Vísir


Vísir - 02.11.1974, Qupperneq 9

Vísir - 02.11.1974, Qupperneq 9
Vlsir. Laugardagur 2. nóvember 1974. 9 EVRÓPUMÓTIÐ í ÍSRAEL HEFST Á MORGUN S'L Á morgun hefst 31. Evrópumótið i bridge, og er að þessu sinni spilað i Asiu, nánar til- tekið á Sharon Hotel i Herzlia, litlu hafnar- þorpi 16 km norðan við Tel Aviv. Sigurlaunin eru þátttökuréttur i heimsmeistarakeppn- inni, sem haldin verður á Bermuda i lok janúar næsta árs. Tuttugu þjóðir hafa tilkynnt þátttöku, en óliklegt er talið, að Grikkland mæti. ómögulegt'að segja, hvað Isra- elar gera á heimavelli. Sveit tslands er að þessu sinni skipuð tveimur nýliðapörum, Guðmundi Péturssyni og Karli Sigurhjartarsyni, og Erni Arnþórssyni og Guðlaugi R. Jóhannssyni, ásamt gömlu kempunum Hjalta Eljassyni og Asmundi Pálssyni. Fyrirliði er Alfreð G. Alfreðsson. Erfitt er að spá um frammistöðu þessa liðs, en hætt er við að reynslu- leysi hái því töluvert, þar eð helmingur þess hefur ekki spil- að á alþjóðlegum mótum fyrr. t næsta þætti vonast ég til að geta birt einhver skemmtileg spil frá Evrópumótinu. Enska sveitin hefur æft vel fyrir mótið, en hún er skipuð Cansino-Flint, Rose-Sheehan, Priday-Rodrigue. Hér er spil frá æfingaleik við Sviss fyrir nokkru. Staðan var allir á hættu og vestur gaf. ♦ 5-3 y A-9-7-4-2 ♦ 3 ♦ K-D-8-5-2 A 10 * G-9-6-2 ¥ K-D-G-10-6 y 8-5 ♦ A-K-D-4 ♦ G-10-5-2 * 9-6-3 *A-10-7 ♦ A-K-D-8-7-4 ¥ 3 ♦ 9-8-7-6 *G-4 Sagnir gengu þannig: Vestur Norður Austur Suður 1 ¥ P 1 * -P 2 ♦ P P 2* P 4 A Allir pass. Þessar nitján munu spila um titilinn: Austurriki, Belgia, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýzka- land, England, tsland, trland, Israel, Italia, Holland, Noregur, Portúgal, Spánn, Sviþjóð, Sviss, Tyrkland og Júgóslavia. ttalir sem eru núverandi heimsmeistarar og verja sjálf- krafa titilinn á Bermuda, hafa ákveðið að senda yngra lið til að verja Evrópumeistaratitilinn, sem þeir hafa unnið fimm sinn- um af siöustu sjö skiptum. Með þrjár fyrrverandi Evrópumeist- ara innanborðs, Bianchi, Bresciani og Bellentani, er lik- legt að sveitin hafi jafngóða möguleika og franska sveitin, sem einnig er mjög sterk. Eng- land, Sviss, Austurriki hafa einnig möguleika og það er ■—~ 1 r- k"" 1 ■ " fff; : ” . f 1y islenzka sveitin sem keppir á Evrópumeistaramótinu. Frá vinstri: Hjalti, Karl, Guðmundur, örn og Guðlaugur. Á myndina vantar Ásmund og fyrirliðann, Alfreð. Umsjón : Stefán Guójohnsen Svisslendingurinn i suður fékk út tigulkóng og siðan hjarta- kóng. Sagnhafi drap með ás, trompaði hjarta, trompaði tigul, trompaði hjarta og aftur tigul með siðasta trompinu i borði. Nú spilaði hann litlu laufi úr blindum. Austur, sem hafði kastað laufi i þriðja hjarta, tók strax á laufaás, spilaði tigli, sem vestur drap. Þá kom hjartadrottning og austur kastaði siðasta lauf- inu sinu. Nú gat sagnhafi ekki fengið nema niu slagi. Tromp út i byrjun eða hjarta- útspil banar spilinu alltaf, en þegar tigull kom út, átti sagn- hafi að athuga vel sinn gang. Eftir að hafa drepið á hjartaás, á hann strax að spila laufi. Austur drepur i öðrum slag og spilar trompi, en sagnhafi drep- ur á ásinn. trompar tigul og kastar tigli i laufakóng og aftur tigli i lauf. Austur fær tromp- slag, en spilið er unnið. Örn og Guðlaugur unnu meistarakeppni BR Úrslit i meistarakeppni Bridgefélags Reykjavikur i tvi- menning voru þessi: 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — örn Arnþórsson 1187 2. Einar Þorfinnsson — Hjaiti Eliasson 1183 3. Guðmundur Pétursson — Karl Sigurhjartarson 1172 4. Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson 1119 5. Hallur Símonarson — Þórir Sigurðsson 1085 6. Gyifi Baldursson — Sveinn Helgason 1057 7. Einar Guðjohnsen — Guðmundur Arnarson 1044 8. Simon Simor.arson — Stefán Guðjohrson 1039 9. Gunnar Guðmundsson — örn Guðmundsson 1032 10. Hermann Lárusson — Ólafur Lárusson 1028 Sérstök verðlaun voru veitt fyrir besta unglingaparið. og unnu Einar og Guðmundur þau. Nú er hafin sveitakeppni Bridgefélags Reykjavikur. og taka 15 sveitir þátt i keppninni. Þar eð vfirseta er. er hægt að bæta einni sveit við, og getur hún tilkynnt þátttöku i sima 10811 eða 21051. en vissara er að hafa hraðan á. AF JÖRÐU ER EG KOMINN... Láttu ganga Ijóðaskrá Sagt hefur verið, að fyrsta útflutnings- vara islendinga hafi veriö ljóðagerð. Þótt ef til vill sé eitki rétt aö tala um Ijóð sem vöru, þá höföu norrænir þjóðhöfðingjar skáld við hirð sina og launuöu þeim rfku- iega. Þegar þessi siður iagðist niður um árið 1300, sneru skáidin sér að öðrum kon- ungi, Jesú Kristi, og tóku aö yrkja um hann og hugðust þiggja að launum eilifa sáiuhjáip. Frægast þessara helgikvæða er Lilja, sem allir vildu kveöið hafa, en Ey- steinn Ásgrfmsson orti um miöja 14. öld. Eftir siöaskiptin þurfti kirkjan á kveð- skap aö lialda, sem var f samræmi við anda hennar og kenningu. Voru sálmar þvi þýddir úr dönsku og þýsku. Ekki var þetta merkiiegur skáldskapur og segja Ólafur Briem og Magnús Finnbogason i stuttu ágripi af islenskri bókmenntasögu, að sálmar þessir séu i fáum orðum sagt einhver aumasti leirburður sem birst hafi á isleuskri tungu. En skömmu seinna verður mikil framför livað viökemur sálmum, og á Guðbrandur Þorláksson heiður af þvf. 1 þessum þætti verða birtar nokkrar visur um guðstrú og góða siði. — Andstæðurnar, himinn og helviti, eru oft nefndar I kvæðum þessum. Björn Jónsson i Lundi kveður: Ei meir ræðir um það hér, Þo eymdir mæði hörðu, lifiö glæðir allt, hvað er um uppheim bæði og jöröu. Ó þú, dýröar-afgrunnið, unun kannt mér sýna, himinn, jörðin, helvitið, hermir elsku þfna. Mætti eg þina sifellt sjá og signa dýröar-iðju himin sælan hefði eg þá i helvítinu miöju. — Þá er rétt að bregða sér I vonda stað- inn og kanna ástandið. örn Arnarson yrkir: Djöflar hljóða deyjandi, Dvínar glóð i helvfti. Blæs i hlóðir bölvandi bræðimóður andskoti. — Auðvitaö er orkukreppa þar eins og annars staðar. Þá er að bregða sér i himnaríki. Drottinn hló I dýrðarkró. Dauðinn sló og marði eina mjóa arfakló i hans rófugarði. — Það kann rétt að vera að eftir dauð- ann förum við öll til guös. Erfitt mun reynast aö sanna það og á meðan þetta er allt á huldu, er allur varinn góður. Jón Benediktsson yrkir. Af jörðu er eg kominn, eg met hana mest við meðlæti hennar eg bý hinn skammvinna lffsdag, uns sólin er sest og eg samlagast henni á ný. Hvort lokiö sé öllu, þá lfkaminn deyr er leyndarmál, þvf er nú ver. En vissast er hverjum, sem veit ekki meir að vanda sitt lfferni hjer. — Þar sem dyggðugu liferni er mjög þröngur stakkur sniðinn, reynist mörgum erfitt aö breyta alltaf eftir boði guðs. Niels Jónsson skáldi segir. Guð, sem er brunnur gæskunnar, gjörir, hvað vill i riku sinu, fær engan þó til farsældar fært nema gegnum synd og plnu. — Birni Gunnlaugssyni finnst hérvistin fremur óvistleg ef ekki verður neitt framhald hennar annars staöar. Guö vorn anda ef áframhald ei fá seinna lætur, röðulbanda reist er tjald rétt til einnar nætur. — Þegar K.N. var krafinn um trú sina, af trúboða nokkrum, er hann var að moka flórinn, sagði hann. Kýrrassa tók ég trú, traust hefir reynst mér sú. i flórnum þvi fæ ég aö standa fyrir náð heilags anda. — Mönnum er gjarnt að leita til guðs þegar eitthvað bjátar á. Er þá oft undir þvi komið hvernig úr rætist hvort menn styrkjast i trúnni eöa hún minnkar. K.N. yrkir: Oftast, þegar enginn sér og enginn maður heyrir, en brenniviniö búiö er, bið ég guð að hjálpa mér. — En K.N. gat llka beðið guð að hjálpa öðrum. Sjáðu þetta sjúka barn, svitinn döggvar brána. Láttu, drottinn liknargjarn, litla kroppnum skána. — Að lokum skulum við athuga heim mýsins til samanburðar viö mannheima. Mýsuð eftir örn Arnarson. Mikið er um hjá mýi á skán með mælgi og látum skrýtnum. Það lofar þá mildi og miklar þaö lán að mega lifa i skftnum. Hver kúadella er kostaland. Þá kenning er skylt að boða, að jörðin sé skftur, hafiö hland og himinninn keytufroða. Kannski er heimur okkar nú oröið ekki svo afskaplega ólikur þessu. Að minnsta kosti finnst mér það alltaf vera að koma betur og betur i ljós, aö við erum i raun og veruekki komin lengra á þroskabrautinni en það að hafa hoppaö niður úr trjánum. Ben. Ax.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.