Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 3
MTÐVTKTTDAGUR 11. maí 1966
3
TÍMINN
í SPEGLITÍMANS
Franska leikkonan Corinne
Calvert á í miklu stríði um þess
ar mundir. Hún hefur verið tví
gift og er tvískilin og nú er
fyrrverandi unnusti hennar
kominn í málaferli við hana.
Unnusti hennar fyrrverandi
heitir Donald Scott og er banda
rískur auðkýfingur. Meðan þau
voru trúlofuð hafði hann gefið
Corinne ýmsar gjafir og er verð
mæti þeirar talið um 878.000
dollarar. Meðal gjafa þessara
eru chinchilla pels, demants
úr, sem Eva Peron átti, tvær
bifreiðar. Nú hefur sletzt upp
Þessi ungi piltur er krón-
prins Sviþjóðar og er nýbúinn
að ljúka stúdentsprófi. Hér
virðist hann vera að hvíla sig
örlítið eftir öll fagnaðarlætin,
sem því fylgja að vera orðinn
stúdent.
á vinskapinn og heimtar Don-
ald nú að Corinne skili aftur
öllum gjöfunum, sem hann
hafi gefið henni og auk þess
krefst hann að hún borgi hon
um 200.000 dollara í skaða
bætur þar sem hún hefði far
ið út með öðrum karlmönnum
en honum á meðan þau voru
frúlofuð.
★
Það hefur nú komið í Ijós,
að Brigitte Bardot er afskap-
lega gott barnabarn. í átta ár
hefur hún á hverjum mánuði
borgað ömmu sinni 1000 franka
á mánuði (tæplega 9.000 krón-
ur íslenzkar).
★
— Og passið nú að missa
ekki af lestinni, skrifaði frú
Duroux í bréf til barnanna
sinna, Alice og Edmond. Til
allrár hamingju biðu þau ekki
eftir bréfinu, en tóku lestina.
Bréf þetta sem var skrifað
fimmstudaginn 23. ágúst 1923
er nú nýkomið á ákvörðunar-
stað, 43 árum eftir að það var
skrifað og sent.
★
Fyrir skömmu vildi það til
í Óðinsvéum, að ungur mað
ur varð fyrir bifreið, sem
drukkinn maður stýrði. Ekki
slasaðist maðurinn neitt að
ráði við þetta, en þegar fara
átti að dæma í málinu kom
það í ljós, að pilturinn hafði
við bflslysið misst allt lykt
arskyn og kom með bótakröfu
í réttinum.
' - .
■■■: ■
Kvikmyndahátíðin í Cannes é
hófst á föstudaginn var. Að
venju er þangað kominn fjöld
inn allur af kvikmyndaleikur
um víðs vegar að. Hátíðin var
opnuð með sýningu á pólsku
kvikmyndinni „Les Cendres"
og tók sýningin á kvikmynd
inni um 3 klukkustundir. Á
laugardaginn var síðan hin um
. deilda kvikmynd Nunnan sýnd,
en franska kvikmyndaeftirliið
hefur bannað sýningar á þeirri
mynd. Aðalhlutverkið þar leik
ur danska kvikmyndaleikkon
an Anna Karia, og fékk hún
mjög góða dóma fyrir leik sinn
og er ekki alið ósennilegt, að
hún fái verðlaun fyrir leik sinn.
Að öðru leyti er myndin talin
heldur leiðinleg. Það vakti tals
verða athygli að Monica Vitti
ítalska leikkonan, sem lék í
La Notta, L'Aventura og fleiri
kvikmyndanna kom nú á
kvikmyndahátíðina. Þar verð
ur nú sýnd kvikmynd sem
hún er nýbúin að leika í „Mod
esty Blaise“ sem verður sýnd á
kvikmyndahátíðinni. Eru lið-
in sex ár síðan kvikmynd sem
Monica hefur leikið í hefur ver
ið sýnd í Cannes, en fyrsta kvik
myndin, sem Monica lék í var
L'Awentura og fékk Grand
prix verðlaunin, þegar hún
var sýnd.
Hér á myndinni að ofan sést
ein af leikkonunum, sem komu
til Cannes í tilefni kvikmynda
hátlðarinnar. Er það franska
leikkonan Leslei Caron.
Hér á myndinni sjást þau
Sophia Loren og Carlo Ponti
og er myndin tekin á Lundar
flugvelli skömmu áður en þau
lögðu af stað til kvikmyndahá
tíðarinnar í Cannes, þar sem
Sophíu bíða erfiðir dagar því
hún hefur verið kjörinn for
seti dómnefndar kvikmynd-
anna. Menn velta því fyrir sér
hvernig Sophia eigi að, fara
að að anna því þar sem hún
verður sennilega að vera á
þeysingi milli Cannes og Lund
úna til þess að ljúk? við að
leika í kvikmynd Chaplins
Greifafrúin j Honkong. Auk
þess þarf hún að brggða sér
til New York til þess að opna
myndasýningu þar.
Hitaveita.
Samkvæmt fjögurra ára
áætlun um lagningu hit.aveit.u
í öll hverfi borgarinnar vestan
Elliðaáa, sem gerð var 1961,
áttu allir Reykvíkingar búsettir
á þessu svæði að hafa fengið
hitaveitu fyrir árslok 1965.
Þeir, sem búa í Smáíbúða-
og Bústaðahverfum, Vogum og
Kleppsholti vita hvernig við
þetta hefur verið staðið. Á
funduni borgarstjóra reyndi
hann að kenna verktökum um,
hvernig komið er þessum mál-
um — því vísa verktakarnir
algerlega á bug. Virðist deila
standa um það, hvort ieggja
eigi lagnir í gangstéttir eða
miðja götu. Sýnir þetta oezt
það sleifarlag og handahóf,
sem á útboðum og öðru slíku
er hjá bænum og stofnunum
hennar.
Þá var lofað að hefja indir-
búning að hitaveitu frá Nesja
völlum í Grafningi. Ekki bólar
neitt á þeim undirbúningi enn-
þá. Sú framkvæmd tekur þð
óhjákvæmilega all mörg ár
og allt heitt vatn í Reykjavík
og nágrenni er búið að taka í
notkun eða svo til.
KyndistöSin.
Hitaveitan tók að sér að
reisa sameiginlega kyndistöð
fyrir Árbæjarhverfið. Byggjend
um var sagt, að þeir þyrftu ekki
að gera ráð fyrir kyndikiefum
í húsum sínum. Heita vatnið
myndi koma áðnr en búið yrði
að byggja. Þetta var svikið eins
og margt annað. fbúar þessa
liverfis verða nú að leggja f
mikinn kostnað við að koma
upp olíukyndingartækjum við
hús sín, sem svo verða óþörf,
þegar loks kyndistöðin kemur,
en það verður varla fyrr en
eftir næstu jól. f þetta hverfi
vantar enn allt sem byggðin
þarna má ekki án vera svo
sem verzlanir, skóla, barnaleik
velli, dagheimili og fl.
Skipulagið og Mbl.
Mbl. kveinkar sér í gær und
an þeim orðum, sem Einar
Ágústsson, borgarfulltrúL skrif
aði í Tímann s. I. laugardag
um skipulagsmálin. Þar benti
Einar á, að lausleg áætlun um
kostnað við framkvæmd sklpu
lagsins er 18 milljarðar króna
og lilytu allir að sjá, að ýmis
legt mætti laga fyrir þá risa
fjárhæð. Ennfremur sagði Ein
ar, að Sjálfstæðismenn ættu að
spara að hrósa sér af þvi að
framkvæmda sjálfsagða hluti
eins og skipulag, því að
algert einsdæmi væri, að byggð
sé höfuðborg án þess að nokk
ur áætlun sé til um heildar-
skipulag gatna og bygginga.
Sjálfstæðismönnum væri sæmra
að viðurkenna það, sem allir
vita, að með aðgerðarleysi sínu
í skipulagsmálum
samfara því að leyfðar hafa
verið byggingar flokksgæðinga
eftir geðþótta þeirra, befur
meirihlutinn bakað borgarbú-
um stórfellt tjón, sem greiðast
verður af útsvörum Reykvík-
inga á komandi árum. — Mbl.
heldur hins vegar fram, að
kostnaðurinn við að lelðrétta
allar misfellurnar og vitleysurn
ar sé alveg óvenjulega Iítill mið
að við það. sem menn eiga að
venjast í öðrum bæjum. Þessit
er haldið fram og þetta er skrif
að í Morgunblaðshöllinni. Þa8
Framhald á bls. 14.