Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 7. desember 1974 — 247. tbl. FÓR GEIRFINNUR TIL ÚTLANDA? Enn einn hefur bætzt i hóp þeirra sem rannsókn- ariögreglan i Keflavik telur sig þurfa að hafa tai af, vegna hvarfs Geirfinns Einarssonar 19. nóvember. Sá heitir Jón Guðmundsson. Hann pantaöi far- miða aðra leið til Kaupmannahafnar 19. nóvember, daginn sem Geirfinnur hvarf. Daginn eftir fór hann utan. Farseðilinn pantaði hann og greiddi hjá ferða- skrifstofunni útsýn. Afgreiðslustúlka þar segist muna eftir honum sem fremur hæglátum manni, lágvöxnum og mjög venjulegum. Sú lýsing kemur einmitt heim við Geirfinn Einarsson. Maöur þessi gaf upp heimilisfang á Húsavik, sem við nánari athugun reyndist ekki vera til. Ennþá berast rannsóknarlögreglunni I Keflavik upplýsingar frá fólki. En óvæntustu upphring- inguna fengu rannsóknarlögreglumenn I fyrrinótt. Það var símtal frá vesturströnd Bandarikjanna. Islenzk kona, sem er búsett þar, var I simanum. Hún sagðist hafa verið að fá blaðasendingu frá Is- landi, þar sem getið væri um málið. Sagðist hún muna eftir grunsamlegum tslendingi sem hefði ver- ið á ferð tveimur dögum áöur. Við nánari saman- burö reyndist þó ekki ástæða til að huga nánar að málinu. — ÓH Heims- met í bóka- útgáfu? — bls. 3 Lokuð vatns- kœling kemur í veg fyrir alla mengun — baksíða • Spœrlings- veiðarnar skila góðum óbata — baksíða NÝR SKATTUR? AUÐUNDA SKATTUR — baksfða JÓLA- GET- RAUN — bls. 2 • 17 DAGAR TIL JÓLA Flóabardagi hinn nýi: T!IL '_•„ ■ ,1 L „Tilbunir til c hörku ef þörf ið beita krefur" segir sjómaður á Hvammstanga í viðtali við Visi — Rœkjuvinnslan á Blönduósi lýsir afturköllun veiðileyfanna ólögmœta Það varö Zentu ofraun aö skilja viö eiganda sinn, Jóhannes Eövaldsson, er hann hélt til Frakklands. Ljósm. Bj. Bj. Hundurinn varð að skilja við húsbóndann: Zenta dó úr sorg Sama kvöld og knattspyrnu- maöurinn Jóhannes Eövaldsson var að undirbúa för sina til Frakklands fyrir skömmu, þar sem hann vildi kanna at- vinnumöguleikana, var tlkin hans, hún Zenta,ekki eins og hún átti að sér. Og allt frá þvi að hún varö að sjá á bak Jóhannesi hefur hún varla hreyft sig úr staö og ekk- ert viljað borða. I heila viku varð aö mata hana eins og barn ef koma átti ofan i hana matar- bita. Henni hrakaði sifellt og svo dó hún i gær. Zenta var orðin 11 ára gömul. „Við syrgjum hana öll mjög mikið,” segir Sigriður Bjarna- dóttir, móðir Jóhannesar. „Hún var búin að lifa svo lengi með okkur, að hún var löngu orðin einn meðlimurinn I fjölskyld- unni.” Jóhannes var ekki nema 14 ára er hann spurði móður sina eitt sinn, hvort hann mætti ekki fá hund. Það var ekki tekið illa i hugmyndina. Jóhannes lét ekki við'svo búiö standa og hélt út á Seltjarnarnes til leikrita- höfundarins Jökuls Jakobs- sonar, sem hann vissi að vildi gefa hvolp. Það var kalt úti og Jökull gaf Jóhannesi peysu af sér, sem hann gæti vafið utan um agnar- litinn hvolpinn. Hvolpinum var svo gefið eistlenzka nafnið Zenta i höfuðið á hundi, er faðir Jóhannesar, Eðvald Hinriksson, hafði eitt sinn átt. „Hún var alveg furðulegt dýr,” segir Sigriður, móðir Jóhannesar. „Hún þekkti hljóðið i bilunum okkar og vissi alltaf að einhver úr fjölskyld- unni var að koma, löngu áður en hann kom. Ég er ósammála þvi fólki, sem telur, að hundar geti hvergi unað nema i sveitinni. Ef hundur elst upp með mönnum i borg, liður honum vel þar.” Zenta var búin að vera svo lengi með mönnum, að hún skildi allt sem viö töluðum. Þótt hún virtist steinsofa inni i stofu, þá stökk hún upp og að útidyrunum, ef Jóhannes sagði viö mig: „Heldurðu, aö þú lánir mér billyklana?”, eða ef éin- hver sagöi: „Bezt að fara að koma sér,” eða eitthvað af þvi taginu,” segir Sigriður. „Það verða varla jól hér á heimilinu þegar Zenta er dáin, og ég veigra mér við að segja Jóhannesi, að hún sé dáin. Það fyrsta, sem hann hefur spurt um, þegar hann hefur haft sam- band við okkur, er hvernig Zenta hafi það,” segir Sigriður. „Ég er viss um, að ef Jóhannes fréttir þetta, stingur hann agnarlitlum hvolpi i vasann og stelst með hann með sér, þegar hann kemur heim á ný,”segir Sigriður að lokum. - —JB „Það er klárt mál að Blönduósingar eiga ekki eftir að endurtaka þann leik/ að landa rækju úr Nökkva og Aðalbjörgu á Hvammstanga og aka með aflann til vinnslu- stöðvarinnar á Blönduósi. Það eru margir hér á Hvammstanga, sem eru tilbúnir til að fyrirbyggja þaðmeðsvo mikilli hörku sem þörf krefur," sagði sjómaður, sem hringdi í Vísi frá Hvammstanga í gærkvöldi. Eru allar horfur á þvi, að hinn nýi Flóabardagi, sem hafinn er, verði ekki leystur svo auðveld- lega. Sjávarútvegsráðuneytið tók þá ákvörðun i gær aö svipta leyf- um Blönduósbátana tvo, sem ráðuneytið áiitur hafa brotið skilyrðin, sem leyfin voru háð. Þessu svaraði stjórn vinnslu- stöðvarinnar á Blönduósi um hæl. „Við mótmælum þvi,” segir stjórn fyrirtækisins, „að sjávarútvegsráðuneytið hafi nokkra heimild til að skipta rækjuafla i Húnaflóa á milli tiltekinna fyrirtækja og lýsum hvers konar staöfestingar eöa samkomulag um slikt mark- leysu.” „Skipstjórarnir á Nökkva og Aðalbjörgu vissu mætavel aö leyfi þeirra voru bundin þvi skilyrði, að þeir legðu upp á Hvammstanga og Skagaströnd,” segir ráðuneytið. „Meö þvi að selja afla sinn til Blönduóss hafa skipstjórarnir brotið gegn þessu skilyrði meö þeim afleiöingum aö fyrirkomulag veiðanna, sem ákveðið hefur veriö, þar með talin hæfileg stjórnun á sóknarþungan- um, er nú i stórkostlegri hættu á þvi að riðlast.” Þessu svarar stjórn vinnslu- stöðvarinnar á Blönduósi með þessum orðum: „Við lýsum þvi yfir, að aflasala Aðalbjargar og Nökkva i heimahöfn á Blönduósi hafi enga þýðingu fyrir stjórnun á sóknarþunga i rækjuveiöum á Húnaflóa.” Telur stjórn stöðvarinnar skrif- leg rækjuveiðileyfi skipstjóranna á Aðalbjörgu og Nökkva ekki banna sölu á afla til rækju- vinnslunnar á Blönduósi og sé afturköllun veiðileyfanna af þeim sökum ólögmæt. Fljúga sjálfir eftir síldinni — baksíða Mun það vera ætlun skipstjóranna á Blönduósbátun- um tveim að halda rækjuveiöun- um áfram eins og ekkert hafi i skorizt. -ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.