Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 11
MEÐVIKUDAGUR 11. maf 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA TOIVI TULLETT 59 10.300 dollara. Þær hafði áritað Juna Ortega-Ramirez, sem bar vegabréf frá Perú og kvaðst vera frá Lima. Lýsingunni á Ramierez bar í öllu saman við þá sem fyrir var á „bandaríska flotaforingjanum“ Huffman og starfsaðferðin var sú sama, þeir einu sem urðu fyrir barðinu á svikar- anum voru skartgripasalar, kaupmenn og hótel. Líklega hefur bófanum þótt nafnið Huffman orðið full þekkt. Næst bar hann niður í Amersterdam og var það í þrettánda skiptið. Nú kom hann fram sem Robert Emil Hudec og bar bandarískt vegabréf gefið út í London. Þarna tókst honum upp. Hann keypti gimsteinasamstæðu af kunn- um gimsteinasala. Eftir langt þjark um verðið borgaði hann með 153 fölsuðum 100 dollara ferðaávísunum. Kaupmað- urinn var svo ánægður með viðskiptin, að hann gaf þessum fjáða viðskiptavini að skilnaði sígarettukveikjara úr gulli, en mesti ljóminn fór af þvi höfðingsskaparbragði, þegar hann fékk ávísanimar endursendar. Enn átti lýsing svikahrappsins við Huffman, og lögreglunni virtist að hér gæti aðeins einn maður verið að verki, þótt hann notaði mismunandi nöfn og þjóðemi. Öllum, sem urðu fyrir barðinu á honum bar saman um að bíll biði álengdar meðan svikin væm framin, en aldrei hafði hafzt upp á neinu skráningarnúmeri né fleira fólk sézt. Fregnir höfðu borizt af samskonar fölsunum í umferð í Frakklandi, Ítalíu og Spáni, en á þeim ávísunum var annað flokksnúmer, og lögreglan ályktaði af því að þar væri annar falsari á ferðinni. Þá barst gagnleg vitneskja frá bandarískum yfirvöldum. Komið hafði í ljós, að fyrsta ávísunin af þessu tagi hafði verið seld um borð í skipinu America á siglingu frá New Yok til Le Havre fyrir sex mánuðum. Hún varð rakin til farþega að nafni Antonio Buchan-Genes, sem var fæddur í Mexíkó og bar mexikanskt vegabréf gefið út í New York. Með honum voru tveir ferðafélagar, Portúgalar, sem keypt höfðu farseðla samtímis af sömu ferðaskrifstofu. Annar þeirra hafði Chrysl- er-bíl meðferðis og allir þrír virtust mjög samrýndir. Ferðafélagarnir reyndust heita Ribero-Ginja, 43 ára gam all, og Costa-Carbal, 31 árs flugmaður. Leynilögreglumenn undir stjórn Emile Benhamou tóku til óspilltra málanna að leita þessara kumpána. Benhamou er ekki hár í loftinu, en kraftalegur dugnaðarforkur og snjall leynilögreglumaður. Hann starfar hjá frönsku ríkis- lögreglunni í París. Sérgrein hans eru falsarar, og hann er gagnkunnugur glæpalýð Frakklands en þó sér í lagi Parísar. Brátt komst hann að raun um að Antonio Buchan-Genes hafði gist í Stokkhólms-hótelinu í París ásamt Costa-Carbal og Ginja Julio í janúarbyrjun 1957. Nöfnin voru svo lík að enginn vafi var á að þarna voru komnir farþegarnir af America. Chrysler-bíllinn sem Ribeiro-Ginja hafði haft meðferðis frá Bandaríkjunum hafði líka sézt. Þeir þremenningarnir höfðu flutt í Grand Hotel og skilið þar, því Buchan-Genes reyndizt hafa gist í Hotel du Chateau Frontenac. Ferill Ginja varð rakinn milli hótela í París langt frameftir árinu, og Benhamou komst að raun um að tvisvar hafði verið í slagtogi með honum miðaldra Portúgalsmað- ur, Manuel da Silva Brazao. Smátt og smátt kom á daginn að einhver tengsl voru milli þessara manna allra og Huffmans, og þeir höfðu starfað saman í Evrópu. Vitneskja frá öðrum löndum sannaði að Costa-Carbal og Buchan-Genes höfðu ferðazt til Antwerp- en og Ginja kom þar við skömmu síðar. Dagsetningar • báru með sér að þetta var um sama leyti og demanta- kaupmanninum var greitt með fölsuðu ávísunum. í júlí var Ginja staddur í Biarritz ásamt Manuel da Silva Brazao og tveim öðrum mönnum sem ekki höfðu komið fyrr við sögu, Kúbumanni að nafni Manuel Valdez og Portúgalsmanninum Antonio da Souza. Nú fór að verða unnt að raða brotunum saman svo þau mynduðu heild. Lýsingar gáfu til kynna að Huffman, Costa-Carbal og Valdez væru einn og sami maður. Þar að auki komu lýsingar lögreglu- stjórna Ítalíu og Hollands á þeim J.O. Ramirez og Robert Emil Hudec nákvæmlega heim við lýsinguna á Huffman. Frekari vitneskja um bófalokkinn fékkst smátt og smátt í hótelum Parísar. í La Régence Étoile kom á daginn að þangað heimsótti þá Ginja og da Silva Brazao oft mað- ur sem svipaði mjög til lýsinga á Huffman og virtist DANSAÐÁ DRAUMUM HERMINA BLACK 19 hafi kvalizt af sársauka, þá hefur hún vissulega ekki gert það, svar- aði Jill. — Þetta hefur verið óþægilegt fyrir hana, og — hún hefur verið áhyggjufull. En nú er hún hamingjusöm. — Guði sé lof fyrir það! Jill datt i hug, að þakklæti hans væri fremur vegna hans sjálfs en Söndru, og hún minntist þess að Sandra hafði sagt að hann hat- aði veikt fólk, og alls kon- ar veikindi. Það mundi vera svona manni mátulegt, ef hann yrði ein hvern tíma reglulega veikur sjálf- ur, hugsaði Jill af óvanalegri ill- girni. Einhvern veginn hafði hún ekki getað fellt sig við þetta fríða, ómannlega fyrirbæri, og eft ir að hafa sagt honum að „gjöra svo vel að bíða,“ fór hún aftur að bera hann saman við Vere Carr ington. Hvað sem hægt væri að segja slæmt um Vere, þá var hann að minnsta kosti ekki ómannlegur á sama hátt og hún hafði sam- stundis fundið á sér að þessi mað- ur var. Hún var komin að herbergis- hurð Söndru, þegar hún opnaði og nuddkonan kom út. Jill stanzaði og skiptist á nokkrum orðum við hana og fór síðan inn. Sandra hallaði sér aftur á bak á koddann og virtist föl og frem- ur þreytuleg. — Halló, heilsaði hún. — Á ég raunverulega að ganga gegnum þetta á hverjum degi? Ég held ég vilji frekar vera í gipsi. — Þú hættir að taka eftir því eftir tvö fyrstu skiptin, sagði Jill glaðlega. Hún hikaði, ætti hún að segja Söndru, að Glyn væri kom- inn, eða ætti hún að senda hann aftur til baka? Síðan,. þegar hún mundi að hann gæti ekki komið aftur, sagði hún treglega: — Gesturinn þinn er kominn. En ef þú ert mjög þreytt — — Eg er ekkert þreytt. Vísaðu honum strax inn. Sandra hálf reis upp i rúminu. — Ég segi það satt, við hefð- um átt að hringja og segja hon- um að koma ekki, sagði Jill og var gröm við sjálfa sig. — Ég er viss um, að hr. Carrington mundi ekki vilja að þú fengir gest í dag. — Mér er alveg sama hvað hr. Carrington vill, sagði Sandra hryssingslega. — Réttu mér speg- il. Lít ég hræðilega úr? Varalit, fljótt! Þarf ég kinnalit? Glyn hat- ar að bíða. Það var enginn vafi á því, að þessi heimsókn var mikilvæg fyr- ir hana. Jill rétti henni það sem hún bað um og þegar hún var til- búin fór hún og kallaði á Glyn Eirol. En þegar hún leit við á leið sinni út úr herberginu, gat hún ekki séð merki um neitt nema kurteislega kveðju á and- liti sjúklingsins, þegar Sandra rétti út böndina og sagði: — Halló þú ert þá koaninn. Vn kapítuli. Sandra hélt áfram að brosa eft- ir að dyrnar höfðu lokazt og hún var ein með gesti sínum. Hann hafði gengið að rúmi henn ar og tók um hendi hennar og stóð og horfði niður til hennar ygldur á brún. — Jæja, sagði hann. — Þú ert ekki enn farin að hlaupa — en mér skilst samt, að þú eigir að fara í tíu mílna gönguferðir á næstunni. — Bíddu og sjáðu hvað verður að gerast næst þegar við hittumst, sagði hún. — Þú komst virkilega hingað? Seztu niður — ef þú hef- ur lokið þér af við höndina á mér — Mér þætti það betra, ef ég gæti ekki séð í gégnum hana. Hann rannsakaði fallega, granna hönd hennar gagnrýnandi áður en hann sleppti henni. Síðan settist ! han niður á stólinn sem hafði verið settur fram fyrir hann og leit f kringum sig og út um glugg ann. — Þetta er ekki svo slæmt ! af spítala að vera. Hvar koma þeir sjúklingunum fyrir? —Þeir hreinsuðu þá alla í burtu því að þeir vissu að þú varst að koma, sagði Sandra kaldhæðnis- lega. — Þeir vildu ekki særa hin- ar „viðkvæmu" tllfinningar þínar. Hann yppti öxlum og bar eng- in merki um viðkvæmar tilfinn- ingar. — Hvað sem öðru lfður þarf ekki að hreinsa þig f burtu. — Segðu ekki að þú ætlir að fara að fyrirgefa mér fyrir að voga mér að eyðileggja fyrirætl- anir þínar, sagði hún. — Ég treysti þvi, að f framtfð- inni verðir þú varkár með hverj- um þú ekur, og haldir þig við Ieigubílana eftir veizlur. Það var ekki minnsti vottur af samúð i rödd hans. — Þætti þér betra að ég lok- aði mig inni f glerbúri á milli sýninga? spurði hún. — Fremur en að hætta á að eyðileggja starfsferil þinn, svar- ði hann ósnortinn. — En þessi skurðlæknir virðist nú hafa gert við þig. Hvenær getur þú dansað aftur?^ — Ég veit það ekki — hún hætti við að segja, að hún vissi jafnvel ekki hvort hana langaði til að dansa aftur. Og samt hefði hún dansað berfætt til enda ver- aldar fyrir hann, ef hann hefði sagt eitt vingjarnlegt orð — sýnt 'eitthvert merki þess að honum stæði ekki á sama um hana. En honum er alveg sama! hugs- aði hún — um mig Allan tím- ann sem ég gat ekki gengið og var niðurdregin forðaðist hann imig. Það er ballettinn sem hon- _____________________________ 11 um er umhugað um — alltaf ball- ettinn. Hann lítur aðeins á mig sem hluta af honum — mikilvæg- asta hlutann. Skyndilega hataðl hún starfið, sem hafði verið meira en hálft líf hennar. Það versta við það allt var, að hún var viss um, að Glyn Errol vissi að bún bar hlýjar tilfinning- ar í brjósti til hans. En hve hað væri gott, ef hægt væri að kon.a honum f skilning um að það gæti einhver annar komið til greina en hann, einhver sem gæti orðið henni mikilvægari en hann. Hún sagði brosandi: — Þú verð ur endilega að hitta skurðlækn- inn minn þegar þú kemur frá Ameríku. Hann er mjög aðlaðandi maður — og auðvitað stend ég í mikilli þakkarskuld við hann. Hann hefur ekki heyrt um þig ennþá, en þið tveir verðið að hitt- ast! Ef hún hafði vonazt eftir að hafa einhver áhrif á Glyn, þá varð hún fyrir vonbrigðum. Fritt, fremur kaldhæðnislegt andlitið við hlið hennar var óhaggað. — Ég býzt við að honum hafi verið mjög vei borgað nú þegar, ekki satt? spurði Glyn. — Þú læt- ur nú sjúkrasamlagið eiginlega ekki borga þetta, er það? Og ég býst ekki við að þessi maður geri þeta aðeins af mannkærleika — ekki það, bætti hann við örlítið hraðar en hann átti vana til ,— að ég sé vanþakklátur fyrir það sem hann hefur gert. En Sandra fann beizklega, að þakklæti hans var aðefns veena þess að Vere Carrington hafði gert við brúðuna sem hann — Gtvarpið Miðvikudagnr 11. maf 7.00 Morgunútvarp 12 00 ládeg isútvarp 13<00 Við vinnuna 15. 00 Miðdegisútvarp 16 30 Xlðdeg 'sútvarp 18 00 Lög á nikkuna 18 45 Tilkynningar 1920 Veðurfregn ir 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þáttinn 20 05 Efst á baugi Björn Jóhannsson og Tómas Karlsson tala um erlend mál- efni 20.35 Raddir lækna Ragn ar Karlsson talar um svefn ng svefntruflanir 21 00 Lög unga fólksins Gerður Guðmundsdótt ir kynnir 22.00 Fréttir >g veð urfregnir. 22.15 „Mvnd i snegli" saga eftir Þóri Bergsson P'inn borg Örnólfsdóttir og Arnar Jónsson lesa (2 ) 22.35 Kammer tónleikar. 23.15 Dagskrárlok. Fimmtudagur 12. maf 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- degisútvarp 13.00 Á frivaktinni 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síð degisútvarp 18.00 Lög söngleikj- um og kvikmyndum. 18.45 Til kynningar- 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglejt mál Árni Böðvarsson talar 20. 05 Konisert í F-dúr eftir Vfvaldi Baoh. 20.15 Ungt fólk f útvaroi Baldur Guðlaugsson kynnir þ&tt með blðnduðu efni 21.00 Sinfóniuhljómsveit fslands held ur ténleika f Háskólabfói Sti. Igor Buketoff. Söngkona: Adele Addison frá USA. 21.45 Kvæði eftir Davfð Áskelsson. Baldvin Halldórsson leikari les. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 „Mynd 1 spegli** eftir Þóri Bergsson. Finnborg Örnólfsdótt ir og Arnar Jónsson lesa (3> 22.35 jassþáttur Ólafur Steph ensen kynnir 23.05 Bridgebátt ur Hjalti Elfasson og Stefán Guðjohnsen ræðast við. 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.