Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 17.10.1974, Blaðsíða 13
Vlsir. Fimmtudagur 17. október 1974 13 — Ef ég bara vissi hvað karlmenn sjá í þessari Jyttu, þá skyldi ég svo sannarlega fá þá til að sjá það sama I mér. — Við þökkum Bogga kærlega fyrir ræðu hans um nútimakonuna. ÚTVARP • Fimmtudagur 17. október 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Fólk og stjórnmál”, úr endurminningum Erhards Jacobsens. Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sina (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Maureen Forrester og John Newmark flytja „Ariadne á eynni Naxos”, Kantötu fyrir söngrödd og planó eftir Haydn. David Oistrakh, Mstislav Rostropovitsj, Svjatoslav Rikhter og Fil- harmóniusveitin 1 Berlin leika konsert i C-dúr fyrir fiðlu, selló og hljómsveit op. 56 eftir Beethoven, Herbert Von Karajan stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Pilagrimsför til lækn- ingaiindarinnar i Lourdes. Ingibjörg Jóhannsdóttir les frásögu eftir Guðrúnu . Jacobsen (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Mælt mál. Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Samleikur I útvarpssal: Gunnar Kvaran og Gisii Magnússon leikaSónötu i a- moll fyrir knéfiðlu og pianó („Arpeggione”) eftir Franz Schubert. 20.05 Flokkur islenzkra leik- rita III: „Sverð og bagall” eftir Indriða Einarsson. Áður útvarpað I febrúar 1961. Hildur Kalman gerði útvarpshandrit og stjórnaði flutningi. Andrés Björnsson útvarpsstjóri flytur inn- gangsorð. Persónur og leik- endur: Bótólfur biskup, Brynjólfur Jóhannesson. Kolbeinn ungi, Róbert Arn- finnsson. Helga húsfreyja, Guðrún Stephensen. Salvör læknir, Arndis Björnsdóttir. Þórólfur Bjarnason, Baldvin Halldórsson. Ásbjörn Illugason, Gisli Halldórsson. Hafur Bjarna- son, Karl Sigurðsson. Kol- beinn Kaldaljós, Gestur Pálsson. Brandur Kolbeins, Rúrik Haraldsson. Jórunn húsfreyja, Katrin Thors. Broddi Þórleifsson, Helgi Skúlason. Sigurður djákn, Indriði Waaga. Helgi Skaftason, Erlingur Gisla- son. Álfur i Gröf, Bessi Bjarnason. Einar auðmaður, Lárus Pálsson. Helgi klerkur, Steindór Hjörleifsson. Járngrlmur, Jón Sigurbjörnsson. Kálfur, Óttar Guðmundsson. Þorgeir Halldór Karlsson. Aðstoðarmaður leikstjóra: Jón Múli Arnason. 22.00 Fréttir. 2 2.15 Veöurfregnir. Kvöldsagan: „September- mánuður” eftir Fréderique Hébrard. Gisli Jónsson islenzkaði. Bryndis Jakobsdóttir les (11). 22.35 Frá alþjóölegu kóra- keppninni: „Let the Peoples sing”-annar þáttur. Guð- mundur Gilsson kynnir. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Spáin gildir fvrir föstudaginn I I I ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ $ •* ★ ★ * ★ ★ -* ! ★ ★ ★ *r ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ $ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ *¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ ¥ ¥ ! ¥ I ¥ s & Hrúturinn, 21. marz—20. april. Þetta verður sómasamlegur dagur og ef til vill vel þaö einkum i peningamálum. Hafðu gát á þvi, sem þú kannt að segja um aðra. Nautiö. 21. april—21. mai. Góður dagur á margan hátt. Einhver getur gert þér dálitla bölvun, kannski af ásettu ráði, kannski ekki, en þó ekki nema i bili Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þetta veröur góður dagur lika i peningamálunum, og ættirðu að notfæra þér það. Einnig ættiröu að geta bætt mjög aðstöðu þina. Krabbinn. 22. júni—23. júli. Góður dagur á margan hátt, og hafirðu undirbúið einhverjar framkvæmdir, væri vel til fundið aö byrja á þeim einhvern hluta dagsins. Ljóniö, 24. júli—23. ágúst. Ef þú þarft að sinna peningamálunum i dag, ættirðu að hafa hraöan á og koma þvi af, sem unnt reynist fyrir hádegið eöa upp úr þvi. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Farðu gætilega i dag, ef þú þarft að skreppa i eitthvert feröalag, sér i lagi ef þú stjórnar sjálfur farartæki og þegar á liður daginn. Vogin, 24. sept,—23. okt. Þú færð sennilega tækifæri til að gera alvöru úr einhverju þvi i dag, sem þig hefur lengi langaö til. Sé um ferða- lag að ræöa, skaltu búa þig vel aðheiman. I)rekinn,24. okt.—22. nóv. Það er ekki útilokað, að einhver reyni að launa þér gamlan grikk i dag, og þá með rentum og renturentum. En þú getur komið i veg fyrir það. Bogmaöurinn, 23. nóv,—21. des. Eitthvað smá- vegis getur gengiö andstætt þér i dag, en það ætti ekki að verða alvarlegt og ekki að hafa nein áhrif nema rétt i bili. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Það litur helzt út fyrir að þú fáir tilboð, sem vafalaust mundi hafa miklar breytingar i för með sér, ef þú tækir þvi. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Gættu þess að ekki verði gengið fram hjá þér fyrir einhver mistök viðkomandi aðila, eða ókunnugleika, einkum fyrri hluta dagsins. Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þaö er ekki með öllu útilokaö, að þér veröi eitthvaö þaö á, sem komiö getur sér illa fyrir þig, nema þú gætir þin sérstaklega. ¥ ¥ ¥ í ¥ ¥ ¥ ¥ Í l ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ W -r ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i ¥ i ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ rí KVÖLD| | í DAG | í KVÖLD | 1 I°ab | Útvarp frá kl. 7,00 til 23,15: Hið mœlta mál h efur yfírhöndina — könnun sem Vísir gerði á flokkun og skiptingu tíma milli efnisatriða tJtvarpið hóf útsend- ingar sinar kl. 7 i morgun, og það lýkur þeim kl. 23.15, eða eftir rúmlega 16 tima stanz- lausa útsendingu. Það er jafnlangur timi og sjónvarpið sendir út á þremur dögum. Visir kannaöi lauslega hvernig timinn i útvarpinu I dag skiptist milli einstakra efnis- þátta, lesendum til gagns og fróöleiks. Hið talaöa mál slær tónlistina út hvað timann snertir, þvi rúmlega átta og hálfur timi fer undir raddir þeirra ýmsu sem mælt mál flytja. Tónlistin skipar þvl lægri sess, hefur um sjö klukkutima af sextán. Hlutföllin eru þannig aö talað mál er 55% timans, en músik 45%. Við flokkuöum mælta málið þannig niöur, aö fréttir, til- kynningar, veöurfréttir og kynningar skipa bás saman. Gripirnir I þeim bás eru frek- astir á timann. Þeir taka 33% alls útsendingartima útvarpsins i dag. / Kannski er þaö engin furða, þegar tillit er tekiö til þess að samtals tólf sinnum á dag eru fluttar fréttir eða veðurfréttir, ýmis saman eöa sitt I hvoru lagi. Þá taka þulirnir i morgun- útvarpinu drjúgan tima I spjall og spádóma, og auglýsinga- lestur er fyrirferðarmikill. Sögur sem lesnar verða I dag eru fjórar og hafa samtals 10% timans. I kvöld veröur flutt leikrit, sem liklega hefur átt sinn þátt I að gera hlut mælta málsins svo drjúgan. Leikritiö tekur tæpa tvo tima I flutningi, eöa 12% alls útsendingartlmans. Eflaust finnst mörgum sem hlutur tónlistarinnar mætti vera meiri, sérstaklega ef tekiö er tillit til þess að útvarpið er helzti vettvangur tónlistarflutn- ings, og nóg af lesmáli i blöðum, bókum og timaritum. Að visu þarf enginn að liða fyrir tónlistarskort I dag, þvi tónlist veröur I sjö tima eins og fyrr segir. Tónlistina flokkuðum við I tvo hópa, þvi nánari flokkun er hæpin. Flokkana köllum við klassiska tónlist og létta tónlist. Miöað við að klassisk tónlist komi hvergi fyrir nema I þeim þáttum sem sérstaklega eru ætlaöir henni i dagskránni I dag, stendur flutningur hennar yfir I hátt á fjóröa tima, eöa um 24% útsendingartimans. Hún hefur yfirhöndina yfirléttu músikinni, sem tekur þrjá tima og tuttugu minútur að flytja. Gerir það 21% útsendingartimans. 1 flokknum létt músik er talin öll sú músik sem leikin verður I útvarpinu, fyrir utan þá klassisku, þættirnir tveir meö poppinu, morgunlögin og lögin sem leikin eru fyrir og eftir til- kynningalestur. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.