Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg. — Þriðjudagur 19. nóvember 1974 — 231. tbl. msmmsmmmmmammamaasamBam Enn um bensínstöðvarmálið: OLVAÐUR OK I FANGIÐ A LÖG- REGLUNNI - BAKSÍÐA „Svokallað framfarafélag er okkur óviðkomandi" — segja íbúar við Æsufell og Þórufell um Framfarafélag Breiðholts III, og vísa á bug öllum málamiðlunartillögum þess félags vegna bensínstöðvarmálsins „Fyrir hönd íbúa við Æsufell og Þórufell, viljum við itreka kröfu okkar, um að fram- kvæmdir við gerð bensinsölu oliufélagsins Skeljungs verði stöðv- aðar segir i bréfi, sem ofangreindir aðilar hafa sent borgarráði. Og siðar i bréfinu segir: „Við viljum taka það fram, að svo- kallað Framfarafélag Breiðholts III er okkur með öllu óvið- komandi, og að fréttatil- kynningar stjórnar þeSs sama félagsskapar frá 16. nóvember túlka á engan hátt okkar skoðanir i málinu”. Visa ibúar þessara fjölbýlis- húsa, sem standa næst fyrirhug- aðri bensinsölu, á bug öllum málamiðlunartilraunum, sem Framfarafélagið vildi gera i málinu, en frá þeim tillögum var skýrt hér á forsiðu blaðsins igær. Málsaðilar i þessu bensin- stöðvarmáli, eru þvi orðnir þrir nefnilega Framfarafélagið, fyrr- nefnd húsfélög og Skeljungur. Og þá má ekki gleyma borgar- verkfræðingi, sem einnig er fjallað um i bréfi húsfélaganna. Um hann segir svo: „Eftir óformlegum leiðum höfum við fregnað, að borgarverkfræðingi hafi verið falin lausn málsins i samráði við okkur, aðila málsins. Hann hefur ekki enn leitað eftir samstarfi við okkur, en hins vegar gefið hæpnar yfirlýsingar um málið”. —ÞJM AUSTUR-ÞJÓÐVERJAR VILJA AUKIN SAMSKIPTI VIÐ ÍSLENDINGA í HANDKNATTLEIK — sjá íþróttir í opnu Hafði engin tök á að hemla 78 ára gamall maður höfuð- kúpubrotnaði og hlaut önnur minni meiðsli, er hann gekk snögglega i veg fyrir bil á Hringbraut i gærkvöldi. Maðurinn var að fara yfir upplýsta gangbraut, rétt hjá Umferðarmiðstöðinni. Hann gekk svo snöggt út á götuna, að bíll, sem kom aðvifandi, hafði engin tök á að stoppa i tæka tið. Maðurinn lenti á hægra framhorni bilsins. Hann var fluttur á gjörgæzlu- deild Borgarspitalans. Visir fékk þær upplýsingar i morgun á spitalanum, að maðurinn væri óðum að hressast, og er hann með fullri meðvitund. Hann er ekki I lifshættu. —ÓH -----------------------> Gamli maðurinn lenti á hægra framhorni bifreiðarinnar, er hann gekk snögglega út á götuna. Bifreiðin kcm vestur Hringbraut. Ljósm. Visis Ragnar Th. Sigurðsson. SOLUSTJORAR UNDIR SAMA HATTI Af 50 þátttakendum á markaðsráðstefnu Flugleiða sem hófst i morgun, voru marg- ir hverjir að hittast þar i fyrsta sinn. Þetta er sem sagt fyrsta sam- eiginlega markaðsráðstefna fiugfélaganna og voru þar mættir fulltrúar frá þeim 14 löndum, sem félögin reka söluskrifstofur I. Ráðstefnan stendur I 3 daga og verða þar teknar ákvarðanir um fargjaldamál, sumaráæti- un, auglýsingar og fleira. Ljósm. BG/—JB örn Ó. Johnson aðalforstjóri Fiugleiða býður hér þátttakendu velkomna, er ráðstefnan hófst i morgun. Ljósm. BG. ABBA TIL ÍSLANDS - BAKSÍÐA „Umfram- þunginn" var þulnum erfið raun — baksíða • Morðingi Sharon Tate œtlaði að strjúka — sjá bls. 5. ÁLAFOSS KYNNIR LEYNI- VOPNIÐ A meðan verzlanir i Ameriku eru i óða önn að draga saman seglin I vöruinnkaupum og lager- birgðum, undirbýr lcelandic Imports nýja sókn á markaðinn vestra. Þekktur tizkuhönnuður frá New York hefur verið fenginn hingað til að vinna að endurhönnun þess fatnaðar sem sendur er á markaðinn i Amerlku. Árangurinn af fyrstu afskiptum hans af fatafram- leiðslu okkar er að sjá á INN- siðu I dag bls. 7.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.