Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 5
MEÐVIKTTDAGUR 11. maf 1966
Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason oe indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræt) 7 Af-
greiðslusími 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr 95.00 á mán innanlands — t
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f
Þreföldun Geirs
MorgunblaSið og Vísir keppast við að lofa Geir Hall-
grímsson, og hve miklu betur hann hafi reynzt sem
borgarstjóri en Gunnar Thoroddsen. M.a. hafi meiri
framkvæmdir orðið í tíð Geirs en Gunnars.
Eitt minnast Mbl. og Vísir samt ekki á, en það eru
álögurnar, sem borgin leggur á borgarbúa. íhaldsblöð-
in steinþegja um stjórn Geirs á þeim vettvangi.
Það er skiljanlegt.
Seinasta árið, sem Gunnar Thoroddsen var borgar-
stjóri, árið 1959, námu tekjur borgarsjóðs, þ.e. álögurn-
ar, sem hann lagði á borgarbúa, 270 millj. kr., en sömu
tekjur eru áætlaðar í fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir
þetta ár 840 millj. kr. Álögur borgarsjóðs hafa þvi
hvorki meira né minna en þrefaldazt þau sex ár, sem
Geir hefur verið borgarstjóri.
Það er ekkert afrek að auka framkvæmdir nokkuð,
þegar álögurnar eru auknar miklu meira. Hinar þreföld-
uðu álögur stafa ekki nema að nokkru leyti af auknum
framkvæmdum og auknum óhjákvæmilegum rekstrar-
kostnaði. Að miklu leyti stafa þær af því, að Geir hefur
reynzt Gunnari sízt fremri í því að halda í skef jum sukki
og eyðslu, sem jafnan fylgir langvarandi stjórn sömu
valdaklíkunnar. Það skiptir nefnilega engu höfuðmáli.
hvað borgarstjórinn heitir, þegar sama valdaklíkan hef-
ur drottnað lengi. Það er hún sem ræður, stöðnun
hennar og spilling mótar stefnuna, jafnvel þótt
borgarstjórinn vilji gera sitt bezta. Þess vegna halda
álögurnar alltaf áfram að hækka miklu meira en aukn-
um framkvæmdum og eðlilegum rekstrarkostnaði nem-
ur.
Valdaklíkan, sem nú felur sig og þrífst vel í skjóli
Geirs Hallgrímssonar, finnst hann góður borgarstjóri,
eins og henni þótti líka Gunnar Thoroddsen vera, með
an hún gat notað hann. En hvað finnst skattþegnum,
sem verða að greiða sívaxandi álögur vegna valdaklík-
unnar, sem nú reynir að fela sig? Telja þeir rétt að
tryggja áfram völd borgarstjórnarmeirihluta, sem hef-
ur meira en þrefaldað álögur borgarsjóðs á sex árum?
Samstaða gegn ihaldi
íhaldsblöðin skrifa nú mikið að vanda um sundrungu
íhaldsandstæðinga í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er
hverju orði sannara, að þessi sundrung er alvarlegt mál.
Vegna hennar hefur rotnuð valdaklíka drottnað vfir
málum höfuðborgarinnar um alltof langt skeið.
Á þessu verður ekki ráðin bót fyrr en íhaldsandstæð-
ingar sameina sig sem mest um einn öflugan, friáls-
lyndan forustuflokk gegn íhaldinu.
Þetta hefur kaupstaðarbúum skilizt betur og
betur hin síðari ár. Því náði Framsóknarflokkurinn
þeim áfanga í seinustu sveitar- og bæjarstjórnarkosning-
um að verða næststærstj flokkurinn ' bæjunum. Hann
styrkti enn betur þá aðstöðu sína í bingkosningunum,
sem fram fóru ári síðar. Hann er eini flokkurinn, sem
hefur eflzt í Reykjavík seinustu árin Þvi er nú almennt
spáð, að hann muni enn auka verulega fylgi sitt í höf-
uðborginni.
Með því að efla Framsóknarflokkinn sem forustu-
flokkinn gegn íhaldinu, verður bezt unnið gegn þeirri
sundrungu íhaldsaflanna, sem fram að þessu hefur
reynzt mest vatn á myllu afturhaldsmeirihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur.
TÍMINN___________________________________________s
f" ^■■1— — ■ ■■ ■ »»!■■■■■■
J. O. KRAG, forsætisráðherra:
Nauðsynlegt að Atlantshafs-
bandalagið fái ný verkefni
Þetta verður að taka til athugunar nú þegar
ÞEGAR NATO var stofnað
árið 1949 voru aðstæður aðrar
en nú. Tékkóslóvalda var orð-
in konMnúnistum að bráð »g
Sovétríkin búin að ná þar yfir-
ráðum. Stalínisminn var alls-
ráðandi i stjórnmálum Sovét-
ríkjanna. Bandaríkin höfðn boð
ið Austur-Evrópu þjóðunum
Marshallaðstoð, nýja ríkisstjóm
in í Prag hafði þegið hana, en
Moskvunnenn skipuðu henni að
afsala sér aðstoðinni.
Kalda stríðið var í hámarki.
Árið 1945 hafði menn dreymt
um saimræmingu heimsveld-
anna, eða að minnsta kosti við-
leitni til samræmis, en þeir
draumar virtust nú að engu
orðnir. Við þessar aðstæður
þjöppuðu vestrænu þjoðirnar
sér saman með sáttmála og
sameiginlegri skipan hervarna,
í skjóli bandarísku kjamorku-
vopnanna að því er Evrópn
áhrærði.
Þetta eru aðstæðuraar, sem
de Gaulle segir að séu nú orðn
ar aðrar en þær voru. Erfitt er
að bera á móti. að hann hafi
þar að nokkru leyti rétt fyrir
sér. Hve mikil breyting er á
orðin. eða hve mikil áhrif hún
geti haft á framtíðarstefnu
NATO, er annað mál. Að mínu
áliti getur breytingin ekki rétt
lætt ákvörðunina, sem franski
forsetinn hefir tekið. og gefur
alls ekki tilefni til að veikja
varnarbandalagið eða afnema
það.
Á hinn bóginn gefur breyting
in tilefni tii endurskoðunar á
pólitískum markmiðum NATO
Árið 1949 var megináherzlan
lögð á tryggingu varnanna, en
nú má sem bezt taka til athugun
ar að fela NATO til úrlausnar
samningsumleitanir við Austur
veldin og tilraunir til að koma
á verulega lækkaðri spennu
á vissum sviðum. Ég hefi stung
ið upp á, að þessir möguleikar
séu teknir til umræðu annað
hvort í NATO-ráðinu eða inr
an hóps kunnáttumanna.
Þessi athugun á pólitískum
vanda NATO er i fyllsta sam
ræmi við þá hugmynd, sem
skotið hefir upp kollinum liér
i danska þinginu. Þar var
stungið upp á, að athuga þenn
an vanda i sérstakri, danskri
nefnd, með tilliti til undirbún
ings þeirrar ákvörðunar, sem
taka á 1969.
EIGI að koma i veg fyrir að
NATO hafi veikari aðstöðu
sem varnarbandalag meðan a
athugun stendur er nauðsynlegt
að leysa í skyndi þann fram-
kvæmdavanda. sem brott.hvarf
Frakka frá saraþjóðlegum vörn
um hefir i för með sér Eft.ir
viðræður mínar við valdamenn
í Washington er ég var bar
á ferð fyrir skömmu. er ég
þeirrar skoðunar. að af Banda
ríkjanna hálfu verði reynt aí
freimsta megni að fara eftir
þeim tímaákvörðunum, sem
Frakkar hafa tekið upp á sitt
eindæmi og án samráðs /ið
aðra. Af þessum sökum er mjög
J. O. KRAG
brýnt að NATO-þjóðirnar leysi
þann vanda sem • allra fyrst,
hvert flytja eigi varnarstofnan
irnar, hvort sem það er aðeins
átt við SHAPE og Fontaineble
au ásamt varnarstjórainni, eða
flutningurinn nær einnig til
leiðslna og radarstöðva.
Ennfremur þarf að taka
ákvarðanir um. hvort einnig
þarf að flytja höfuðstöðvar
NATO, það er að segja ráðið
sjálft, ráðherrafundina, aðal-
skrifstofuna o. s. frv eða hvort
þessar stöðvar geta laldið
áfram að vera í París. Um þetta
eru skiptar skoðanir. Sumir
einkum Bretar. vilja flytja að-
alstöðvarnar um leið og
SHAPE. Aðrir, þar á meðal
Danir, eru þeirrar skoðunar.
að margt mæli með því að
aðalstöðvarnar haldi áfram að
vera í Frakklandi. þar sem
Frakkar halda áfram aðild að
NATO og eiga fulltrúa í ráðinu
Áherzlu ber að legga á mikil
vægi áframhaldandi aðildar
Frakka. Ég harma ákvörðun
Frakka, sem veikir NATO, enda
þótt Frakkland haldi áfram að-
ild að samtökunum.
Eg hefi tekið svo til orða,
að hin franska ákvörðun valdi
framkvæmdaerfiðleikum, en
þessir erfiðleikar eru vfirstig
anlegir — i samkomulagi /ið
Frakka sjálfa. Ekki eru um að
ræða neinar hörmungar eða
upplausn Meira að segja getur
þetta frumkvæði Frakka valdið
Krag torsætisráðherra er
nýlega kominn heim úr i
ferðalagi til Parísar og Wash í
ington og ræddi hann áæði
við de Gaulle og Johnson.
Eftir heimkomuna skrifaði
hann meðfylgjandi grein fyr
ir Information.
nýrri endurskoðun á aðstöðu
NATO og allri gerð, sem ekki
hefði orðið úr nú að öðrum
kosti, en ákvörðunina er eikki
unnt að afsaka eða réttlæta
með því.
EINS og nú er ástatt er mik
ilvægt fyrir okkur Dani að
Frakkar halda áfram aðild og
NATO skiptist, ekki upp í land
fræðilegar einingar, án sam-
stöðu og samræmingar og valda
jafnvægið innbyrðis raskast
ekki til muna.
Beðið er með eftirvæntingu
eftir væntanlegri för de Gaiulle
til Moskvu og hafa sumir að
vísu nokkrum beig af henni.
Rætt er um hugsanlega gagn
heimsókn til endurgjalds og at-
hugana, en almennt ástand í
Evrópu verður fyrst um sinn
óbreytt, þrátt fyrir fransk-
sovézka snertingu. Ef til þess
kæmi að aðildarríki að NATO
reyndu hvert um sig að koma
á „nýrri skipan“ í samráði við
Moskvumenn, ylli það veikingu
samtakanna.
Hvað markaðsmál snertir
skiptir breytt afstaða Frakka
ekki miklu máli. Franska ríkis
stjórnin lítur eftir sem áður
svo á, að undir Engletidingum
sjálfum sé komið, hvort þeir
gerist aðilar að Efnahags-
bandalaginu eða ekki. Ef þeir
óski eftir aðild verði þeir að
játast undir sáttmála Efnahags
bandalagsins skilyrðislaust,
ásamt öllum hans viðaukum og
útfærslum í mynd ákvarðana
og reglusetninga í Bruxelle, og
þá sé aðild auðsótt mál. En
dregið er í efa í París að Bret
ar séu fúsir tii þessa og bygg
ist sá efi einkum á tvennu:
Efnahagserfiðleikum Breta
annars vegar og hins vegar
áframhaldandi skuldbindinigum
þeirra gagnvart samveldinu.
Öðrum augum er á þetta Jit
ið i Englandi. Auðséð er, að
íhaldsflokkurinn undir forustu
Heaths er reiðubúinn að ganga
1 Efnahagsbandalagið að heita
má samkvæmt skilmálum de
Gaulles. Verkamannaflokkur-
inn er klofinn í málinu. Eflzt
hefir þó sá hluti flokksins, sem
óskar eftir samningsumleitun
um á nýjan leik. Ef forsætis-
ráðherrann hefði vissu fyrir
alvarlegum samningaumleitun
um væri sennilega mjög
freistandi fyrir hann að reyna,
— en brezka ríkisstjórnin vill
skiljanlega ekki eiga á hættu
endurtekningu atburðanna frá
í janúar 1963.
VIÐ DANIR lítum ekki svo á
að efnahagserfiðleikar Breta
þurfi að vera hindrun í þessu
efni. í fyrsta lagi er það eink
um verk brezku ríkisstjómar
innar að leysa þann vanda.
hvað sem öðru líður, meðal
annars með fjármálaráðstöfun
um- í öðru lagi yrði aðild að
Efnahagsbandalaginu góð leíð
til varanlegrar lausnar, þegar
horft er fram f tímann. Erfið
FVamhald á bls. 15