Tíminn - 07.05.1966, Page 9

Tíminn - 07.05.1966, Page 9
LAUGARDAGUR 7. maí 1966 TÍMINN 9 kostur á að koma þangað í vetur og varð hrifin af þvi hvað drengirnir eru elskulegir og óspilltir, þegar þeir kom- ast í annað umhverfi og mál þeirra eru tekin réttum tök- um. Þessir drengir eru oft skammt á veg komnir í námi, hafa oft vanrækt skólagöngu — og hið sama gildir á Bjargi. Það er títt að þessir unglingar séu úr hófi áhrifagjarnir og Jímdi í vondum félagsskap. Oft eru óknyttir gerðir af hreinum óvitaskap eða uppreisnarþörf, sem fram kemur hjá flestum unglingum á vissu aldursskeiði. Ef þeir komast svo í nýtt um- hverfi geta þeir gjörbreytzt á ótrúlega skömmum tíma. Við vitum að því lengur, sem barn fær afskiptalaust að fara sínu fram, því erfiðara er að beina því aftur rétta leið. Það er eins og með sjúkdóm, seim eldci er tekið fyrir í upphafi. Öllum væri liægt að bjarga. — Ertu á þeirri skoðun, að flestum börnum og ungmenn- um væri hægt að bjarga? — Ég er á þeirri skoðun, að það væri hægt að bjarga öllum, ef nógu snemma er gætt að vandamálunum. Ég minntist á Breiðuvíkurheimil- ið og hversu mikla ánægju ég hefði af heimsókn minni þang- að. Önnur ástæða er og fyrir því, að ég hef sérstakan áhuga á því heimili. Hér í borginni starfar lítill klúbbur, Sorop- timistaklúbbur og er ég með- limur í honum. Við getum ekki tekið að okkur stór verkefni, en höfum hlynnt að þessum drengjum, sent þeim glaðning fyrir jólin og aðrar hátíðir. Þegar þeir vissu, að ég væri eln af systrunum úr þessum klúbb vildu þeir allt fyrir mig gera og sýna mér allt. For- stöðumaður heimilisins er rögg samur og heldur góðum aga og drengirnir eru látnir vinna, á sumrin ganga þeir til dæmis að bústörfum. Breiðuvíkur- heimilið er ríkisrekið og heyr- ir því undir barnaverndarráð, en ekki barnaverndamefnd Reykjavíkur, þótt flestir drengjanna séu úr Reykjavík. Ef fólk vill ekki hlíta úrskurði nefndarinnar getur það áfrýj- að. — Hvað gerist nú, ef aðilar vilja ekki samþykkja úrskurð nefndarinnar? — Þá getur það áfrýjað til Barnaverndarráðs. Og síðan til hinna tveggja dómstiga okkar. En það tekur langan tíma og litlar líkur á að slíkt mál vinn- ist, því að hvort tveggja er, að nefndin leggur sig fram um að gera réttar ráðstafanir og svo eru ákvæði um, að helzt skuli lögfræðingar sitja í nefnd inni, svo allt sé löglegt, sem hún gerir. í frumvarpinu nýja, sem fyrir »Uþingi liggur, er gert ráð fyrir að fjölga í ráð- inu úr þremur í fimm og á formaðurinn að vera lögfræð- ingur. Ákvæði er einnig um að í barnaverndarnefnd sitji bæði konur og karlar, enda er þessi nefnd ein af örfáum, sem konur hafa alltaf átt sæti í og eru nú aðeins konur í henni að formanninum, Ólafi Jónssyni undanskyldupi. En ég | er ekki alls kostar ánægð með 1 skipun Barnaverndarráðs, vegna þess að þar situr engin i' kona og þar sem ráðið er eins | konar yfirdómur þyrfti einnig | að eiga þar sæti kona, sem | hefur verið móðir. Þau vanda- C mál sem ráðið fær til meðferð- í ar eru þess eðlis að sjónar- í mið móðurinnar þarf að vera - virt. H.K. Tíðindamaður blaðsins legg ur leið sína inn á Austurbrún 4, og uppi á þriðju hæð hitt- ir hann systurnar Soffíu og Nönnu Jakobsdætur, sem eru ættaðar frá Akureyri, dætur Jakobs Tryggvasonar, organleik ara, en búa nú hér í Reykja- vík. Strax og komið er inn í íbúð ina verður þess vart, að hér á listafólk í hlut, enda er plata á fóninum. Við tökum Soffíu fyrst tali og leggjum fyr ir hana nokkrar spurningar. — Þú stundar nám í Leik- listarskóla Leikfélags Reykja- víkur? — Já, þetta er annar vetur- inn minn þar af þremur vænt- anlega. — Hverjir eru helztu kenn- arar þínir við skólann? — Helgi Skúlason og Stein- dór Hjörleifsson kenna leik- túlkun. Kristín Magnús kennir leikhreyfingar. Eftir nýárið fengum við síamska konu, sem kennir okkur látbragðs- leik, þá kennir Ingibjörg Step- hensen framsögn, og Jón Sig- urbjömsson hefur m.a. kennt söng. Þórhildur Þorleifsdóttir kennir okkur ballett og leik- fimi, en Sveinn Einarsson sér um leiklistarsöguna. Fyrir ný- ár kenndi Guðmundur Pálsson okkur andlitsförðun, en síðan höfum við lært um leiksviðsbún- að hjá Steinþóri Sigurðssyni. — Er þetta ekki allstrangur skóli, Soffía? — Óneitanlega er hann nokkuð þungur. Námið er yfir- leitt talið vera þrjú ár, en það er að mínum dómi ágætt að vera fjögur ár. Ekki er fleir- um hleypt upp árlega úr fyrsta árganginum en sem nemur tölu þeirra, sem útskrifast. Eru þá hinir felldir. Núna eru 17 í undirbúningsdeildinni, en 12 í framhaldsdeildinni, og við þá tölu er miðað þar. Yfirleitt er námið miklu erfiðara en fólk heldur að óreyndu, svo að margir hætta. f Leiklistarskóla Þjóðleikhússins eru miklu færri, því að þar er fólk ekki tekið inn á hverju ári. — Hefurðu unnið með nám inu í vetur? — Já, ég hef unnið hjá Olíu- félaginu og er þar við símann og fæ við það ágætis æfingu fyrir röddina. — Hvar er maðurinn þinn í vetur, Soffía? — Maðurinn minn, Pétur Einarsson, leikari, stundar í vet ur nám í Bandaríkjunum við leiklistardeild Háskólans í Aþenu, sem er útborg Atlanta í Georgíufylki. Hann er á eins- konar Rotarystyrk þar vestra og fékk þetta boð í gegnum Félag ísl. leikara. Hann kann ágætlega við slg þarna vestra. — Hvernig kanntu við þig I Reykjavík, Soffía? — Ég kann heldur vel við mig hér í Reykjavík. Hér eru miklu meiri möguleikar en á Akureyri, en samt sem áður finnst mér Akureyri alltaf ó- likt fallegri bær, og ég sakna hennar sérstaklega yfir sumar- ið? — Hvernig líkar þér að starfa með leikurunum hér í Reykjavík? — Eg hef leikið í Grámanni í vetur og yfirleitt hef ég tals- vert kynnst föstum leikur, um líkar mjög vel við þá, þetta er ákaflega elskulegt fólk. — Heldurðu að framkoma fólks aknennt út á við breyt- ist nokkuð við það að vera í leikskóla? — Ég mundi- nú ekki halda að það væri satt, að leikkon- ur væru alltaf að leika, en það er samt sem áður mjög þrosk- andi og heillandi að fást við þetta. Enda hef ég unnið það til í vetur að hafa dótturina Soffía Jakobsdóttir norður á Akureyri til að geta verið í leikskólanum. Ég held að fólk verði opnara og losni við ýmiskonar persónulegar þvinganir við það að stunda leiklistarnám. Margir hefðu sennilega gott af því að kynn- ast þessu og losna þannig við ýmisskonar erfiðleika í einka- lífinu. Ef til vill mætti segja, að þetta hefði svipuð áhrif og skriftimar hafa hjá katólskum, eða minnsta kosti eitthvað í þá átt. — Eigið þið Pétur þessa fbúð? — Já, við keyptum íbúðina eftir að hafa verið gift í eitt ár, það er mjög gott að eiga þessa íbúð. Annars finnst manni nú kannski, að maður leggi talsvert mikið í sölurn- ar fyrir listina að tvistra svona fjölskyldunni algerlega, eins og við höfum gert í vetur. Nú setur Soffía plötu með fyrstu sinfóníu Brahms á grammófóninn, og fréttamað- urinn snýr sér að hinni systur- inni, Nönnu, en hún hefur tón listina fjTÍr aðalviðfangsefni. eins og við nú munum sjá. — Þú hefur lagt stund á tón listarnám, Nanna. — Já, Ég hef spilað á fiðlu meira og minna frá ellefu ára aldri. en raunar tók ég próf í söngkennslu hérna við Tón- listarskólann i Reykjavík 1962. í fyrravetur var ég í London við tónlistarnám og bjó þá hjá frænku okkar Þórunni Jó- Jiannsdóttur, en við erum bræðradætur. Að vísu hafði ég áður verið úti í eitt ár. Ég var í einkatímum í London, því að ég vildi ekki fara í skóla, enda var óvíst, hversu lengi ég gæti orðið þarna af peningaástæðum. Ég lærði á fiðlu og spilaði eins í hljóm- sveit, bæði hjá Jóhanni Tryggvasyni föðurbróður okk- Nanna Jakobsdóttir ar og hjá kennara mínum, Dav id Martin. — Hvernig líkaði þér að vera í London? — London er sérlega aðlað- andi borg. Það er eitthvað við hana, þótt hún sé bæði gömul og óhrein og hávaðasöm. Ég lærði mjög mikið á verunni þar og hefði þurft að vera miklu lengur. Það víkkar mjög sjóndeildarhringinn að vera þarna úti, þetta er svo mikil heimsborg að það er alltaf eitt- hvað að gerast, t.d. í tónlistar- lífinu. Ég hafði ekki við að fara á alla konsertana, sem mig langaði til að sækja. — Var Vladimir Askenasy, maður Þórunnar mikil heima á meðan þú várst hjá þeim hjónum? — Hann var allt í allt heima um það bil 3 mánuði í fyrra- vetur. Þórunn fór alltaf með honum í hljómleikaferðirnar. Vladimir æfði af ákaflega miklu kappi á meðan hann var heima, og enda þótt hann sé lítill og fíngerður, er hann ákaflega energískur. Hann fór í þriggja mánaða hljómleika- för til Bandaríkjanna í haust og gerði þar mikla lukku. Núna ekki alls fyrir löngu fór hann þangað aftur í stutta ferð. — Jóhann Tryggvason hef- ur dvalist í London í allmörg ár er ekki svo? — Jú .Þau hjónin komu heim núna um páskana, hann eftir níu ára útivist en hún sautján, og fjölskyldan hittist öll í góða veðrinu á Akur- eyri. Jóhann varð fimmtugur núna í janúar. — Spilar þú ekki á fleiri hljóðfæri en fiðlu, Nanna? — Ég lærði áður á píanó hjá pabba, en hætti því síðan alveg. — Þú spilar í simfóníuhljóm sveitinni í vetur er ekki svo? — Jú, ég spila þar á fiðlu. Við spilum átta stúlkur þar á fiðlu og ein á selló, þannig að stúlkurnar eru í meirihluta á annari fiðlu en ekki í fyrstu fiðlu í hljómsveitinni. Æfing- ar eru frá 9.30 til 12.30 á morgnana alla daga hjá fast- ráðnum, en aðeins aðra hvora viku hjá okkur hinum, þannig að það eru 6—7 æfingar fyrir hvern konsert. Það eru um 60 í hljómsveitinni núna. Svo þurf um við líka að æfa heima, og ég hef æft mikið heima hér í íbúðinni. Samt sem áður hafa nágrannarnir ekki kvartað ennþá undan þessu. — Þú kennir á fiðlu líka, er ekki svo? — Jú, ég kenni í Tónlistar- skólanum í Kópavogi 2 daga í viku og hef þrjá nemendur. Þar er Frank Herlufsen skóla- stjóri. Þetta er fremur lítill skóli, það er kennt þar líka á píanó og gítar. Flestir læra á píanó, eins og algengast er nú orðið, enda er það svo víða til. Það er af sem áður var, þegar orgel var á mjög mörg- um heimilum. Fólki finnst skemmtilegra að fást við píanó ið, ekki sízt vilja börnin það helzt, Annars var ég á tíma- bili að hugsa um að læra á orgel. — Þegar hér er komið sögu bjóða systumar blaðamannin- um upp á hressingu. Soffía drekkur kaffi, en síðan Nanna var í London drekkur hún ekki annað en te, og blaða- maðurinn getur valið á milli. Yfir teinu og kaffinu er spjall- að og það kemur m.a. fram, að það ríkir víðtæk verkaskipt- ing í sambúð þeirra systra. Nanna tekur til í íbúðinni, en Soffía býr til matinn. Þær segja að þetta sé góð verka- skipting, enda séu þær sjald- an báðar heima í einu. Varð- andi þessa listelsku fjölskyldu, sem þær eru af, segja þær, að þær eigi einn yngri bróð- ur og hann sé nú reyndar tón- elskur talsvert, en hafi núna mestan áhuga á bítlamúsikinni eins og eðlilegt er á okkar dögum. Að vísu er verið að reyna að venja hann af því. Allir í fjölskyldunni spila á eitthvert hljóðfæri, en systkini föður þeirra systra eru fjögur talsins. Soffia segir, að tónlist- in liggi næstum of opin fyrir fjölskyldunni. Við þurfum ekki nógu mikið að hafa fyrir þessu, segir hún. Að lokum er þessum list- elsku systrum þakkað kærlega fyrir ágætar móttökur og þeim óskað allra heilla á listabraut- inni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.