Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Þriöjudagur 19. nóvember 1974. Smurbrauðstofan BJÖRNÍNN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Fyrstur með TTTOTD fréttimar ÞAÐ ÞÓTTI DÓNALEGT í GAMLA DAGAl Hér i gamla daga þótti það ósiðlegt meðal mannanna barna að gera það, sem selurinn á þessari mynd er að gera. Maður sem „blikkaöi” stúlku, þótti bölvaður dóni, og sú stúlka, sem tók undir það, kölluð iausiætisdrós. En timarnir breytast og mennirnir með. Nú þykir það ekki lengur ósiðlegt að „blikka” hvort annaö —bara hallærislegt. En selurinn á myndinni fylgist sýnilega ekki með tizkunni hjá mönnunum og „blikkar” allar sætu urturnar sinar, hvar og hve- nær sem hann sér þær. BILAVARA- HLUTIR ODYRT - ODYRT NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BILA BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, sími 11397, Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 rlaugardaga. Hve lengi viltu biða eftir fréttunum? Viltu fá þær heim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! Hver er moðurinn? — jú mikið rétt, þetta er Roger Moore, en hvað kom fyrir manninn? Ef ykkur skyldi hafa dottiðþað eitt andartak i hug, að hér væri Roger Moore i hlut- verki sinu i James Bond myndinni „Mað- „Herramaöurinn” Roger Moore.... Hér skáskýtur Roger Moore á okkur augunum ...er hér að gera Burt Bacharach tilboð, sem sá siðarnefndi á erfitt meö að neita. I hlutverki torgsölukallsins urinn með gullnu byssuna”, þá er það nú ekki svo, heldur er sá góði herramaður sem margir þekkja hér sem „dýrlinginn” úr sam- nefndum sjón- varpsþáttum, að leika i sjónvarpsþætti hjá þeim kunna lagasmið og hljómlistarmanni Burt Bacharach. Sjónvarpsþáttur þessi er allur tekinn upp i skemmtigarði ein- um um nánari staösetningu garðsins vitum við ekki. í þættinum koma fram ýmsir gestir, svo sem Jack Jones, Sandy Duncan og Harlem Globetrotters, en Burt labbar um og ræðir við gesti og tekur lagið með þeim. Roger Moore „stelur senunni”, ef svo má að orði komast, með þvi að llkja eftir feitum markaðssölumanni og „herra- manni”, sem hefur mátt muna sinn fifill fegri. DANIR EIGA DRYKKJUMETIÐ Danir hafa nýlega sett nýtt Norðurlandamet, sem þeir eru samt lltið hrifnir af að eiga. Er það Norðurlandametið I drykkjuskap. Samkvæmt nýútkomnum skýrslum ekki frá áfengis- varnanefndum — kemur I ljós, að hver Dani drekkur um 11 lltra af hreinu alkóhóli á hverju ári. Eru þar meötalin gamal- menni og nýfædd börn. Út frá þessu hafa sérfræðingarnir reiknað út, að dönsk ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára drekki um 20 lítra á mann á hverju ári, og er bjór þá ekki meðtalinn. Sviar áttu gamla Norður- landametið segir I skýrslunni, sem sumir Danir hafa mótmælt á þeim forsendum, aö þeir, sem gerðuhana.hafi verið Sviar. -klp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.