Vísir - 12.11.1974, Page 5

Vísir - 12.11.1974, Page 5
5 Vlsir. Þriðjudagur 12. nóvember 1974. REHJTER A P ÚTLÖNDÍ IVIORGUN UTLÖND IMORGUN UTLÖND Umsjón Haukur Helgason Lítill órangur á matvœlaráðstefnu angruð Sveitir úr Rauða hernum hafa að undanförnu flogið i þyrlu til að flytja birgðir til mörg hundruð þorpa og bæja. Flóð hafa herjað á stóru svæði. Blaðið Izvestia skýröi frá þessu I gær og sagði, aö fellibylur hefði valdið flóöunum nálægt landa- mærum Póllands. Slðan komu sex vikur með mik- illi rigningu. Meira en 500 þorp eru einangruð, og rafmagnsbilun hef- ur hrjáð um 400 býli. TASS-fréttastofan segir, að flóðin hafi spillt ökrum og eyði- lagt uppskeru sykurrófna, kart- aflna og fleiri tegunda. Yfirborð áa og vatna hækkaði sums staðar um einn og hálfan til tvo metra. Helzt samstaða um viðvörunarkerfi Matvælaráðstefnan I Róm er á lokastigi, en ekkert bendir til, að róttækar aðgerðir verði gerð- ar til að stöðva hungursneyð 500 milljóna manna. Eftir viku ræðuhalda, sem voru mikið fil formsatriði, starfa fulltrúar nú I þremur hópum, sem eiga að semja til- lögur. Margir hafa varað við þvi á ráöstefnunni, aö heimurinn muni eiga við aö striða upp- lausn, „hrun” og jafnvel, segja sumir, útrýmingu mannkyns, finnist ekki lausn. En til þessa virðast full- trúarnir rúmlega 1000 langt frá þvl að koma sér saman, segir I fréttastofufregnum I morgun. Þó er talið, að likur séu á, að samþykkt verði „viðvörunar- kerfi”, sem á að veita upp- lýsingar um, hvar I heiminum hungursneyö vofir yfir og gera mögulegt, að fljótt verði gripið til úrræða. Hins vegar er enn alls óvist, hvort komið veröi á fót „korn- forðabúri” fyrjr heiminn. Það strandar mest á tregðu Sovét- rikjanna. Tillögur um að hafa til taks 500 þúsund tonna foröa af korni til að mæta hungursneyð hafa ekki fengið miklar undirtektir. Mörg ríki eru svo andvig til- lögum um að stofnsetja alþjóð- lega matvælastjórn og mat- vælabanka. Interpol leitar að lóvarðinum lirezka lögreglan ætlar að biðja alþjóðalögrcgluna Inter- pol að hafa hendur i hári hins 39 ára lávaröar Lucans. Hans er leitað vegna morðs á barnfóstru hans I fyrri viku. Fulltrúi lögreglunnar sagði i gærkvöldi, að viðtæk leit væri gerð að manninum. Interpol ætti að handtaka hann „til yfir- heyrslu”, ef hann fyndist utan Bretlands. Lögreglan yfirheyrir nú vini hans i London til að reyna að komast að þvi, hvort einhverjir hafi hann i felum. 1 gær leituðu lögreglumenn i um 1000 litlum bátum, sem liggja við bryggju i hafnarbæn- um Newhaven við Ermarsund. Þar fannst bátur hans i gær, yfirgefinn. Lávaröurinn er fær sjómaður. Var talið, að hann kynni aö hafa forðað sér i einhverjum báti, en einskis báts er saknað. Lögreglan hafnar tilgátu, sem fram hefur komið um, að hann hafi i gærkvöldi komið sér með báti yfir til Frakklands. Strangasti öryggisvöröur I sögu New York var I gær við komu sendimanna Frelsishreyfingar Palestinu, sem situr fundi Sam- einuðu þjóðanna. Flóð í Sovét 500 þorp ein- SAMSÆRI í SÚDAN Allt ó bandi Nixon lét CIA stöðva rannsókn Árós ó Líbanon Herþotur israelsmanna gerðu i gær árás á Arqoub-héraðiö i Suö- ur-Libanon. Fjórir biðu bana og margir særðust að sögn Libanon- manna. Þoturnar vörpuöu sprengjum víða I 17 minútna árás. Meðal þeirra særðu voru sjö manns, sem höföu verið viö vinnu á akri. „Þetta er hlekkur I keöjunni, sem sýnir árásaráætlanir Isra- elsmanna,” sagði Solh forsætis- ráðherra Líbanons eftir árásina. Bardagar Hópur liösforingja I Súdan reyndi að steypa rikisstjórninni. Þeirhafa veriðdregnirfyrir dóm. Forseti landsins, Jaafar El Nimeiry, skýrði frá þessu i gær- kvöldi. t mánaðarlegu útvarpsávarpi sinu sagði hann, aö fjórir liösfor- ingjar hefðu verið forráðamenn samsæris hóps, sem kallaði sig „frjálsa svertingja”. Samsærið á aö hafa notið stuðn- ings hinnar bönnuðu „þjóöfylk- ingar”, en að henni standa ýmsir flokkar stjórnarandstæöinga, sem voru bannaðir 1969. Réttarhöldin yfir liðsforingjun- um eiga aö vera opin fyrir al- menning. Forsetinn ræddi einnig um ráðabrugg hins bannaða kommúnistaflokks og sagöi, að kommúnistar væru aöili að sam- tökum flokka, sem væri beint gegn sér. Við Watergateréttarhöldin heyrðu menn I gær á segulbandi rödd Nixons, þar sem hann heimilaði leyniþjónustunni CIA að hindra rannsókn lögreglunnar FBI á Watergatemálinu. Þetta tal Nixons mun hafa verið tekiö á band aðeins sex dögum eftir innbrotiö i höfuðstöövar demókrata i Watergate. Akærendur léku bandið, þar sem Nixon segir Bob Haldeman, starfsrr.annastjóra Hvita hússins, að hringja til CIA og stööva rann- sókn FBI. Haldeman ræddi um leiðir til aö láta CIA skipa FBI að hætta rann- sóknum. Nixon sagöi: „Fáöu þá i þetta, ágætt ráð. Verum harðir.” Lítil Ijósglœta í Víetnam LÖGREGLAN HREINSAR TIL í TEL AVIV Þvi fer fjarri, aö friður sé I Vletnam. Her N-Vietnama og skæruliöa tók I gær herstöð af stjórnarhernum, sem missti að minnsta kosti 120 manns, fallna, særða eða horfna. Bardagar blossuðu upp á mörgum stöðum á miðri strandlengju Suður- Vletnams. Stjórnarherinn missti bæ einn um 35 kilómetrum frá fylkis- höfuðstaðnum Quang Ngai fyrir tveimur mánuðum. 65 kilómetr- um sunnar segist stjórnarher- inn hafa fellt 47 af skæruliðum. Stöðugt er barizt i Quang Nam héraðinu. Lögreglan var á verði I alla nótt I Tel Aviv höfuðborg israels, einkum I Hatikvah hverfinu, þar sem hundruð manna hafa i tvo daga farið hershöndum til að mótmæla efnahagsráðstöfunum stjórnarinnar. Seint i gærkvöldi gerði lögregl- an áhlaup á upphlaupsmenn og handtók marga, hreinsaði götur. Gluggar i 14 verzlúnum voru brotnir. Kveikt var i markaði i hverfinu. Unglingar, sem stóðu að upp- hlaupinu, sögðust mundu halda þvi áfram i kvöld. Jafnframt voru harðvitugar deilur á þinginu. Deilur -eru milli rikisstjórnar- innar og verkalýðsfélaga, sem vilja fá visitöluuppbætur vegna mikilla verðhækkana. Stuöningur viö iðnaöinn er tal- inn vera eina Ijósglætan I sparnaðarfrum varpi brezku rlkisstjórnarinnar, sem verður lagt fram I dag. Fjárlagafrumvarp stjórnarinn- ar einkennist af niðurskuröi. Harold Wilson forsætisráðherra sagði i gærkvöldi, aö Bretar yrðu nú að komast af, þótt almenning- ur fengi minna en áður af þjóðar- framleiðslunni I sinn hlut. Meira ætti að fara til útflutnings og fjár- festingar. Sennilega yrðu Bretar að glima við hækkun oliuverös og verö- hækkun á munaðarvörum, en opinber framlög yrðu skorin við nögl. Healey fjármálaráöherra.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.