Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 02.11.1974, Blaðsíða 16
Vísir. Laugardagur 2. nóvember 1974. | í DAG | í KVÖLP | í DAG | í KVÖLD | I DAG Sjónvarp kl. 21.40 ó sunnudag: „Stundin okkar" kl. 18.00, sunnudag: Barnatiminn á sunnudaginn verður með mjög japönsku sniði. Við sjáum stráka úr júdó- deild Ármanns sýna júdóbrögð, en júdó er eins og allir vita jafn-japanskt og sjálfur keisarinn. Stúlkur úr dansskóla Eddu Scheving sýna okkur japanskan dans og klæða sig auðvitað á japanska visu. Þá heyrum við einnig japanskt ævintýri um dansandi teketil. En eins og allir vita er te jafnvinsælti Japan og mjólkin er hér. —jb Frœgur fótbolta- kappi slasast í sjónvarpsleikritinu á sunnudagskvöldið leikur Brian Clark at- vinnuknattspyrnu- mann nokkurn, sem náð hefur það miklum frama, að hann er metinn á 250 þúsund pund. Vib fáum að sjá dálitið af fót- bolta i þættinum, en í stuttu máli fjallar hann um knatt- spyrnumann sem er að koma heim úr landsleik erlendis. Þar hefur hann fengið spark i löppina og óttast nú að afleiðingar þeirra meiðsla muni skaða framtiðina. Eins þykir honum sem fræðg- in eftir að hann fer að leika i landsliðinu sé aðeins til ama. Eða eins og hann segir sjálfur: hann er orðinn almenningseign. Það eru boðin i hann 200 þúsund pund af Manchester- liðinu. Hann vill þó vera áfram með sinu liði, en óttast að meiðslin i hásininni (Akkilesar- hæll) komi i veg fyrir frekari frama þar. _JB Sjónvarp sunnudag kl. 20.35, „Fískur undir steim": Á að ýta við fólki Þeir félagarnir ólafur Haukur Simonarson rithöfundur og Þor- steinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður verða á dagskrá sjónvarpsins á sunnudags- kvöldið með fyrstu myndina af fjórum, sem þeir hafa samið um að gera fyrir sjónvarp. „Þessi fyrsta mynd nefndist „Fiskur undir steini” og var hún kvikmynduð i Grindavik i april siðastliðnum. Myndin fjallar um borgarbúa leikinn af Jóni Júliussyni, sem langar til að kynna sér lifið i sjávarþorpi úti á landi. Tekin eru dæmi um þá menningarlegu og félagslegu afþreyingu, sem fólkið á slikum stöðum hefur. Maðurinn kikir m.a. á skóla og samkomuhús, en kemst að þvi að þar er von- laust aðnásambandi við fólkið. Allir virðast þjakaðir af vinnu- ánauð. Maðurinn verður þvi að fá sér þarna vinnu til að kynnast fólk- inu, sem i þorpinu býr. Undir lokin stendur svo sú spurning ósvöruð, hvort hann vilji stað- festast þarna og taka þátt I at- hafnalifi fólksins eða fara aftur til borgarinnar. Höfundar myndarinnar, þeir Ólafur Haukur og Þorsteinn, unnu að öllu leyti saman að þessari mynd. Þeir skrifuðu ^iiandritið saman og klipptu, en Þorsteinn myndaði einn. Þeir segja, að hugmyndin með myndinni sé að samrýma hugmyndir borgarbúa um lifið I sjávarþorpi, en nú eru þeir margir höfuðborgarbúarnir, sem ekki gera sér réttar hug- myndir um lifið við sjávar- siðuna. Markmiðið með myndunum I heild segja þeir félagar aftur á móti vera að ýta við fólki I menningarlegum og félags- legum efnum. í myndinni á sunnudags- kvöldið er ekki samstillt tal, heldur talar höfuðpersónan aðeins I bakgrunni myndar- innar. Næsta mynd i þessum flokki verður svo sennilega sýnd innan mánaðar. Þess má geta, að á eftir myndinni á súnnu- dagskvöldið fara fram umræður i sjónvarpssal. Þar ræðir Kjartan Jóhannsson við höfunda myndarinnar auk Guð- laugs Þorvaldssonar háskóla- rektors og Magnúsar Bjarn- freðssonar fulltrúa. —JB Sjónvarp kl. 18.20 í dag: 11 MÖRK HJÁ ÓMARI — Mynd fró hnefaleikakeppninni hefði kostað 700 þúsund t iþróttaþættinum hans Ómars i dag verða tveir leikir úr ensku knattspyrnunni. Annar er miili Derby County og Middlesboro, hinn er á milli Chelsea og Stoke City. Samtals fáum við þvi að sjá 11 mörk I leiknum, en óþarfi er að geta um, hvernig þau skiptast, ef menn vita það ekki fyrir. Það er raunar hann Bjarni Felixson, sem sér um knatt- spyrnuhliðina, en Ómar sjálfur verður með mynd frá golfkeppni milli kappanna Johnny Pott og Wicenzo. t lok þáttarins verður syrpa af ýmsum iþróttamyndum erlendis frá. Við öfluðum okkur upplýsinga um það hjá ómari, hvers vegna hann byði hvorki upp á heims- meistarakeppnina i fimleikum, sem háð var i Búlgariu i siðustu viku, né hnefaleikakeppnina miklu milli Muhammad Ali og Foreman. „Við fengum fyrir löngu boð um að fá að sýna frá hnefaleika- keppninni fyrir 600 þúsund krónur að viðbættum kostnaði,” segir Ómar. „Við hefðum þurft að láta Danina taka keppnina upp, svo verðið hefði ekki verið undir 700 þúsund á efninu hingað komnu. Já, þeir kunna að selja sig þess- ir kappar og láta ekki fet af neinu nema full greiðsla komi fyrir. Þessu tilboði var auðvitað hafnað, enda hefði þetta getað orðið annar Lénharður, hefði keppnin nú kannski ekki staðið nema I eina minútu, ha. Auðvitað er ég allra manna ergilegastur. Ef ég veit nokkuð um nokkra iþrótt, þá er það um hnefaleika i þungavigt. Frá þvi ég var smástrákur og pabbi sendi mér bók um hnefaleika I sveitina hef ég getað talið upp alla heims- meistara i greininni i réttri timaröð. Það er alveg óbætanlegt að missa af þessu. Ég hef nefnilega alltaf verið mikið fyrir hnefa- leika, þótt margar grátkonur i karlmannsliki séu sifellt að barma sér.” Um heimsmeistaramótið i Búlgariu sagði Ómar, að vand- ræði væru að fá efni frá Spáni og ýmsum f jarlægri löndum austur- blokkarinnar. „Við verðum að hafa það að skriða fyrst fyrir einhverri sjón varpsstöð úti, sem fær sendingar beint frá keppninni, og biðja hana um að taka hana upp á band fyrir okkur. Þeir hafa annaðhvort eng- in tæki til sliks eða nenna ekki að standa i þvi, svo við verðum bara að gráta i hljóði.” Hvorki verður þvi um sjónvarp aö ræða frá hnefaleikakeppni aldarinnar né heimsmeistara- keppninni i fimleikum, —JB Sjónvarp kl. 21.45 í kvöld: ÞJÓÐSAGNAPERSÓNA Marlene Dietrich eins og hún litur út I dag. Við fáum að sjá þjóðsagna- persónuna Marlene Dietrich i sjónvarpinu I kvöld. Hún er nú á áttræðisaldri sú gamla og enn að syngja gamla slagara uppi á sviði hér og þar. Hún fæddist f Berlin 1904 og stundaði nám i leikskóla þar. 26 ára lék hún sennilega i sinni frægustu mynd tii þessa. Það var „Blái engiilinn” eftir Von Sternberg. Hennar síðasta eftirminnilega hlutverk var I myndinni Rancho Notorius, sem tekin var árið 1952 og við fáum að sjá I kvöld. Myndinni leikstýrði Fritz Lang og eftir honum er haft, að Mar- lene Dietrich hafi verið honum vandræðagripur alla myndina i gegn, en leikiðgat hún samt vel. —JB SJÚNVARP • Laugardagur 2. nóv. 1974 16.30 Jóga til heilsubótar. Bandarískur myndaflokkur með leiðbeiningum i jóga- æfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 17.00 Enska knattspyrnan 17.55 Iþróttir. Umsjónarmað- ur ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvika. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili. Brezkur gamanmynda- flokkur. Vinir I raun. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans.l þættinum eru flutt gömul og ný rokk- og bitlalög og önnur vinsæl lög. Hljómsveitina skipa, auk Ragnars, Birgir Karls- son, Halldór Pálsson, Jón Sigurðsson, Rúnar Georgs- son, Stefán Jóhannsson og og einnig kemur þar fram irska söngkonan Mary Connolly. 21.20 A fornum slóðum.Mynd með sögulegum heimildum og getgátum um hinar fornu byggðir norrænna manna á Grænlandi og eyðingu þeirra. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.45 Lukkupotturinn. (Rancho Notorious) Banda- risk biómynd frá árinu 1952, byggð á sögu eftir Sylviu Richards. Leikstjóri Fritz Lang. Aðalhlutverk Marlene Dietrich, Arthur Kennedy og Mel Ferrer. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. Myndin gerist i „villta vestrinu” fyrr á ár- um. Unnusta aðalsöguhetj- unnar er myrt, og hann leggur af stað að leita morðingjans. Hann kemst brátt á sporið og finnur hinn sekaá búgarði þar sem illvigir bófaflokkur hefur aðsetur sitt. 23.15 Dagskrárlok Sunnudagur 3. nóvemberi 1974 18.00 Stundin okkar. í þessum þætti kemur Tóti litli aftur við sögu, og sama er að segja um söngfuglana og dvergana, Bjart og Búa. Þá dansa nokkrar stúlkur úr Dansskóla Eddu Scheving japanskan dans og drengir úr júdódeild Ármanns sýna júdó, sem er þjóðariþrótt japana. Einnig heyrum við japanskt ævintýri um dans- andi teketil og þýskt ævin- týri um litla stúlku, sem villist I stórum skógi. Um- sjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. ___ J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.