Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 2
2 Vfsir. Laugardagur 7. desember 1974 VÍSIBSm: Búizt þér við atvinnu- leysi í vetur? / Sverrir Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri: — Ég vona nú bara, að til þess komi ekki. En ég treysti mér ekki til aö spá um þaö. Sigriöur Jóhannsdóttir, húsmóö- ir: — Ég hef nú litið hugsað um þaö og geri mér eiginlega enga grein fyrir þvi. Hreggviöur Danielsson, sjó- maöur: — Ég get nú ekki gert mér grein fyrir þvi. Þó finnst mér stefna að þvi meö sama áfram- haldi. Þóröur Henriksson, prentari: — Ja, eitthvað versnar þaö alla vega. Fyrst og fremst I bygg- ingariönaðinum. Arndis Benediktsdóttir, hús- móðir: — Nei, nei, ég er alltaf svo bjartsýn. Ég reikna ekki meö neinu atvinnuleysi, þaö er alltaf bezt aö vera vongóöur. óiafur Hannibalsson, skrifstofu- .stjóri: — Nei, ég geri nú ekki ráö fyrir þvi. Ég býst við þvi aö at- vinnuleysiö dragist fram á seinni hluta ársins. r JOLAGETRAUNIN Daniel Defoe skrifaði: A) Robinson Krúsó B) Fanginn i Zenda C) Landnáma Krossið við svarið sem þið teljið rétt. Geymið seðilinn og safnið öllum tiu úr- lausnum saman, þegar allar spurningarnar hafa birzt. Sendið þær siðan ásamt nafni og heimilisfangi til Visis. Daniei Defoe var enskur rit- höfundur. Hann fæddist áriö 1660 og dó 1731. Þótt hann sé viðkunnur fyrir a.m.k. eina bóka sinna þá vill svo til, að hann gerðist ekki rit- höfundur fyrr en 60 ára gamall. Fram til þess haföi hann unn- iö viö flestallar starfsgreinar þjóöfélagsins, sem verkamað- ur, skransali, ökumaður, sjó- maöur, tigulsteinagerðarmaður o.fl. Þetta er fjóröa spurningin I jólagetrauninni, þar sem fyrstu verölaun eru Weltron-kúlan, glæsilegt hljómburöartæki með útvarpi, magnara og segul- bandi, alit I stereo að sjálfsögðu. Enn er ekki of seint aö veröa sér úti um blöðin meö þremur fyrstu spurningunum, en þær hafa birzt þrjá undanfarna daga. ~^~Mundu aö aðfangadagskvöld er á þriöjudegi, Frjádagur! TIL MIKILS AÐ VINNA Þaö er mikiö aö vinna og engu aö tapa, aö taka þátt i jólaget- rauninni. Weltron-kúian, hljómtækiö sem viö bjóöum sem fyrstu verðlaun, er eftirsóknarveröur hlutur til eignar. Þessi kúla inniheldur stereoútvarp og stereokassettu- segulband ásamt magnara. í hliöum eru hátalarar innbyggð- ir. Útvarpiö nær miðbylgju, langbylgju og FM-bylgju. Hægt er aö kaupa ýmsa auka- hluti með Weltron-kúlunni. Heyrnartól og hljóönemi þykja sjálfsagöir fylgihlutir. En þaö er einnig hægt að kaupa auka- hátalara, ef menn vilja fylla hvern krók og kima meö músik. Meö aukahátölurum nefnist tækið Weltron 2003, en tækið sem viö bjóöum sem fyrstu verölaun I jólagetrauninni er Weltron 2004. Þaö er Nesco á Laugavegi 10 sem hefur Weltron á boöstólum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ FLEIRI TOGARATÖKUR VERÐA AÐ FYLGJA Pétur Guöjónsson skrifar: „Þaö vakti almennan fögnuö meöal sjómanna og útgeröar- manna og þjóöarinnar allrar er fréttist um töku þýzka togarans Arcturus I landhelgi. Þaö er búiö aö vera á al- mannavitorði nú I allt of langan tima, að I gildi hafa verið tveir mælikvaröar I sambandi við landhelgisbrot á Islandsmiöum, annar fyrir útlendinga, sem „stuggað hefur veriö við”, eins og þaö hefur heitið á máli Land- helgisgæzlunnar. Og svo hinn mælikvarðinn, sem hefur verið i gildi fyrir Islendinga á slnum eigin miöum, en þar hefur skil- yröislaust átt sér stað taka, kæra og dómur upp á fangelsi viö þriöja brot. Framkvæmd á slikum tvenns konar mæli- kvöröum er algjörlega óframkvæmanleg. Þvl er þvi hér meö fagnaö aö „ein lög skulu yfir oss alla ganga”. Sú skýring er til aö ástæöan fyrir þessu furðulega ástandi hafi veriö aö fyrrverandi rikis- stjórn hafi haft þaö megin- sjónarmiö I landhelgisdeilunni viö* erkifjandann, Breta, að einangra þá algjörlega I deil- unni, og þvi hafi Þjóöverjum verið boðnir of hagstæöir samningar frá Islenzku sjónar- miöi, eingöngu til þess aö útkljá deiluna viö þá gegn fórnun á fiskveiöiréttindum, en um leiö skilja Breta eftir eina og banda- mannalausa I deilunni viö okk- ur. Þetta viröast Þjóöverjar ekki hafa skiliö og hafa þvi misst af strætisvagninum i þessu máli. Nú er það mikilvægasta aö framhaldiö verði i samræmi viö þessa byrjun. Skv. öllum viöur- kenndum reglum i samskiptum þjóða er litið á slikan atburð sem handtaka Arcturusar er sem slys, ef hann er einstakur og ekkert annað fylgir á eftir. Eingöngu þrlr til f jórir slikir at- burðir eru metnir sem staöfest- ing á stefnubreytingu. Þvi verö- ur aö vona aö fleiri togaratökur fylgi á eftir til þess aö staðfest- ingin komist til vitundar Þjóö- verja. Ekki er þó algjörlega útilokaö aö þessi atburður verði til þess aö þýzki togaraflotinn viröi hér eftir útfærslu Islendinga i 50 milur. Þaö verðum við aö vona, og væri það heppilegasta lausn- in fyrir alla viðkomandi. En reynsla næstu daga mun skera úr um þetta.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.