Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 11. ma,' 196« Minning ;vanhildur Ölafsdótt- ir Hjartar Strengurinn, sem liggur milli vina og vandamanna verður kann- ski aldrei metinn réttilega fyrr en hann brestur Kannski er það veikleiki manns. Kannski getur það ekki öðru vísi verið, lögmálsins vegna. Hér lauk ekki Iangri ævi. En hér lauk langri ferð um. djíffian dal veik- inda og þjáningaijj rr Frá unglingsárunuim háði Svan- hildur harða baráttu og lagði ætíð allan sinn mátt í sigur yfir þung- bærum sjúkdómi og oft þjáninga- miklum. Þó þessi barátta færði benni aldrei nema stundar grið, þá öðlaðist hún í gegnum hana mikinn andlegan þroska. Miklar námsgáfur og mjög góð almenn greind, sem ekki kom til greina innan langskólaveggja sökum sí- felldra veikinda, gáfu henni eigi að síður innsýn menntamannsins í tilveruna. Hismi hins fallvalfa veraldargengis var henni löngu Ijóst. Hún gat þvíþrátt fyrir snemma brostnar vonir um að geta notað líkamsþrótt sinn í baráttu lífsins, notið þeirrar gleði oq þeirrar hamingju, sem lífið færði henni inn í þann þrönga ramma, sem það hafði þó sniðið henni til þess að njóta þeirra í Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Grími Kristgeirssyni rak- arameistara á ísafirði, og þar s'efnuðu þau fyrsta heimili sitt. Mér er minnisstæður sá hamingju- ljómi, sem umvafði þau þá. og gerði heimilið að paradís 14. maí 1°4S eignuðust þau s_on, sem varð þeirra einkabarn, Ólaf Ragnar, sem nú hefur lokið námi í hag- fræði. Ekki leyfði heilsa hennar a* hún annaðist hann fyrstu árin, en harmabót var henni að vita hann í höndum foreldra sinna, þeirra sæmdar hjóna, Sigríðar Eg- ilsdóttur og Ólafs Hjartar járn- smíðameistara á Þingeyri við Dýra finrð, sem veittu honum umönn- un góðs hjarta og fórnfúsra handa. Ekki verður hér rakin nánar aett eða ferill Svanhildar, en það er vist, að leið hennar sem mikið lá milli sjúkrahúsa er vammlaus o° manngerð hennar öll var ætt h°nnar og afkomanda til hins fy'lsta sóma. Hún var hrifnæm kona. Gleðin ya’ henni mjög innileg. Sársauk- im kannski líka þeim mun dýpri. en aldrei varð ég vör við að hún cvamhald á bls. 13. Hvað segja (?ær um fiskinn? Við litum inn í nokkrar fisk- búðir í bænum og leituðum álits húsmæðra á fiskinum, sem þær kaupa og sjóða handa fjöl- skyldum sínum, eiginmönnnm og börnum. í fiskbúðinni „Sæver“ við Háaleitisbrant var margt um manninn. Bergdís Ingimarsdóttir sagði, að það væri fjarri, að hún hefði alltaf fengið nægilega góðan fisk, þar að auki hefði hann hækkað mjög mikið í í verði undanfarið. Hiún þyrfti núna að kaupa fyrir helmingi meira en áður. Valborg Gröndal kvartaði yf- ir því, að fiskurinn væri hvergi nærri nógu fjölbreyttur. Þó væri þetta ekki allsstaðar eins. í sumum búðum væri sæmilegt úrval, en annars staðar ekkert. Hún skrapp fyrir skömmu til Narobí og var þar um 5 mán- aða tíma. Þegar hún kom aftur hreinlega ofbauð henni, hve fiskurinn hafði hækkað mikið í verði. Sem dæmi nefndi hún að ýsuflakið kostaði nú orðið 24 krónur. í búðinni var einnig stödd Halldóra Clausen. Hún býr á Suðurlandsbrautinni, en þarf að koma þennan langa veg til þess að fá fisk í soðið, þar eð engin fiskbúð er á Suðurlands- brautinni. Mjög hefði skort á í vetur, að fiskurinn hefði ver- ið nægilega góður, úrvalið nán ast ekkert og vinnslan mætti gjarnan vera betri og fjöl- breyttari. Verðhækkunin á fisk- inum væri fram úr öllu hófi. Komelía Óskarsdóttir sagðist allt of sjaldan fá góðan fisk. í vetur hefði gengið mjög erf- iðlega að fá í soðið og hefði það oft komið sér illa þvi fisk- ur hefði nú einu sinni verið ódýr fæðutegund. Hins vegar án Guðmundsson, hvað hann virtist það hafa breytzt upp á síðkastið, þar eð verðhækk- Húsmæður I flskkaupum í einnl fiskbúð borgarinnar. unin á honum væri gífm’leg. Um leið og við héldum burtu, spurðum við fisksalarina Kristj- segði um þessar kvartanir kvennanna. Hann kvað fisksal- ana gjarna vilja gera betur við viðskiptavinina, ef þeir ættu kost á því að fá, almennilegan fisk. Hins vegar væri nú orðið svo erfitt að ná í góðan fisk, að það væri hreinsta plága, að þurfa að standa í þessu. Það væri orðið mjög sjaldgæft, að hai?n fejrigi góðan fisk og stund um væri fiskurinn, sem honum væri boðiíf tiíkaupS alveg óæt- ur. Eina leiðin væri víst að gera út bát sjálfur. Gallinn á því væri þó sá, að erfitt væri að fá menn til að stunda sjó- inn. Útlitið væri þvl slæmt. Húsmæðurnar, sem voru -að verzia f fiskbúðinni á Braga- götu höfðu sömu sögu að segja. Hulda Daníelsdóttir kvartaði yfir því að fiskurinn í vetur hefði verið fráimunalega léleg- ur. Oft hefðu verið hreinustu vandræði að fá eitthvað í soðið. Enginn nýr fiskur hefði feng- izt og þá sjaldan er hægt var að fá hann var hann fram úr hófi horaður. Verðhækkun á fiskinum væri aldeilis óheyri- leg. Það væri orðið næstum eins dýrt að borða fisk og að borða kjöt. Sigriður Sveinsdóttir sagðist örsjaldan í vetur hafa getað náð I saltfiSk eða ýsu. Saltfisk- urinn, sem fengist væri yfirleitt mjög lélegur. Fyrir nokkrum árum hefði fengizt ágætur sól- þurrkaður saltfiskur, en hann virtist hafa horfið af markað- inum. f staðinn væri kominn blautur saltfiskur, sem alls ekki væri eins góður. Einnig kvart- aði Sigrlður yfir verkuninni á fiskinum t.d. væri söltun á gellum og kinnum hvergi nærri nægilega vel unnin. Verðið á (Ljósm. Tímtnn GE) fiskinum væri orðið svo óheyri- legt, að það borgaði sig varla að borða hann. Þegar bæði kjöt og fiskur væri orðin svona óheyrilega dýr væri erfitt að segja, hvað almenningur ætti að leggja sér til munns. í búðinni var einnig fjöldi annarra kvenna, sem kvartaði mjög yfir hækkuninni á fisk- verðinu. Höfðu sumar um það stór orð og þung og virtust herskáar mjög I garð þeirra, sem slíkum verðhækkunum demba yfir almenning. Fisksal- inn bar sig aumlega, sagði að orðið væri nærri því ógerning- ur fyrir fisksalana að bjóða viðskiptavinunum upp á góða vöru. Þeir fengju enigan fisk keyptan og lægi nærri að sum- ar verzlanimar færu á höfuðið vegna vöruskorts. Einnig væri hörgull á frosnum fiski og þeg- ar á leið veturinn var sá sem fékkst stundum skemmdur. J MINNING Vilhjálmur S. Vilhjálmsson F. 4. október 1903. f .D 4. maí 1966. í *■*•: ' -■ ■ í Hinn 4 maí síðastliðinn, and- jaðist j Reykjavík, Vilhjálmur S. j Vilhjálmsson rithöfundur, 62 ára jað aldri. Vilhjálmur hét fullu nafni Vilhjálmur Sigursteinn Vil- hjálmsson og var fæddur 4. októ- ber árið 1903 á Eyrarbakka, son- ur hjónanna Gíslínu Erlendsdóttur f 12 sept. 1880 að Hreiðurborg í Sandvlkurhreppi, og Vilhjálms Ásgrímssonar f. 13 marz 1897 að Starrabæ í Grímsnesi. Gíslína lézt fyrir tveim árum, en Vilhjálmur lifir son sinn f hárri elli. Þau Gíslína og Vilhjálmur Ásgrímsson reistu húsið Vinaminni á Eyrar- bakka og þar ólst Vilhjálmur upp í hópi 5 systkina, unz hann flutt- ist til Reykjavíkur árið 1919. Upp- vaxtarárin á Eyrarbakka voru Vil- hjálmi dásamlegur tími. Stórbrot- in sérstæð náttúrufegurð, sáltur himin, hafsjórinn fjöllin og fólk- ið, var honum síðar söguefni, und- irstaða í mikil ritverk og marg- slungin. rithöfundur Vilhjálmur stundaði nám í Sam- vinnuskólanum og lauk þaðan prófi árið 1925. Þá þegar hafði hann kosið sér starf, því sama ár flytzt hahn til Vestmannaeyja og gerðist ritstjóri Eyjablaðsins, sem var róttækt blað — teningunum er kastað. Meðfædd- ur stjórnmálaáhugi, rfk þörf fyrir úrbætur, munu hafa valdið því að hann hóf stjórnmálaafskipti. Fá- tækt var almenn og atvinnuleysið gífurlegt. Vilhjálmur skipaði sér I flokk jafnaðarmanna og var aðal- hvatamaðurinn að stofnun Félags ungra jafnaðrmnna I Reykjavík. Dvöl Vilhjálms varð þó eigi.löng í Vestmannaeyjum. Ágreiningur við útgefendur blaðsins kom upp, og Vilhjálmur réðist sem blaða- maður við Alþýðublaðið árið 1926 og þar starfaði hann — meira og minna til dauðadags. 1926—1946 sem fastráðinn blaðamaður, en eftir það ritaði hann daglegan þátt sinn í blaðinu undir dulnefn- inu Hannes á horninu Þátt þen- an hóf Vilhjálmur að rita árið 1938. Má hiklaust telja, að Vil- hjálmur hafi um sína daga verið einn áhrifamesti blaðamaður lands ins. Vitanlega var hann umdeild- ur. Hann sagði þjóð sinni misk- unnarlaust til syndanna, ef því var að skipta og skar upp herör. Rík samúð með þeim, er höllum fæti stóðu I lífsbaráttunni urðu honum leiðarljós. Hinn daglegi þáttur varð vettvangur fyrir þau mál, sem ofarlega voru I huga manna hverju sinni. og naut mik- illa vinsælda. Árið 1941 sendir Vilhjálmur frá sér fyrstu bók sína, og árið 1945 kemur fyrsta skáldsagan Brimar við Bölklett, mikill sagnabálkur, sem alls varð 4 bindi. Sögu sína lætur Vilhjálmur gerast á Eyrar- bakka. Þar segir frá miklum örlög- um. Síðan hefur hver bókin rek- ið aðra og munu bækur Vilhjálms vera nær 20 Rithöfundaferill Vil hjálms var með nokkuð óvenju- legum hætti Hann er orðinr full- tíða maður þegar hann sendir frá sér fyrstu skáldsöguna. Kominn yf ir fertugt. Löng reynsla i blaða mennsku og umgengni við fjöl- marga borgara hlaut að vera góð- ur undirbúningur fyrir atvinnu- rithöfund. Lifandi málfar, afger andi skoðanir skipuðu honum þvi fljótlega f fremstu röð Islenzkra rithöfunda og vinsældir bóka hans fóru vaxandi. Persónulega er sá sem þetta ritar þó þeirrar skoð- unar. að ævisögur manna hafi honum tekizt bezt. Þættir hans af alþýðufólki. munu um langa hríð verða gildar heimildir um mann- lífið á fslandi á þessum árum. Árið 1930 'rvæntist Vilhjálmur eftirlifandi konu sinni Bergþóru Guðmundsdóttur frá Kelriuda! i Frámhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.