Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 16
KJOSENDAFUNDUR B-LISTANS k AKUREYRI Kjósendafundur B-list- ans á Akureyri verður haldinn í Borgarbíói næst- komandi laugardag kl 4 síðdegis. Tíu af frambjóð- endum listans flytja stutt- ar ræður. Fundarstjóri veríiur Ingvar Gíslason. al- þingismaður. Fundarritar- ar verða Kolbrún Baldvins dóttir og Hákon Hákonar- Framhald á bls. 14. Vinnuhagræðing borgarstjórnarmeirihiutans VISITALA VORU OG ÞJÓNUSTU: HÆKKUN 114% TK—Reykjavík, þriðjudag. Hér birtist Iínurit yfir vísitölu vöru og þjónustu s. 1. 6 ára. Sýnir hún þróun í verðlagsmálum frá ársbyrjun 1960, er núverandi ríkis- stjórn hóf aðgerðir sínar í efnahagsmálum, snjallræðunum til stöðv- unar verðbólgunni. Stöðvun verðbólgunnar var aðal stefnuskrármál stjórnarinnar og var sagt, að allt annað væri unnið fyrir gýg, ef það tækist ekki. Eindæma góðæri og mikil biðlund verkalýðshreyfingar- innar hefur þó ekki létt undir með snjallræðunum, eins og opinberar tölur um verðlagsþróunina sýna. Vísitala vöru og þjónustu hefur hækk að um hvorki meira né minna en 114% síðan ríkisstjórnin tók til við starf sitt. Ekki fæst ríkisstjórnin þó til að viðurkenna, að eitthvað sé bogið við „snjallræðin", heldur segir, að allt sé þetta kröfuhörku Iaunþega í kaupgjaldsmálum að kenna- Ætla menn að skrifa undir það í kosningunum annan sunnudag? „VIÐREISNAR“-VERÐBOLGA SKÓLAMÁLI N Framsóknarflokkurinn leggur áherzlu á, að skólahúsnæði borg arinnar verði á næstu árum auk ig svo, að bætt verði úr þeim gífurlegu húsnæðisvandræðum sem nú torvelda eðlilegt skóla- starf og lýsa sér m. a. í því að tvísett eða þrísett er í nálcga allar almennar kennslustofur bama- og gagnfræðaskóla, að stöðu fyrir sérkennslu vantar við fjölmarga skóla og nemend ur verða að þeytast milli kennslustaða, víðs vegar um borgina og vera í skólunum á ýmsum tímum dagsins, öllum til mikilla óþæginda. Leggur flokkurinn sérstaka áherzlu á eftirfarandi: að skólahúsnæði vcrði aukið svo á næstu árum að einsetja megi í almennar kennslustofur, að húsnæði fyrir sérkennslu svo sem handavinnu, matreiðslu og íþróttir verði reist jafnhliða almennum kennslustofum, að reistur verði heimavistar- skóli I nágrenni borgarinnar fyr ir unglinga á gagnfræðastigi, að byggingu Vcrknámsskólaps verði hraðað og hann búinn nauðsynlegum kennslutækjum og starfsemi skólans tengd at- vinnulífi borgarinnar og iðn- fræðslunni meira en nú er, að byggður verði sem fyrst æf- ingaskóli fyrir Kennaraskólann, að komið verði á sérfræðinám skeiðum fyrir kennara og þeir studdir til framhaldsnáms. að samstarf hcimila og skóla verði aukið og bindindisfræðsla í skólum efld. BROTIZT LYNGAS KT—Reykjavík, þriðjudag. Um helgina var brotizt inn í barnaheimilið Lyngás. heimili Styrktarfélags vangefinna við Safamýri og unnin þar spjöll á verðmætum. Atburðurinn hefur átt sér stað á sunudagskvöld, en þá voru engin börn á heimilinu. Að því er forstöðukona barna- heimilisins, Jónína Eyvindsdóttir, sagði í viðtali við Tímann í dag höfðu spellvirkjarnir rifið nður rólu. brotið og eyðilagt bekki í litlu garðhúsi við heimilið. Þá höfðu þeir komizt í þvottahús barnaheimilisins og kveikt á þvottapotti, fullum af þvotti, með þeim afleiðingum, að þegar komið ,var að þvottahúsinu morguninn eftir, var allur þvotturinn ónýtur. Einnig munu spellvirkjamir hafa átt eitthvað við hitaveituna í hús inu svo hún þyrfti viðgerðar við. Ekkert munu þeir þó hafa tekið með sér, er þeir yfirgáfu stað- inn. Jónína gat þess, að á sunnu dagskvöld hefðu sézt nokkrir drengir 12—14 ára gamlir að leik við heimilið og vildi hún beina þeim tiimælum til foreldra í nágrenni heimilisins, að láta börn sín ekki leika sér á lóð þess. Ha — útsvörin — hækkaS um 140%. — Er það eitt- hvað til að gera veður út af? KOSNINGAFUNDUR UNGA FÓLKSINS Félag ungra Framsóknar- annað kvöld, fimmtudag, manna í Reykjavík býður kl. 8.30 síðdegis. ungu fólki til fundar í Lídó Stuttar ræður og ávörp flytja á fundinum: Baldur Óskarsson, formaður FUF, Bjarni Bender framreiðslu maður, Daði Ólafsson, hús- gagnabólstrari. Daníel Hall dórsson, fulltrúi, Gunnar Bjarnason, leikmyndateikn ari, Halldóra Sveinbjörns- dóttir, bankagjaldkeri, Hörður Helgason, forstjóri Jón A. Ólafsson, lögfræð- ingur, Ólafur Ragnar Grímsson, hagfræðingur og Tómas Karlsson, blaða- maður. Einar Ágústsson, borgar fulltrúi og alþingismaður. ávarpar fundinn. Fundarstjóri verður ör- lygur Hálfdanarson, for- maður Sambands ungra Framsóknarmanna, og fundarritarar Kristín Karls dóttir, húsfreyja, og Krist- ín Jóhannesdóttir, mennta- skólanemi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.