Vísir - 26.11.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 26.11.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. ÞriOjudagur 26. nóvember 1974. cTVIenningarmál í skólanum er mikið lœrt IIMIM SÍ-DAIM Marla Gripe Húgó og Jóseflna Þýö.: Llney Jóhannsdóttir Myndir: Harald Gripe tJtg.: Iðunn, Reykjavlk 1974 Húgó og Jósefina er sjálfstætt framhald af bókinni Jósefina, sem kom út i fyrra hjá Ið- unni. Maria Gripe, sem er sænsk og þekktur barnabókahöfundur i heimalandi sinu, hefur gert þrjár bækur um þau Húgó og Jósefinu. Þriðja og siðasta bókin heitir einfaldlega Húgó. Húgó og Jósefina er heillandi bók, hún lýsir veröldinni eins og hún kemur litilli telpu fyrir sjónir. Mannlýsingarnar eru góðar, bæöi hvaO varöar börn og fulloröna, þótt höfundur fari aldrei Ut fyrir þann ramma sem hún setur sér i upphafi, þ.e. aö lýsa fólkinu eins og Jósefina sér þaö. Jósefina er ósköp venjuleg litil stUlka. Þaö eru ytri aðstæður, sem valda þvi að hUn er sér á báti. HUn á enga leikfélaga þvi hUn hefur ekki átt þess kost aö blandast öörum börnum. Þess vegna kemur hUn llka öörum börnum annarlega fyrir sjónir og þau eru framan af ekki reiðubúin að taka hanna I sinn hóp. Jósefina er yngsta barn prestshjónanna. Prestsetrið er Uti I sveit. Og hvort sem þar um eraökenna vegalengdunum eða vegtyllum fööur hennar, virðist fjölskyldan lifa i talsveröri einangrun i byggöarlaginu. Jóseflna hefur bundið miklar vonir við skólann. eftir skólatimann. Allt þaö þýöingarmesta lærir maöur þá. Og þaö eru allt aðrir hlutir en hún gat nokkurn tima gert sér i hugarlund að þyrfti að læra. Smálexiurnar sem kennslukon- an setur fyrir I fallegu les- bókinni eru auðveldar og þarf ekki mikið að hugsa um. En þess að kynnast öllum krökkun- um i þorpinu. En það var ekki svona einfalt. HUn hélt að hUn myndi læra alla leikina þeirra og fá að taka þátt i þeim. Ónei, hUn fær aldrei að vera með”. Loksins kemur hinn dularfulli HUgó til sögunnar. Hann kemur innan Ur skóginum og það þekkir enginn neitt til hans. Hann er furðulegur drengur. „Hvernig stóð á þvi, að hann gat verið með hvanngræn axlabönd, sem aðeins gamlir karlar notuöu. Hvers vegna gat hann verið i allt of slöum stutt- buxum? Hvers vegna gat hann verið I regnslá, sem var engu likari en stóru tjaldi? Allir aðrir voru i regnfrökkum. Hvers- vegna segir enginn viö hann aö hann sé eins og fifl? Undarlegt var þetta. Nei, liklega var það ekkert undarlegt I raun og veru. Annað hvort varð maður að vera nákvæmlega eins og allir aðrir, eða gjörlólikur öllum eins og HUgó.” Börn hafa það fram yfir full- orðið fólk, að allt sem gerist I þeirra lifi er merkilegt. Vandamálin geta orðið erfið og aö þvi er virðist óyfirstiganleg, en stundum er lifið fullt af gleði, einfaldlega af þvi að það er svo spennandi og gaman að vera til. Llf barna er aldrei tilbreyting- arsnautt. Um þetta fjallar bókin m.a. Margt sem fullorðnum þykja stórtlðindi, þykir börnum ekki svo ýkja merkilegt. Þegar pabbi HUgós er settur i fangelsi, smit- ast börnin að visu af hef ðbundnu viöhorfi fullorðna fólksins til slikra mála. En i raun og veru finnst Jósefinu þetta meö fang- elsiö ekkert svo sérstakt. En þegar HUgó segir henni frá nýju gluggatjöldunum, sem bUið er að setja upp i fangelsinu, verður hUn stórhrifin. Bókin sem heild er raunsönn lýsing á lifi barna. HUn er skemmtileg aflestrar og oft fyndin. T.d. þar sem segir frá megrunaráformum þeirra Jóseflnu og Karenar og veit- Eftir Bergþóru Gísladóttur ingahUssferð Jósefinu. Mynd- irnar eru afbragðsgóðar og mjög i stíl við efni og anda bók- arinnar. „I skólanum er mikið lært. HUn er búin að fara nUna I marga daga og getur lesið fjölda orða. Þó hefur hUn lært enn meira i friminUtunum og lexiur félaganna, þær eru erfiöar. Og um þær snýst hugur Jósefinu frá morgni til kvölds. Og hUn sem hélt að hUn þyrfti aðeins að byrja i skólanum til Rapidman 1212 borðtölva TÆKIFÆRI, SEM ENGINN GETUR SLEPPT KR: 9.500.- ☆ MARGFÖLDUN ☆ DEILING ☆ SAMLAGNING ☆ FRÁDRÁTTUR ☆ KONSTANT ☆ FULLKOMIÐ MINNI ☆ 12 STAFA ÚTKOMA ☆. FLJÓTANDI KOMMA ☆ RAFKNÚIN ☆ 1 ÁRS ÁBYRGÐ OLIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstrœti 17 Tryggvagötumegin — Sími: 28511

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.