Vísir - 12.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 12.11.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Þriðjudagur 12. nóvember 1974. cýVIenningannál Bókmenntir fyrír böm 09 fuBorðna Nafn Stefáns Jónssonar er í huga margra fyrst og fremst tengt bókmenntum fyrir börn. Þótt Stefán skrifaöi bæOi bækur fyrir börn og fulloröna, eru að- eins fáar bækur frá hans hendi sérstaklega ætlaöar fuilorönu fólki. Flestar sögurnar, sem einkum haida nafni hans á lofti, eru um börn og unglinga og lif þeirra I bllðu og stríðu, en þó aðailega strlðu. Þær fjaila um tengsl barnanna við fullorðna fólkið og stundum tengslaleysi. Þótt Stefán segi sögur slnar frá sjónarhóli barnsins, og fram- vinda sögunnar sé stöðugt knúin áfram af framvindu lifs sjáifrar aðalsöguhetjunnar, verður full- orðna fólkiö á engan hátt útund- an. Við sjáum fullorðna fólkið i sögunum hans Stefáns með aug- um barnsins. Og barnið, sem á allt sitt undir fullorðna fólkinu, er gagnrýnið. Það vonar hið besta, en fær sjaldnast leyfi til að treysta alveg. Manneskjurn- ar sem hann lýsir eru hver með sinu móti, ekki góðar og vond- ar, heldur bæði góðar og vondar hver um sig. Með þessum vinnubrögðum gerir Stefán Jónsson góðar myndir af fólki. Styrkurhans liggur þó ekki i þvi sem hann segir, heldur fyrst og fremst i þvi sem hann lætur ósagt. Það er e.t.v. þess vegna sem honum lætur svo vel að hafa barn sem aðalpersónu. Barnið sér allt og skynjar af þvi sem gerist i kringum það eins vel, ef ekki betur, en nokkur fullorðin manneskja, og það skilur margt en samt vantar alltaf einhvern herslumun á, að það skilji alveg hvað fullorðna fólkið er eigin- lega að aðhafast með lifi sinu og tilveru. Þannig verður lifið dulúöugt og hver dagur hlaðinn spennu ævintýrisins. Það sem barnið á verst með að skilja er það, að stundum eru fullorðnar manneskjur ekkert frekar herr- ar yfir iifi sinu heldur en börnin. Þroskuðum lesanda Stefáns finnst sem hann þekki þetta fólk, sem Stefán lýsir i bókunum sinum. Og ef maður á annað borð þekkir fólk, getur maður gert þvi upp viðbrögð, jafnvel hugsanir og tilfinningar. En aðalpersónan, barnið, er atburðarásin hverfist um, skortir reynslu og heildaryfir- sýn þroskaðs lesanda, getur ekki eins vel séð hlutina fyrir, það skilur ekki. Það bara er. Stefán leikur sér að þessari spennu. Stundum minna þessi vinnu- brögð á þá frásagnaraðferð sem á vissan hátt einkennir Is- lendingasögurnar, þar sem at- buröir eru settir á svið og per- sónum lýst án allra skýringa. Lesandinn mætir frásögninni á svipaöan hátt og hann lifir ýmsa viöburði I eigin lifi. Hann um- gengst fólk en veit ekki alltaf hvaða forsendur eru fyrir breytni þess. Þetta gerir frá- sögnina i senn einfalda og flókna. A ytra borðinu er allt á hreinu og það gerir þær kröfur til lesandans, að ef hann ætlar að fá eitthvað meira út úr lestrinum, heldur en það sem sést á yfirborðinu, verður hann að kafa sjálfur undir yfirborðið og reyna að skilja lif söguper- sónanna samkvæmt viðbrögð- um þeirra eða þá stundum við- bragðaleysi. Er lifið pólitik? Á seinni árum er i siauknum mæli farið að gera þær kröfur til rithöfunda að þeir taki afstöðu til manna og málefna i skrifum sinum. Þetta vilja sumir kalla pólitik. Stundum hafa menn reynt að verða við þessum kröf- um meira af vilja en mætti og árangurinn hefur verið misjafn. Pólitik þarf vist að flestra dómi að vera skýr og afgerandi. Annars er hætt við að menn skilji ekki hvað verið er að fjalla um og þá missir pólitikin LETTERA 36, Olivetti ferðarafmagnsritvél. -+c Fallegt útlit -* Ásláttarstillir ■¥ Dálkastillir ■¥ 3 síritandi lyklar -K 700 slög á mínútu -K Lipur í notkun OLIVETTI Skrifstofutœkni Tryggvagötu • Simi 28511 marks, eða hvað? Þess vegna hefur sumum pólitiskum höfundum hætt til of mikillar einföldunar. Stefán Jónsson einfaldar svo sannarlega ekki hluti. Þótt persónur hans einkennist fyrst og fremst af þvi að vera manneskjur draga þær allar dám af sinu nánasta um- hverfi^ og lifskjörum. Ævi mannsins er strið. Hver og einn háir sina einkastyrjöld fyrir lifi sinu. Og i þvi striði, eins og lik- lega i flestum styrjöldum verða þeir harðast úti, sem minnst mega sin og hafa kannski aldrei ætlað að berjast. Þannig er þvi varið með börnin og börn eru auðsæranleg. Þvi er stundum haldið fram að börn séu grimm. E.t.v er nokkuð til i spurning, hvort þetta séu nú i rauninni eins miklar barna- bækur og af er látið. Þvi meir sem maður veltir þessari spurningu fyrir sér, þvi áleitnari verður hún. Og hvað eigum við eiginlega við með lesning fyrir börn. Þeir eru ófáir, sem hafa spreytt sig á að svara þeirri spurningu. Lik- lega verður henni aldrei fullsvarað, þótt börnin séu stööugt að svara henni fyrir sig. Stefán Jónsson ræddi oft um stöðu sina sem rithöfundar og þá sérstöðu að vera barnabóka- höfundur. En það kemur viða greinilega fram að hann leit á sig sem slikan. 1 bók, sem heitir „Disa frænka” segir hann: „Sögur þessar eru frá minni BOKMENNTIR eftir Bergþóru Gísladóttur ræða. Sumir kunna að lita á lengstu söguna naumast við barna hæfi. Ég vona hið gagn- stæða. Ég held að það sé áreiðanlega skaðlegt, að barna og unglingasögur séu nær eingöngu barnaskapur.” Afþessusést m.a.að Stefán Jónsson skrifaði meðvitað fyrir börn. Hvort það hefur verið aðaihvatinn að skrifum hans er engan veginn vist, enda skiptir það minna máli en eftirtekjan. Að tala niður fyrir sig Þekktur bókmenntamaður, Ardizzone, segir i ritgerð sem hann skrifar um barnabækur: „Rithöfundurinn er kannski ekki fyrst og fremst að skrifa fyrir börn, heldur til þess að gleðja barnið i sjálfum sér. Ef þessu er nú þannig varið og þótt hann viðurkenni ekki ætið að svo sé, er litil hætta á þvi að hann fremji þann reginglæp að „tala niður fyrir sig” við börn. Þess i stað er liklegt að hann skrifi „upp” til sjálfs sin. Og ég er næstum viss um, að flestir eru sammála um, að það skipti meginmáli, hvort rn^ður skrifar upp eða niður fyrir sig, þegar maður er að skrifa fyrir börn.” Seinna i ritgerðinni segir hann: „Hvernig eiga barnabækur að OLIVETTI rafmagnsritvél ó kr. 32.800 þvi, en ástæðan er sú að þau þurfa svo mikið að verja. Eru þessar sögur fyrir börn? Þegar maður les sögur Stefáns Jónssonar, vaknar sú hendi skrifaðar fyrir börn og unglinga, — og svo auðvitað fyrir alla þá, sem vilja gera mér þanngreiða að lesa þær. Hér er þó ekki um smábarnabók að Stefán Jónsson. vera, um hvað eiga þær að fjalla? Ég veit það ekki eða hef ekki hugrekki eða þekkingu til að fjalla um málið. Það væri verk- efni uppeldisfræðinga og barna- sálfræðinga. Engu að siður treysti ég mér til að segja, að ég hel'd að við höfum yfirleitt tilhneigingu til að vernda börnin frá þvi að kynnast dekkri hlið- um lifsins. Það er hægt að fjalla um sorg, mannlega ósigra, fátækt, jafnvel um dauða á þann hátt að það sé ekki of ógnvekj- andi fyrir börn, bara ef það er gert á réttan máta. Og ef bókum er ætlað það hlutverk m.a. að kynna börnunum það lif, sem blður þeirra, er það beinlinis að hafa rangt við að ýja ekki i þá átt, hvaða áföll geti hent fólk á lifsleiðinni.” Ég ætla mér ekki þá dul að fjalla hér um Stefán Jónsson að neinu marki,ti' þess er hann allt of stór kapituh i islenskri bók- Fyrri grein menntasögu. En eitt er þó vist að þótt Stefán sé löngu orðinn einn af okkar sigildu höfundum, hefur hann enn ekki hlotið þann sess, sem honum ber og hann kemur til með að fá. Um Stefán verður ekki fjallað af neinu viti fyrr en við hættum þeirri einföldun, sem felst i þvi að flokka bækur i barna og fullorð- insbækur. Slik flokkun er bók- staflega röng og á ekki nokkurn rétt á sér þegar Stefán Jónsson er annars vegar. E.t.v. er alltaf rangt að fiokka bækur á þennan hátt, þvi hin raunverulega skipting er ekki bókmenntalegs eðlis, heldur er hér um að ræða markaðsmál. Mér sjálfri finnst liklegt að raunverulega hafi Stefán Jóns- son kosið að skrifa barnabækur af þvi að það var það listform sem best hæfði þvi sem hann var að segja. Þetta fannst mér ég þurfa að segja, áður en ég gæti snúið mér að þvi að skrifa um bækurnar „Sagan hans Hjalta litla” og „Mamma skilur allt”. Þó hefði eiginlega þurft að segja miklu méira. En til þess er ekki vett- vangur hér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.