Vísir - 26.11.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 26.11.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriöjudagur 26. nóvember 1974. fflSKSm: Er nauðsynlegt að eiga bil i Eyjum? Georg Sigurösson, bilstjóri: — Ja, þaö getur veriö gott I og úr vinnu. Ég hef lika fariö meö bilinn minn tvisvar til meginlandsins i sumarfri. Högni Sigurösson, verkstjóri: — Þaö er svo langt hjá mér aö fara til vinnu, aö billinn er bráö- nauösynlegur. Þaö er ekki um önnur samgöngutæki aö ræöa. Guömundur Guöjónsson, skóla- stjóri: — Nei, mér finnst þaö ekki. Aö minnsta kosti ekki fyrir mig. Ég bý ekki þaö langt frá vinnu- staðnum. Égátti bil áöur, en seldi hann þegar ég fór I land i gosinu. Ég er ekkert aö ráögera aö fá mér annan fyrst i staö. Öskar Sigurösson, veöurat- hugunarmaöur: — Mér finnst þaö. t þaö minnsta fyrir menn, sem eru 6 kilómetra frá miö- bænum eins og ég, sem bý úti á Stórhöföa. En I vinnuna á ég ekki langt aö sækja, stunda ég heima hjá mér. Kristinn Hermansen, málari: — Þaö finnst mér. Billinn er nauösynlegur til aö komast I og úr vinnu. Ég vinn út um allt hér I Eyjum og vegalengdirnar geta oft veriö nokkrar, þegar eyjan er 7 kilómetrar aö lengd. Bogi Finnbogason, fiskimats- maöur: — Ekki fyrir alla, en flesta. Vegalengdirnar hér eru nefnilega orönar töluverðar. Annars held ég nú, að það sé óþarflega mikið af bilum hérna. Ég keypti minn aðallega vegna vinnunnar og svo til að komast áfram á meginlandinu. MISJOFN MEÐHONDLUN LAGABRJÓTA Benedikt Þórarinsson, yfir- lögregluþjónn á Keflavikurflug- velli hringdi: „Undanfarna daga hef ég veitt athygli tvenns konar tegundum frétta, ef þannig má komast að orði. Annars vegar eru fréttir af tökum báta og togara innan landhelgi, Slik at- vik hafa verið mörg nokkra daga I röð. Hinsvegar eru fréttir af mönnum sem aka á vita- verðum hraða, og mönnum sem eru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Tala ölvaðra öku- manna I Reykjavlk mun vera aö nálgast 1100. Þaö er athyglisvert að bera þessar fréttir saman. 011 atvikin eiga það sameiginlegt, að lög- gæzla hefur afskipti af lögbrjótum. í fyrri tilvikunum, þ.e. þegar landhelgisgæzlan tekur skip, er getið um nafn og númer þess sem gómaður er. En hvað er upplýst i hinum tilvikunum? Ekkert, engin nöfn, engin númer. Þetta þykir mér benda til galla i kerfinu. Það er getið um númer og nöfn lögbrjóta, sem veröur það á að hafa veiðar- færin úti innan einhverrar ákveðinnar linu, þar sem bannað er að veiða. En þegar kemur að mönn- unum sem aka eins og fávitar, sjálfum sér og öörum til tjóns, eöa mönnum sem fremja þann glæp aö aka drukknir, svo þeir hafa á engan hátt vald á bifreið- inni, þá er þagað. Engin nöfn, engin númer. Hér er ég ekki að leggja það til, að fariö verði að birta nöfn þessara manna. Enda eru yfir- leitt ekki birtnöfn skipstjóranna á bátunum sem veiða i land- helgi. Þess I stað vil ég láta birta skrásetningarnúmer bila þeirra manna sem verða uppvisir að eins vitaverðu athæfi og að aka drukknir. Þessi númer ættu að koma fram i fréttum fjölmiðla. Þarna væri komið visst aöhald, likt og að skipstjórum skipa, þótt málið sé að visu ekki sama eðlis. Þetta er sambærilegt við það sem er gert við slika bileigendur i Kaliforniu. Þeir sem þar sýna vltaverðan akstur æ ofan i æ, aka fullir og valda öðrum tjóni, eru einfaldlega merktir. Það eru settir stórir appelsinugulir blettir á bilhurðirnar, I einhvern ákveðinn tima. Mennirnir eru siðan skyldaðir til þess að nota eingöngu sina eigin bila. 1 svo litlu þjóðfélagi sem okkar ætti birting númera að geta gegnt liku hlutverki. Númerabirting fylgir háðung fyrir eigandann, og fólk getur forðazt hann á götu. Hann skammast sin. Og þá er tilgang- inum náð. Hann forðast að gera slikt aftur”. Þarf ekki að sœkja skemmtilegt fólk úr Mosfellssveit til Reykjavíkuc ágœti B-E-S-S-lI „Agæti B-E-S-S-S-I Þaö er kannski skömm að þvi aö tina ekki til góðu partana fremur en þá lélegu, en ég treysti þvi, fið glaðir hlustendur ausi lofi sinu að vanda. En ég verö að lýsa þvi yfir, að mér þótti einn alvarlegur hortittur á þætti þinum úr Mosfellssveit I sjónvarpinu, siðast liöið sunnudagskvöld. Hann var sá að blanda reykviskum skemmtikröftum I þáttinn. Ef vel hefði verið leitað, hefði fundizt fullt af vel skemmtilegu fólki i sveitinni og hefði ekki þurft að leita til Reykjavikur eftir þvi. Það hefði kannski ekki barið i trektir og óskað eftir heilasafa þinum, en þaö er aldrei að vita, nema það hefði getað eitthvað ennþá skemmtilegra. , Hvaðáttiþaðaðþýða að koma með þau ágætu mægðin á Engi i þátt úr Mosfellssveit? 1 ár eru rétt þrjátiu ár, siöan Reykja- vik teygði anga sina þangað upp eftir og þó lengra: Mosfellssveit hefst ekki fyrr en milli Korpúlfsstaða og Blikastaða, ef miðað er viö þá leiðina. Bæirnir umhverfis ána góðu, sem heitir þremur nöfnum eftir þvi hvar þú kemur að henni, eru flestir i Reykjavik, svo sem Engi, Reynisvatn og úlfarsá. Og skúrasafnið i Lambhagafellinu, sem I opinberum plöggum heitir „Hamrahlið sunnan Vestur- landsvegar” — þeir eru allir I Reykjavik. Ég vona að þú takir þetta til vinsamlegrar athugunar og haldir þig við Mosfellssveitina, þegar þú heimsækir hana næst. Með kærri kveðju” Sigurður Hreiðar ANDVARALEYSI „Geiri I Gröf” sendir visu: „Andvari” strandaði andvara I á Austur-Skaftafells sandi. A þér þú hafa skalt andvara þvi, austur ef siglir með landi MUKKI EÐA EKKI MÚKKI? Lesandi simaði: „Ég er ekki fyllilega sam- mála ykkur þarna á Visi um þaö, að það sé múkki, sem þið birtuð mynd af á forsiðunni á miðvikudaginn siðasta. Tvennt er það, sem kemur i veg fyrir aö um slikan fugl geti veriö að ræða. í fyrsta lagi heldur múkkinn sig yfirleitt fjarri höfnum en dvelur þess i staö I klettum við sjávarsiðuna. t ööru lagi held ég aö múkkanum tækist seint að tylla sér svona fallega á siglutoppinn eins og hann gerir á myndinni. Hann er nefnilega ekki mjög fótfimur greyið. Það benda þvi allar likur einfaldlega til Skammdegið Múkkinn, lá alrcmdl fugl, trónar þarna á matturtloppi báti I Reykjavlkurhöla og tkimar eltir cti. Myodin minnir okkur annart á. ab vlft biium við tvart tkammdegi, tem á eftlr a& veröa enn tvarUra ncttu fjórar vlkurnar. Veöur nóvem- bermánaöar hafa aftur á móti veri&góöog gertþennan dimma tima létthcrari en etla þess að það sé bara einfaldur mávur, sem skreytir hjá ykkur forsiðuna á miðvikudaginn” VANTAR BETRI POPPHLJÓMLEIKA Hörður hringdi: „Þessir umboðsmenn hljóm- sveita eru sifellt að tala um að koma með hljómsveitir hingað til lands fyrir unga fólkið. En svo koma þeir með hljómsveit eins og Slade, sem er fyrir börn á aldrinum 10 til 14 ára. Mér þykir það ekki góö stefna að flytja bara inn svona einhliða öskurmúslkhljómsveitir. Ég veit að fólk á aldrinum frá 18 ára og upp að þritugu vill eitthvað betra. Ég nefni sem dæmi Deep Purple og Genesis. Eins og kunnugt er, misheppnuðust hljómleikar Deep Purple vegna rafmagns- bilunar, þegar þeir voru haldnir hérna. En þeir lýstu þvi yfir, að þeir vildu koma hingað aftur. Hvers vegna ekki að fá þá? Ég held flestir væru til i að borga meira fyrir þá. Umboðsmennirnir eiga að hætta að bera svona lélegt efni á borð fyrir fólkið”. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HRINGIÐ I SÍMA1-16-60 KL13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.