Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTIR MJBVIKUDAGUR 11. maf 1966 ÍÞRÓTTlfl Bæjakeppni Rvíkur og Akraness í kvöld Leikurinn hefst kl. 20.15 á Melavelli TÍMINN 13 Merkur áfangi ná'ðist á síðasta ári, þegar félagið vann Bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti. Myndin cr af bikarmeisturum Vals. Valur 55 ára í dag Bæjarkeppni í knattspyrnu milli Reykjavíkur og Akraness verður háð á Melavellinum kvöld og hefst Idukkan 20.15. Lið Reykja- víkur var valið í fyrrakvöld af XRR og kemur í ljós, að það er Námskeið í frjáls- íþróttum Frjálsíþróttadeild KR. efn ir til námskeiðs í frjálsiþrótt um fyrir unglinga á aldrin um 12—16 ára á fþrótta- svæði félagsins við Kapla- skjólsveg og hefst fimrntu- daginn 13. maí n. k. kl. 8-30—10. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Þjálfari verður hinn góð- kunni þjálfari fél. Benedikt Jakobsson, og honum iil að- stoðar verða nokkrir þekkt ir frjálsíþróttamenn, svo sem Valbjöm Þorláksson, Svavar Markússon, Sigurður Bjömsson, Einar Frímanns son ö. fl. f lok námskeiðsins, 31. maí fer fram sveinameistara mót Reykjavíkur 1966 og geta allir tekið þátt í því sem vilja. Frjálsíþróttadeildin vænt ir þess, að allir þeir er tóku þátt í innanhússnámskeiðun um s. 1. vetur, komi á þetta námskeið svo og aðrir nýj ir menn er áhuga hafa á íþróttum fyrir hrausta unga menn. MINNING Framhald af bls. 8. bæri hann á torg. Hún lagði sál sína í það, sem hún vann. Hand- lagni hennar og smekkur var frá- bær og bera henni margir munir fagurt vitni, þar á meðal atlaris- dúkur í Þingeyrarkirkju. Svanhildur kvaddi þetta líf á Landakotsspítala. Hún er harm- dauði vinum og vandamönnum sök- um þess að hún var gædd miklum persónuleika, sem yndi var að skyggnast inn í og deila stundum með. Ég vil þakka henni persónu- lega sem frænku og góðum vini- Ég þakka líka fyrir hönd manns míns og tengdafólks, sem alla tíð hefur átt saman vinsamlega sam- leið með henni og hennar fólki. Þessar fáu línur skrifa ég af þakk- látum huga til hennar. Ég á margra ánægjustunda að minnast af heimili þeirra hjóna. Nú þegar hún er dáin, finn ég, að það hefur komið skarð í frændgarð minn, sem ég hef kannski ekki skilið fyrr en nú, að ekki verður fyllt af öðrum. En ég er reynslunni ríkari, með sínu lífi var hún fyr- irmynd í þolgæði og stillingu og þess og annars góðs úr fari henn- ar mun ég ávallt minnast. Öllum ástvinum hennar sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. J. J. mestmegnis skipað yngri leikmönn um. Lið Reykjavikur er þannig skip að talið frá markverði til vinstri úthefla: Hallkell Þorkelsson, Fram Jóhannes Atlason, Fram, Þor- steinn Friðþjófsson, Val, Ómar Magnússon, Þrótti, Anton Bjarna- son, Fram, Ólafur Ólafsson, Fram, Reynir Jónsson, Val, Eyleifur Haf- steinsson KR, Hermann Gunnars- son, Val, Guðmundur Haraldsson, KR og Axel Axelsson, Þrótti. f lið Akraness vantar hina gömlu kempu Ríkharð Jónsson, sem leikið hefur með liðinu vor, en liðið verður þannig skipað: Jón Ingvi Ingvarsson, Guðmundur Hannesson, Kristján Ingvarsson, Benedikt Valtýsson, Bogi Sigurðs- son, Jón Leósson, Rúnar Hjálm- arsson, Matthías Hallgrímsson Guð jón Guðmundsson, Björn Lárusson og Þórður Jónsson. Eins og fyrr segir, hefst leik- urinn kl. 20.15. Fjórir nýir landsdómarar Fyrir skömmu voru skipaðir fjórir nýir landsdómarar í knatt- spyrnu, en það eru þeir Hilmar Ólafsson, Fram, Karl Jóhannsson, KR, Halldór Backmann, Þrótti, og Róbert Jónsson, Val. Tveir hinir fyrstnefndu eru báð ir kunnir handknattleiksmenn, en hafa einnig tekið mikinn þátt í knattspymu. Karl er einnig lands dómari í handknattleik. Róbert Jónsson hefur einnig dæmt mikið í yngri flokkunum síðustu ár, en hann er einnig kunnur unglinga- þjálfari. Halldór Backmann hefur dæmt mikið í yngri flokkunum. Úrslit í kvöld Úrslitaleikurinn í Evrópubikar. keppninni \ knattspyrnu, keppni meistaraliða, verður háður í Bruss el í kvöld, en eins og kunnugt er, þá leika Real Madrid og Partizan til úrslita. MINNING . . . Framhald af bls. 8. Dýrafirði. Mikilhæfri konu, sem var manni sínum stoð og stytta. Þeirra börn eru: Vilhjáltnur Steinn, kvæntur Sólveigu Guðjóns- dóttur, Helga Valgerður, gift Sven Frahm, þau búa í Gautaborg, Gísl- ína, gift Bjama Sæmundssyni og Guðmundur Jón, sem enn er í föð- urhúsum. Saga Vilhjálms S. Vilhjálmsson- ar er ekki skráð hér. Hann var mikil hetja í sínu lífi. Aðeins tveggja ára gamall fær hann löm- unarveiki og liggur í rúminu lang- tímum saman upp frá því. En hann lætur það samt ekki á sig fá, býzt til manns og styður aðra. Hlýtur frama og rís yfir um- hverfi sitt. Minning um Vilhjálms S. Vilhjálmsson mun verða lang- 11 - Ég votta ástvinum hans samúð. Jónas Guðmundsson. Knattspymufélagið Valur er 55 ára í .dag. Það var stofnað 11. maí árið 1911. Stofnendur þess voru nokkrir drengir innan KFUM. Séra Friðrik Friðriksson hinn þjóðkunni æskulýðsleiðtogi, sem flestum öðrum var skyggnari á það, sem mætti verða ungum pilt- um til nokkurs þroska, gerði sér ljósa grein fyrir uppeldis- og þroskagildi íþrótta. Hvatti hann því mjög eindregið til þessarar fé- lagsstofnunar. Valur var fjórða knattspyrnu- félagið, sem stofnað var í bæn- um, og var svo um árabil, eða allt þar til Þróttur kom til sög- unnar. Það fór heldur ekki mikið fyrir félaginu fyrst j stað, sem og var varla von. En því óx smám sam- an fiskur um hrygg og vegur þess fór jafnt og þétt vaxandi. Valur hefur og jafnan átt þvi láni að fagna að hafa á að skipa hinum vöskustu mönnum. Mönnum, sem hafa borið merki félagsins fram til sigurs jafnt á leikvelli, sem í hinu félagslega starfi. Um það ber aðstaða félagsins í dag, til starfa og leika, ljósastan vottinn. Það er nú orðið langt síðan að Valur varð eitt af forystufélögum bæjarins, í þeirri íþrótt, sem það upphaflega var stofnað um — knattspyrnuíþróttina — Félag- •ið hefur auk þess tekið upp á RAÐSKONA Óska eftir ráðskonustöSu í sveit. Upplýsingar í síma 92-1577. SKOLI j pálmason, héraSsdómslögmaður. Sambandshúsinu, S.hasð Sölvhólsgötu 4, Símar 12343 og 23338. stefnuskrá sína hin síðari ár, bæði handknattleik og skiðaíþróttina og með ágætum árangri. Fyrir nokkrum árum var gerð sú félagslega skipulagsbreyting innan Vals, að skipta félaginu í deildir. Var stofnað til þriggja deilda þ.e. Knattspyrnudeild, for- maður Björn Carlsson, handknatt- leiksdeild, formaður Þórarinn Ey- þórsson ,og Skíðadeild formaður Sigurður Tómasson. Með deildar- skiptungunni hefur náðs aukinn árangur í störfum, bæði félagslega og leikrænt. Valsmenn unnu á s.l. ári Bik- arkeppni KSÍ, og mun á þessu afmælisári sínu taka þátt í Evrópu- bikarkeppninni. í handknattleikn um hafa flokkar félagsins getið sér góðan orðstír, og hafa kvennaflokk ar félagsins þá átt óskilið mál og eru Valsstúlkur fslandsmeistarar nú í handbolta og hafa verið það þrívegis í röð, auk margra góðra sigra í yngri flokkunum. Segja má, að það sem öðru frem ur hafi einkennt Valsfélaga, hafi verið samstarf, samhentir hafi fé- lagarnir staðið að hverju stórátak- inu öðru meira, á liðnum árum, og aldrei unnt sér hvíldar í því upp- byggingarstarfi, að búa í haginn fyrir sig og verðandi félaga. Hin margvísl. mannvirki á félagssvæð- inu að Hlíðarenda vitna bezt þar um. f bróðurlegu samstarfi við önnur félög innan sambanda og ráða, hafa Valsfélagar heldur ekki legið á liði sínu á liðnum árum. Enda hafa forráðamenn félagsins jafnan verið sér þess fullkomlega meðvitandi að starfsemi íþróttafé- laganna er mikið þjóðfélagslegt ábyrgðarstarf. Hér er ekki tækifæri til að rekja sögu þessa merka félags, sem um margt svipar til sögu annarra fé- laga, sem á sama vettvanigi hafa starfað. En þeim sem kynnast vilja nánar starfi félagsins, skal bent á hið mikla og vandaða rit um sögu þess, sem skráð var í tilefni 50 ára afmælisins árið 1961. Þar er gert ítarlega grein fyrir margþættri starfsemi liðinna ára, í máli og myndum, starfi sem átti upphaf sitt í fámennum hópi lítilla drengja innan Kristilegs fé- lags ungra manna, fyrir 55 árum. í dag kl. 4—7 minnast Valsmenn þessara tímamóta í sögu félags síns, ásamt vinum sínum og sam- herjum innan íþróttahreyfingar- innar, sem þeir vonast til að sjá sem flesta í hinu vistlega félags- heimili sínu að Hlíðarenda. Stjórn Vals skipa nú þessir menn: Páll Guðnason, formaður Gissur Vagnsson Friðjón Friðjónsson Þórður Þorkelsson Einar Björns- son Björn Carlsson og Þórarinn Eyþórsson. SUMARDVÖL BARNA Sumardvalarheimili barna verður starfrækt 1 Steinsstaðaskóla 1 Lýtingsstaðahreppi mánuðina júní, júlí og ágúst. Nokkur börn á aldrinum 5—8 ára geta enn komizt að. Upplýsingar gefnar í síma 34872 kl. 8—10 síðdegis, fimmtudag og föstu dag. ATHUGIÐ Sá, sem tók tösku í misgripum í sl. viku með áætl- unarbíl frá Borgarnesi, er vinsamlegast beðinn að skila henni á Umferðarmiðstöðina. Taskan var merkt „Jón Arason".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.