Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 2
2__________________________TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 11. maf 1966 Aöstoð við vangefna Hver er aðstaða þeirra heim- ila í Reykjavíkurhorg, sem ör- lögin hafa búið það hlutskipti, að annast vangefin börn? Hef- ur borgarstjómin ekki fyrir löngu komið myndarlega til liðs við þau? Allir, sem nokkur kynni hafa af vandamálum vangefins fólks vita, að á landinu öllu eru til vistrúm fyrir um helming þess fólks, ungs og gamals, sem tal- ið er að þarfnast muni nauð- synlega hælisvistar. En það er margt fleira hægt og skylt að gera fyrir þessa einstaklinga en að búa þeim vist á hælum. Styrktarfélag vangefinna .íef- ur rekið dagheimili í Reykjavík fyrir 40 vangefin börn undan- farin fimm ár í húsakynnum, sem félagið kom upp. Áður var gerð tilraun með starfsem- ina í leiguhúsnæði, en pað reyndist óhaganlegra en svo, að fært þætti að halda áfram á þeirri braut. Árlega hefur verið sótt um það til borgar stjórnar Reykjavikur, að þetta dagheimili nyti styrks til jafns við dagheimilin, sem rekin eru fyrir heilbrigðu börnin og einnig, að félagið fengi styrk upp í byggingakostnaðinn. Nokkurt fé hefur á hverju ári fengizt út borgarsjóði til þess- arar starfsemi, en ekki hefur fram á þennan dag þótt skylt að borgin tæki á sig hallann af rekstri þessa dagheimilis, eins og af dagheimilum Sumargjaf ar. Stóð meira að segja í þrefi tvö ár að borgarsjóður kostaði standsetningu á leikvelli við heimilið. Annar meginvandi er alger- lega óleystur í aðstoð við van- gefið fólk. Það er að koma upp vernduðum vinnustofum, þar sem þeir, sem getu hafa til, fá verkefni við sitt hæfi. Margt þetta fólk getur unnið hagnýt og þörf störf, ef það fær þjálf- un og því eru fundin viðráðan- leg verkefni og ef það fær að vinna í næði, þar sem það verð- ur ekki fyrir aðkasti eða trufl- unum, sem ekki verður hjá sneitt á almennum vinnustöð- um. Þeir, sem séð hafa erlendis stofnanir af þessu tagi, hljóta að undrast hve mörgum þeim, sem virðast illa staddir vits- munalega, er hægt að koma til þess þroska, að þeir skipi sitt sæti í þjóðfélaginu, sem full- vinnandi borgarar. Hver léttir það er ölium aðstandendum að vita, að þessum einstaklingum standa opnir vinnustaðir við hæfi, kennsla og leiðbeining. er auðvelt að skilja. Hér í næsta nágrenni starf- ar eina ríkisstofnunin, sem ætluð er vangefnu fólki, hið ágæta hæli í Kópavogi. 1 sam- vinnu við það virðist sjálfsagt og eðlilegt að komið verði hið bráðasta á fót vernduðum vinnustofum fyrir vangefna, svo að þessir einstaklingar fái að njóta sinna hæfileika, ekki síð- ur en þeir, sem alhraustir eru. En Reykjavíkurborg getur ekki leitt hjá sér að leggja sinn skerf til lausnar þessa máls. Andlegur vanþroski á sér margar orsakir, en um lækn- ingu á honum mun ekki vera að ræða. En með lengri þjálf- un. lengri skólavist og starfs- Sigríður Thorlacius þjálfun en almennt gerist, næst meiri þroski hjá mörgum og opnast fleiri starfsmöguleikar en menn skyldi gruna. Þessir einstaklingar þurfa meiri vernd og aðstoð en flestir aðrir og því eru skyldur okkar við þá miklar. Sigríður Thorlacíus. Björn Magnússon og Sveinn Halldórsson. Frá Bókaútgáfunni r»-i ' u „Fjolvis Út er komin Kosningahand-. bók „Fjölvíss" fyrir bæjar og sveitarstjórnarkosningarnar 22. maí næstkomandi. í bókinni er að finna upp- lýsingar um alla frambjóðend ur í þeim sveitarfélögum, þar sem kosið er eftir listum, svo og niðurstöður nokkurra síð- ustu alþingis- og sveitarstjórn arkosninga. í bókinn eru einnig töflur um mannfjölda og tölu kjós- enda á kjörskrá, yfirlit um listabókstafi, eyðublöð til að færa inn kosningatölur er talning hefst, útdráttur úr kosningalögunum og síðast en ekki sízt verðlaunagetraun um úrslit kosninganna í Reykja- vík. -- Bókaútgáfan „Fjölvís" hefur um margar undanfarnar kosn Framhald á bls. 15. Oboiinn gestur frumsýndur KT-Reykjavík, þriðjudag. í gærkvöld var frumsýndur í Félagsheimili Kópavogs gamanleik urinn „Óboðinn gestur“ eftir Svein Halldórsson. Leiksýning bessi er hátíðasýning í tilefni af 75 ára afmæli höfundar, en eins og kunnugt er, hefur Sveinn Hall- lórsson starfað mikið með Leili- félagi Kópavogs. Leikur hann t.d. smáhlutverk í þessu leikriti sínu. „Óboðinn gestur“ er gamanleik- ur í léttum dúr, sem gerist í sum- irbústað læknis uppi í sveit. Ýms- ir hlutir fara að gerast þar en ■itrokumaður frá Kleppi brýzt inn í bústaðinn, en því verður ekki nánar lýst hér. Nokkrum söngvum ■?r skotið inn í leikinn og eru það vísur, sem höfundur hefur samið I við nokkur lög, sem flest eru þekkt. í leikritinu Óboðinn gestur j koma fram átta persónur, en leik- endur eru: Theodór Halldórsson (Geir strokumaður), Júlíus Kol- beins (Ólafur Feilan), Auður Jóns dóttir (Þórunn, kona hans), Guð rún Hulda Guðmundsdóttir, (Ásta) Sigurður Jóihannesson (Þóroddur) og Gestur Gíslas., Sveinn Halldórs son og Björn Magnússon, sem leika leitarmenn frá Kleppi. Leik- stjóri er Klemens Jónsson en leik- mynd hefur Þorgrímur Einarsson gert. Húsfyllir var á frumsýningu leik ritsins og var leikendum klappað | óspart lof í lófa. Að sýningunni jlokinni flutti bæjarstjóri Kópa- ív.ogs, Hjálmar Ólafsson, stutt jávarp, þar sem hann þakkaði Sveini Halldórssyni fyrir framlag hans til leiklistarlífs í Kópavogi. Þakkaði Sveinn með stuttu ávarpi. í sýningarskrá er stutt grein um höfund leiksins og segir þar meðal annars: „Hvar sem leið hans hefur legið hefur hann gerzt frumkvöðull að leiklistarstarfi, og svo var einnig er hann kom hingað í Kópavog, því Sveinn er einn af stofendum Leikfélags Kópavogs og nú heiðurs félagi þess. Störf Sveins eru fjöl- þættari en margur veit. Hann hef- ur ekki einungis leikið og stjórn- að leiksýningum, heldur einnig stungið niður penna og samið leik- rit, hversu mörg vita víst fáir þvi lítt hefur hann hampað þeim verk um sínum. Leikfélag Kópavogs hefur nú sýningar á leikriti hans „Óboðinn gestur" skömmu eftir sjötiu og fimm ára afmæli hans og v;ll með því heiðra heiðursfélaga sinn og forgöngumann, sem ætíð hefur ver ið félagsins stoð og stytta og mur. eflaust verða það framvegis." Kosningahappdrætti Skrifstofa kosningahappdrættis Framsóknarflokksins er að Hringbraut 30, á horni Tjarnargötu og Hringbrautar. Skrifstofan er opin alla daga frá 9—12 og 1—10, símar 1-29-42 og 1-60-66. Gerið skil sem allra fyrst. Umræðufundur um stækkun sveitarfélaga Stúdentafélag Suðurlands efnir til almenns umræðufundar mið- vikudagskvöld, 11. maí í félags- heimilinu Borg í Grímsnesi. Verð- ur þar fjallað um málefni, sem nú er mjög komið á dagskrá. Frummælendur eru beðnir að lýsa afstöðu sinni til hugmynda, sem fram hafa komið um stækk- un sveitarfélaga, varðandi fræðslu héruð og skólahéruð, um endur- skoðun á skipan prestakalla og um breytingar á sýslumörkum og yfirstjórn héraða. Vafalaust ber og á góma stærð annarra félags- heilda í dreifbýli svo sem félags- heimilaumdæmi, sjúkrasamlög og fleira. Frummælendur á fundinum verða fjórir: séra Sigurður S. Hauk dal, oddviti Vestur-Landeyja- hrepps, Steinþór Gestsson, oddviti Gnúpverjahrepps, Unnar Stefáns- son, viðskiptafræðingur og Ölver Karlsson oddviti Áshrepps í Framhald á bls 15 Frá B-listanum / Reykjavík Hafið samband við hverfaskrifstofurnar. — Gefið upplýsingar um nýja kjósendur og kjósendur listans, sem eru fjarverandi eða verða fjarverandi á kjördag. Allir til starfa fyrir B-listann. Hverfaskrifstofur eru á þessum stöðum: Fyrir Melaskólann: Hringbraut 30 sími: 12942 Fyrir Miðbæjarskólann: Tjarnargata 26 sími: 15564. Fyrir Austurbæjarskólann: Laugavegur 168 sími: 23519. Fyrir Sjómannaskólann: Laugavegur 168 sírni: 23518. Fyrir Laugarnesskólann: Laugavegur 168 sími: 23517 Fyrir Álftamýrarskólann: Álftamýri 54 sími: 38548- Fyrir Breiðagerðisskólann: Búðargerði 7 sími: 38547. Fyrir Langholtsskólann: Langholtsvegur 91 símar: 38549 og 38550 Allar hverfa skrifstofurnar eru opnar frá kl. 2—7 og 8—10, nema hverfismiðstöðin að Laugavegi 168 sem er opin frá kl. 10—12 og 1—7 og 8—10. Sími 23499. Sjálfboðaliðar. Stuðningsfólk B-Iistans, Iátið skrá ykkur til starfa og útvegið sem allra flesta til að vinna fyrir B-listann á kjördegi. Þeir sem vilja lána BÍLA Á KJÖRAG, eru vinsamlegast beðn- ir að tilkynna það skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26. Símar: 16066, 15564, 12942 og 23757. VINNUM ÖLL AÐ GLÆSILEGUM SIGRI B-LISTANS Utankjörstaðakosning. Allar upplýsingar varðandi utankjörfundarkosningu er hægt að fá á skrifstofu flokksins Tjarnargötu 26, símar: 19613 16066 — 15564 — 12942 og 23757. Kosning fer fram í Búnaðarfélags- húsinu við Lækjargötu kl. 10—12, 2—6 og 8—10 alla virka daga. Sonnudaga kl. 2—6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.