Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 10
10 Vlsir. Laugardagur 7. desember 1974 Kirkjur í Eyrorbokkaprestakalli Undirbúningur jólanna ekki vanþörf á. Þetta er eðli og inntak jólanna. Og til að undir- búa þetta, hafa kristnir menn sett aðventuna, þar sem talað er um að Guð hafi komið, hógvær til mannanna. Þeim Guði eigi lika að mæta i hógværð og bæn, en ekki með glamri og glysi, eins og jólaundirbúningurinn ber samt mest vott um. Getur ekki verið, að þarna sé brotalömin I jólaundirbúningn- um. Þar sem jólin eru slitin úr tengslum við þann Guð, sem kemur til þín og min, jólin undirbúin án bænar og undir- gefni við hann? Það verður auðvitað hver maður að dæma fyrir sig sjálfur og taka sína eigin ákvarðanir. En væri ekki rétt að undirbúa jólin nokkuð eftir eðli þeirra og inntaki. Undirbúa þau i bæn og sjá hvort ekki verður meira af hinni sönnu jólagleði, sem allir eru að sækjast eftir, en allt of margir fara á mis við? Ég hef trú á þvl og veit dæmi til þess, að Jesús hefur veitt slika gleði og gerir það alltaf sé raunveru- lega eftir henni leitað. Mætti það verða okkar undir- búningur fyrir þessi jól. Valgeir Ástráðsson. Stokkseyrarkirkja Gaulverjabejarkirkja Hugleiðing Kirkjusiðunnar I dag er eftir sr. Vaigeir Ástráðsson sóknarprest á Eyrarbakka. Hann er fæddur 6.7. 1944, stú- dent 1965, kandfdat 1971, hefur stundað nám auk þess I Banda- rikjunum og I Skotlandi. Vlgður 18.2. 1972. Kona hans er Aðal- heiður Hjartardóttir frá Hellis- sandi, þau eiga þrjár dætur. undirbúningur eykst þar til hann nær ræki- lega inn á hvert heim- ili, þar sem allt verður undirlagt vegna undir- búnings þess mikla, sem á að gerast. Eftir- væntingin hjá hinum yngri eykst með hverj- um degi og nákvæm- lega er fylgst með þvi, hversu langur timi er til stefnu. Þetta er vel, þvl jólin eru stór viðburður og tilefni þeirra enn meira. Og það er auðvitað sjálf- sagður hlutur, að þegar menn vilja gera sér mikla hátlð, þá undirbúi þeir það sem mest og vandlegast. Enda er það þann- ig, að á jólum vilja menn gleðj- ast og gleðja aðra. Og til þess að þaö geti orðið, verður að fara fram rækilegur undirbúningur. Þess vegna er það lika, að húsmæðurnar vinna margfald- an vinnudag sumar hverjar, þegar undirbúa skal jólin. Og þar er kannski líka ástæðan fyrir allri vinnunni og undirbún- ingnum hjá öðrum. Allt skal sópað og prýtt, allir skulu vera sæmilega til hafðir á hátlðinni miklu. Þá skal líka útdeila gjöf- um, borða betur en nokkurn tlma ella. ■ — Þannig er undirbúið þessa dagana á Islandi og er margt gott um það að segja. Þvi á jól- um skal gleðjast og allur undir- búningur sem stuðlar að gleð- inni er góður. En það er jafnan góður siður að staldra við og kanna hvernig hlutum er háttað I raun og sann- leika. Það er lika skynsamlegt við undirbúning jóla. Það, sem stuðlar að gleði á hátíðinni er gott, sögðum við. Þess vegna er það sjálfsögð við- miðun til að fara eftir með und- irbúning jóla og undirbúa allt á þann hátt. Enda er það tilgang- urinn hjá öllum. — En hvernig verður það best gert og hvað hefur I för með sér gleðilega jólahátið? Þeirri spurningu er sjálfsagt erfitt að svara svo gildi fyrir alla. En þó er hægt að alhæfa nokkrar staöreyndir fyrir alla menn. Það er óhætt að full yrða, t.d., aðhvert það verkefni, sem tekizt er á við og viðkom- andi ræöur ekki við að fullu, er ekki þess eðlis, að það verði til gleði. Það er lika öruggt, að allt, sem gengur út I öfgar og verður yfirdrifið verður frekar til þess að þreyta en gleðja. Þá vil ég llka fullyrða, að hver sú mann- leg viðleitni, sem ekki er I sam ræmi við eöli sitt sé frekar byröi en gleöigjafi. Séu þessar fullyrðingar réttar verður margt að athuga viö þann undirbúning, sem jólin fá hjá okkur Islendingum. Það verður ekki um það deilt, að við undirbúning jóla færast flestir of mikið I fang. Þótt dæmið um móöurina, sem datt út af á að- fangadagskvöld á undan börn unum, yfirkomin af þreytu, sé kannski ekki algilt, þá er senni- lega aðeins stigsmunur á okkur mörgum og henni. Það kemur llka örugglega fram við þá, sem eru I kring um okkur, ekki sist börnin. Þannig fara margir á mis við jólahátiðina, vegna þess að þeir lögðu of hart að sér við undirbúninginn. Svipað þessu er annað atriðið, sem ég nefndi, að ganga ekki út I öfgar meö undir- búninginn. Þau dæmi þarf ekki að vera að telja hér, bæði hvað snertir gjafir og mat. En þó vil ég aðeins nefna reynslu eins fööur. Hann vildi gleðja dóttur sina þriggja ára sem mest og gefa henni sem mest. Hann keypti þrihjól og brúður. Þegar hann gekk út úr einni verslun- inni, tók hann af tilviljun eftir litlum kubbum, mjög ódýrum og einföldum, sem kostuðu litið. Eyrarbakkakirkja Það er sennilegt, að aldrei i annan tima sé islenska þjóðin eins samhuga um nokkurt verkefni og þegar hún undirbýr jólahátiðina. Frá þvi i lok nóvember ár hvert verður þess vart, að eitthvað stórt og mikið er i aðsigi. Sá Sr. Vaigeir Ástráðsson yfir hinum verðmætu gjöfum, þvl það var alveg ruglað. En þegar litli kubbakassinn kom I ljós varð það hann, sem bjarg- aði öllu við. Og væri barnið spurt um jólagjafirnar nefndi það varla annað. — Hefði aðeins það, sem gekk út I öfgar, verið fyrir hendi, er sennilegt, að jólagleðin hefði farið fram hjá þessu barni. Og þannig held ég að fari allt of viða á þessum vandlega undirbúnu jólum. Þvi eins og eitt sinn var sagt, ,,að þegar gera á betur en vel, þá verður það kannski verr heldur en illa!” Förum við þannig á mis við jólin og fáum ekkert nema undirbúninginn og þreytuna frá þeim. Ég sagði llka, að hver mann- leg viðleitni, sem ekki er I sam- ræmi við eðli sitt væri frekar byröi en gleðigjafi. Þetta allt helst I hendur. Kristnir menn halda jól vegna atburöar sem gerðist suður I Betlehem fyrir löngu slðan. Þaö vitum við, og sjálfsagt lika það, aö kristnir menn segja, aö þá hafi sjálft al- mættið gengið inn I mannleg kjör til að bæta þar um, enda Hann keypti þá og stakk þeim með I einn pakkann. Barnið gladdist furðulega lltið Biblían og þú Það er staðreynd, að andi mannsins er mikils megnug- ur. Allar þær framfarir, sem orðið hafa bera þess glöggt vitni. Já, honum má þakka allar þær framfarir, sem orðið hafa I læknavísindum og I tækni til þess að bjarga mönn- um úr ógöngum og sjávar- háska. Starf sjómannsins hef- ur þannig ekki litið breyst frá fyrri dögum. Þar má telja rat- sjá og fiskileitartæki og góð og sterk skip. En þótt upp séu taldar allar þær framfarir, sem við njót- um I dag, þá má ekki gleyma, að margt fer aflaga I mann- heimi. Þulurinn i sjónvarpinu var til dæmis að segja frá miklum Iþróttaleikjum er hann komst þannig að orði: „Ýmislegthefur skyggt á leik- ana eins og alltaf, þegar um mannleg samskipti er að ræöa”. Já, andi mannsins þarf að frelsast. Það er vegna þess að þrátt fyrir allar framfarir er innræti mannsins samt við sig. Þess vegna er það, að fegurst skin mannsandinn, þegar hann helgast af anda Guðs. Og þegar dýpst er skoðað er allt þaö likamlega og andlega, sem við njótum i lifinu gjafir algóðs Guös. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna, en hjá honum er hvorki umbreyting né um hverfingarskuggi”. (Jak. 1. 17). (O.Th.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.