Vísir - 26.11.1974, Page 3

Vísir - 26.11.1974, Page 3
Visir. Þriftjudagur 26. nóvember 1974. 3 Deilur um staðaruppbótina í Sigöldu: VERKAMENNIRNIR TELJA S/G EIGA RÉTTÁ LÁGLAUNA- UPPBÓTUM Deiiur standa nú um það milli verkalýösfélagsins i Rangár- vallasýslu og júgóslavneska verktakans I Sigöldu, hvort greiöa beri islenzku verka- mönnunum lágiaunauppbætur. Ágreiningsefniö er það, hvort rétt sé aö telja staöaruppbót sem hiuta af grunnlaununum eöa sem uppbót. Aö sögn verkalýðsfélagsins eiga nú 80-90% verkamannanna rétt á láglaunauppbótum og er þá gengið út frá þvi, að staðar- uppbótin sé ekki hluti af grunn- laununum. „Háu launin felast ekki I nein- um topptaxta heldur eingöngu mikilli vinnu”, sagði Sigurður Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá verkalýðsfélagi Rangæinga, i viðtali við Visi. „Staðaruppbótin nemur 7,640 krónum á mánuði og við teljum það ekki rétt að hún sé talin með i grunnlaununum.” Nefndin, sem samdi lögin um láglaunauppbæturnar var feng- in til að úrskurða, hvort rétt væri að undanskilja staðarupp- bótina frá grunnlaununum. Nefndin skilaði áliti fyrir helgi þar sem fram kemur, að staðar- uppbótin skuli talin sem hluti af laununum. „1 samningum milli verktaka og verkalýðsfélags kemur fram aö rétt sé talið að greiða hærri laun vegna staðarins”, sagði Þórir Danlelsson, einn nefndar- mannanna. „Þar er þvi gengið út frá þvi, að uppbótin sé hluti af laununum. I lögunum um lág- launauppbæturnar er einnig listi yfir þær greiðslur, sem telja á með grunnlaunum og hverjar ekki. Meðal þeirra greiðslna, sem telja á með laun- um er svonefnt fjarvistartillegg og var álit okkar, að staðarupp- bótin mætti flokkast þar undir”, sagði Þórir. „Ég tek þó fram, að nefndin hefur ekkert lokavald til úr- skurðar um þessa hluti. Þótt álit okkar liggi fyrir getur verka- lýðsfélagið leitað til dómstól- anna”. Energoprojekt hélt að sér höndunum um allar láglauna- uppbætur þar til álit nefndar- innar lá fyrir. Þrátt fyrir álit nefndarinnar eru enn nokkrir, sem fullan rétt eiga á láglauna- uppbótum, en hinir sem verka- lýösfélagið vill einnig telja i hópi þeirra láglaunuðu mega ekki vænta neinnar uppbótar. Búast má við þvi að verka- lýðsfélagið sætti sig ekki við þennan úrskurð og ef ekki hefur verið samið um málið fyrir þann tlma má vænta þess að málið verði tekið upp er samningar verkalýösfélagsins við verktakann renna út um næstu mánaðamót. —JB Símstöðin Nýsímstöðá Brúarlandi umrœðustigi //Sjáifvirka símstöðin á Brúarlandi er ekki fram- tiðarstöð/" sagði Þor- varður Jónsson/ verk- fræðingur landsímans/ í viðtali við Vísi. „Sú bygging, sem símstöðin þar er í nú, átti uppruna- lega aðeins að vera út- bygging frá aðalhúsi og þar átti ekki að vera annað en sjálfvirka stöðin. Staðurinn var líka góður miðað við þáver- andi aðstæður. Þessar áætlanir breyttust svo með tilkomu nýja Vesturlands- vegarins. Hefði aðalhúsið verið byggt, hefði það náð svo aö segja út á Vesturlandsveginn. Þetta gekk meira að segja svo langt, að á timabili setti póst- og simamálastjóri verkbann á vegaframkvæmdirnar, en dró það til baka að beiðni ráðherra. Afgreiðsla simans var þá, til að leysa vandræði, sett i kjall- ara stöðvarhússins, við erfiöar aðstæður, en haföi áöur verið i húsi barnaskólans rétt þar hjá. Siðan sett var upp sjálfvirk stöö á Brúarlandi hefur byggð i Mosfellssveit gjörbreytzt, frá þvi að vera smábyggö i sveit I fjölmenna útbyggð frá Reykja- vik, og allt bendir til, að hún veröi I vaxandi mæli svefnborg frá Reykjavik. Nú eru i gangi áætlanirum aö byggja nýtt sim- stöðvarhús á betri staö og setja þar upp stóra stöð. Núverandi stöð er hægt að stækka I 2000 númer, en mælt er með að stækka hana ekki nema upp i 1000 númer. Stórstöðin getur hins vegar tekiö 10 þús. númer og hefur auk þess þann kost, að hana má tengja beint við Reykjavik, Kópavog og Hafnarfjörð, verði sú ákvörðun einhvern tima tekin. Eins og stöðin á Brúarlandi er núna er það ekki hægt, þvi hún verður að fara I gegnum langlinustööina i Reykjavik. Ekki hefur verið gengið frá lóöarsamningum ennþá, heldur er máliö á umræðustigi. Stór- stöð hefur heldur ekki veriö pöntuð, né ákveðið um tima- setningar þar að lútandi. Það er lika eftir að vita, hvaða fjár- festingarheimild fæst, þvi i fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1975 sem kemur úr höndum sama manns og barðist fyrir breytingu á Hafnarfjarðar- simanum á sinum tima, er framlag til fjárfestingar Pósts og sima skorið niður i 295,1 milljón, en áætlun okkar hljóðaði upp á 900 milljónir — eftir að við höföum skorið hana niður eins og við mögulega gát- um.” -SH. SJÁLFVIRKI SÍMINN VERÐUR MÖRGUM DÝR Sjálfvirkar símstöðvar á landinu eru nú orðnar 71 talsins, og þjóna þær 91-92% af öllum símum á landinu. Aðeins 8-9% sím- notenda verða því enn að nota handvirkar stöðvar. Við þetta hafa tekjur af sima- gjöldum heldur aukizt vegna þess, að menn nota simann meira, þegar h’ann er orðinn sjálfvirkur. Þar að auki vara menn sig ekki á „skrefatalningu” sjálf- virka símans fyrst eftir að hann er tekinn i notkun. Þannig eru dæmi til þess, að Mosfellingar, svo dæmi sé tekið, hafi þurft að greiða um og yfir 10 þúsund krónur fyrir ársfjórðungs notkun sima, en fastagjaldið er 1500 krónur. Einkum hendir þetta þá, sem nýfluttir eru úr Reykjavik I Mosfellssveit og athuga ekki, að simanotkun þaðan er dýrari en innanbæjar i Reykjavik, Kópavogi og Hafnarfiröi. -SH. Hér er unnið við botnrásina i stifiunni við Krókalón I Sigöldu. Þeir sem vinna hér uppi i háfjöllunum standa nú I deilu um staðaruppbót og láglaunabætur. Ljósm. Visis Bragi. Loksins! RAPIDMAN 801 - Kr. 5.800.- Vosatölvan frá Kanada + MARGFÖLDUN + DEILING + SAMLAGNING + FRADRATTUR + KONSTANT + FLJÓTANDI KOMMA + PRÓSENTA + 9 V BATTERÍ + STRAUMBREYTIR TENGJANLEGUR + 8 STAFA UTKOMA + 1 ARS ABYRGD OLIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstrœti 17 Tryggvagötumegin Sími: 28511

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.