Vísir - 26.11.1974, Síða 16
vísm
Þriðjudagur 26. nóvember 1974.
„Skilgrein-
ing milli
kommúnista
og sósíal-
demókrata
úrelt"
— sogði Addo Bóro
Sigf úsdóttir
— Ragnar endurkjörinn
ó landsþingi flokksins
„Ég held, ab hún sé orðin nokk-
uð úrelt, þessi skilgreining milli
kommúnista og súslaidemó-
krata,” sagði Adda Bára Sigfús-
dóttir, sem um helgina var endur-
kjörin varaformaður Alþýðu-
bandalagsins, I viðtali við Visi i
gær. Æðstu menn flokksins voru
endurkjörnir, Ragnar Arnalds
formaður þrátt fyrir fyrri yfir-
iýsingar um, að hann mundi
hætta.
Jón Snorri Þorleifsson var
endurkjörinn ritari. Ennfremur
var kosin 27 manna miðstjórn, að
viöbættum þrem fyrrnefndu.
„Við erum sósíalistiskur flokk-
ur, hvort sem menn vilja kalla sig
kommúnista, marxista, maoista
eða sósialdemókrata,” sagði
Adda Bára.
Hvað gerðist merkilegast á
landsþinginu?
„Gengið var frá grundvallar-
stefnuskrá til langs tima sem hef-
ur verið lengi i smiðum,” sagði
Adda Bára. „Þó er eftir rit-
stjórnarverk. sem miðstjórn mun
annast. Þetta er 50-60 siðna plagg.
Hún þýðir i sjálfu sér engar
breytingar á stefnu en er miklu
itarlegri skilgreining á þjóðfélag-
inu og okkar markmiöum.”
„Það, sem helzt kemur til birt-
ingar nú, er hins vegar ávarp um,
hvernig við munum bregðast við
núverandi stjórnmálaástandi,”
sagði hún að lokum.
Afstaða Magnúsar Kjartans-
sonar I stóriðjumálum varð tölu-
vert deiluefni á landsþingi Al-
þýðubandalagsins.Hann hefur
breytt afstööu sinni og snúizt
gegn málmblendiverksmiðjunni,
en Tryggvi Sigurbjarnarson og
Ingi R. Helgason vildu, að verk-
smiðjan hlyti stuðning. Magnús
hafði sitt fram.
—HH
Skóladrengur
týndi launa-
umslaginu
16 ára drengur, Gunnar Björn
Gunnarsson, sem er f Armúla-
skóla og vinnur við höfnina með
skólanum, týndi kaupinu sinu á
fimmtudaginn, annaðhvort I
skóianum eða á leiðinni úr mið-
bænum i skólann. Launaumsiagið
var óopnað og er merkt með nafni
og heimilisfangi piltsins. Er von-
andi að finnandinn sé svo heiðar-
legur að koma þvi með óskertu
innihaldi I hendur hins unga eig-
anda. —JH —
Útvega sér
ódýrt timbur
Einhver útvegaði sér ódýrt
timhur i nótt.
100 uppistöðum var stolið úr
timburstafla við hús við Ljár-
skóga, sem er I Seljahverfi. Uppi-
stööurnar eru ein og hálf sinnum
fjórar tommur á þykkt. Þessi
þjófnaður kemur sér mjög baga-
lega fyrir húseigandann, þvi
verðið á hverjum metra er um 150
krónur.
—ÓH
Útlendingur handtekinn
með kannabis í Eyjum
pósti fró Danmörku
- fékk það í
trtlendingur var fyrir
helgina handtekinn af
Vestmannaeyjalög-
reglunni, þar eð hann
hafði undir höndum
kannabis efni.
Útlendingur þessi,
sem er bandariskur
rikisborgari en uppal-
inn i Danmörku hefur
verið starfandi i Vest-
mannaeyjum siðast-
liðna fjóra mánuði.
Hefur hann nú verið úr-
skurðaður i gæzluvarð-
hald.
Að sögn lögreglunnar
i Vestmannaeyjum var
henni gert viðvart um
það, að efnið væri á
leiðinni til mannsins
frá Danmörku.
Á fimmtudaginn, er
sendingin var komin til
Vestmannaeyja, hand-
samaði lögreglan við-
takandann. Að sögn
lögreglunnar er ekki
um mikið níagn af
kannabis efni að ræða
og ekki talið, að það
hafi verið ætlað til sölu.
— JB
List fyrír akandi
til Gríndavíkur
„Menn eru á það mikilli hrað-
ferð nú tii dags, að þeir mega
ekki vera að þvi að stanza til að
virða fyrir sér styttur og önnur
útilistaverk”, sagði Alfred
Schmidt listmálari sem skýr-
ingu á þvi, að hann vill nú koma
upp Iistaverkum fyrir ökumenn
á ferð.
Alfred Schmidt er nú að at-
huga möguleikana á þvi að fá
aö setja upp 2-300 metra langt
listaverk meðfram veginum
yfir Breiðamerkursand.
„Ég hugsa mér þetta sem
staura, sem kaðlar verða
strengdir á milli. Kaðlarnir
greinast svo 1 sundur og renna
samán eða mynda jafnvel net.
Þessar myndir renna fram hjá
augum vegfarandans um leið og
hann þýtur hjá”, sagði Alfred.
Alfred hefur einnig áhuga á að
koma upp röö skilta, sem verða
i laginu eins og 3/4 úr hring.
Skiltin ætlar hann svo að máia i
öllum hugsanlegum litum og
koma þannig fyrir að um leið og
ekið er framhjá breytist stað-
setning opna geirans i hringn-
um.
„Ég er helzt með Grinda-
víkurveginn i huga sem stað
fyrir þetta verk,” sagði Alfred
Schmidt.
„En ég tek það þó fram, að sú
hugmynd er mun eldri en
„Fiskur undir steini”.”
— JB.
Erlendur listamaður
vill setja upp
listaverk meðfram
íslenzkum vegum
Alfred Schmidt vill, að þeir sem ekki hafa tfma til að stööva
bílana fái einnig að njóta listar. Ljósm. Bj.Bj.
„Árekstur
aldarinnar"
a miðri
Hörgárbrú
„Ég kalla þetta árekstur aldar-
innar. Ég veit ekki hvort svona
nokkuð gerist oftar en einu sinni á
öld", sagði lögreglumaður á
Akureyri I morgun.
„Arekstur aldarinnar” átti sér
stað á Hörgárbrú á fimmtudag-
inn.
Þar rákust saman tveir vöru-
bílar á miðri brúnni. Hún er 60
metra löng, en svo mjó, að aðeins
einn bill kemst yfir i einu.
Vörubilarnir voru i akkorðs-
keyrslu með möl. Annar bilstjór-
inn er fullorðinn maður, en hinn
ungur, Þegar vörubilar mætast
við brú sem Hörgárbrú, er venj-
an, að sá sem er með hlass fer
fyrstur yfir, en sá tómi biður.
Fullorðni maðurinn var með
hlass á sinum bil i þetta skipti.
Hann ók þvi óhikað yfir brúna. En
ungi maðurinn gerði sér ekki al-
veg ljósa grein fyrir þessari
reglu, og ók þvi einnig inná.
Bilarnir nálguðust hvor annan
óðfluga. Þegar bilstjórarnir sáu
hvað var á seyði, hemluðu þeir.
En það var of seint. Ising var á
brúnni, og runnu bilarnir áfram
stjórnlaust.
Faðmlag þeirra varð allharka-
legt, svo að báðir bilar voru
ógangfærir á eftir, og varð að
draga þá af brúnni. Hvorugur bil-
stjórinn meiddist.
______________________—ÖH
VILJA AÐ
BRAGI MALI
ÞÝZKT LOFT-
VARNABYRGI
Braga Asgeirssyni listmáiara
hefur veriö boðið að hressa upp á
útlit þýzku borgarinnar Bochum,
með þvi að mála heljarmikið loft-
varnabyrgi, sem stendur I miðri
borginni.
Loftvarnabyrgi af þessu tagi
voru algeng i þýzkum borgum á
striðsárunum. Loftvarnabyrgin
stóðu i miðjum húsaröðum og
voru margar hæðir. Þangað gátu
ibúarnir flúið, þegar hætta steðj-
aði að.
Nú eru þessi byrgi til hinnar
mestu óprýði, gluggalaus með
gráum steinveggjum. Þau eru þó
það rammbyggð, að þau verða
ekki rifin, nema næstu húsum
stafi hætta af.
Yfirvöld i borginni Bochum
hafa nú tekið sig til og fengið
listamenn i Þýzkalandi til að
prýða útveggi byrgjanna með list
sinni. Alfred Schmidt, sem ís-
lendingum er að góðu kunnur
vegna sýninga sinna hérlendis
fékk þrjú af þessum byrgjum i
sinn hlut. Eins lagði Alfred
Schmidt til að Braga Asgeirssyni
yrði úthlutað eitt byrgið og fékkst
það samþykkt.
Bragi tók þessari hugmynd vel
og nú stendur hann I bréfaskrift-
um við þýzka aðila vegna tilboðs-
ins. Ef af þessu verður, mun
Bragi vinna verkið næsta sumar,
en hann þarf að skila skissum af
hugmyndum sinum fyrir april
næstkomandi.
— JB.
íslenzka stúlkan í London:
Ber engin merki um
eiturlyfjaneyzlu
— dvelur nú á heimili sendiherrans
Stúlkan, sem verið hefur i haldi
hjá lögreglunni I London fyrir
meint eiturlyfjabrot, hefur nú
verið á heimili Nielsar P. Sig-
urðssonar, sendiherra Islands i
Bretlandi, um hálfs mánaðar
skeið.
I viðtali við Visi sagði Niels, að
stúlkan væri róleg og færi litið
fyrir henni. Hún segist sjálf vera
saklaus af þeirri ákæru, sem bor-
in er á hana, og sagði Niels, að
ekki væri hægt að sjá nein merki
þess, að hún hefði sjálf neytt
eiturlyfja. Hún telur sig ekki hafa
vitað um afskipti kunningjahóps
sins af eiturlyfjamálum, en það
var vegna kunningsskapar við
þann hóp, sem grunur beindist að
henni.
Stúlkan, sem er 25 ára gömul,
hefur setið nokkra mánuði i fang-
elsi og segir sig sjálft, að það hef-
ur ekki haft góð áhrif á taugar
hennar, sagði sendiherrann.
Um þá spurningu, hvort stúlkan
væri á heimili Nielsar sem sendi-
herra íslands eða einkaaðila,
svaraði hann, að heimili hans
væri að sjálfsögðu opinbert heim-
ili, meðan hann væri sendiherra,
en jafnframt einkaheimili og ekki
unnt að skilja þar á milli.
Enginn sérstakur vörður er um
heimili sendiherrans, en brezk
yfirvöld höfðu á móti þvi, að
stúlkan yrði flutt þangað vegna
hættu á hefndarráðstöfunum
gagnvart stúlkunni. „Það er eng-
inn sérstakur vörður um heimili
mitt,” sagðiNiels. „En öll erlend
sendiráð I London njóta eftirlits
lögreglunnar, og henni er að
sjálfsögðu kunnugt um, hvað um
er að vera.”
Að lokum sagði sendiherrann,
aö ógerlegt væri að segja til um,
hvenær niðurstaða fengist I máli
stúlkunnar, en það yrði varla fyrr
en eftir áramót.
— SH.