Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 4
4 Vísir. Laugardagur 7. desember 1974 Tvœr fallegar bœkur á markaðnum: Myndskreytt biblía og Veraldarsaga Fjölva Komin er út myndskreytt Biblia Fjölva, og er undirtitill Kjarni heilagrar ritningar. Um textann sáu þeir Þorsteinn og sr. Oddur Thorarensen, en stefnt var að þvl að gera máiið á textanum alþýðiegra og meira I samræmi viö nútima hugmynd- ir, að þvl sagt er I formála. Við útgáfu bókarinnar nutu útgefendur fyrirgreiöslu biskups og framkvæmdastjóra Bibliufélagsins og fengu leyfi til að útfæra eftir texta islenzku bibliunnar og þeirri endurskoö- un á þýöingu Nýja testamentis- ins, sem nú stendur yfir. Upphafsútgáfu þessarar bók- ar önnuöust próf. Joseph E. Krause i St. Paul I Minnesota og dr. Samuel Terrin i New York. Gifurlegur fjöldi litmynda er I bókinni, sem prentuö var I Júgóslaviu. Þá hefur Fjölvi einnig sent frá sér fyrsta bindi Veraldarsögu Fjölva og nær fyrsta bindiö frá örófi til ársins 3000 fyrir Krist. Þorsteinn Thorarensen hefur þýtt, endursagt og frumsamiö texta bókarinnar en uppruna- legur höfundur er Christiano Dan. Mikill fjöldi mynda prýöir þessa bók, sem er vel úr garöi gerö, útlitsteiknuö og prentuö á Italiu. _ SH Myndskreytta bibiian: kr. 2380,- Veraldarsaga Fjöiva: kr. 1987,- fkki skortir þar kyngi og kraft Þaö er vist mikið um að vera I heiminum um þessar mundir. Ég held það sé meira að segja svo margt að gerast, að það sé varla hægt að ætlast til þess að fólk fylgist með þvl öliu nema það hafi þvl hærri greindarvlsitölu. Það er I sjálfu sér ekki I mlnum verkahring að vita hvað vlsitaia er, enda býst ég við að greindar- vlsitala mln komi I veg fyrir að ég fengi skilið hvað framfærsluvlsitala og hvað þær nú heita allar erú, jafnvel þótt ein- hver sérfræðingur væri allur af vilja gerður að segja mér það. Hitt veit ég án allrar sérfræðiaöstoðar að þegar lamba- kjöt og brennivin hækkar I verði minnkar magnið sem ég get keypt af þessum vöru- tegundum, ef kaupið mitt stendur I stað. Rhapsodia luktarstaurlana eftir Leif Leirs. Gervallt mannkynið kvaö standa á barmi gjötunar sinnar allt I lagi góði ég stend upp við luktarstaur i Hafnarstræti að fróðra manna sögn kvaö menning vor eftir að hafa náð hátindum tækni og þekkingar vera á hraöri leið niður I djúp tortlmingarinnar ég er slöttungshátt uppi og fjandakornið sem mig sundlar hvaö þá meira og gervallt mannkynið stendur á öndinni I hljóðu ofvæni eftir einhverri lausn njálsdropum eða alibaba ég stend upp við luktarstaur og bið mannsins sem tók að sér að redda flösku ef gervallt mannkyniö gæfi sér tlma til að standa upp við luktarstaur þegar sólin skin þá ætti það ef til vill eftir aðnjóta sömu dásemdar og ég ....sjá hilla undir manninn með flöskuna En ég er viss um aö hvernig svo sem ástandiö veröur I heiminum, hvert sem Kissinger kann aö flækjast hvort sem þjóöverjar setja á okkur löndunarbann eöa ekki og hvort heldur menn eru meö eöa á móti kanasjónvarpinu, þá veröa haldin jól á tslandi. Þaö getur aö vlsu veriö aö þaö veröi ekki eins mikill glans yfir þeim og oft áöur. Fólk veröi jafnvel aö sleppa þvl aö skola lambakjötinu niöur meö dýrindisveigum og einhver veröi aö láta sér nægja aö gefa konunni sinni eitt- hvaö minna en bifreiö I jólagjöf. En ég er hér um bil viss um þaö, þótt ég hafi ekki sannreynt þaö sjálfur, aö steikin rennur niöur ef meö henni er hæfilegt magn af blávatni og ætli gamli blllinn dugi ekki I svo sem eins og eina messuferö I viöbót. Þula eftir Böövar Guölaugsson. Ég var að hugsa um að yrkja eitt yfirnáttúrlegt kvæði, sem fjallar um allt og ekki neitt svona yfirleitt. Og sitthvað hafði ég saman reytt satt og logið bæði. Nú hef ég I viku heilann spreytt og hár mitt reytt, en það ætlar ekki að ganga greitt að gera úr þessu kvæði. Ekki vantar þó viljann; og við skulum nú sjá, kannski maður poti þessu papplrinn á. Allir krakkar krossabit koma sér úr bólunum. Löngum þreytist litið vit við lærdómsstrit. Þeim ég góðar fréttir flyt: frl I viku úr skólunum! — Það ætti að gefa út glæparit, til að gleðja þau með á jólunum. — AUtaf skeður nú eitthvað nýtt. Erlendis bæði og heima skeggræða menn og skrafa titt, en skilja litt, hvaö orðagjálfrið er einskisnýtt um alla heima og geima. Mórauðu gæti maður spýtt margoft undir þessum þreytandi messum, ógrátandi á þær hlýtt og allt að þvi látiö sig dreyma, að allir kettir I bænum séu breima. — Nú ferðumst við i huganum um loft og sjó og láð og heiisum upp á margumtalað Heimsfriðarráð. Þar er sérhver fundurinn sæmilega sóttur af svertingjum og mongólum og Sigrlði Eiriksdóttur. Og kliður fer um salinn, þegar Kiljan hljóðs sér kveöur, og Silfurtungliö giottandi i skýjum skáldsins veður. — ,,BI, bl og blaka, það blikar á sund”. kannski maður hypji sig á Heimdallarfund, og hakki þar I sig heldur betur holla andans fæðu; — þar flytur hann Gunnar Gunnarsson guðdómlega ræðu. Ekki skortir þar kyngi og kraft, kjarnann hef ég á minnið lagt. „Froöan vellur um fláan kjaft!” Fjandi er þetta nú laglega sagt. — Hættið þiö nú öllum þessum hávaöa, börn, þið megið ekki trufla hann séra Sigurbjörn. Hann flutti hér forðum ræðu um flatgogga á torgum, sem teknir voru I karphúsiö og trylltir með orgum. En Hklega hefur enginn viljaö ljá þessu eyra. — Og nú skrifar hann bara I Morgunblaðið um Skálholt og fleira. — Reika ég einn um rykug stræti reistur eins og hani, og kvensamur eins og kani; hálftlma ræðu ég haldið gæti um handritin og dani, maöur er svo sem ekki allur þar sem maður er séður, þvi meður. — Ég bregö mér nú reyndar á böllin löngum og brúka þar mlna fótamennt, skek mig og baða út öllum öngum, eins og mér hefur veriö kennt. Vasapelans ég dreypi á dreggjum, dusta jakkann og greiði mér og býð svo upp þessum beinasleggjum, sem brosa framan I hvern sem er. Þar er mörg jómfrúin þrifleg og næs, og þá er að spæna I þær plenty skæs. Og hárin á minu höföi risa hreint sem ég væri I næturklúbb. — Ég vildi aö ung ég væri skvlsa voða skotin I litlum gúbb. — En nú eru að koma jólin. Meðal annarra orða: hefur frúin hugsað fyrir hangiketi að borða? Það er nú lóöiö I lifsins gleði og þraut að éta bara rjómatertu og rúslnugraut, gráðugur eins og hundur, og heimskur eins og naut, og ganga svo eins og trúaða fólkið á guðsrikisbraut, og hnlga að lokum ellidauður i aldanna skaut. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.