Vísir - 26.11.1974, Side 6

Vísir - 26.11.1974, Side 6
6 Vfrir. Þriftjudagur 26. névembcr 1874. Olnbogabörn Þeir, sem eiga sparifé, hvort sem er til lengri eða skemmri tima og i hvaða formi sem er, eru fórnardýr á altari verðbólgunnar. Enginn neitar þessu, en allt of litið hefur verið gert til að leið- rétta þetta augljósa óréttlæti. Óþarft er að fara mörgum orðum um, hvernig þetta kemur niður á þeim, sem af einhverjum orsökum eru ekki i fullri vinnu og geta þvi ekki hlaupið með á verðbólgusprettinum. Vist er ýmislegt gert til að bæta kjör þessa fólks, svo sem með styrkjum og skattaivilnunum. Þetta er þó algerlega ófullnægjandi. Verðbólgan er fyrst og fremst það, að peningar fara úr vasa eins og i vasa annars, auk þess sem hún minnkar raunverulega hag þjóðarinnar, sé hún meiri en gerist i þeim löndum, sem við okkur skipta. Það er ánægjulegt, að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi á nýafstaðinni flokksráðs- og for- mannaráðstefnu sinni samþykkja tillögur um þessi efni, sem ættu að geta minnkað mjög mikið kjaraskerðingu þessara olnbogabarna verðbólg- unnar. Ályktun fundarins, sem vonandi verður stefna rikisstjórnarinnar, bendir á ágæt úrræði. Þar segir, að til að vernda hag sparifjáreig- enda skuli meðal annars beitt sveigjanlegri vaxtastefnu. í þvi á að felast, að sparifjáreig- endur fái mun hærri vexti af sinu fé en verið hefur. Með ýmsum slikum aðgerðum, sem gera það hagstæðara að leggja fé fyrir en að eyða þvi sem hraðast i ýmis gæði, mismunandi þörf á hverjum tima, má auka það, sem kalla má heildarsparnað landsmanna. Þessi sparnaður er ein undirstaða efnahags landsmanna. Með aukningu hans dreg- ur úr óhóflegum innflutningi, og hann skapar möguleika til aukinnar fjárfestingar. Frjáls, almennur sparnaður hefur að sjálf- sögðu orðið allt of litill að undanförnu.Ekki sizt hefur fyrirtækin skort eigið fé. í verðbólgunni, þar sem almennir vextir hafa verið mjög litils virði hafa fyrirtækin ekki getað safnað nægu fé til fjárfestingar. Þau hafa orðið að byggja fjár- festingu og rekstur að mjög miklu leyti á lánsfé. Jafnframt hefur slikt lánsfé verið af skornum skammti, þar sem bankakerfið hefur ekki fengið til sin nægilegt sparifé. Fundur sjálfstæðismanna mælti með frjálsum verðbréfamarkaði til að örva frjálsan sparnað. Það er mikill misskilningur, ef einhver trúir þeim staðhæfingum i rauninni, að frjáls verðbréfa- markaður þurfi að vera eitthvert verkfæri brask- ara. Hann er þvert á móti til þess gerður, að almenningur geti ávaxtað fé sitt með hagkvæm- ari hætti en verið hefur, jafnframt rennt stoðum undir arðbær fyrirtæki og með þvi eigin afkomu. Hver trúir þeim fullyrðingum, að íslendingar séu fávisari en aðrar þjóðir og muni kasta fé sinu i vitleysu og verða verkfæri braskara þótt slikur verðbréfamarkaður kæmist á laggirnar hér eins og annars staðar? Það er sannarlega mál til komið að rétta hlut sparifjáreigenda. —HH Kaupmannahafnarbúar f mótmælagöngu vegna hækkaös verös á nauOsynjum. Stjórnin lagOi 20% sölu- skatt á allar neyzluvörur. Atvinnuleysið rekur marga Dani til Noregs og Svíþjóðar Danir eiga núna við einhverja sina verstu efnahagserfiðleika að glima og það einmitt á timum, sem þeir eiga ekki margra úrræða völ. Poul Hartling, forsætisráö- herra minnihlutastjórnar frjáls lyndra, sem hefur að baki sér aðeins 22 þingsæti af 179 á þjóð- þinginu, hefur naumast fyrr losnað við eina kreppuna en sú næsta hefur skollið á. Undirrót allra erfiðleikanna er óðaverðbólga, æ meiri halli á greiðslujöfnuðinum við útlönd og vaxandi atvinnuleysi. Framundan eru hjá Hartling ýmsir þrepskildir, sem erfitt verður fyrir hann að komast yfir. Hann má búast við harðri and- stöðu, sem meðal annars ltggur til, að afnumdir verði 20% skattar á neyzluvörurer lagðir voru á i mai, auk svo tillagna um niður- skurð á framkvæmdum þess opinbera og annað þess háttar til að vega upp á móti lækkun tekju- skatta, sem samþykkt var í september slöastliðnum. Sósialdemókratar og verka- lýösfélögin hafa lýst yfir styrjöld á hendur Hartling. Krefjast þeir nýrra kosninga til að ryðja braut fyrir myndun nýrrar rikisstjórn- ar, sem traustari væri i sessi og starfaði á breiðari grundvelli. Hvernig sem stjórnmálin ráðast i þessu tilliti, þá er hitt ljóst, að Danmörk er bundin I báöa skó, meðan hún er svo háð erlendum lánum, sem hún er núna, meðan greiðálujöfnuðurinn er svo óhagstæður. Aður en bankastjórar fjölda landa heims komu saman til fundar núna i vikunni, sagði Erik Hoffmeyer. seðlabankastjóri Danmörku að til þess að viðhalda lánstrausti út á við, gæti stjórnin ekki ausiö út fe til að auka at- vinnu i landinu.Hann bætti þvi, að frekari hækkun launakostnaðar gæti oröið til þess að fleiri misstu atvinnu sina. Hoffmeyer lagði til, að strangar reglur yröu settar um, hvernig fyrirtæki verðu tekjum sinum, til þess að efnahagur þeirra yrði stöðugri. Umræður um þessi mál eru I brennidepli þessa dagana I Dan- mörku, þar sem samningar eru hafnir um almennar launahækk- anir, sem taki gildi i marz. Samtök atvinnurekenda hafa farið fram á eins árs launa- frystingu en Verzlunarmanna- félagiö er telur innan sinna vé banda um 900 þúsund félaga hefur svarað þvi með kröfu um- Þeir hafa þungar áhyggjur af efnahagsvanda Danmerkur: Poul Hartling forsætisráðherra, Nyboe Andersen, viöskiptamálaráðherra og Anders Andersen, fjármálaráðherra. 20% launahækkun,- hækkun á helgidagavinnu og uppbótum vegna vinnu fjarri heimilum. Hartling hefur hótað þvi, að stjórnin. muni gripa I taumana, ef aðilar geti ekki komið sér saman. Er vafamál hvort hann nýtur nægilegs stuðnings til að geta hrundið nokkrum afskiptum I framkvæmd. Tala atvinnulausra er nú hærri en hún hefur nokkru sinni orðiö á siðustu tuttugu árum. Um 8% vinnufærra manna voru atvinnu- lausir i október, miðað við 1,5% árið áður. Er þvi spáð, að at- vinnulausir verði orðnir 12% áður en vetur verður hálfnaður. Þessi kreppa er tilfinnanleg I . þjóöfélagi sem búiö hefur við hagsæld og grósku, og hefur vanizt velferðarhjálp til að lótta af því verstu sveiflunum af heimskreppunni. Jafnvel þótt atvinnuleysis- bætur, sem nema 160 dönskum krónum á dag, dragi úr sárustu neyðinni, þá óttast danskir sál fræðingar að aðgerðarleysið muni leggjast þungt á marga og jafnvel leiða til fjölgunar sjálfsmorða. Atvinnuleysið hefur einnig leitt af sér minniháttar fólksflutninga yfir til Norðurlandanna, sem minna hafa orðið fyrir barðinu á heimskreppunni. Sviþjóö, sem blómstrar núna eftir timabil stöðnunar og Noregur, sem byltir sér þegar i nýfundnum oliulindum sinum I Norðusjó, lokka til sin danskt vinnuafl með loforðum um hærri laun og tryggari atvinnu. Gautaverken-skipasmiðastöðin I Gautaborg hefur t.d. haldið uppi skoðunarflugi fyrir atvinnulausa Dani til Svíþjóðar til að kynna þeim vinnu- og lifsskilyrði, enda heyja þeir mikið áróðursstrið til að bæta úr skorti sinum á vinnu- afli---- „Við byrjuðum á þessu fyrir um það bil mánuði og höfum þegar ráðið til okkar siðan 40 menn, en eigum von á miklu fleiri. Viö munum samt eiga við manneklu að striða næstu árin”, sagöi einn talsmaður fyrirtækis- ins viö fréttamann Reuters. Það hefur verið áætlað að milli 2000 og 3000 atvinnulausir Danir hafi fariö yfir til Noregs og Svi- þjóðar á siðustu mánuöum. Einn verkamaður úr Kaup- mannahöfn, sem flutti með konu slna og niu ára gamlan son og settist að i Gautaborg, þar sem hann réðst til skipasmiöa- stöðvarinnar, sagði viö frétta- mann Reuters: „Viö verðum hér um kyrrt og munum aldrei snúa aftur.” — Þaö var óvissan heima, sem gerði þetta að verkum. Fyrst ræddum við um þetta, eftir að . Danmörk gekk I Efnahagsbanda- lagið. Siöan þegar verðlag hækk- aði og atvinnuleysiö kom til sögunnar, afréðum við loks að fara, þvi okkur sýndist við mundum hafa það betra hérna”. Kvartanir undan Efnahags- bandalagi Evrópu, sem Danmörk gekk I fyrir nær tveim árum um leið og Bretar og Irar, heyrast viða I Danmörku. En hag- fræðingar fullyrða, að kreppan hefði orðið mun tilfinnanlegri, ef Danmörk hefði staöið utan EBE, og hefði ekki notið góðs af sam- eiginlegri landbúnaðarstefnu þessara rikja Evrópu. Vilja hagfræðingarnir kenna orkukreppunni um, hvernig komið er, og svo jafnframt snöggum hækkunum á hráefni. Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarf ulltrúi: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritst jórn: Askriftargjald 600 1 lausasöiu 35 kr. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Blaðaprent hf. vísrn

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.