er að vera leystur frá störfum. Hugmyndir samtiðarinnar um sjálfstæði Rikis- útvarpsins felast ekki i þvi, að þessi volduga stofnun sé notuð i þágu „menningarpólitiskra” sjónarmiða stjórnvalda, hver sem þau eru. 1 út- varpinu eiga öll sjónarmið að njóta jafnréttis. —BB Kommúnistaflokkur- imi sœkir fram í Portúgal Kommúnistaflokkur Portúgals, sem heldur flokksmönnum sinum iundir járnaga og hefur sterkustu itökin i verkalýöshreyfingunni, |kemur nú fram af meiri festu sem sterkasti stjórnmáiaflokkurinn i | landinu. Eftir að hafa starfaö I hálfa öld kundir yfirboröinu biölar flokkur- inn nú ákaft til vinstri sinnanna I Iþjóömálahreyfingu hersins, sem [er afliö á bak viö rikisstjórnina. Alvaro Cunhal, flokksleiðtog- linn, sem var 13 ár i útlegð i lAustur-Evrópu, hefur hlotiö góð- [ar undirtektir frá Vasco Gon- lcalves forsætisráðherra. Ráð- [herrann fór fyrir skömmu sér- Istökum viðurkenningarorðum um [portúgölsku lýðræðishreyfing- luna, sem lýtur forystu kommún- [ista og ætlar að bjóða fram við Iþingkosningarnar, sem fram eiga [að fara fyrri hluta næsta árs. Cunhal, sem sneri heim til [Portúgals eftir byltinguna gegn lafturhaldsstjórn Caetano i april, .segist viss um, að herinn muni Iframkvæma loforðiö um frjálsar , kosningar. Hann vonar einnig, að fflokkur hans, sem er hollur stefnu .leiðtoganna I Moskvu, muni þá fvinna góðan sigur. Kosningarnar eiga að fara |fram i marz á næsta ári. Þess , sjást strax merki, að kommúnist- far eru byrjaðir að herða tök sin á verkalýðssamtökunum, Inter- jsindical. Og þeir snúast harka- ,lega gegn öllum tilraunum hæg- ffara vinstri manna eða mið- , flokkamanna til að mynda eigin | verkalýðsfélög. Cunhal sagði á , nýlegum blaöamannafundi, að |stofnun nýrra félaga mundi að- , eins veikja stöðu þeirra, sem ffyrir eru og kommúnistar ráða. Cunhal svaraði aðeins þeim (spurningum á blaðamannafund- , inum sem lagðar höfðu verið fyrir |hann skriflega, áður en hann . hófst. Hann sagöi, að erlend blöð khefðu mistúlkað ætlunarverk [flokks hans og neitaði þvi, að |hann gæfi út „róandi yfirlýsing- [ar” á sama tima og hann ynni að |þvi undir yfirborðinu að undirbúa ; valdatöku sina. „Flokkurinn er óvopnaður”, sagði hann”. í Portúgal bera (menn vopn til að verja lýðræðið og þau eru i góðum höndum hjá (hreyfingu hersins. Við treystum þessari hreyfingu fullkomlega. | Hún hefur þegar sannað, að hún getur barizt við hlið fólksins”. | Cunhal er ráðherra án ráðuneytis I rikisstjórn Portúgals. En heimildarmenn innan kommúnistaflokksins eru hrein- Iskilnari. „Þjóðmálahreyfing hersins er vinstrisinnuð. Við I skiljum sjónarmið þeirra og þeir skilja okkur. Við eigum margt I sameiginlegt — viö vitum hvað við viljum og höldum uppi aga. Sem hermenn geta þeir treyst okkur. Sama er ekki unnt að segja um aðra flokka”. Cunhal, sem ekki hefur látið mikið á sér bera síðan I bylting- unni, en hefur á bak við tjöldin IIIII IIII □nd m Umsjon: B. B Alvaro Cunhal, leiötogi kommúnistaflokks Portúgals. Hann er 61 árs og var í þrettán ár I útlegö I Austur-Evrópu, áöur en hann sneri heim eftir byitinguna i landi sinu i april á þessu ári. fengið verkamenn til að falla frá óhóflegum kaupkröfum, réðst ný- lega harkalega á Antonio de Spinola, fyrrum forseta. Fram til þessa hefur enginn af fyrrverandi samstarfsmönnum Spinola i hernum eða rikisstjórninni ráðizt gegn honum nema Cunhal. Hann sakaði forsetann fyrrverandi um að hafa ætlað að sölsa öll völd i sinar hendur og koma á fót ein- ræði fyrir tveimur vikum, þegar skipulögð var fjöldaganga Spinola til stuðnings. Spinola sagði af sér forseta- embættinu I kjölfar þess, að viðfeðmar leiðir fyrir efnahags- og menningarsamstarf. Cunhal varaði flokksmenn sina nýlega við þvi að ofmetnast af framgangi sinum og sagði: „Það yrðu mikil mistök, ef árangur, afl og áhrif flokksins stigju okkur til höfuðs. 1 sögu byltingaraflanna eru kaflar um flokka, sem guldu þess dýru verði að hafa ofmetið afl sitt”. Kommúnistaflokkur Portúgals ætlar að halda flokksþing um næstu helgi til aðmóta stefnu sina og laga sig að breyttum aðstæð- um. Aðeins einu sinni áður hefur flokkurinn efnt til þings þannig, að það væri ekki haldið I bága við portúgölsk lög. Engu siður er þetta sjöunda flokksþingið. Flokkurinn neitar enn staðfast- lega að skýra frá þvl, hve margir skráðir flokksmenn hans eru. Aldrei hefur heldur verið skýrt frá þvi, hve margir eða hverjir eiga setu i miðstjórn flokksins. Michael Lockley, fréttaritari Reuters, en á frásögn hans er þessi grein byggð, hefur eftir heimildarmanni sinum innan kommúnistaflokksins: „Gamlar venjur eru lifseigar. Ef eitthvað kemur fyrir flokk okkar hér I Portúgal, mun enginn hafa full- komnar upplýsingar um starf- semi okkar. Þannig lifðum við af i hálfa öld”. Mario Soares, utanrlkisráöherra I stjórn Portúgals og leiötogi hæg- fara sósialista. Flokkur hans hefur horfiö I skugga kommún- ista, eftir aö Spinola hrökklaöist úr forsetaembættinu. Vasco Goncalves forsætisráö- herra hefur fariö viöurkenningar- oröum um kommúnista. hreyfing hersins og Goncalves forsætisráöherra bönnuðu fjölda- gönguna. 1 afsagnarræðu sinni varaði hann þjóð sina viö yfirvof- andi öngþveiti og stjórnleysi. Hann spáði þvi, að Portúgal mundi að lokum hafna sem ein- hvers konar þrælariki — voru þau orð túlkuð sem árás á kommún- istaflokkinn. s Svo virtist sem hægfara flokkur sósialista undir forystu Mario Soares nyti vaxandi vinsælda i forsetatið Spinola. Nú hefur sá flokkur horfið I skuggann fyrir kommúnistunum, sem eru öfga- fyllri. Alvaro Cunhal ferekki dult með afstöðu flokks sins til Sovétrikj- anna, sem hann hefur kallað: Hið mikla land sósialismans. Hann hefur látið þau orð falla, að stjórnmálasambandið milli Sovétrlkjanna og Portúgals, sem nýlega var tekið upp hafi opnað Antonio de Spinola, fyrrum for- seti og tákn byltingarmannanna á fyrstu mánuðum valdaferils þeirra. Hann er nú i ónáð og sætir árásum kommúnista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.