Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriðjudagur 19. nóvember 1974. 3 Miðnœturferð Atla Heimis frumflutt í Gautaborg Inter Mediae Noctis eða Mið- næturferð heitir verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem Ragnar Björnsson organleikari mun frumflytja I Dómkirkjunni i Gautaborg 23. nóv. næstkomandi. Þetta er annað verkið sem Atli semur fyrir Ragnar. Hið fyrra var Nitht in the cathedral sem var frumflutt I Stokkhólmi. Miðnæturferð er tileinkuð Páli tsólfssyni þegar hann varð áttræður og var lokið I september I fyrra. Það er nefnd Norræna menningarsjóðsins sem pantaði verkið hjá Atla Heimi, en hún sér um að panta verk hjá norrænum tónskáldum á vegum NOMUS, sem er nefnd til nor- rænnar tónlistarsamvinnu. Þetta er annað verkið sem nefndin pantar hjá Atla Heimi, en hið fyrra var Flower Shower og var samið fyrir symfónluna I Norr- köping. Gefur sjólfur út bók sína — því forleggjarar telja það ekki borga sig trtgáfa leikrita I bókarformi gefur svo litið af sér, að útgefend- ur fást almennt ekki til að gefa þau út lengur. Það verður þvl að teljast kjarkur hjá Hrafni Gunn- laugssyni að gefa út tvö leikrit I bók á eigin kostnað. I bók hans, sem ber heitið Saga af sjónum, eru tvö leikrit og tvær ritgerðir um leikhús og leikritun. Annað leikritið er samnefnt bók- inni og var sýnt í sjónvarpi 1972, hitt heitir Þegar kinnhestur hneggjar og hefur ekki verið flutt opinberlega. Hrafn hefur fengizt við marg- háttaða leikritagerð, bæði sjálf- stætt og „1 félagi við Þórð Breið- fjörð og Jónatan Rollingstón Geirfugl,” eins og hann segir sjálfur. Bókin mun kosta um 1600 krón- ur út úr búð og er upplagið tak- markað. —SH Eldur í Heimaey á Sögusýningunni Senn fer hver að verða slðastur að skoða Sögusýninguna á Kjar- valsstöðum, henni lýkur 24. nóvember n.k. A sunnudaginn var mikil aðsókn að sýningunni, og fjölmenni mikið, þegar dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, flutti slðasta erindi sýningar- innar. Mjög mikilia vinsælda á sýningunni hefur kvikmynd Ósvaldar og Vilhjálms Knudsen, Eldur I Heimaey, notið og hefur myndin jafnvel verið sýnd þrlvegis eitt og sama kvöldið. 1 kvöld verður myndin sýnd enn einu sinni á sýningunni og hefst sýning hennar kl. 9. —JBP Þorvaldur á leiksvið Þorvaldur Halldórsson er kominn til Vestmannaeyja, en hann náði fyrst landsfrægð fyrir söng og hljóðfæraslátt með Ingi- mar Eydal á Akureyri. Siðan flutti hann til Reykjavikur og hóf söng með Pónik, en nú er hann sem sé kominn til Eyja. Og Þorvaldur var ekki fyrr kominn þangað en Eyjaskeggjar skelltu honum upp á svið. Hann var pússaður upp i annað aðal- Meðan unnið er við stlflugerðina, rennur Tungnaá I svokölluðum hjáveituskuröi. Við brúna mætast Tungnaá og afrennsli frá Þóris- vatni. Þegar vatni verður safnað I lónið, verður þessi brú á töluveröu dýpi. Ljósm.: VIsis Bragi. 4000 ára stöðuvatn endur- myndað með virkjunartóni Framkvæmdir við Sigölduvirkjun eru vel á veg komnar, og þótt nokkrartafir hafi orðið á hlutum verksins, standa vonir til að takast megi að vinna þær upp í vetur og Ijúka verkinu á tilsettum tíma, en fyrsta vélin á að fara í gang 15. júní 1976. Unnið hefur verið sleitulaust siðan i október 1973. Aðalverk- takinn er Energoprojekt, júgó- slavneskt fyrirtæki. Er þeir komu, fengu þeir afhentar búðir fyrir 240 manns, sem Lands- virkjun hafði reist. Energopro- jekt stækkaði þær siðan svo, að þær rúma nú um 400 manns, en það var sá fjöldi, sem á þeirra vegum starfaði siðast liðið sumar. Starfsliðinu hefur nú verið fækkað i 350 manns, og mun verða fæst 200-250 manns i vetur. Fyrst var gerð bráðabirgða- stifla i Tungnaá og farvegi ár- innar breytt til bráðabirgða, en siðan hófst vinna við gröft á aðrennslisskurði og var efninu þaðan ekið jafnharðan i aðal- stifluna. Efnið er móbergs- myndun, svokallað bólstraberg, og vel fallið til stiflugerðar- innar. Jafnframt var byrjað á botnrás sem verður undir stifl- una, og að steypa svo- kallaðan stiflutáarvegg. Um leið var byrjað að grafa fyrir stöðvarhúsinu, en sá gröftur og eins við botnrásina gekk fremur illa vegna gifurlegs vatnsaga, og hafa tafir orðið á þessum tveimur hlutum verksins, en til stendur að vinna þær upp á steypuvinnu i vetur. Asfalt þétting — nýjung hér Niður úr stiflutáarveggnum verða boraðar holur með vissu millibili ofan i berglagið og dælt i þær mjög þunnum graut úr sementi og sandi til að þétta bergið. A vatnshlið stiflunnar kemur asfalt þétting, sem lokast við táarvegginn. Stifla af þessu tagi hefur ekki áður verið gerð hér á landi, og mun gamal- gróið fyrirtæki á þvi sviði, Strabach Bau A.S. I Köln annast asfaltvinnuna. Annað þýzkt fyrirtæki, Johan Keller, mun annast bergþéttinguna. Þessi fyrirtæki eru undirverktakar Energoprojekt. Stöðuvatn fyrir 4000 árum Þar sem uppistöðulónið verður, var fyrir svo sem fjögur þúsund árum stöðuvatn, sem starfsmenn þar efra kalla nú i daglegu tali Króksvatn. Urrennsli þess var þó nokkru sunnar en Tungnaá rann siðar, en það lokaðist af hrauni úr Heljargjá, og ruddi þá Tungnáá sér braut milli Sigaldanna, þar sem hún hefur runnið siðan. Við það þurrkaðist vatnið upp. En vatnsbotninn gamli kemur nú til góða, þvi hann er vel þétt- ur af vatnsseti og leir, sem er heppilegt, þegar hann verður nú nýttur undir uppistöðulón af þessu tagi. Lónið, sem ef til vill verður kallað Krókslón, verður um 15 ferkilómetrar að stærð. Þegar Tungnaá ruddi sér nýjan farveg milli Sigaldanna, flutti hún með sér ógrynni af jarðefni, sem myndaði sléttuna fram undan Sigöldu. Þar stendur nú steypustöð virkj- unarinnar og notar framburðinn fyrir steypuefni, svo ekki þarf að aka þvi til hennar um langan veg. Verktakar og umsjón Aðalverktaki við jarð- og byggingavinnu er Energopro- jekt, sem fyrr segir. Verktakar til að annast véla- og rafbúnað virkjunarinnar eru þýzka fyrir- tækið Brown Boveri & Cie og rússneska fyrirtækið Energo machexport. Ráðgjafi við verk- ið allt er svissneska fyrirtækið Elektrowatt, sem ásamt Virki h.f. i Reykjavik hannaði verkið. Portúgalskir verktakar, Sore- fame, sjá um stálpipulagnir frá inntaki i aðrennslisskurði að stöðvarhúsinu, sem undirverk- takar Brown Boveri & Cie. Þeir sjá einnig um allan lokubúnað. Portúgalarnir fengu Stálsmiðj- una i Reykjavik til að valsa stál- rörin og sjóða þau, en siðan eru þau flutt i bútum austur og sjóða Portúgalarnir bútana þar saman. Rannsóknarstofnun iðnaðarins hefur með höndum suðupróf á verkinu. Eftirlit með öllum fram- kvæmdum annast Landsvirkjun og er Páll ólafsson, aðstoðar- staðarverkfræðingur. Ætlunin er, að bygginga- og jarðvinnu verði lokið næsta haust, og verður þá aðeins véla- og raflagnavinna eftir. —sh Nokkrir starfsmanna Landsvirkjunar við Sigöldu, taliö frá vinstri: Páll ólafsson, aðstoöarstaðarverk- fræðingur, Margrét óskarsdóttir, ritari, Þorsteinn Kristinsson, teiknari, Ingvar Björnsson, skrifstofustjóri, Steingrlmur Dagbjartsson, véltæknifræðingur. Ingvar Björnsson var leiðsögumaður Vísis um virkjunarsvæðið. — Ljósm. VIsis B.G. Halldórsson kominn í Vestmannaeyjum hlutverkið i leikritinu ,,Frú Alvis”, sem Leikfélag Vest- mannaeyja frumsýndi á sunnu- dag. Leikæfingar og annar undir- búningur hófst um miðjan október, en þetta er fyrsta verk- efni leikfélagsins eftir gos. Sýningar eru að sjálfsögðu i Bæjarleikhúsinu við Heiðarveg. ,,Frú Alvis” hefur áður verið sett á svið i Eyjum, en að þessu sinni er það Ragnhildur Steingrlmsdóttir, sem leikstýrir verkinu og i aðalhlutverkinu er Unnur Guðjónsdóttir. Fréttir frá Eyjum herma, að leikritið hafi gert stormandi lukku á frumsýningunni á sunnudag, en þar var þá húsfyllir. Leikritið verður sýnt aftur i kvöld og á fimmtudagskvöld. —Þ'JM Leikendur I,,Frú AIvls” ásamt leikstjóra á sviöi Bæjarleikhússins I Eyjum. — Ljósm: VIsi: G.S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.