Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 19.11.1974, Blaðsíða 5
5 Vlsir. Þriöjudagur 19. nóvember 1974. REUTER AP/NTB N UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón Guðmundur Pétursson Stofnuð Orkusamtök OECD: Ætla með Sextán oliuneyzluriki hafa tekið sig saman og samþykkt að deila oliu- birgðum sinum hvert með öðru, ef birgða- að deila olíunni rýrnun verður hjá einhverju þeirra, sem nema mundi 7% eða meira. En sem þau undirrituðu þetta samkomulag, voru þó fulltrúar sendinefndanna hálfshugar, og leizt þeim svo á, að Bandaríkin gætu sem auðveldast náð töglum og höldum I þessari orkustofnun OECD, eins og samtökin kallast. Orkusamtök þessi urðu til eftir orkuráðstefnuna, sem haldin var i Washington I febrúar. Að þeim eiga aðild fles'töll stærstu iðnaðarrikin utan kommúnista- landanna. En þó ekki Frakkland, sem varast eins og heitan eldinn aðláta bendla sig við nokkuð það, sem talizt gæti andspyrna við oliuframleiðslurikin. Akvæðið um að deila oliu með hverju þvi aðildarriki, sem skortir orðið oliu, kemur sjálf- krafa til framkvæmda, nema 60% atkvæða innan samtakanna vilji taka fyrir slikt. í þvl sambandi veldur það hver nokkrum fulltrúum áhyggjum, að Bandarikin hafa á sinu valdi 51 atkvæði þeirra 148, sem um er að ræða alls. Þurfa þau aðeins stuðning tveggja landa til þess að geta stöðvað útdeilingu á oliu. 1 annan stað hugnar þessum sömu aðilum ekki tilhugsunin um, að nýtt strið brytist út i Austur- löndum nær, sem leitt gæti til oliusölubanns Araba á Banda- rikin, sem yrðu þá að leita til orkusamtakanna eftir oliu og mundi óbeint draga þau þannig inn I deiluna. Felldu skœru- liða á gísla- veiðum ísraelskir öryggisverðir felldu I dag alla fjóra arabisku skæruliðana, sem i dögun höfðu ráðizt á Beit Shean, sem stendur á bökkum Jórdan. Eftir að hafa varpað handsprengjum og látið kúlurnar úr sjálfvirkum vopnum sinum kemba nágrennið höfðu skærulið- arnir tekið á sitt vald ibúðarhús I bænum. Þykir senhilegast, að þeir hafi ætlað að ná glslum. Nokkrir ibúar hússins særðust i árásinni, en i þvi búa aðallega ný- ir innflytjendur, sem eru að venj- ast staðháttum. Arásin var gerð núna i kjölfar stúdentaóeirða, sem annað veifið hafa blossað upp á undanförnum dögum á vesturbakka Jórdan. Var hún með svipuðu sniði og árásin á Kiryat Shmoneh i Galileu i april og Nahariya I júni. (Arásin á Kiryat Shmoneh leiddi til dauða 18 Israela og 3 arabiskra skæruliða.) mmm Rockefeller verður senni- lega samþykktur Flest þykir benda til atkvæða tilnefningu þess, að nefnd öldunga- Nelsons Rockefeller i deildar Bandarikjaþings varaforsetaembættið. muni samþykkja með Hann á þó fyrir höndum yfirgnæfandi meirihluta að svara enn nokkrum Morðingi Sharon Tate œtlaði að strjúka úr fangelsi Charles Manson, hippa- foringinn, sem dæmdur var fyrir morðið á ieikkonunni, Sharon Tate, hafði á prjónunum ráðagerðir um aö strjúka úr fangelsissjúkrahúsinu i Caville i Kaliforniu I september Hafði hann reynt að smygla skilaboðum til tveggja hippa- stúlkna, sem verið höfðu i flokki með honum. Bað hann þær um að smygla til sin sprengjum og byssuum I sjúkrahúsið, þar sem hann gengur undir geðlækn- ingar. Fangaverðir Ikomust yfir skilaboðin og var Manson þegar fluttur I öruggara fangelsi. Stúlkurnar, sem áttu að að- stoða Manson, voru sömu hipparnir, sem sátu utan réttar- salarins, þegar mál hans var á sinum tima tekið fyrir. Hreyfðu þær sig ekki þaðan, krúnurak- aöar og með markaðan kross á enni, meðan réttarhöldin stóðu yfir. Manson var dæmdur til dauða, en þegar Kalifornia felldi niður dauðarefsinguna, var dómi hans breytt i ævilangt fangelsi. spurningum nefndar- manna, áður en gengið verður til atkvæða um málið. Þingnefndin kvað vera reiðu- búin til að koma saman til fundar á morgun og ganga til atkvæða samdægurs eða á fimmtudag og binda þar með enda á fjögurra daga yfirheyrslur og umræður. A þingmönnum demókrata i nefndinni er helzt að heyra, að þeir ætli að greiða atkvæði með repúblikönunum og samþykkja tilnefningu Rockefellers. Eru þeir þó á báðum áttum um gjafir ýmsar og lán Rockefellers til ýmissa stjórnmálamanna og fyrri aðstoðarmanna sinna. RAFMAGNSLEYSI OG BIÐRAÐIR í PARÍS Frakkar sjá nú fram á biðraðir skort og ringul- reið, sem fylgja mun allsherjarverkfalli þvi, er hófst hjá þeim i dag, sex mánuðum eftir að Valery Giscard d’ Estaing var kosinn for- seti. Lestarstjórar og vagnstjórar eru flestir i verkfalli, og verður Parisarbúinn að reyna að kornast leiðar sinnar i eigin ökutæki eða snlkja sér far með öðrum. En lög- reglan bjó sig undir hræðilegar umferöarflækjur. Vega hver annan út af einu svíni Stjórnin I Papua á Nýju Guineu mun efna í dag til skyndifundar til að leita ráða um að stöðva strið, sem brot- izt hefur út meðal kynflokka frumbyggja eyjarinnar, en það vex dag frá degi. Hafa þegar 14 striðsmenn fallið á tiu dögum. i sfðustu bardögum, sem brutust út, en það var I gær, létu sjö menn lifið. Höfðu þá 400 Nadakilika striðsmenn ráðizt á smáþorp á sléttunum I vesturhluta landsins. Árásin var gerð I hefndar- skyni vegna dauða eins úr kynflokki þeirra, en sá hafði lent I átökum á dansleik. Orsaka þessara átaka allra er annars upphaflega að leita I misklið, sem spratt út af svlni einu, og svo ágreiningi um landamerki. Ahrifa verkfallsins gætti þegar i morgunsárið, þegar rafmagn fór af og ljós slokknuðu, svo að ljúka varð morgunrakstrinum I myrkri með auðvitað fyrirsjáanlegum afleiðingum. — Þegar út var komið, blöstu við langar biðraðir á öllum viðkomustöðum strætis- vagna og lesta. TOK SENDIRAÐIÐ í WASHINGTON Ferdinand Marcos, forseti Filippseyja sá sig tilneyddan til aö verða við kröfum byssumanns, sem brauzt inn I sendiráö Filipps- eyja I Washington og hélt þar starfsfólki og sendiherra I skefjum. Krafðist maðurinn þess, að stjórnvöld I Manila létu son hans hafa vegabréf og fararleyfi, hvert sem hann vildi fara út I heim. Maðurinn er Filippseyingur, lögfræðingur, sem búið hefur i Washington.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.