Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 19. nóvember 1974. Útvarps- þul varð háltá umfram- þunga Umframþungi olli þvi að út- varpsþulurinn Ragnheiður Asta fckk krampakenndan hlátur við lestur tilkynningar nokkurrar i hádegisútvarpinu i gær. Þetta var heilsuræktaraug- lýsing, þar sem fólki var boðin aðstoð við að ná af sér um- framþunganum fyrir jólin. Orðið umframþungi vakti það mikla kátinu hjá þulunni, að hún gat ekki komizt hjá þvi að skella upp úr. Hún vildi þó ekki láta hlust- endur njóta hlátursins með sér. Eftir stutt hlé gerði hún aðra atlögu, en allt fór á sama veg. Enn einu sinni var gert hlé og það var ekki fyrr en i fjórða sinn, sem tilkynningin kom i heilu lagi. ,,Það er allt i lagi, að það komi fram af og til, að maður sé manneskja, sem getur hlegið”, sagði Ragnheiður Asta, eftir spaugið. „Það var fólk i kringum mig, á meðan ég var að þylja, og þegar ég skellti upp úr, fór það auðvitað að hlæja lika. Það var nú enn erfiðara að stoppa þess vegna”. Það stóð hálft i hvoru til, þegar tilkynningin kom niður i útvarp, að fá orðinu ,,um- framþungi” breytt, en Jón Múli þulur kunni svo vel við orðið, aðhann fékk að láta það standa. Eftir að konan hans Ragn- heiður Asta Pétursdóttir þulur skellti upp úr i miðri útsend- ingu, var þó samþykkt að breyta orðalaginu. —JB „Stolni bíllinn" var hinum megin við húsið Billinn, sem hvarf úti á Granda I gærmorgun, fannst stuttu eftir ab hvarf hans var tilkynnt til lög- reglunnar. Þegar eigandinn kom út úr húsinu, sem hann var i, og sá að blllinn var horfinn, tilkynnti hann það lögreglunni samstundis. Lögregluþjónn á mótorhjóli var staddur skammt frá, og fór hann á staðinn. Það tók hann ekki langað tima að finna bílinn, þvi að hann stóð hinum megin við húsið. Virðist sem einhver hafi ýtt biln- um kringum húsið. —óH Ók ölvaður í „fangið" ó lAIII'Aflllllllll — en stakk af á ofsahraða — klókir IU y I W y IU11111 lögregluþjónar fundu tryllitœkið bak við hús Litlu munaði, að hörkuárekstur yrði milli lögreglujeppa og stórrar ameriskrar fólksbifreiðar, sem ók á miklum hraða þvert i veg fyrir jeppann i nótt. Lögreglujeppinn var á eftirlitsferð á Grensásvegi Þá kom ameriska bifreiðin akandi á mikilli ferð eftir Miklubraut. Hún ók yfir á Grensásveg, þvert i veg fyrir jeppann. Ökumaður hans snarhemlaði, og var svo stutt milli bif- reiðanna, að lögreglu- þjónarnir sáu andlit ökumannsins skýrt og greinilega. En ökuþórinn virtist engar samræður vilja eiga við lög- regluna, þvi hann brenndi af staö upp i Bústaöahverfið. Lög- reglujeppinn veitti bilnum eftir- för til'að byrja með, en þegar hann var kominn á 90 km hraða og dró samt hratt sundur meö bilunum, var eftirförinni hætt. Lögreglan hélt áfram að hringsóla um hverfið og fann loks ameriska bilinn við hús i Langagerði. Astæðan fyrir þvi að billinn fannst, var sú, að hjól- förin sáust greinilega eftir beygjuna upp að húsinu. Billinn var mannlaus, en á ná- lægri gangstétt sáu lögreglu- þjónarnir mann, sem þeir könnuðustvið sem ökumanninn. Hann var áberandi ölvaöur, og var fluttur i fangageymslur. Þetta er annað atvikiö á stuttum tima, þar sem hraö- aksturs,,hetjur” aka svo að segja upp I fangið á lögreglunni. Hitt gerðist um helgina þegar tveir I kappakstri brunuöu framhjá lögreglubil á gatna- mótum. Málið hefur ekki enn verið tekið fyrir hjá lögreglu- stjóra, en þeir tveir piltar voru sviptir ökuskirteinum til bráða- birgða. —ÓH Urðu að loka fyrir tœkinu og taka sfmann ór sambandi Nœst fœ ég Abba Am undi umboðsmaður Amundason er ekki af baki dott- inn þrátt fyrir að aðsóknin að Slade-hljómleikunum i siðustu viku hafi valdið honum nokkrum vonbrigðum. Hann hafði hikiaust búizt við húsfylli, en til þess skorti á annað þúsund áheyrendur I viðbót. Nú er Ámundi að biða eftir að fá upplvsingar um hugsanlegt hljómleikahald sænska söng- flokksins ABBA á Islandi. Það er hljómsveit, sem varð heimsfræg fyrir lagið „Waterloo”, sem komst i fyrsta sæti Evrópu-söngvakeppninnar I fyrra. „Erik Thomsen, umboðsmaður Slade, bauðst til að annast alla fyrirgreiðslu þar að lútandi, þeg- ar hann var hér,” sagði Amundi. „Ég býst við að heyra frá honum einhvern næstu daga og þá um hugsanlegan komudag Abba.” „En það er klárt mál að ég tek nvorki a móti þeim ne oörum erlendum skemmtikröftum fyrir áramót,” sagði Amundi að lokum. „Mér sýnist pyngja land- ans ekki bjóða beinlinis upp á slíkt eins og sakir standa.” —ÞJM II — segir Amundi og gerir ráð fyrir að fá ákveðinn komudag á hreint innan skamms Það var heldur betur handa- gangur, þegar Ferðabók Eggerts og Bjarna kom út hjá bókaútgáf- unni Erni og örlygi á mánudag- inn fyrir viku. Bókin seldist gjörsamlega upp á fáum dögum og eftirspurnin var svo gifurleg, að forlagið varð að loka I hálfan annan dag og forráðamenn fyrir- tækisins að taka heimasima sina úr sambandi. ..Ég hef aldrei kynnzt öðru eins,” sagði örlygur Hálf- dánarson. „Að visu vissum við, að við vorum með góða bók, en þetta var nákvæmlega meðal upplag eins og það er nú. Ég vona, að þetta sé til marks um bókaáhuga fólks, þótt við vitum, að söfnunaráhugi á einnig þá'tt I þessu. Og vissulega er ánægjulegt að fá svona viðtökur.” Ferðabókin er i tveimur bindum, og var upplagið i tvennu lagi. Annars vegar voru 174 eintök prentuð á fornprenta- pappir og tölusett frá 1-174, og kostuðu þau kr. 25 þús. Hins vegar voru 1400 eintök prentuð á vandaðan ljósmyndapappir og tölusett 1-1400 og kostuðu kr. 15 þús. Vísir hafði spurnir af þvi, að dýrari eintökin væru þegar farin að seljast manna á milli á allt að helmingi hærra verði, og spurði örlyg um það efni. „Ég veit manna minnst um það,” svaraði hann. „Enda hef ég nánast orðið að fara huldu höfði, siöan bókin kom út. En miðað við þungann I eftirspurninni kæmi mér ekki á óvart, að sú væri raunin.” — SH Islenzkir sjónvarpsáhorfendur muna eftir Abba, en söngvakeppnin, þar sem þau slógu i gegn með „Waterloo”, var sýnd I islenzka sjónvarpinu. Afíi Vestfjarðatogara hálfu lakari en í sumar — samningarnir við Breta að koma fram, segja Vestfirðingar „Togaraflotinn dreifist á svæðið frá Ilornbanka að Vikur- ál”, sagði Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri Norður- tanga á ísafirði I viðtali við VIsi. „Þar er meginhluti brezku tog- aranna og mjög mikið af öðrum togurum eins og er. „Þetta er það svæði, sem Vestfirðingar óskuðu að yrði lokað I nóvember og desember, þegar samningarnir voru gerðir við Breta. Bretarnir voru i gær- kvöldi að toga innan um linuna hjá bátunum og slita fyrir þeim. Við hefðum talið von um árangur af útfærslunni I 50 milur, hefðum við fengið þessa tvománuði, en nú sjáum við svo ekki verður um villzt, að hann er nánast enginn. Afli skuttogaranna frá Vest- fjörðum er núna meira en helm- ingi lakari en hann var i sumar. Þaö virðist vera ákaflega litill fiskur hér úti fyrir og hefur ekkert lifnað yfir honum þrátt fyrir landlegu i siðustu viku. Það urðu lika vonbrigði, að ekkert skyldi glæðast eftir norðangaröinn, þvi þaö gerist oft, að fiskiriið batnar, þegar verið hefur landátt en svo snúizt i norður. En það gerði enga breytingu núna. Sá afli, sem skuttogararnir koma með, er blandaður, þorskur, ufsi, ýsa og flatfiskur. Þaö er allt I lagi með gæðin, en það virðist vera ákaflega litið af fiski á miðunum. Nú eru gerðir út 7 skut- togarar frá Vestfjörðum og sá áttundi væntanlegur, liklega I næsta mánuði. Hann kemur til Bolungavikur. A linu hefur verið reytings- afli, sem byggist fyrst og fremst á góðum gæftum, sem verið hafa I allt haust. 1 október voru 26 róðrardagar, sem gáfu eitt- hvað á annað hundrað tonn á bát, sem þykir vel viðunandi að hausti til. Rækjuveiðin er sæmileg, en einnig farin að dragast saman. Framan af fengu rækjubátarnir leyfilegt magn rækju á þrem fyrstu dögum vikunnar, en nú eru þeir alla vikuna að reyta það upp”. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.