Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 1
64. árg. —Fimmtudagur 17. október 1974 —203. tbl. HVAR EIGA VONDIR AÐ VERA? — á Grettisgötu eða við Laugaveg? Kaupmenn við Laugaveginn hafa afhent borgarstjóra undir- skriftalista, þar sem þeir mót- mæla allir sem einn þeirri ráð- stöfun að taka bflastæði af Laugaveginum. Benda þeir á, að engin bilastæði hafa verið ákveðin i stað þeirra, sem af eru tekin. ,,Það segir sig sjálft,” sagði einn þeirra i viðtali við Visi, ,,að fólk kaupir ekki þungavöru til að bera langar leiðir. Umferðin við Laugaveginn hefur verið það, sem hefur haidið i okkur lifinu, en nú munu bileigendur beina kaup- um sinum þangað, sem bilastæði er að fá. Og ég sé ekki, hvar hægt væri að koma fyrir bflastæðum i stað þeirra, sem nú eru af okkur tekin. Það hefði verið nær að gefa strætisvögnunum þann tima, sem þeir þurfa til að komast leiðar sinnar.” Og svo er það annað vandamál: Hvert eiga bflarnir af Grettis- götunni að fara — sjábaksiðu. SH. Jobert um Kissinger: Draumóra- maður og upptekinn af eigin gófum — sjó bls. 5 • Hvernig verður frímerki til? — listamenn standa að mestu utangarðs — bls. 3 Hótelbruni í Seoul: Slapp lifandi á furðulegan hátt Konurnar sleppa gíslum sínum — aftur ró i r fangelsum N-lrlands — sjá erlendar fréttir á bls. 5 • Átti að koma hálfu mann- kyninu á taugahœli? — bls. 7 um kvikmyndahúsin Starfsmenn sláturhússins veiktust af skemmdu kjöti — 50—60 veiktust lítils háttar, örfáir þurftu lœknis við Brotalöm á kerfinu: Sviptir ökuleyfi, - en aka engu að síður — bls sem kom upp í mötuneyti þar i bæ á mánudaginn. Matareitrunin kom upp I mötu- neyti Sláturhússins i Borgarnesi, en maturinn þar kemur frá hótelinu i Borgarnesi. Umrætt kvöld voru notaðir kjötafgangar i sósu, og taldi héraðslæknirinn, að notað hefði verið of gamalt kjöt I þetta sinn. „Við vitum, af hverju eitrunin kom, en ekki hvaða sýkil var um að ræða. Kjötið var sent suður I rannsókn, en niðurstaða er ekki komin,” sagði Valgarð. t sláturhúsinu vinna um 160-170 manns, en þeir, sem eiga heima næst húsinu, borða gjarnan heima hjá sér á kvöldin, þannig að færri urðu fyrir óþægindum en ella hefði orðið. „Menn byrjuðu að finna fyrir veikindum um þrjúleytið um nóttina,” sagði Valgarð. ,,Þeir voru flestir komnir til vinnu aftur um hádegi á þriöjudag.” Gunnar Aðalsteinsson, slátur- hússtjóri i Borgarnesi, vildi sem minnst um málið segja, en taldi, að öll vinna hefði veriö komin 1 eðlilegt horf i gær. En á þriðjudag var aðeins hægt að vinna með hálfum afköstum, sagði hann. Dagsslátrun i húsinu er rúmlega tvö þúsund, þegar allt er með felldu. Slátrun hefur gengiðvel að öðru leyti, sagði Gunnar, og er aðeins eftir að slátra tæplega 20 þús. fjár. Fallþungi er liklega heldur lakari en i fyrra. -SH. að búa þar,” sagði Guðbjörg. „Hitt er annað mál, að ég er fædd og uppalin hér i Vest- mannaeyjum og á bágt með að trúa þvl, að ég eigi eftir að flytj- ast héðan.” Og þessi unga Eyjastúlka er sú nlunda i röðinni af þeim stúlkum, sem taka þátt I keppn- inni um glæsilega útsýnarferð til Spánar eða ttallu. Ef sú, sem ferðina hreppir, kýs að fara til ttalíu, getur hún valið sér Ibúð eða hótelherbergi við Gullnu ströndina, en þar er baöströndin 8 km á lengd og allt að 100 m á breidd, þannig að stúlkan okkar ætti ekki að verða i vandræðum með að teygja þar úr sér til að verða brún — á meðan við hér heima hnýtum treflana fastar um hálsinn og reynum aö sæta lagi að skjótast á milli húsa þeg- ar minnst rignir... —ÞJM //Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt. Af 50-60 manns/ sem veiktust, þurftu aðeins þrír eða fjórir að leita læknis- hjálpar," sagði Valgarð Björnsson, héraðslæknir í Borgarnesi, er við spurð- um hann um matareitrun, Þessa mynd af Guðbjörgu tók ljósmyndari VIsis i Eyjum, Guðmundur Sigfússon, við sólsetur eitt kvöld- ið i siðustu viku. Hún er eina stúlkan í iðnskólanum í Eyjum Hún heitir Guðbjörg Svein- björnsdóttir og er eina stúlkan, sem stundar nám við iðnskólann I Vestmannaeyjum, en þar eru hins vegar um 70 til 80 strákar. „Það er önnur stelpa að koma i skólann á næstu dögum. Hún er að læra hárgreiðslu eins og ég,” sagði Guðbjörg i stuttu viðtali við Visi. „Ég er á fyrsta ári I hár- greiðslunáminu,” hélt Guðbjörg áfram. Og hún sagði okkur lika, að hárgreiðslustofurnar I Eyj- um væru tvær. Guðbjörg er 17 ára gömul og hefur þvl nýlega lokið prófi frá gagnfræðaskóla. „Fjórða bekk- inn tók ég i Flensborgarskóla i Hafnarfirði,” segir hún. „Ég var I Hafnarfirði fyrstu mánuð- ina eftir gosið og þvi lá beinast við að stunda nám við gagn- fræðaskólann þar.” „Hvernig mér llkaði við Hafnarfjörð? Mjög vel. Það er mjög vinalegur bær og fólkið þar vingjarnlegt. Ef ég kæmi til með að flytja til lands einhvern tima, þá gæti ég vel hugsað mér Nr. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.