Vísir - 12.11.1974, Page 6

Vísir - 12.11.1974, Page 6
6 Vfsir. Þriðjudagur 12. nóvember 1974. VISIR Ctgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjójnarfulltrúi: Augíýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. I lausasöiu 35 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Pylsa á viku „Þetta er upphafið að endalokum sið- menningar okkar”. „Sulturinn mun fara i vöxt”. Þetta eru dæmi um ummæli forystumanna um hungrið i heiminum. Hálfur milljarður manna er talinn svelta, og margar milljónir munu deyja úr hungri. Á mat- vælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Róm hafa fulltrúar 130 rikja reynt að koma sér saman um úrræði, sem gagn væri að. Menn vona, að þetta verði upphaf að alþjóðlegum aðgerðum, hinum fyrstu sinnar tegundar i sögunni. En slikir fundir verða oft vettvangur skollaleiks stjórnmála- manna. Rætt er um að mynda nokkurs konar korn- forðabúr heimsins og hafa til taks varabirgðir, sem dreifa mætti til heimshluta, þar sem skortur rikti. í annarri tillögu er gert ráð fyrir alþjóðlegu eftirliti og söfnun staðreynda um ástandið á hin- um ýmsu stöðum. Einfaldast væri að sinni að framkvæma samþykkt allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna og veita þurfandi rikjum strax þá riflega 300 milljarða króna aðstoð, sem gert var ráð fyrir, og auka siðan framlög til þeirra næstu árin. í áætlunum til lengri tima er stefnt að stuðningi við vanþróuð riki til að efla tækni- væðingu i landbúnaði og draga úr fólksfjölgun. Ráð eru til, ef riku þjóðirnar i heiminum hafa i reynd áhuga á. Fyrsta spurningin er, hvort þær telja sig siðferðislega skuldbundnar til að aðstoða hina fátæku. Ef svo er ekki i rauninni, er einfalt mál, að tilraunir renna út i sandinn, en i staðinn geta menn dundað sér við að úrskurða, hverjum það sé að kenna, að litið skuli vera gert. Það eru einfaldar staðreyndir, að rikari þjóð- irnar eta um fimm sinnum meira á hvern mann en hinar fátækustu. Maturinn er til. Ef við, hinir betur stæðu, borðuðum svo sem einni pylsu minna á viku, sem við hefðum yfirleitt gott af, mætti fæða mikinn hluta þeirra, sem nú svelta. Bandarikjamenn hafa til dæmis bætt á sig mat, sem nemur um 350 pundum á mann á ári siðustu 10 árin. Evrópumenn eru ekki langt á eftir. Með þessum viðbótarskammti mætti bjarga hungrandi Indverja frá bana i næstum ár. Ræktanlegt land er lika til. Það mætti hér um bil þrefalda, ef fjármagn væri látið til þess. Bændur i Bandarikjunum hafa að undanförnu getað brauðfætt nær fjórðung mannkyns. Frá ekrum i miðvesturfylkjum Bandarikjanna hafa matvælin bjargað sveltandi fólki um allan heim. Bandarikin hafa, sakir mikillar matvælafram- leiðslu, megnað að beraþungann af aðstoðinni við hina þurfandi. Vist fer mikill matur þar til spillis, og dæmi eru um eyðileggingu matvæla til að halda uppi verði. En þetta hefur litlu skipt miðað við hitt. Til viðbótar framlagi Bandarikjanna verður að kref jast miklu öflugri átaka annarra en verið hefur. Þetta gildir ekki sizt um hin „nýriku” oliuriki, enda bera þau mikinn hluta ábyrgðar á þvi, hvernig komið er. Hækkun oliu- verðs kom harðast niður á fátækustu þjóðunum. Rikisstjórnir fátæku þjóðanna sjálfra hafa einnig verið alltof máttlausar i aðgerðum til að efla framleiðslu og draga úr fólksfjölgun. Lausnin er þvi til, ef við viljum gera eitthvað i raun. —HH Fyrrverandi dansmœr og stjörnuspámaður ríkja í Argentínu „Kveðja frá AAA" Fyrrverandi dansmær og stjörnuspámaður stjórna Argentinu um þessar mundir og hafa ráð yfir 25 milljón manna i hendi sér. „Þú skalt koma þér burt úr landi fyrir föstu- dag, ella deyrð þú”. Þannig bréf berast mörgum manni I höfuðborginni Buenos Aires. Stjórnmálamenn, blaöa- menn, pólitískir flóttamenn og fleiri fá þess konar tilkynningu um, að nöfn þeirra séu rituð á „dauðalista”. Sumir þeir, sem hafa hundsað orðsendingar af þessu tagi, hafa horfið og lik þeirra fundizt lim- lest. Hjá likunum er oft „kveðja frá AAA”. Yfirvöld virðast hafa „dregið gluggatjöldin fyrir”. Þau verjastfrétta af AAA. Vitað er, að þarna er um að ræða flokk öfga- manna til hægri, sem hefur „keppt” við flokka öfgamanna til vinstri um hryðjuverk. Afleiðing hryðjuverka hægri og vinstri manna er, að hátt á annað hundrað hafa verið myrt siðan ekkja Juans Perons tók við for- setaembætti i júli. önnur af- leiðing er upplausn og skelfing, sem kom fram i, að „umsáturs- ástandi” var lýst yfir nú fyrir helgina. Með þvi fær lögreglan mjög aukin völd til að handtaka menn sem hún grunar um undir- róöursstarfsemi Flytja flóttamenn „heim”. Talið er sennilegt, að AAA hafi samvinnu við öryggislögreglu sumra grannrikja Argentinu. Illlllllllll m (m Sumir landflótta menn sem flokk- urinn hefur rænt, hafa verið flutt- ir „heim” til þess lands, er þeir flýðu, svo sem Uruguay og Brasiliu. Þar eru við völd stjórn- Umsjon: H.H Harmagrátur: — Fólk grét, þegar það frétti um lát Juan Perons. Sá grátur hefur vaxið siðan. andstæðingana en að draga þá fyrir lög og dóm. Mesta athygli á morðum AAA vakti, er Carlos Prats hers- höfðingi úr stjórn Allendes I Chile var myrtur ásamt konu sinni i Buenos Aires. Prats hafði flúið til Argentinu, eftir að stjórn Allende var steypt i Chile. Góð vinátta hefur verið milli stjórnar Argentinu og her- foringjastjórnarinnar, sem nú ræður Chile. í næturklúbbi i Panama „Allt hefur breytzt” mætti segja um Argentinu, siðan Juan Peron lézt. Hann var kjörinn for- seti fyrir 20 mánuðum, er hann sneri aftur úr langri útlegð. Arg- entina hafði lotið einræðisstjórn, og flest var i handaskolum. Svo fór, að herforingjar leyfðu Peron að koma heim. Almenningur kaus hann og treysti á, að hann mundi beita sér fyrir félagslegum um- bótum. Einakonani forsetastóli I heiminum, Maria Estella Isabella Peron. Óvíst, að kvenþjóðinni sé akkur I völdum hennar. Nú er of seint að iðrast þess. Hún er nú eina konan i forseta- embætti i heiminum. Hitler sem fyrirmynd Hvaö er AAA? Nafnið er skammstöfun á „and- komúnistasamband Argentlnu” (3. a-ið stendur fyrir „allians”) Takmarkið á að vera að hindra viðgang vinstri manna og vera „sva.r” við flokki marxistiskra skæruliða, ERP, sem hefur myrt margan manninn i Argentinu og beinir skeytum einkum gegn er- lendum stórfyrirtækjum þar i landi. Raunar er sagt, að pólitiskir bófaflokkar I Argentinu séu „óteljandi”. Sagt er, að AAA-menn hafi Adolf Hitler sem fyrirmynd. Þeir segja, að fórnardýr þeirra séu „agentar” kommúnisma og Gyðingasamtaka. Nú vill svo til, að hægri hönd ekkjunnar I forsetastóli José Lopez Rega, er svarinn fjand- maður Gyðinga. Orðrómur er um, að hann styðji, þótt leynt fari, atferli AAA. ir, sem gjarnan eru kenndar við fasisma. Mannræningjar AAA þykjast stundum vera lögregluþjónar, þegar þeir ræna mönnum. Sumir hinir rændu töldu sig vera yfir- heyrða i lögreglustöðvum I Buenos Aires og La Plata. Til eru þeir, sem telja sig hafa borið kennsl á lögregluþjóna I hópi ræningjanna. Þvi er uppi orðrómur um, að AAA sé beinlinis hluti af lögreglu Argentinu og vinni skitverkin á vegum stjórnvalda. AAA-menn hafa komizt undan handtökum, sem er i sjálfu sér merkilegt. Vitað er, að „morðsveitir” hafa veriðstarfræktar á vegum stjórn- valda I Brasiliu til að losna við óæskilega stjórnarandstæðinga. Morðsveitunum var beitt, þegar „þægilegra” virtist að myrða Hún hafði verið dansmær I næturklúbbi I Panama I Mið-Ameriku. Þar hitti hinn land- flótta Juan Peron hana og leizt vel á, hafði þá um skei'ð lifað „ljúfu lifi” til að drekkja sorgun- um eftir brottreksturinn úr valdastóli i Argentinu. Hann kvæntist konunni. Ekkjan varð forseti eftir mann sinn. Hún fékk sér til ráðuneytis mann, sem hafði bundizt Peron traustum böndum á útlegðar- árunum, José Lopez Rega. Hann hafði verið I lögreglunni en verið rekinn. Nú gerðist hann stjörnuspá- maður Perons. Seinna varð hann helzti ráðgjafi hans. Argentinumenn töluðu um náið samband milli Lopez Rega og konu Perons, hvað sem hæft er i þeim sögum. Nú stýra þau Argentinu. Heimildir: Expressen, Reuter. Peron lét sig hafa það að gera þriðju eiginkonu sina, Isabellu, að varaforseta.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.