Tíminn - 07.06.1966, Síða 8

Tíminn - 07.06.1966, Síða 8
ÞRIÐJUDAGUR 7. júní 1966 8 TÍMINN í maí 1941 — íyrir 25 árum, — 'þegar stjama Hitlers reis hvað hæst, og herlið hans nafði mestan hluta meginlands Evr- ópu á sínu valdi, var þýzki kaf bátahernaðurinn orðinn svo á rangursríkur, að brezka ríkis- stjórnin tók til yfirvegunar, hvort framvegis skyldi halda því leyndu, hversu mörg brezk skip væru skotin niður. Brezki flotinn hafði geysi- legum verkefnum að sinna, bæði vegna þess, að hann átti í bardögum víða um heim, og eins vegna þess, að hann varð að fylgja flutningaskipalestum , sem fluttu nauðsynlegar vör- ur til Bretlands. Jafnframt lá ,3eimaflotinn“, sem sífellt minnkaði, í Scapa Flow fyrir norðan Skotland, undir stjórn Sir John Tovey, aðmíráls, og hafði því hlutverki að gegna Orrustuskipið ,,Blsmarck. Mesta sjóorrusta heimsstyrjaldar innar hófst við strendur íslands aðrar flugvélar tilkynntu, að þýzku skipin væru ekki lengur við Bergen, að Tovey aðmíráll ákvað að láta heimaflotann yfirgefa Scapa Flow og halda vestur á Atlantshaf, án þess þó að hafa hugmynd um, hvað'Bis marck í raun og veru var. Alla nóttina. og næsta dag ríjcti þessi óvissa og spénnan i$,aþvi' 'að slæmt veður á norðursióðum gerði allt flug ómögulegt og allt byggðist því á árvekni og heppni fremstu beitiskipa heimaflotans, en hafið er víð- áttumikið og sjónarsviðið lít- ið. Loks að kvöldi 23. maí fann ,,Suffolk“ skyndilega þýzku skipin í Grænlandshafi, og það svo stutt frá sér, að beitiskip- inu tókst naumlega að snúa við og komast undan velmið- aðri skothríð Bismarcks með því að leita skjóls í þokunni undan norðurströnd íslands. Og hinn langi og áhrifamikli eltingarleikur hófst. Þýzku her skipin tvö. með „Suffolk” og ..Norfolk” í kjölfarinu, sigldu sem bilið á milli andslæðing- anna minnkaði. Holland aðmíráll, sem íjlgzt hafði með merkjasendingura beitiskipanna tveggja, kom nú með herskip sín tvö og tundur spillana úr austri í þeim til- gangi að komast fyrir Þjóðverj ana, og kl. 6 næsta morgun gat hanri hafið skothríð úr 22.000 metra fjarlægð. Orrustan varð aftur á móti stutt. Eftir 5. eða 6- skothríð- ina sáu Bretarnir sér til mik- illar skelfingar, að geysimikii eldsúla reis hundruð metra upp í loftið á milli reiðanna á Hood og síðan gaus upp mikill reyk ur. Þegar reyknum hafði blásið brott, sást, að Hood var horfið af yfirborði hafsins á tæpum þrem mínútum. 38 sm skot frá Bismarck hafði farið í gegnum hlið Hoods og valdið ógurlegri sprengingu í skotfærageymslun um, sem ollu því, að skipið valt um og sökk til botns. Af 1500 manna áhöfn björguðust aðeins þrír menn, sem tundur- 25 ár frá því Bismarck var sökkt að koma í veg fyrir, að hin stóru skip þýzka flotans héldu frá Norðursjó og Eystrasalti yf ir á Atlantshafið í þeim til- gangi að eyðileggja skipalestirn ar á leið til Bretlands. Það vakti mikinn ugg í Lon- don, þegar innrás Þjóðverja á Krít átti sér stað 20. mai, og þá hifct ekki minna, að nsestá morgun bárust þær fréttir eft ir sérstökum leiðurn, að tvö stór þýzk herskip hefðu siglt út Stórabelti og væru norður í Kattegat ásamt skipalest. sem í væru 11 kaupskip. Þar sem yfirmenn sjóhersins vissu, að nýjasta og öflugasta herskip Þýzkalands, „Bismarck“ hafði verið í æfingaferð í Eystrasalti jafnframt því, sem nýtt beiti skip, „Prinz Eugen“ var full- klárað, þótti allt benda til þess að það væru þessi tvö skip, sem ofangreind fregn fjaliaði um, og yfirmenn Heimaflotans urðu nú að ákveða, hvað gerast myndi, og var um marga kosti að ræða. Áttu herskipin einungis að vernda skipalest á leið til Nor egs, eða var um að ræða undir búning að árás gegn Færeyj- um eða íslandi, sem Bretland hafði nýlega hertekið? Ætlaði yfirstjóm þýzka flotans að nýju að reyna með notkun stórra úthafsskipa. að leggja út á Atlantshafið og herða enn ,,kaupskipastr£ðið”? Og ef svo væri, myndu Þjóðverjarnir þá halda til norðurs eða suðurs við Færeyjar, eða myndu þeir velja leiðina fyrir norðan fs- land? Ýmislegt mælti með þess- um síðasta möguleika. cinnig vegna þess, að mikið könnunar. flug Þjóðverja við Jan Mayen og ísland í maí-mánuði gat bent til þessa, og fyrst um sinn varð því að vakta vel þessar víð áttumiklu sjóleiðir. Til þess að leysa þetta erfiða hlutverk ákvað Tovey aðmíráll að auka varðgæzlu á Grænlands hafi með þeim beitiskipum. sem staðsett voru á íslandi, og voru undir stjóra Wake Walk er, aðmíráls, senda aðstoðarað mírál Holland með orrustu- skipið ,.Hood“ og „Prince of Wales“ norður eftir til þess að vakta sjóleiðina fyrir norðan ísland, svo að hann gæti sjálf- ur notað flaggskipið „King George V” orrustuskipið „Re- pulse” og flugvélamóðurskipið ,,Victorious” á Norður-Atlants hafinu fyrir vestan Færeyjar. Flugvélaeftirlit með þýzku skip unum var einnig talið rnjög þýðingarmikið, svo að stærri skip Heimaflotans gætu haldið sig við Orkneyjar til þess að eyða sem minnstu af olíubirgð um skipanna. Þótt hvor um sig þessara tveggja orrustuskipadeilda Breta virtust á að líta hafa mikla yfirburði yfir „Bis- marck,“ þá var svo ekki í reynd inni. ,,H.M.S. Hood“ var að vísu stærsta herskip heimsins, 46 þúsund tonn, en það var rúm lega 20 ára gamalt, og „Re- pulse“ var ennþá eldra. Aftur á móti var „Prince of Wales“ alltof nýtt skip, þar sem hinir stóru 35 sm fallbyssuturnar þess voru ekki fullbúnir og því varð herskipið að leggja á haf út með málm og skipasmið um borð, og skyttur, sem ekki voru nægilega æfðar. Hið sama gilti að vissu leyti um „Vict- orious”, en flugvélar þess höfðu enn ekki reynt að lenda á deklki móðurskipsins. Hinn nýbyggði ,,Bismarck“ hafði aft ur á móti vegna mikils sigling arhraða, voldugs vopnaútbúnað ar og vel þjálfaðrar áhafnar mikla yfirburði yfir sérhverju brezku skipanna. og var í heild gott dæmi um hina háþróuðu skipasmíðalist Þjóðverja Síðdegis 21. maí fann , Spit- fire”-flugvél þýzku skipin tvö við akkerl 1 norskum firði fyr- ir sunnan Bergen. Skip þau sem voru undir stjórn Holland? fengu þá skipun um að bslda sig á norðurslóðunum. Það var fyrst morguninn eftir. þeaar þetta mjóa sund, sem takmark aðist af ís Grænlands annars vegar og af tundurduflabelti fyrir utan ísland hins vegar, og var sundið aðeins um 20 sjómílur á breidd. í mjög slæmu veðri og snjókomu reyndu Þjóðverjarnir að hrista beitiskipin af sér, en þau stímdu á 30 hnúta hraða inn í heimskautanjttina, svo að skutur og brú hurfu í löðri öldugangsins og tilkynnti heimaflotanum stöðugt stað- setningu sína. Aðeins þeir, sem af eigin raun þekkja þetta kaldranalega haf geta í myndað sér. hvílíkt afrek þetta var, og auk þess urðu beitiskipin oft að snúa skarpt undan til þess að forð ast fallbyssuskothríð þýzku her skipanna, og þaö mun oftar spillar, sem í flýti komu á stað inn, tóku um borð. Prince of Wales, sem einn- ig hafði fengið nokkur hættu leg skot, hafði nú samflot með beitiskipum Walkers aðmíráis og héldu þessi þrjú skip áfram leitinni að Bismarck. er reyndi að hrista þau af sér með því að sigla fram með ísbrúninni. Bis marck skildi aftur á móti efri sig olíu í kjölfarinu, þar sem skot hafði hitt einn of olíu- geymum skipsins, en Prinz Eu- gen hélt áfram út fyrir Goð- vonarhöfða i von um að geta komizt til Brest. Tilkynningin um afdrif Hoods varð mikið áfall fyrir Bretland. og flotamálaráðu neytið ákvað að grípa þegar i stað til víðtækra ráðstafana. Herskip beitiskip og tund- urspillar, sem voru í fylgd með skipalestum víða um Atlants- haf. voru kölluð norður á bóg- inn, og eins Gíbraltar-flotinn undir stjórn Sommerville að- stoðaraðmíráls. En spurningin var: Hvar voru Þjóðverjamir? Því að eft- ir að hafa fylgzt með Bismarck í næstum 32 klukkustundir hafði floti Walkers misst af þýzka orrustuskipinu á hunda- vaktinni 25. maí- Þar sem To- vey aðmíráll gekk út frá því, að þýzki aðmírállinn Liitgen hefði snúið við og leitað heim á leið með Bismarck eftir bar dagann á Grænlandshafi, þá hélt King George V nú einnig norður á bóginn — en að ætla að finna þýzku skipin við ríkj- andi aðstæður var eins og að leita að nál í heystakk, og af þeim 15 skipum, sem hann hafði haft upphaflega í flota- deild sinni, var flaggskipið eitt eftir, því að hin höfðu verið send heim til þess að taka oliu. Aftur á móti nálguðust mörg brezk herskip, sem kölluð höfðu verið norður á bóginn. leitarsvæðið. svo og herskipið Rodney ásamt 5 tundurspillura og Gíbraltar-flotadeildin. sem gekk undir nafninu „Force H" sigldi í norðvestan stormi norð ur eftir til þess að komasf í að stöðu, þar sem hægt væri að hefja könnunarflug. Snemma um morguninn 26. maí hófu fyrstu könnunarflugvélarnar sig upp frá flugvélamóðurskip- inu Ark Royal, og það við afar erfiðar aðstæður, þar sem bylgjurnar skullu yfir flugbraut ardekkið, og hjól flugvélanna urðu að þjóta í gegnurn bylgj- urnar, sem köstuðu einni flug vélinni í sjóinn við flugtakið. En þá breyttist málið óvænt: Catalinaflugvél hafði komið auga á Bismarck í gegnum gat í skýjaþyklkninu, um 750 sjó- mílur fyrir vestan Brest, og brátt komu könnunarflugvél- amar frá Ark Royal einnig auga á þýzku skipin tvö. Nú reið á, að koma könnunarflug- vélunum til baka til skipsins, svo að hægt væri að fylla þær benzíni að nýju og koma sprengjum um borð í þær svo að hægt væri að gera loftárás- ir á Bismarck áður en hsnn kæmist á brott að nýiu, eða kæmist inn á athafnasvæði þýzka flughersins. Og það tókst að láta 15 Swordfish flugvélar lenda og taka sig aftur á loft af þilfari Ark Royal. sem valt mjög vegna veðursins. Um kvöldið voru sprengju- árásir aftur gerðar á Bismarck og þrátt fyrir góðar loftvarnir þýzka orrustuskipsins tókst flugvélunum að hitta Bismarck það vel, að hann varð að draga úr ferðinni og hökta áfram með skemmt stýri. Þetta varð til ávinnings fyrir heimaflot- ann brezka, sem á þessu augna bliki eftir langan eltingarleik frá heimskautaísnum til Bisk- aja ,var í þann veginn að hætta eftirförinni vegna eldsneytis- skorts. Þetta sama kvöld komst Rodney og fylgiskip þess einn- ig í færi við Bismarck og fylgdi honum eftir alla nóttina, prátt fyrir tilraunir Bismarcks raeð radarstýrðri fallbyssuskothrið til þess að hrekja þá á brott Og nú nálguðust King George V og Rodney þýzka skipið á fullri ferð og höfðu skeytasend ingar tundurspillanna og flug vélanna að leiðarljósi, jafn framt því, sem tundurspillarn ir voru reiðubúnir aö verja Frambald á bls 15 I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.