Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 24
vism Laugardagur 7. desember 1974 Úr rœðu iðnaðorróð- herra ó fundi iðnrekenda: Auðlinda- skattur kemur til greina — yfir 12 milljarða halli ó vöruskipta- jöfnuði — sœlgœti ófram ó kvóta Gunnar Thoroddsen iönaöar- ráðherra sagði á fundi með iön- rekendum i gær, að hann teldi rétt, aö rikisstjórnin léti athuga, hvort taka ætti upp auölindaskatt. Með lokaðrí vatnskœlingu fer ekkert í sjóinn — hugsanleg sjávarmengun frá málmblendiverksmiðjunni aðeins af hreinlœtisaðstöðu „Mér er illa við að tala um þessi mál, þegar búið er að þyrla um þau pólitisku mold- viðri og flest veröur umsnúið og rakalaust”, sagði Vilhjálmur Lúðvíksson efnaverkfræðingur, er Visir sneri sér til hans og spuröi hann um hugsanlega mengun af völdum fyrir- hugaörar máimblendiverk- smiðju á Grundartanga við Hvalfjörð. „En miðað við, að I verk- smiðjunni eigi að vera lokað kælikerfi, getur tæpast orðið um aðra vatns- og sjávar- mengun að ræða en frá hrein- lætisaöstööu. 1 svona verk- smiðju er engin votefnameð- ferö, og þegar vatnskælingin er i lokuöu kerfi fer ekkert I sjóinn. Annars hef ég ekki séö hönnun verksins í smáatriöum, en eftir þvi sem ég bezt veit er mein- ingin að kæling ofnanna fari fram f lokuðu kerfi. Mér þykir óliklegt, að uppi séu hugmyndir um kælingu með gegnum- rennsli, þvf það er erfitt aö laga þannig sýrustig og efnainnihald mýrarvatnsins, að þaö sé not- hæft þannig. Það myndi valda útfellingu og tæringu. Hvað snertir umtal um fenól, veit ég ekki nákvæmlega, hvemig það á að fara gegnum kerfiö. Eftir þvi, sem mér hefur skilizt, er það notaö til þess að binda rykið i köggla, þannig að það verði nothæft til endur- vinnslu. Fenól er lifrænt efni, og þegar það kemur i stálbræöslu- ofn, 2000 gráða heitan, klofnar það i sln upprunalegu sambönd og veröur að koldioxiði og vatni. Það á hvergi að geta orðiö þekkjanlegt sem fenól. En það er mitt álit, aö þessum málum hafi ekki verið gerð nægilega góð skil á undir- búningstimanum, til dæmis með formlegri umsókn um starfs- leyfi fyrir verksmiðjuna til Heilbrigðiseftirlitsins ’. A miðvikudaginn boðuöu ráð- herrarnir Gunnar Thoroddsen og Halldór E. Sigurðsson til fundar um málmblendiverk- smiöjuna að Leirá i Leirársveit, sem reyndist hinn fjörugasti. Þar voru menn langt að reknir, alla leið norðan úr Mývatnssveit og kom helzt fram, að samning- ar um málmblendiverksmiöju hafa verið mikið deilumál innan Alþýðubandalagsins. A fundinum kom fram, að ef Borgfirðingar visuðu þessari starfsemi frá sér, væru aörir, sem ekki hefðu á móti henni. Kom þetta fram I máli Gunnars Thoroddsens iðnaðarráðherra, en ekki vildi hann tilgreina, hvaða staðir aðrir kæmu til greina. Gunnar Sigurðsson verk- fræðingur sem gerði á siðast- liðnum vetri áætlanir um höfn fyrir verksmiöjuna, sagði VIsi i gær, aö i áætlunum heföi verið gert ráð fyrir fjórum mis- munandi hafnarstæöum. Voru þau i Straumsvik, sunnan vikurinnar, i Geldinganesi viö Reykjavik, við Grundartanga og við Galtalæk i Hvalfirði, sem er á likum slóöum og Grundar- tangi. Aætlanir þessar, miðaöar við verðlag i febrúar, voru upp á 200-300 milljónir, og voru þær i Hvalfirði ódýrari en i Straums- vik og Geldinganesi. 1 áætlun- unum var gert ráð fyrir öllum kostnaði við mannvirkin. —SH Sjálfstœðishúsið nýja komið undir þak Fiskkaupmenn verða að fylgjast með tímanum: Fljúga sjálfír eftir síldinni Það er ein krafa iönrekenda, að skipuð verði nefnd til að athuga, hvort ekki sé nauðsyniegt að taka upp einhvers konar auð- lindasköttun hér á landi með til- liti til sérstööu sjávarútvegsins sem hvaö mest nýtir auðlindir þjóöarinnar. Þetta yrði iðn- aðinum hagstætt. Ráðherra sagði, að liklega yröi i ár 12 til 12,5 milljarða halli á vöruskiptajöfnuöinum við útlönd og 5 milljarða halli á greiðslu- jöfnuöi. Þá yrði gerður samanburður á þvi rafmagnsverði sem iðn- aðurinn greiðir hér og sambæri- legu verði á öörum Norður- löndum. Iðnaðurinn notar 30% af allri raforku i Reykjavlk. Honum , hefur þótt súrt að greiða mun hærra verö en hið almenna. Endurskoðun á skattalög- gjöfinni væri i gangi. Ráðuneytið stefnir aö þvi að söluskattur á vélum falli niöur. Möguleikar iðnaðarins á af- urðalánum hafa til þessa reynzt til litils gagns vegna erfiöleika i framkvæmd. Fundurinn var fjölsóttur og spurningar til ráðherrans margar. —HH Fiskkaupmaðurinn i Sörlaskjóli heldur þarna á Hornaf jaröar- siidinni. Efst er grófsöltuð sild, þá kryddsild og ncöst glæný flugsild. Ljósm. Bj. Bj. dag. Þar var haldið reisugilli að gömlum og góðum sið. Þar mættust þeir fjöldamörgu sem unnið hafa að þvi undanfarin misseri að koma húsinu upp. Fjöidamargir sjálfboðaiiðar hafa unniö við húsið i fristund- um sinum og var þeim að sjálf- sögðu boðiö til veizlunnar öllum öðrum fremur. Næsti áfangi er að innrétta hiuta af húsinu, þannig að þar fáist aöstaða til ýmissar starfsemi Sjálfstæðis- flokksins. — JBP — Nú væri i gangi athugun á stöðu iðnaöarins, eins og iðnrekendur hafa krafizt, svipuð athugun sem gerð er á stöðu sjávarútvegsins. Liklega yrði innflutningskvót- um haldiö áfram á sælgæti vegna annarlegra aðstæðna, sem hin mikla sveifluhækkun á sykri veldur. Byggðalina fyrir rafmagn yrði væntanlega lögö norður i land, þótt það væri einhver dýrasta lausnin á geysilegum rafmagns- vandræöum norðanlands. Vand- kvæðin sköpuöust af drætti á virk junarframkvæmdum. A slysstað við gatnamót EUiðavogar og Skeiöarvogar. Ljósm. VIsis JB. Ekið í veg fyrir skellinöðru Skellinöðrustrákur varð fyrir bil á Elliðavogi um 5 leytið I gær. Skcliinaöran kom norður Elliða- voginn. Við gatnamót Elliðavog- ar og Skeiðarvogar mætti hjólið fólksbil er kom akandi I suður. A gatnamótunum beygði fólks- bfilinn I veg fyrir hjólið og varð þar allharður árekstur. Pilturinn á hjólinu meiddist nokkuð og fót- brotnaði meðal annars. Hann var fluttur á slysadeiid og siðan lagöur inn á Borgarspitalann.-JB Það hafa farið þrjár sendingar af ferskri sild flugleiðis til Reykjavikur,” sagði Hermann Hansson hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, aðspurður um sildarflutningana, sem átt hafa sér stað flugleiðis milli Hafnar i Hornafiröi og Reykjavikur að undanförnu. „Það eru tvær fiskverzlanir I Reykjavik, sem staðið hafa fyrir þessum flutningum með áætlunarvélunum,. Það er þó ein- göngu ferska sildin, sem þannig hefur verið flutt. Kryddsfldin og saltsildin hefur hins vegar veriö flutt héðan á bílum,” sagði Hermann. Mikil eftirspurn hefur verið eftir sildinni, sem landaö hefur verið I Höfn, og hefur saltsfldin og beitusildin verið send um allt land. Eins fer nokkuö af sildinni á Bandarikjamarkaö fyrir milli- göngu sfldarútvegsnefndar. Sildaraflinn hefur verið tregur ■ undanfarið og sennilega stutt I lok sildveiðanna I bili. Aðkomubátar á Höfn, sem stunduðu þessar veiðar, eru nú snúnir til sins heima, en reiknað er með að heimabátar haldi veiðunum áfram fram I næstu viku. Stefán Tyrfingsson, fiskkaup- maöurinn i verzluninni i Sörla- skjóli, hefur nýtizkulegar . aðferðir til að útvega viðskipta- vinum sinum nýjan fisk. Hann er einn af þeim, sem boðið hafa upp á Hornafjarðarsildina. Hann lætur sér þó ekki nægja að nota áætlunarvélar við flutningana. Hann er sjálfur með flugréttindi og flaug til Hornafjaröar I fyrri- nótt og sótti fersksild, sem hann gat boðið upp á við opnun verzlunarinnar I gær. —JB Nýja Sjálfstæðishúsið við Skipholt var fánum prýtt I gær- FENGU UM 8 MILLJONIR TIL SKIPTA Á SPÆRLINGSVEIÐUM Bærilega hefur veiðzt af spærlingi frá Þorlákshöfn I sumar og haust, og munu þar komin um 8000 tonn af þessum fiski á land. Aflahæsti báturinn á þessum veiðum er Gissur AR 6, og hefur hann komið með um 2700 tonn aö iandi. Þótt verð á spærlingi sé ekki hátt, koma um átta milljónir króna til skipta fyrir þennan afla Gissurar, en á bátnum munu vera sex menn. Alls voru fimm bátar á spærlingsveiðum þegar flest var, en lengst af fjórir. Spærlingurinn er veiddur i sérstakt troll, og er vel fylgzt með þvi, að ekki komi yfir ákveðið magn af öörum fiski, sem er helzt langa, skata og litilsháttar af þorski. Spærlingurinn er bræddur og fæst úr honum mjög gott mjöl. Hins vegar er geymsluþol hans mjög lítið, og verður að bræða hann mjög fljótt eftir að hann er veiddur. Flestir bátanna eru nú hættir veiöum, enda hefur ekki gefiö á sjó undanfarið, en til spærlings- veiða þarf gott sjóveður. Búizt er við, að þessir bátar fari slðan á net. Þeir bátar, sem undan- farið hafa verið á netaveiöum, hafa fiskað misjafnlega, yfir- leitt heldur tregt, en glæðzt með köflum. — SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.