Vísir - 26.11.1974, Blaðsíða 1
VISIR
64. árg. —Þriðjudagur 26. nóvember 1974. — 237. tbl.
Réttað /
t réttarsalnum á lögreglustöðinni I
Eyjum var klukkan 10 i morgun
mættur bæjarfógetinn i Eyjum,
Kristján Torfason, dómari i máli
þýzka landhelgisbrjótsins og Páll
Þorbjörnsson og Angantýr Elias-
morgun
son meðdómendur.
Þar voru einnig mættir fulltrúar
þýzka útgerðarfélagsins og iög-
fræðingur þeirra. Þess var ekki að
vænta að málið tæki á sig skýra
mynd fyrr en eftir hádegið I dag.
„Við erum ekki að þessu okkur til skemmtunar”,
sagði Masteit skipstjóri þýzka togarans i samtaii
við VIsi. Hann stendur þarna I brú togarans.
— Sjá myndir
á bls. 4
Bjarni verður stöðvaður
komin styrjöld/'
— sagði forstjóri
Bœjarútgerðar
Reykjavíkur
Þær fréttir, sem birt-
ust fyrstar i erlendum
fjölmiðlum um töku
togarans Arcturus N BX
739 á íslandsmiðum,
vöru hafðar eftir eigend-
um togarans. Þar var
sagt, að kúlnaregnið
hefði dunið á þilfari
togarans og annað áiika
áreiðanlegt.
Þetta var svona hér um bil i
anda þeirrar islenzku upp-
lýsingastefnu, að gefa ekki út
neinar landhelgisfréttir, sem geti
stefnt öðrum togurum á vettvang.
Og hvað er liklegra til að halda
öðrum togurum frá vettvangi en
fréttir af svona hrikalegri
bombarderingu?
En þýzka fiskimannasamband-
ið tók skyttiriið óstinnt upp ög
ákvað þegar í stað að stöðva öll
islenzk skip á leið inn eða út úr
þýzkum höfnum.
Snæfugl var i Cuxhaven, er
þetta gerðist, og var reynt að
koma i veg fyrir, að hann kæmist
út úr höfninni. En með hjálp lög-
reglu var honum i gær komið út á
ytri höfnina, og var búizt við að
hann fengi kost núna i morgun og
héldi siðan af stað.
Marteinn Jónasson, annar for-
stjóra Bæjarútgerðar Reykjavik-
ur, sagði Visi I morgun, að
Reykjavikurtogarinn Bjarni
Benediktsson væri i viðgerð i
Hamborg, og ætti henni að ljúka i
kvöld.
,,Ég spyr ekki að þvi, hvort
Bjarni Benediktsson komist út,”
sagði Marteinn. „Ef það verður
ekki, er komin styrjöld, og ég
trúi þvi ekki, að til þess komi. 1
sambandi við fréttirnar af fyrir-
ætlun þýzka fiskimannasam-
bandsins var sagt, að þýzk lög-
regluyfirvöld myndu gæta þess,
að mótmæli færu friðsamlega
fram. Þá yfirlýsingu verður hver
að túlka fyrir sig.
Bjarni Benediktsson er vel sett-
ur að þvi leyti, að hann þarf ekki
að fara i gegnum nein hlið á leið
sinni. Þess þarf aftur á móti
togarinn Vigri, sem er I sömu að-
stööu og Bjarni Benediktsson.
Við ætluðum að láta Bjarna
Benediktsson koma við i Cuxhav-
en og taka salt. Við höfum hætt
viö það — viljum ekki taka neina
áliættu.”— SH
Handtekinn
með kannabis
í Eyjum
— baksíða
•
List fyrir öku-
menn ó leið
til
Grindavíkur?
— baksíða
•
KOMMAR,
— eða
eitthvað
annað
— baksíða
•
Hafa hó laun,
— en vilja
lóglauna-
bœtur
— bls. 3
Einkamólin
ollu falli
Tanaka
— sjó bls. 5
Gerist hann atvinnumaður f Frakklandi?
Jóhannes pakkar ofan i töskur sfnar á heimili sinu i niorgun
(Ljósmynd Visir Bj.Bj.)
Hinn kunni leikmað-
ur úr Val og fyrirliði
landsliðsins i knatt-
spyrnu, Jóhannes Eð-
valdsson hélt i morgun
áleiðis til Frakklands i
boði franska 1. deildar-
liðsins Metz, sem hefur
mikinn áhuga á að sjá
hann og gera við hann
at vinnumannasa mn ing.
Jack Johnson — Daninn, sem
þjálfaði 1. deildarlið Akureyrar
I sumar — hringdi i Kjartan L.
Pálsson blaðamann Visis eftir
hádegiigær og bað hann um að
hafa samband við Jóhannes og
segja honum að taka næstu flug-
vél til Kaupmannahafnar, þar
sem hann ætlar að taka á móti
honum og fylgja honum til Metz.
Forráðamenn franska liðsins
höfðu samband við Johnson i
gærmorgun og báðu hann um að
ná i Islendinginn sem hann hafði
sagt þeim frá, og koma með
hann eins og skot til Metz.
— Félagið þarf nauðsynlega á
sterkum leikmanni að halda og
manni sem getur skorað mörk.
Ég held, að þeir fái hann með
Jóhannesi, þvi hann er frábær
knattspyrnumaður sagði John-
son, sem á undanförnum árum
hefur hjálpað mörgum löndum
sinum með að komast i atvinnu-
mennskuna i viðtali við Visi i
gær.
En það eru fleiri félög en Metz
á eftir Jóhannesi. Forráðamenn
danska liðsins Holbæk vilja
einnig fá hann og bjóða honum
laun og ókeypis skólavist i Dan-
mörku, ef hann vilji koma til
þeirra. Sjá nánar iþróttir i opn-
unni...
Hvarf Geirfinns i Keflavík:
TALDI BETRA
AÐ MÆTA
VOPNAÐUR Á
STEFNUMÓTIÐ
kom inn i Hafnarbúðina á
þriðjudagskvöld og lýst er eftir,
ekki.komið i leitirnar. Teikning
gerð eftirlýsingu af honum
hangir uppi á hverri lögreglu-
stöð. í dag verður tekin ákvörð-
un um hvort myndin verði birt i
fjölmiðlum, til þess að auðveld-
ara verði að finna manninn.
Einn þeirra, sem yfirheyrðir
hafa verið, er fyrrverandi
vinnufélagi Geirfinns i Sigöldu,
en þar vann Geirfinnur nokkurn
tima I sumar. Maður þessi lenti
i eiturlyfjamáli og var rekinn
frá Sigöldu.
Honum var sleppt að loknum
yfirheyrslunum.
—ÓH
Geirfinnur Einarsson sló þvi
fram við vinnufélaga sinn Þórð
Ingimarsson, að þar sem hann
vissi I raun og veru ekki hvað
hann væri aö fara út í, væri
e.t.v. réttast fyrir hann að fara
vopnaöur á stefnumótið á
þriðjudag.
Þetta atriði hefur ekki fyrr
komið fram. En þetta hefur
Þórður Ingimarsson vinnufélagi
Geirfinns sagt um samtal þeirra
félaga, sem átti sér stað nokkru
áður en Geirfinnur hvarf á
þriðjudagskvöld.
Þórður segir, að Geirfinnur
hafi talað i léttum dúr um að
vera vopnaður.
Ennþá hefur maðurinn, sem