Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 2
Vísir. Þri&judagur 19. nóvember 1974. vísnt sm-- Hafið þér farið á miðils- fund? ' Ólafur Árnason, starfsmabur hjá Símanum: — Maöur getur nú ekki beinlinis útlokaö það, að þaö sé til annars konar samband en sima- samband. En hvaö þaö er, skilur maöur ekki. Þar vantar mikið á. Ég sjálfur hef litiö gert af þvi að hugleiöa þessi mál. Og á miðils- fund eða aðrar slikar samkomur hef ég aldrei farið. ^ / \\\ Kristinn Breiöfjörö, fram- kvæmdastjóri: — Nei, það hef ég ekki gert. Ég hef ekki áhuga. Hvort ég trúi á annað tilverustig? Það skal ég ekki segja. Ég hef alla vega enga ástæðu til að ve- fengja, að slikt geti verið til. Stefán Kristjánsson, veitinga- maöur: — Nei, á miöilsfund hef ég aldrei farið. Ég trúi ekki á slikt og þvilikt Og þvi siður trúi ég á huldulækningar. Beynney óiafsdóttir, húsmóöir: — Já, ég fór nokkrum sinnum á fund hjá Hafsteini Björnssyni. Það eru ein tvö ár siðan ég fór siðast. Ég tel mig hafa komizt i ákveðið samband á þessum fund- um. Þetta er ekkert blöff. En hvað þetta er, getur maður ekki skiliö. Birna Stefánsdóttir, húsmóöir: — Nei, ég hef aldrei á miðilsfundi veriö. Hins vegar neita ég hvorki né játa , aö annað tilverustig geti verið til. Ég er bara ekki tilbúin til að mynda mér neina skoðun á þessum málum. Hef ekki kynnt mér þau nægilega vel. Þessi til- vera, sem ég nú lifi I, er of um- fangsmikil til að ég geti leitt hugann að öðru tilverustigi. Það verður að biða betri tima. Börge Bíldsö Hansen, starfsmað- ur hjá Flugfélaginu: — Nei, ég hef ekki farið á miðilsfund. Ég er þó ekki gjörsneyddur öllum áhuga á hinum dulrænu málum. Ég var til að mynda lengi áskrif- andi að dönsku timariti, sem fjallaði einvörðungu um þau mál. En á meðan visindin hafa ekki einu sinni getað skilgreint þessa hluti, treysti ég mér ekki til að mynda mér ákveðna skoðun. Sizt svona úti á götu.... LESENDUR HAFA ORÐIÐ 1EIGA ORFAIR AÐ EYÐILíGGJA TILRAUNINA? E.G. simaði: ,,Á nú að láta afturhaldsöflin eyöileggja þann eina vott um mannlegt umhverfi sem til er I göngugötunni Austurstræti. Ég var að fá VIsi inn um bréfa- lúguna og rak þá augun I að eitt- hvað af starfsfólki I útvegsbank- anum gæti ekki látið sér lynda er frá tónlistina sem leikin verzluninni Karnabæ. Hvers konar óskapa viðkvæmni er þetta eiginlega? Hvernig gat þetta aumingja fólk lifað, þegar bilarnir óku þarna um með öllum sinum hávaða, bilflauti og véla- skrölti? Bara af þvi að þeir komust upp á bragðiö með að hafa algjörlega hljóðlaust i kringum sig I nokkra mánuöi, þá heimta þessir örfáu menn, aö þvi sé við haldið, þótt aðrir vilji músikina. Þaö vaknar sú spurning, hvort ekki eigi bara að hætta við þessa tilraun með manneskjulegt um- hverfi og hleypa aftur bllaumferð um strætið. Þá mundi hávaðinn margfaldast, en það er eflaust það sem bankamennirnir vilja. Nei, það má ekki láta við gangast að alltaf verði að taka tillit til „hagsmuna” einstakra. þegar fjöldinn vill annað. Það er ekki lýöræöi.” KLÓSETTSKÁLIN VAR BROTIN FYRIR „Undirritaður sér sig neydd- an til að svara grein Kristinar Axelsdóttur birtri i dagbl. Visi 15. nóv. ’74 undir fyrirsögninni „Hljóp frá brotinni klósettskál- inni”. I þessari grein Kristinar, sem er ósvifin, ósönn og til þess fallin að rýra álit fólks á STÍFLUÞJÓNUSTUNNI, er hvergi getiðum aðalatriði þessa máls, sem er það að umrædd klósettskál var brotin og sprungin, þegar undirritaður hóf vinnu við hana og hafði verið I þvi ástandi I u.þ.b. 1 1/2 ár, að sögn konunnar sjálfrar. Nú kann að vera að kona þessi hafi á svo löngum tima öðlazt þá trú, að skálin mundi aldrei brotna en hér fór á annan veg, svo sem jafnan vill verða um viðkvæma hluti sem brestur er i. Sem sagt, þessi margnefnda skál þoldi ekki það viðbótarálag að vera fyrst losuð upp og siðan fest niöur aftur og brotnaði þvi. Undirritaður vill beina athylgi lesenda að kostnaðar- hlið þessa verks. Stiflan, sem við var að glima á þessum stað, var þeirrar náttúru, að henni varö ekki haggað nema með þrýstilofti, sem er áhrifarikt, en dýrt að sama skapi. I þessu til- felli losnaði ekki stiflan fyrr en þrýst hafði verið að henni með 3.100 kr. af lofti, nefnilega 10 þrýstiloftshylkjum á 310 kr. stk. Undirritaður tekur skýrt fram, að hann hljóp ekki frá brotinni klósettskál að öðru leyti en þvi, sem verið hafði undan- farið 1 1/2 ár. Eftir að stiflan hafi náðst, stóð skálin nefnilega tengd til bráðabirgða frá laugardegi til mánudags, þá kom undirritaður öðru sinni með tengirör og tengikrana, sem var hvort tveggja skipt um fyrir bænarorð konunnar. Það er meðan á þessum frágangi stendur, sem undirritaður styð- ur hönd sinni á hina brostu skál og hún skiptir sér i fleiri hluta en verið haföi. Nú voru góð ráð dýr, annað- hvort að borga skál þessa eða ekki, og þar sem undirritaður þekkti engin dæmi þess, aö leirmunir sem sprungnir höfðu verið i 1 1/2 ár ættu að greiðast fullu verði, þegar þeir að lokum skipta sér, þá tók hann siðari kostinn, þ.e.a.s. að borga ekki. Undirritaður bauð hins vegar gömlu konunni, ef hún sjálf keypti sér skál að setja hana upp henni að kostnaðarlausu og það þáði gamla konan. Til þess að gera lesendum grein fyrir hvað orðið hafi af 5.000 krónum gömlu konunnar þykir mér rétt að birta eftir- talda kostnaðarliði. Þrýstiloft 10 túpur 310 kr. stk. 3.100. Tengikrani 1 stk. 430 kr. 430. Tengirör 1 stk. 80 cm 1,60.00 kr./cm. 160. Þan kitti-dós 930, 930. Bilakostnaöur kr. 380. Samtals kr. 5.000. I grein Kristinar er vikið að þvi, að undirritaður hafi vikizt undan að gefa nótu fyrir vinnu- laun. Þetta þarf éngan að undra, þar sem engin vinnulaun voru greidd.’ Anton Aðalsteinsson. VANDRÆÐI VEGNA NIÐURFALLSSTÍFLU Hildegaard Þórhallsson, Karfa- vogi 54, hringdi: „Ég hef ófagra sögu að segja af nágranna minum og manni, sem hann réð til þess að gera við skolpræsi hjá sér. Einn morgun fyrir nokkru vaknaði ég við heljarmikil högg og læti fyrir utan gluggann. Ég leit út og sá, hvar maður var að brjóta niður hluta girðingarinn- ar sem er umhverfis húsið hjá mér. Að sjálfsögðu gekk ég út og spurði manninn, hvað hann væri að gera. Hann sagðist vera að vinna við brunn, sem stendur þarna fast upp við girðinguna. Hann var að stækka brunninn og þurfti þvi að brjóta girðinguna til að koma nýja brunninum fyr- ir. Þetta verk sagðist hann vera að vinna á vegum nágranna mins vegna stiflaðs niðurfalls hjá honum. Ég hringdi i nágrannann og spurði hann, hvort ekki hefði mátt hafa samand við okkur fyrst. En nágranninn skellti bara á mig simanum. Ég hringdi þá I lögregluna og vildi, að þeir stöðvuðu verkiö. En þegar lögregluþjónarnir komu á staðinn, sögðu þeir, að þetta væri bara einkamál milli min og nágrannans. Maðurinn, sem var að vinna verkiö, lauk þvi og sagði að ná- granninn ætlaði að gera við girðinguna. Enn þann dag I dag hefur þó enginn komið til að gera við hana. Ég á að sjálfsögðu engin orð til yfir hneykslun mina á svona aöförum og þvi, að maður geti hvergi leitað réttar sins. Það var ekki einu sinni nóg, að girðingin væri brotin niður, heldur var verkið að öllu leyti unnið á eignarlóð hússins, sem ég bý i. Enda þótt girðingin nái ekki yfir hana aila, þá nær lóðin talsvert út fyrir hana. En nágranni minn skal ekki fá VILL FA LOG UM HAVAÐA Á SKEMMTISTÖÐUM að komast með mann að brunn- inum næst þegar það stiflast hjá honum niðurfall.” Lofsverð viðbrögð Rafmagnsveitu Guömundur Bjarnason hringdi: „Ég vil lofa skjót viðbrögð Rafmagnsveitu Reykjavikur vegna atriðis, sem ég minntist á i VIsi fyrir nokkrum vikum. Það var út af ljósastaur á Nýbýla- vegi, sem vantaði algjörlega ljósið. Staurinn er á stað, þar sem mikil umferð er. En fimm dögum eftir að erindi mitt birt- ist i blaðinu, var búið að setja ljós á staurinn”. I.K. hringdi: „Þegar maður fréttir af þeim gifurlega hávaða, sem Slade framleiddi á hljómleikunum i Laugardalshöll, verður manni hugsað til þess, að engin lög eru til um hávaða á skemmtistöðum og skemmtunum. Það eru til lög um hávaða á vinnustöðum, og er það vel. En lög um hávaða á skemmtistöð- um hafa ekki séð dagsins ljós, þótt þau hafi vist verið I undir- búningi i þrjú ár, að þvi er mér er bezt kunnugt. Það er hræðileg tilhugsun, að ekki séu til nein lög af þessu tagi. Fólk, og þá sérstaklega unglingar, skemmir heyrnina á popphljómleikum, þar sem hávaðinn er yfirgengilegur. Ég vil fá sett lög sem allra fyrst, sem ná til hávaða á slik- um skemmtunum, meðal ann- ars til þess að koma i veg fyrir frekari slæmar afleiðingar.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.