Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Fimmtudagur 17. október 1974 cTVÍenningannál (Secret Ceremony) HÚN FYLLIR UPP / EYÐURNAR Bæjarbló, Hafnarfirði: Leyni- athöfnin (Secret Ceremony). Leikstjóri: Joseph Losey. Leikendur: Elizabeth Taylor, Mia Farrow og Robert Mitchum. Betra er seint en aldrei. Með sýningum þessarar myndar fá þeir, sem reynt hafa að iýlgjast með verkum leikstjórans Joseph Losey, tækifæri til að fylla upp i eyðurnar. Leikstjórinn Joseph Losey er einn vinsælasti leikstjóri Evrópu i dag, enda á hann að baki sér sigild verk. Islendingar hafa tekið Joseph Losey vel, ef dæma má eftir þvi, hversu vel við höfum fengið að fylgjast með verkum hans hér á landi. Hingað til lands má segja að öll hans nýjustu verk hafi borizt. Það er annað og meira en hægt er að segja um verk annarra vinsælla evrópskra leikstjóra. Myndin Leyniathöfnin var gerð árið 1968. Bæjarbió i Hafnarfirði frumsýnir myndina nú á tslandi I stað Laugarás- biós. Ástæðan er sú að Sjó- mannadagsráð rekur orðið bæði Bæjarbió og Laugarásbió og hefur verið ákveðið að reyna að auka aðsóknina að Bæjarbiói með þvi að frumsýna þar mynd- ir, sem að öðru jöfnu hefur verið frumsýndar i Laugarásbiói. Leónóra (Elizabeth Taylor) hefur misst dóttur sina, sem hún átti óskilgetna. Cenci (Mia Farrow) hefur misst móður sina og við þann atburð hefur hún truflazt.Hún viðurkennir ekki, að móðir hennar sé látin og leitar hennar á götum borgar- innar, þar til hún kemst I kynni viö Leónóru. Cenci hefur erft auðæfi eftir móður sina og til að byrja með leikur Leónóra hlut- verk móðurinnar vegna þægindanna, sem þvi fylgja. Leónóra kemst að þvi, að Cenci er trufluð, og við það öðlast stúlkan nýtt hlutverk i huga hennar. Hún bætir henni upp dótturmissinn. Robert Mitchum leikur Albert, fósturföður Cenci sem veriö hefur fjarri. Cenci lætur i það skina, að Albert hafi beitt hana valdi og I staðinn fyrir meydóminn, sem hún áleit sina einu eign, beri hún nú bangsa undir belti. Leónóra fær æðiskast, þegar hún uppgötvar þannig, að Albert hefur tekiö dótturina frá henni. Hún ræðst á Cenci og rifur tuskubangsann i sundur. Við það hefur Cenci tapað öllu sinu. Hún hefur nú enga þörf fyrir móður lengur og vill ekki þekkja Leónóru, sem hún fleygir út af heimili sinu. Cenci fremur sjálfsmorð og Leónóru finnst sem hún sé nú komin i sömu spor og i upphafi. Það er nokkuð erfitt að sjá, hvað Losey er að fara. Hugmyndin i uppistöðu myndarinnar er að vissu leyti góð, en er fram liður missir myndin tökin á manni. Svið- setningin minnir strax á meistaraverk Loseys The Servant. Umhverfið I báðum myndunum er stórt hús, sem Losey vefur mjög þétt utan um söguþráðinn. Persónurnar eru i öðru tilfellinu tveir menn og i hinu tvær konur. 1 báðum tilfell- unum breytist aðstaða þeirra mmmmmm^mmmmmmmmmmmmamm hvors til annars eftir þvi sem á liður. Myndin Leyniathöfnin hefur alla tið átt erfitt uppdráttar meöal kvikmyndahúsagesta. Þótt ekki væri til annars en að fylgjast með kvikmyndum Loseys er full ástæða til að sjá myndina. Auk þess býðst áhorf- endum að horfa á góðan leik Elizabeth Taylor og mjög svo athyglisvert framlag Mia Farrow. Elizabeth Taylor og Mia Farrow. + + + + „The French Connection Háspenna Eftir Jón Björgvinsson Nýja bló: The French Connecti- on. Leikstjóri: William Friedkin. Handrit: Ernest Tidyman, byggt á samnefndri metsölubók Robin Moore. Leikendur: Gene Hackman, Roy Scheider, Fernando Rey o.fl. ,,Hann fékk sitt tæki- færi i Bullit, en nú fæ ég mitt,” er sennilegt að Gene Hackman hugsi um leið og hann kippir saklausum bilstjóra út úr bil sinum, sezt sjálf- ur i sæti hans og skilur hann eftir i gúmmireyk vælandi hjólbarðanna. . Þarna er kominn svinaakstur, sem jafnvel slær út afrek Steve McQuinn i myndinni Bullit. Þegar Popeye lögreglumaður (Gene Hackman) kemst loks á áfangastað i bílgarminum, er billinn til muna styttri og mjórri en þegar hann lagði upp. Það er ekki framleidd orðin sú hasarmynd fyrir vestan haf, að ekki komi fyrir i henni fanta- keyrsla af einhverri gerð. Fantaaksturinn er orðinn eins ómissandi og feimnislegir koss- ar voru á filmum fimmta ára- tugsins. Það er ekki beint hægt að segja að svona akstursatriði kenni mönnum tillitssemi I um- feröinni. Ef þessu heldur lengi áfram er sennilegt að einum lið verði bætt við hinar árlegu Óskars- yerðlaunaafhendingar, þ.e.a.s. verðlaun fyrir ,,Bezt klessta bil ársins”. Þó að sá verðlaunaflokkurinn væri ekki fyrir hendi hlaut French Connection engu að sið- ur nokkur Óskarsverðlaun 1972, og þar á meðal hlaut Gene Hackman verðlaun fyrir leik sinn. 1 þessari mynd beinist allt að þvi að skapa geysilega spennu. Þokkapilturinn William Friedkin, leikstjóri myndarinn- ar, virðist hafa sett sér það markmið að koma hálfu mann- kyninu á taugahæli. Þótt þessi mynd sé spennandi, telst hún einungis upphitun miðaö við það, sem á eftir fylgir frá hendi leikstjórans William Friedkin, nefnilega myndin „The Exor- cist”. Myndin The French Connecti- on fjallar um stóra heróinsend- ingu, sem kemur til Bandarikj- anna frá Frakklandi og hvernig tveir lögreglumenn I fikniefna- deild lögreglunnar I New York komast á snoðir um hana. Mynd þessi byggist á máli, sem mikið umtal vakti á sinum tima. Jólasveinar taka að lumbra á vegfarendum og konur með barna- vagna eru eknar og skotnar niður. Ekkert er mönnum heilagt I bakhverfum stórborganna. Lögreglumenn kvikmynd- anna mega sannarlega muna sinn fifil fegri. Sá timi er liöinn, er þeir birtust áhorfendum sem heiðarlegir, áhugasamir, ungir og snyrtilegir menn. í kvik- myndunum I dag eru lögreglu- mennirnir soralegir drykkju- rútar, sem hika ekki við að beita hrottalegum meðulum ef með þarf. The French Connection hefur vafalitið valdið miklu um að þessi breyting varð á. Mynd- ir um hrottafengna lögreglu- menn koma nú hver á fætur „Hvað hét hann nú aftur, ég sá hann I einhverri myndinni?” Svarið er, að þú sást hann I Bonny og Clyde og nafnið er Gene Hackman. Hann öðlaðist frægð fyrir frábæran leik i myndinni The French Connecti- on. annarri (The Stone Killer, Magnum Forve og Big Zapper (þar er það raunar kvenmaður, sem lætur til sin taka)). Buddy Russo (Roy Scheider) kemur i skituga Ibúð félaga sins Popeye (Gene Hackman) i drungalegu fjölbýlishúsi. Lags- kona Popeye er búin að hand- járna hann við rúmgaflinn og Gene Hackman er þarna hreint óborganlegur sem maður, sem er að vakna eftir svallsama nótt. Meðan Popeye er að koma sér i brækurnar dregur Buddy Russo fram úrklippubók Popeye, sem er öll tætt og rifin. „Þetta er eins og allt annað þér viðkomandi, hreinasta hryggðarmynd,” segir hann. Gene Hackman vinnur þarna stóran leiksigur sem rónalegi lögreglumaðurinn, Fernando Rey er eftirminnilegur sem hinn virðulegi Alain Chernier og aðr- ir leikarar skila allir skemmti- legum leik. Takið vel eftir þvi hvernig Friedkin notar hljóðsetningu i myndinni til að auka spennu. Atriði sem I eðli sinu eru á eng- • an hátt ógnþrungin, til dæmis borðhald Chernier og Nicoli þar sem Popeye fylgist með þeim utan af götunni tekst að gera spennandi með þvi að setja inn niöurbælt suð. 1 öðrum atriðum, þar sem óvæntir atburðir I raun og veru gerast, er umhverfið hljóðlátt þar til höggið riður á t.d. þegar móðir á gangi með barnavagn, fellur skyndilega fyrir kúlum leyniskyttu. Myndin The French Connecti- on heldur áhorfendunum I spennu og sýnir auk þess á raunhæfan hátt, hvernig lifið gengur fyrir sig i bakhverfum stórborganna. Lif lögreglu- mannanna er ekki fegrað á nokkurn hátt, heldur fá áhorfendur að sjá, hvernig þep eru orðnir samdauna undir- heimalifinu. Myndin The French Connecji- on var frumsýnd 1971. Það hefur þvi tekið hana 3 ár að berast hingað til lands. Samt er i auglýsingum kvikmyndahússins talað um nýja bandarlska kvik- mynd. Þetta er að visu ósköp vanalegur meðgöngutlmi mynda á íslandi, en hvenær hættir mynd að dómi kvik- myndahúsaeigenda að teljast ný? Nokkuð langt er siðan filman French Connection barst fyrst til landsins, en það eintak reyndist það rispað að senda varö það úr landi á ný. Það var rétt til fundið hjá kvikmynda- húsinu að útvega sér annað betra af filmunni, þótt það lengdi nokkuð biöina, þvi það er allt of mikið um það að áhorfendum sé boöið upp á hroðalega útleikin filmueintök i kvikmyndahúsunum hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.