Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Þriöjudagur 19. nóvember 1974. A HM i Feneyjum i ár voru spiluö sömu spil i leikjunum. 4 1083 V 8742 ♦ AKG63 * A A KD95 V 9 ♦ 1054 * DG953 é G74 V KD105 4 87 4 10862 4 A62 V AG63 ♦ D92 * K74 1 leik Frakklands og USA varö lokasögnin á báðum boröum 4 hjörtu i suður. Þegar Hamman spilaði spilið, fékk hann út laufadrottningu og vann siðan spilið — en þegar Boulanger einn af nýju EM- meisturum Frakka frá mótinu i ísrael, spilaði spilið fékk hann út spaðakóng. Það var erfitt. Hjartað varð að liggja 3-2 og Boulanger spilaði upp á það, en fékk ekki nema fjóra slagi. Hann drap útspilið á ás — tók laufaás blinds og spilaði siðan hjarta á ásinn. Þá laufa- kóng og kastaði spaða úr blindum —■ og litið hjarta. Austur tók hjartaslagi sina og vörnin fékk svo það, sem eftir var af slögunum á spaða og lauf. Það var dýrt spil fyrir Frakka — norður-suður voru á hættu, 1220 samtals til USA. Ahorfendur voru spenntir að sjá, hvað itölsku heims- meistararnir, Belladonna og Garozzo, gerðu á spilið — hvernig þeim tækist upp á fjórum hjörtum. Til þess kom þó ekki — lokasögnin hjá þeim varð 3 grönd, og þá sögn þarf ekki heimsmeistara til að vinna. Niu slagir beint i háslögum. Á IBM skákmótinu I Amsterdam i ár kom þessi staöa upp I skák Velimiro- vic, sem hafði hvitt og átti leik.og Csom — stórmeistarar báðir tveir. 1J X r & é p w [. - | I i n i i jj ■ n V...Í p §j ii jj V': jjj §§ 1 §§ §§ 0 §j I | §§ n !A H 1 á ■ & ■ I B ÍÉI TJ 21. d6 — Hce8 22. Bxf7+! — Hxf7 23. Dxe8+! — Rxe8 24. Rxe8+ — Hf8 25. d7 — Dd6 26. Hfl og svartur gafst upp. Reykjavik—Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst I heim- ilislækni sími 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtu- dags, simi 21230. Hafnarfjörður—Garðahreppur. Nætur- og helgidagavarzla, upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni, simi 51166. A laugardögum og helgidögum,- eru læknastofur lokaðar, en lækn- ir er til viðtals á göngudeild Landspitalans, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i sim- svara 18888. APÓTEK Kvöld-,nætur-og helgidagavarzla apótekanna vikuna 15.-21. nóv. verður I Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Þaö apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek er opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga er opið kl. 9-12 og sunnudaga er lokað. Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreiö slmi 51100. HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur, simi 11100, Hafnar- fjörður slmi 51100. Tannlæknavakt er I Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Rafmagn: í Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. I Hafnarfiröi I sima 51336. Hitaveitubilanir simi 25524. Vatnsveitubilanir simi 85477. Slmabilanir simi 05. Skagfirzka söngsveitin heldur glæsilegt bingó I Glæsibæ þriðjudagskvöld kl. 20.30. Margt eigulegra vinninga. Fjölmennið. Nefndin Grensássókn. Leshringur I Safnaöarheimilinu I kvöld kl. 9. Allir velkomnir. Séra Halldór S. Gröndal. Kjósarsýsla Aðalfundur „ Þorsteins Ingólfs- sonar” verður haldinn i Félags- garði, Kjósarsýslu, þriöjudaginn 19. nóvember n.k. kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Oddur Ólafsson, alþingismaöur. Stjórnin. Kópavogur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga- anna I Kópavogi er boöað til árlð andi fundar n.k. þriðjudagskvöld 19. nóv. kl. 20.30 i Sjálfstæðishús- inu við Borgarholtsbraut. Rætt verður um húsnæöismál og starfsaðstöðu flokksins. Stjórnin Kynningarfundur Stjórn Heimdallar hefur ákveöið að gangast fyrir kynningarfundi með nýjum félögum, þriðjudag- inn 19. nóv. n.k. i Miðbæ viö Háa- leitisbraut kl. 20.30. Þar verður gerð grein fyrir starfsemi félags- ins og skiptzt á skoðunum. Nýir félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Almennur borgarafundur um æskulýðsmál I Arbæjar- og Seláshverfi. Ariðandi fundur um þróun æskulýösmála i Árbæjar- og Seláshverfi verður haldinn i félagsheimili rafveitunnar við Elliðaár, þriðjudaginn 19. nóv. kl. 8.30 e.h. Frummælandi verður Davið Oddsson, formaöur æskulýðsráðs. Gestir fundarins verða þeir Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri og Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri æskulýðsráðs. Ibú- ar eru eindregið hvattir tl að mæta á fundinn og leggja sitt af mörkum til að móta afgerandi viöhorf i þessum málum. Stjórnin rflAGSlÍF Sjálfsbjörg Reykjavik Spilum að Hátúni 12 þriðjudaginn 19. nóv. kl. 20.30 stundvislega. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nefndin. Þórsmerkurferð á föstudagskvöld 22/11. Farseölar á skrifstofunni. Feröafélag Islands, Oldugötu 3, simar: 19533 - 11798. UTVARP 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14:30 Vettvangur — 3. þáttur. 15.00 Miödegistónleikar — 16.00 Fréttir. tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatiminn 17.00 Lagið mitt 17.30 Framburðarkennsla I spænsku þýzku. 17.50 CARÚ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir, Dagskrá kvölesins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur fyrsta erindi sitt: Gresjufólk eignast einn guð. 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir 20.50 Frá ýmsum hliðum. Hjálmar Arnason sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Tónlistarþáttur I umsjá Jóns Ásgeirssonar 21.50 Fróðleiksmolar um Nýja testamentið Dr. Jakob Jonsson segir frá. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfreg n i r. Kvöldsagan „I verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guðmundsson les (6) 22.35 Harmonikulög Egil Hauge leikur, 23.00 A hljóðbergi. „Með ástarkveðju frá Moskvu”. Skemmtidagskrá frá breska útvarpinu. Benny Hill og félagar hans flytja stutta gamanþætti. Leikstjóri: John Browell. 23.40 Fréttir I stuttu máli. n □AG | Q □ J =0 > * Q □AG | Q KVÖLD | Sjónvarp kl. 22,00: OÐRUVISI IÞROTTAGREINAR EN VIÐ EIGUM AÐ VENJAST „Þeir eru þarna aö halda það, sem ég kalla ishafsleika,” sagði Óskar Ingimarsson, þýðandi og þulur sjónvarpsmyndaflokksins Sumar á norðurslóðum. „Þetta eru allt öðruvlsi Iþróttagreinar en við eigum að venjast. Þeir eru að flá dýr og hoppa á strengdu skinni, glima alls kon- ar glimur og þess háttar. Mér þykir til dæmis mjög skemmtilegur þáttur i þessari mynd, þar sem trumbudansar, sem hafa geymzt og gengiö kynslóð fram af kynslóð þarna á norðurslóðum. Þessir dansar eru sýndir og eru mjög skemmtilegir. íshafsleikarnir eru haldnir I bænum Inuvik, sem er norður undir landamærum Alaska. Þarna eru fjarlægðir miklar, og mótin eru haldin ekki slzt til þess að gefa fólkinu tækifæri til að koma saman og kynnast. Þarna eru engir peningar I boði eða stórverðlaun, þótt keppt sé til sigurs. Þetta er eílefti þátturinn af þrettán, svo myndaflokkurinn er að taka enda. Mér hafa kannski fundizt þættirnir einum of keimlikir og mikið um endur- tekningar, en það er kannski ekki gott að komast hjá þvi. Aö mlnu viti eru þættirnir skemmtilegir fyrir okkur, þaö dýralif sem sýnt er minnir meira á okkar dýralif en til dæmis myndir frá Astraliu og Afriku. En þátturinn um iþróttamenn viö yzta haf er sem sagt frá- brugðinn — þar eru engar bein- ar dýralifsmyndir, heldur situr mannfólkiö i fyrirrúmi.” Og iþróttamenn við yzta haf, ellefta myndin um sumar á norðurslóðum er á dagskránni kl. 22 I kvöld. — SH. útvarp ki. 20,50: Kyinia líf ó togurum og rœða við sjómenn „Þátturinn Frá ýmsum hlið- um hefur hálftlma til umráða. Sá tlmi skiptist I tvennt, og er annar helmingurinn fyrir alls konar fræðsluefni, kynningu á störfum, hugtökum og málefn- um, en siðari hlutinn er af létt- ara tagi og innsent efni.” Þessar upplýsingar eru fengnar hjá Hjálmari Arnasyni, sem sér um þáttinn Frá ýmsum hliðum kl. 20:50 i kvöld en hann er ætlaður unglingum. „Ég er ekki einn með þennan þátt, þótt þannig komi það fram I dagskrárkynningunni,” sagöi Hjálmar. „Með mér er Guðmundur Árni Stefánsson, nemandi I Flensborg.” Sjálfur er Hjálmar kennari við þann skóla, en leggur jafn- framt stund á islenzkunám I Háskólanum. „í þættinum i kvöld kynnum viö llf togarasjómanna og ræð- um I þvi skyni við skipstjóra og háseta. Sföar I vetur er ætlunin að ræða við vélstjóra, sjó- mannskonu og ef til vill fleiri aðila. I léttari helmingnum kemur fram 15 ára gömul eftirherma, sem flytur frumsamið efni. Þar er á feröinni Jóhann Briem, Breiðhyltingur. Auk þess er dularfullur maður á feröinni, eins konar leynigestur. Siöar I vetur er hugmyndin að heimsækja þorp og staði úti á landi til þess að mismuna eng- um. En við viljum endilega lýsa eftir hugmyndum um efni eða tilbúnu efni, sem gæti hentað þessum þætti. Ef einhver á sllkt i pokahorn- inu, er hann beðinn að senda það þættinum Frá ýmsum hliöum, Rikisútvarpinu, Skúlagötu 4. — SH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.