Vísir - 12.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 12.11.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg. — Þriðiudagur 12. nóvember 1974 — 225. tbl. SLADE-mönnum vorð vel tíl vinkvenna — baksíða „verum | Fiskleysi og gœfta- naroir ■ • __ - • ■ • ss leysi = atvinnuleysi rannsókn FBI Sjó bls. 5 Lítill árangur á matvœla- ráðstefnunni í Róm Sjá bls. 5 Faglega fjallað um Fjandafœluna — sjá Eesendur hafa orðið á bls. 2 Er fólk ekki nógu háleitt? — Vísir spyr á bls. 2 — atvinnulausum fjölgar samkvœmt skráningu Sonur gamla mannsins, sem býr I hiisinu, var mettur t morgun til að verja húsið frekari skemmdum. HÚS ÁTT- RÆÐS MANNS BRANN Eldur kviknaði i húsinu Grænu- hlið við Nýbýla veg I Kópa vogi um hálftólf leytið i gærkvöldi. Maður á áttræðisaldri býr einn I húsinu. Hann var vakandi, þegar eldurinn kom upp og gat tilkynnt slökkviliði um hann. Þegar slökkviliðið kom á vettvang, var talsverður eldur i ollukyndingu hússins, sem er i viðbyggingu við það. Eidur logaði út um austur- enda hússins. Slökkviliðinu gekk nokkuð vel að slökkva eldinn. Vakt var við húsið til ki. 4 I nótt, ef eldur kynni að leynast einhvers staðar. Sonur gamla mannsins, sem býr I húsinu, var mættur snemma i morgun til þess að gera við, svo ekki yrðu frekari skemmdir. — ÓH/JH. Eldurinn slökktur i gærkvöidi. Um siðustu mánaða- mót voru 214 skráðir at- vinnulausir á landinu, en voru 174 mánuði fyrr. Hæstu töluna af einstök- um byggðum hefur Reykjavik, 43, en utan Reykjavikur er Siglu- fjörður hæstur með 31, þar af 30 konur. Visir hafði samband við tvo staði úti á landi, þar sem fleiri • eru skráðir atvinnulausir en áður var. Hjörtur Jónsson, hreppstjóri á Eyrarbakka, sagði, að ' margt renndi stoðum undir atvinnu- leysistöluna, sem er 28. Fyrst og fremst væri gæftaleysi með ein- dæmum, og fiskleysi þar á ofan, þá sjaldan gæfi. Þar við bætist, að margir bátanna eru komnir i slipp. ,,Það dregur alltaf fyrir sólina i atvinnumálum okkar, þegar svona gerist,” sagði Hjört- ur. Hann sagði, að fyrst og fremst væru það húsmæður, sem skráðar eru atvinnulausar. „Lögin kveða svo á um, sagði hann, ,,að þær eiga rétt á atvinnuleysisbótum, þegar ekki er vinnu að fá.” Hins vegar væru liklega ekki nema þrjár fyrirvinnur i þeim hópi, og þær hafa ekki nema fyrir sjálfum sér að sjá. Einn karlmaður er skráður atvinnulaus á Eyrar- bakka, og taldi Hjörtur, að þar væri um að ræða mann á átt- ræðisaldri, sem ynni ekki nema við flökun og flatningu. Hjá Verkalýðs- og sjómanna- félaginu Bjarma á Stokkseyri fengust þau svör, að einn bátur væri á veiðum og heföi litið feng- ið. Aðrir bátar voru á trolli, en fengu litið og hafa nú hætt þvi, eru komnir i slipp. Verið er að gera viö frystihúsið og stækka það, svo erfitt er um móttöku á fiski um þessar mundir, en það er raun- verulega eini vinnuveitandinn á staðnum og greinar tengdar þvi. Nokkrir menn hafa þó atvinnu við stækkun hússins. Alls eru 30 skráðir atvinnulausir á Stokks- eyri, þar af 23 konur. Talsmaður Bjarma sagði, að atvinnuástand á Stokkseyri hefði aldrei verið jafn slæmt og ekki horfur á, að það lagaðist fyrr en með hækkandi sól. —SH Fyrrverandi dansmœr og stjörnuspámaður ríkja yfir 25 milljönum Sjá bls.6 Varð hált á íslenzka víninu Gestirnir sátu prúðbúnir i sal Menntaskólans við Hamrahlið siðastliðinn sunnudag. Þeir voru þangað komnir til að hlusta á visnasöngvarann fræga, Cornelius Vreswijk, sem skemmta átti á vegum sænsk- Islenzka félagsins. Nú leið og beið og aldrei sást til ferða Corneliusar. Þegar gestirnir voru heldur farnir að ókyrrast út af töfinni, steig for- maöur félagsins, Njörður P. Njarðvik, upp á sviðið og til- kynnti gestunum, að söngvarinn sænski væri svo þungur, að hon- um væri það ómögulegt, þvi miður, að drasla honum upp á sviðið. Þar að auki væri Cornelius svo fullur, aö hann væri allsendis ófær um að skemmta. Gestirnir urðu þvi frá að snúa og voru i allan gærdag að fá miða sina endurgreidda i Nor- ræna húsinu. Sjálfur flaug Cornelius til sins heima i gær ásamt söngkonunni Trille, sem var með honum i förinni hingaö upp. Það viröist sem söngvaranum fræga hafi orðið heldur hált á is- lenzka vinunu. Þannig voru all- ar likur á þvi að svipuð saga upphæfist, er Cornelius og Trille fóru saman til Akureyrar að skemmta þar. Trille mátti standa uppi á sviðinu i heilan klukkutima og halda uppi f jörinu, áður en tókst að pota Cornelius inn. Þá gerði hann stormandi lukku, þótt vel puntaður væri. — jb

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.