Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. ÞriOjudagur 19. nóvember 1974. 7 LEYNIVOPN ÁLAFOSS Þaö var Anna Guðmunds- dóttir, fegurðardis og sýningar- stúlka, sem stofnaði til kynna Icelandic Imports og Howard Lawrence, en Anna er gift og búsett I New York. Má geta þess til gamans, að Howard er skirnarvottur barns hennar, sem skirt var fyrir skömmu. Það var fyrir um hálfu ári, sem kynni Lawrence af ullar- vörum okkar hófust. Honum voru þá færðar nokkrar flikur, sem hann skoðaði nákvæmlega. Þegar hann svo kom hingað til námskeiðahaldsins var hann með ákveðnar hugmyndir um, hvernig breyta mætti tizku- fatnaði okkar til batnaðar. Og þá með Amerikumarkað fyrir augum. Það, sem hann lagði mesta áherzlu á, var að ullarflikur okkar yrðu gerðar þynnri'og léttari. „Kvenfólk vestanhafs vill sýnast grannt”, sagði hann. Og slðustu vikuna hefur verið unnið að þvi nótt og dag að endurhanna þær flíkur, sem ætlaður eru til sölu á Amerikumarkað. Árangur þess erfiðis var sýndur á fundinum i gær — og birtum við sýnishorn af þeirri sýningu hér á siðunni. Umsjón: Þórarinn Jón Magnússon Frá fundinum I gær, t.v.: Úlfur Sigurmundsson framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins, Heimir Hannesson stjórnarformaður Icelandic Imports, Pétur Eiriksson forstjóri Alafoss, Howard Lawrence og Geir Magnússon framkvæmdastjóri Icelandic Imports. „Það horfir ekki giæsilega við, ástandið i markaðsmálum vestanhafs. Núna á þeim árstima, sem verzlun hefur jafnan verið með blómiegasta móti, eru blöðin I Ameriku yfir- full af útsöluauglýsingum. Verzlanirnar keppast við að koma lagernum i peninga áður en kreppan versnar,” sagði Geir Magnússon, framkvæmda- stjóri Icelandic Imports á fundi með fréttamönnum og fram- leiðendum i Kristalssal Hótel Loftleiða i gær. „Þetta ástand kemur sér ákaflega illa fyrir okkur, sem erum ennþá svo ósköp smáir á þessum stóra markaði,” hélt Geir áfram. „A meðan við erum að reyna að stækka markaðinn fyrir íslenzkar ullarvörur vestra, eru verzlanirnar að draga saman seglin i grið og erg. Innkaupastjórarnir hafa greinilega fengið skipanir um að minnka lagerana, endur- panta ekkert og afpanta annað.” „En samt,” sagði Geir, „ger- um við okkur vonir um að geta potað tízkufatnaði okkar lengra inn á markaðinn. Og til þess notum við ýmis meðul’.’ Og nú kynnti hann ameriskan tlz-kuhönnuð, Howard Lawrence, sem mun vera allþekktur I sinni grein, og má m.a. geta þess, að hann kennir við stærsta tlzkuskóla New York. Lawrence hefur verið hér i viku og verið aðal leiðbeinandinn I námskeiðum I hönnun kvenfatnaðar. Honum til aðstoðar hefur verið Pálina Jónmundsdóttir, forstöðukona hönnunardeildar Alafoss. Kvenfólkinu I Bandarikjunum Hka litirnir I ullarflikunum. En það þarf meira til. Einkum hefur þaö sett það fyrir sig, hvað þessar flikur hafa veriö þungar. nýjungar i hönnun og sauma- skap. „Framleiðsla okkar úr ull hefur verið að þróast siðan á miðri öld og raunar enn lengur, en það var ekki fyrr en árið 1969, sem fyrst var farið að reyna við útflutning á þessari framleiðsluvöru okkar. Komu þar þá til fyrst og fremst þeir erfiðleikar, sem fiskiðnaðurinn átti við að etja,” sagði Pétur Eiriksson, forstjóri Alafoss, i stuttri ræðu á fundinum i gær. ,, Það höfðu fæstir trú á, að út- flutningur okkar á ullarvörum gæti orðið til frambúðar. Hann mundi hrynja, þegar fiskverð hækkaði að nýju. En reyndin hefurorðið önnur,” sagði Pétur. Og hann gat þess, að árið 1972 hefði fataútflutningur numið 160 milljónum króna og i fyrra heföi hann orðið 15 milljónum meiri. „Okkur hefur tekizt að yfir- stlga byrjunarörðugleikana. Nú er að taka enn eitt heljarstökkið og komast lengra inn á markaðinn. Stækka hann og ná þar meiri tökum,” sagði hann. „Við erum að vlsu ennþá tals- vert frumstæðir i okkar fram- leiðsluháttum, en við erum áreiðanlega á réttri braut. Við verðum bara að taka heljar- stökk I þeim málum lika.” En hvernig seljast þessar vörur hér heima? „Ekki nógu vel, þvi miður,” svaraði Pétur. Og hann kunni Páiina Jónmundsdóttir er forstöðukona hönnunardeildar Álafoss og stjórnaði námskeiðinu, þar sem Howard Lawrence var aðal- leiðbeinandi. Og á fundinumi gær lét Pálína sig ekki muna um að gegna ein hlutverki heils sýningarflokks. — Ljósmyndir: Bragi. Þátttakendur I námskeiði Howard Lawrence voru um tuttugu talsins og komu hvaðanæva af landinu. Er ætlunin, að framhald verði á þessu námskeiðahaldi, og mun Lawrence koma hingað af og til og veita leiðbeiningar og kynna Ljósm: Bragi ekki að svara þvi, hver ástæðan væri. „Það er eins og islenzkt kvenfólk vilji ekki ganga I is- lenzkum fatnaði,” sagði hann. Og máli sinu til stuðnings sagði hann frá þvi, að hann vissi um einstaka islenzka fatafram- leiðendur, sem teldu gæfulegra að setja vörur sínar á markaðinn hér með erlendum vörumerkingum. Þá kom það lika fram á þess- um fundi, að tizkuverzlanir hér- lendis eru ekkert alltof óðfúsar að taka ullarfatnaðinn til sölu. ÞJM — heitir Howard Lawrence, þekktur tízkuhðnnuður fró New York, sem vinnur að því að gera íslenzkan ullarfatnað hœfari fyrir markað vestan hafs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.