Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 6
6 Vfsir. Þriðjudagur 19. nóvember 1974. vísm (Jtgefandi: Heykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjaid 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Aðeins farði Alþýðuflokkurinn berst fyrir lifi sinu. Segja má, að hann hangi á þvi hálmstrái að hafa hlotið samúð nokkur hundruð kjósenda i Reykjavik, sem vildu ekki sjá hann deyja og lögðu af mörk- um herzlumuninn til að koma einum kjördæma- kjörnum manni að. Flokksmenn sjá, að hann mun f jara út innan skamms, með þvi að hann fær ekki nauðsynlegan styrk frá nýjum kjósendahóp- um. Þeir vilja þvi gefa flokknum nýtt andlit. Þetta var reynt á flokksþinginu nú um helgina. Skipt var um i æðstu stöðum. Benedikt Gröndal var færður upp i formannssætið, Björn Jónsson forseti ASÍ kjörinn ritari og Kjartan Jóhannsson Hafnarfirði varaformaður. Þeir tveir eru nýir i æðstu stjórn flokksins. Kjartan var áður gjald- keri, en þeirri stöðu fylgja litil sem engin völd. Eggert G. Þorsteinsson og Gylfi Þ. Gislason viku úr toppsætunum, Gylfi af sjálfsdáðum, en Eggert féll. Völd Gylfa Þ. Gislasonar standa hins vegar óhögguð. Hann er enn hinn sterki maður flokks- ins. Gylfi verður áfram formaður þingflokksins, og á flokksþinginu voru augljós áhrif hans i samstarfi við Bjöm Jónsson og Benedikt Grön- dal. Að vlsu mun Benedikt koma fram meira en áður sem talsmaður Alþýðuflokksins, svo sem i sjónvarpi. En það var reynt fyrir kosningarnar og dugði skammt. Hvað annað hefur breytzt? í rauninni litið, nema hvað Alþýðuflokksmönnum mun þykja 1 fengur að Birni Jónssyni. Björn stendur þó ekki ( traustum fótum. Honum fylgdi sáralitið fylgi, er hann fór frá Samtökunum yfir til Alþýðuflokksins 1 fyrir siðustu kosningar.í hans gamla kjördæmi, i Norðurlandskjördæmi eystra, var litil sem engin ( hreyfing úr Samtökunum til Alþýðuflokks, þótt foringinn færi. Alþýðuflokkurinn tapaði þar eins og annars staðar. Sáralitil breyting varð á stefnu flokksins á þessu þingi. Það er óumdeilanlegt, að Alþýðuflokkurinn hefur að mestu glatað rótum i verkalýðshreyfing- unni. 1 rauninni á flokkurinn hvergi öruggan, grunn i kjósendahópi. Hann hefur eins og fylgis- hrun hans sýnir, orðið „utan gátta” i stjórnmál- um. Alþýðubandalagið hefur leikið á Alþýðuflokk- inn i baráttunni um fylgi verkafólks. Bandalagið hefur nú stuðning mikils þorra þeirra kjósenda, sem mundu við eðlilegri aðstæður fylgja sósial- demókratiskum flokki. Það má endalaust um það deila, hvar villan i stefnu Alþýðuflokksins felst. En villan er staðreynd. Þessu vilja Alþýðuflokksmenn að sjálfsögðu breyta. Gylfi Þ. Gislason hefur skilið það, og þvi vikur hann nú úr stöðu flokksformanns. En við nánari athugun kemur i ljós, að flokksþingið mót- aði enga verulega breytingu á flokknum. Stefnu- skráin er óbreytt að kalla, og sömu menn að heita má munu framkvæma þessa litt breyttu stefnu. Miklu meira þarf til, eigi Alþýðuflokkurinn að halda lifi. Það dugir skammt að láta Björn Jónsson taka við af Eggert G. Þorsteinssyni i hópi þriggja aðalforingjanna. Flokksþingið breytti ekki andlitinu. Það setti aðeins á það farða. —HH Rauði Muilah, Mustafa Barzani hershöfðingi stjórnar aðgerðum Kúrda gegn iraksher. Hann var einnig leiðtogi Kúrda i átökunum upp úr 1960. STRÍÐIÐ, SEfVI ÞAGAÐ ER UM Föðurlandsvinir Kúr- distans, sem berjast fyrir viðurkenningu sjálfstæðis Kúrdistans í norðurhluta Iraks, leggja nú af kappi stund á þjálfun í skæru- hernaði til að geta betur veitt viðnám vélvæddum nýtízkulegum her iraks. Undir stjórn aðalstöðva and- spyrnuhreyfingarinnar njóta ungir Kúrdar leiðsagnar sér- fræðinga við að koma fyrir jarð- sprengjum, eyðileggja vegi og brýr og skjóta af byssum, sem eru allt að 122 kaliber að hlaup- vidd. Eftir eins mánaðar þjálfun eru þeir taldir hæfir til að veröa send- ir bak við viglinuna hjá Irökum, þar sem þeir veita bilalestum fyrirsát, sprengja I loft upp fram- varðarstöövar meö timasprengj- um og jafnvel demba sprengi- kúlunum yfir hermannaskála I næturárásum. Svo er komið fyrir mörgum Kúrdum, að fallbyssuskólun, hryðjuverkaþjálfun og tilsögn i vikingaferðum hefur tekið við af mennta- og háskólum. Mennta- fólk Kúrda er orðinn óaðskiljan- legur þáttur uppreisnar þeirra gegn stjórninni I Bagdad. Um 30 sérfræöingar starfa með hverri þeirra sautján herdeilda, sem uppreisnarher Kúrda hefur yfir aðráða. Dreifðir um allt Kúr- distan vinna þeir saman með fimmtán til tuttugu manna flokk- um, skipuðum eldheitum föður- landsvinum. „Þeir eiga mikinn þátt i bar- dagahæfni og viðnámsþrótti okk- ar,” sagði Abdul Wahab Atroushi, yfirmaður hermálaskrifstofu Kúrda, I viðtali við fréttamann Reuters. Frá stöðvum hans er andspyrna Kúrda skipulögð og aðgerðir skæruliða um allt Kúrdistan samhæfðar. „Við reynum að notfæra okkur vel hæfni þessara nýliða til að- geröa inni i þéttbýli og eins úti i óbyggðum. Það er auðvelt að þjálfa þá og þeir vita fyrir hverju þeir berjast.” Milli 40 og 60 menn, aðallega ungir námsmenn, hljóta þjálfun mánaöarlega, og þeir eru uppi- staðan i 10 þúsunda manna „Pesh Merga” þeirra Kúrda. Nafn þess- ara skæruliðasveita þýðir: „Þeir sem horfast i augu við dauðann.” — Þetta eru 20% hins sundurleita hers, sem hinn 71 árs gamli leið- togi Kúrda, Mullah Mustafa Bar- zani hershöfðingi, hefur yfir að ráða. Hann hefur verið uppnefnd- ur Rauði Mullah, eftir að hann kom úr margra ára útlegð frá Sovétrikjunum. 1 bænum Arbil, sem er á valdi stjórnarhersins, hafa skæruliða- sveitir tiu sinnum gert árásir á siðasta mánuði. Þeir hafa komið timasprengjum fyrir hjá útvörð- um hersins, jarðsprengjum undir bilalestir og ráðizt á kúrdanska málaliða, sem staðsettir eru I bænum. I þessum árásum hafa 20 Kúrdar, er gengið hafa á mála hjá íraksher, fallið og 10 verið teknir höndum. Hafa flestir bæir á valdi stjórnarhersins sætt árás- um Kúrda þessa átta mánuði, sem uppreisnin hefur staðið. Þegar húmar að, snúa hermenn Iraks heim I öryggi herskála sinna, og bæirnir eru þá óvarðir fyrir árásum Pesh Merga, sem þeysa þá niður fjallshliðarnar i skjóli myrkurs. Þetta eru framvarðarsveitir Barzani hershöfðingja i baráttu hans fyrir viðurkenningu sjálf- stæðis Kúrdistans. Kúrdar hafa hafnað tilboðum stjórnarinnar um sjálfstjórn til handa Kúrdist- an, sem þeir segja að sé ekkert annað en hjáleigustjórn. Af þvi er uppreisnin sprottin og sýnist hún ekki ætla að verða minni en átök- in á árunum eftir 1960, þegar Barzani hershöfðingi barðist við Iraksher likt og nú. Kúrdar hafa hert skæruhernaö- inn gegn Iraksher. Yfirmenn skæruliðahreyfingarinnar hafa ljóstraö þvi upp, að þeir hyggist herða enn róðurinn með tiðari árásum I vetur. Þeir ætla að nota sér erfiða vetrarveðráttuna, þeg- ar léttvopnaðir skæruliðarnir fara hraðar yfir en þungvopnaður Iraksher hefur tök á. Þeir ætla sér að gera leifturárásir úr fjöll- unum og hverfa jafnfljótt til fjallafylgsna sinna aftur, eftir að þeir hafa látið höggið riða. Pesh Merga hefur til þessa reitt sig á tékknesk vopn og rússnesk, sem þeir gera reyndar enn. Þessi léttu vopn eru þeim þó ekki leng- ur nóg. Skæruhernaður verður að fylgja kröfum timans. Þeir þarfn- ast vopna til loftvarna og til varna gegn skriðdrekum. Þeir þurfa langdrægar fallbyssur og llllllllllll UMSJÓN: G. P. um leið léttari vopna eins og handsprengjur og jarðsprengjur. Vopnasafn þeirra er sundur- leitt. Þótt tékkneskir rifflar og rússneskar handvélbyssur setji megin svip á, þá kennir margra grasa þar i. Sumt er komið alla leið frá Kina, annað frá Banda- rikjunum, Spáni, Frakklandi og Bretlandi. Þeir standa frammi fyrir ein- um bezt vopnaða hernum I Austurlöndum nær. Þeir hafa orðið að leita nýrra bragða til þess að standast þessum her snúning, sem hefur brugðið fyrir sig velheppnaðri herstjórnarlist Rússa, en hana höfðu Arabar i nágrannalöndunum lært af rúss- neskum hernaðarsérfræðingum á undanförnum árum. Það hefur verið áætlað, að her Iraks hafi sent um 80% af liði sinu (sem telur um 110 þúsund vopn- færra manna) til norðurhluta Iraks. Meginhluti þess liðs hefur hreiörað um sig þar sem Kúrdar kalla miðhluta Kúrdistans. Þessi her hefur notið stuðnings flughersins, sem hefur haldiö uppi stöðugum loftárásum á fjallaþorp Kúrda og aðra staði, þar sem búizt er við, að skærulið- ar eigi itök eða bækistöðvar. Beitt hefur verið forfórsprengjum. Flóttafólk frá Kúrdistan hefur borið þessu vitni og fulltrúár þess hafa sárbeðið um, aö umheimur- inn skerist i leikinn. Málið hefur þó ekki einu sinni fengizt rætt á alþjóðlegum vettvangi, eins og hjá Sameinuðu þjóðunum. — Fulltrúar Araba hafa staðið mest gegn þvi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.