Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 1
r Auglýsing i Hmanun) kemur daglega fjró augu 80—100 þúsund lesenda ----------------------------i * Gerizt áskrifendur aö Tímanum. BringiÖ í síma 12323. Kína vítt fyrir atom- sprengju NTB-Peking og Washington, þriðjudag. Efasemdir eru uppi um það, að Kínverjar hafi sprengt vetnis- sprengju í þriðju tilraunaspreng- ingu sinni á mánudag. Þar hafi verið um atómsprengju að ræða. Eftir sprenginguna lýstu Banda- ríkin því yfir, að þau myndu styðja hverja þá þjóð, sem Kín verjar kynnu að ógna með atóm sprengju. >á harma Bandaríkin að Kínverjar skuli ekki taka neitt tillit til þess, að þjóðir um all- an heim geti orðið fyrir úrfalli frá kínversku tilraunasprengingunum, en við siíkum tilraunum hafi flestar þjóðir samþykkt bann. Ekk ert hefur heyrzt frá Rússum nema órstutt Tass-frétt í blöðum og útvarpi. Sjú en læ, forsætisráðherra Kína hefur lýst sprengingunni sem framlagi til heimsfriðarins. í ræðu sem hann flutti yfir albönsk um leiðtogum, sagði hann að Kínverjar mundu aldrei beygja sig fyrir þvingunum kjarnavæddra þjóða, né hyggðust Kínverjar beita slíkum þvingun- um vig aðra. Japanska stjómin hefur mót- mælt tilraun Kínverja og áskilur sér skaðabótarétt vegna tjóns af völdum úrfalls. í Nýju Ðelhi hef ur indverska stjórnin lýst því yfir að sprengingar Kínverja myndu engu breyta um þá afstöðu Ind- verja, að hirða ekki um að eign- ast kjarnavopn. Indira Gandhi sagði, að Kína myndi ekki leyfast það hegningarlaust að ráðast á aðrar þjóðir með kjarnorkuvopn- um. U Thant, aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði, að tilraunaspreng ing Kínverja væri vítaverð. f til kynningu, sem var lesin yfir blaðamönnum í aðalstöðvum SÞ Framhald á bls. 14. Verða þau lögð undir steinbrjótinn Þessi fallega húsaröð við Miklubraut verður að hverfa þcgar aðalskipulagið kemur að fullu til framkvæmda. (Tímamynd GE) Heilar húsaraiir eiga að víkja fyrir aðalskipulagi Eins og kunnugt er, þá hef ur verið gefið út Aðalskipu- lag Reykjavíkur 1962—83, myndarleg bók með texta, skýringarmyndum og yfirlits- kortum. Þetta aðalskipulag hefur óhjákvæmilega í för með sér nokkra röskun. En i verst er sú röskun, sem staf- j ar af stjórnleysi og skipulags- 1 leysi undanfarinna ára, sem I leiðir til þess, að skattborgar- inn verður að greiða mikið fé fyrir niðurrif á nýlegum bygg ingum og jafnvel skerðrngu á byggingu, sem enn hefur ekki verið tekin í notkun að öllu leyti, þó næstum full- gerð sé. Er hér átt við Domus Medica við Egilsgötu. Sam- kvæmt skipulagsuppdrætti verður ekki annað séð en eitt hornið þurfi að sníða af bygg- ingunni. BJARNI HLEYPIR UPP FUNDI FYRIR GEIR! Forustumenn Sjálfstæðisflokks- ins eru farnir að kalla ýmsa hags munahópa sem hafa srtutt flokkinn í borginni á klíkufundi i Sjálf stæðishúsinu. Einn slíkur fundur var haldinn í gær, þar sem kaupmenn voru kallaðir niður í Sjálfstæðishús til þess að hlusta þar á áróðursræðu Geirs Haligrímssonar, og einnig til að leggja eitthvað af mörkum í kosningasjóð. Geir talaði fallega að vanda og voru menn hinir ánægðustu. Virtist sem allt ætlaði að fara vel, og kosningasjóðurinn myndi aukast drjúgum. Eftir ræðu Geirs, kvaddi sér hljóðs einn af varaborgarfulltrú- um Sjálfstæðismanna á síðasta kjörtímabili, Sveinn Helgason, stórkaupmaður. Hann vildi ekki verða minni maður á þessu þingi en Geir borgarstjóri, og taldi sig hafa fundið línuna f þessari kosn ingabaráttu. Megin inntakið í ræðu Sveins var það, að kaupmenn mættu ekki undir nokkrum kring um stæðum láta óvinsældir ríkis stjórnarinnar bitna á flokknum í borgarstjórnarkosningunum. Það vissu allir, að almenningur i land inu væri hundóánægður með rfUs stjórnina, en hins vegar mætti segja að Sjálfstæðismenn í Reykja vik væru almennt ánægðir með Geir. Hvatti hann menn mjög að standa fast saman um borgarstjór ann, en áréttaðl jafnhliða að rík isstjórnin væri ekki vinsæl. Dr. Bjarni Benediktsson, forsæt isráðherra, sat þennan fund- Þyngd ist snemma brún á Bjarna eftir að Sveinn tók til máls, og er Sveinn þagnaði, reis Bjarni snarlega á fætur. Hóf hann svartan reiði- lestur yfir fundarmönnum og armenn sátu fölir og fáir undir þessum reiðilestri „landsföðurins“. Þessi fundur, sem boðaður var til að treysta samheldnina og styrkja kosningasjóðinn, leystist upp f fumi og fáti við þessi óvæntu atvik, og mun kaupmönnum hafa skilizt, eftir þennan fund, að ekki verður hægt að heyja kosningabar áttuna samkvæmt stefnuskrá Sveins Helgasonar, þar sem for- sætisráðherra undirstrikaði svo rækilega á þessum kaupmanna- fundl að eigi verður greint á ■fiB strdnu Bjarna og Gdxs. Ekki er tekið fram í lesmáli bókarinnar um aðalskipulagið, hvaða byggingar þurfi að víkja vegna breikkunar gatna í sam- bandi við aðalumferðarkerfið. En á uppdrætti yfir aðalskipulagið sést, hvaða húsaraðir standa inni í fyrirhuguðum götum. Hrikaleg- ast er dæmið um húsaröðina við Miklubraut, húsin númer 16—90 við götuna. Samkvæmt uppdrætt- um á öll þessi húsaröð að vfkja vegna þess, að bæði þarf að breikka Miklubrautina og leggja hana beint. Þetta eru eins og all ir vita hin snyrtílegustu hús, og ekki er aldurinn þeim að meini. Það er dýrt skipulagsleysi að þurfa nú að fara að hugsa fyrir þvj að rífa niður þær íbúðabygg- ingar hér í borginni, sem ekki eru orðnar tuttugu ára gamlar. Fleiri hús við Miklubraut þurfa samkvæmt updrættinum að fara sömu leiðina, sem sagt undir stein brjótinn. Þetta eru húsin númer 1—15 og svo endinn á sambýlis- húsmu við Lönguhlíð, númer 25. Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.