Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 15

Vísir - 07.12.1974, Blaðsíða 15
Vísir. Laugardagur 7. desember 1974 15 Sýna tízkuföt á söguslóðum Skúla — í Miðbœjarmarkaðnum gefst í dag kostur á að staldra við á spaninu og fara á tízkusýningu Það er alltaf gaman að fá smávegis tilbreyt- ingu i hversdagsleik- ann, ekki sizt þegar maður röltir dauð- þreyttur um bæinn fyrir jólin, að kaupa jólagjafir, og reynir að fullvissa sig um að ekk- ert gleymist svo að enginn fari nú jólakött- inn og allt geti verið sem fullkomnast. 1 Aöalstræti 9, á slóðum Skúla gamla Magnússonar, gefst mönnum kostur á að staldra að- eins við á spaninu og sjá ungt og fallegt sýningarfólk sýna tizku- klæðnað sem þar er á boðstól- um. Þessar sýningar verða á laugardögum fram til jóla, og ll\lf\l SÍÐAN Umsjón: Júiía Hannam þykir áreiðanlega mörgum skemmtilegra að geta séö flikur, sem ef til.vill eru tilvon- andi jólagjafir vina eða vanda- manna, öðruvisi en útbreiddar á af greiösluboröinu. Laugardaginn 7. des. verður sýning kl. 2-4,14. og 21. des. kl. 3- 6. Verða sýningarnar i kaffiteri- unni, svo fólk getur yljað sér yfir sopanum meðan það sér sýninguna. Vörurnar sem sýnd- ar verða eru frá Fatadeildinni, Peysudeildinni Mömmusál, Linsunni, og Herragarðinum. Fatadeildin verður með nátt- fatnaö, baðföt og undirfatnað og peysudeildin með mikið úrval af blússum og peysum. Margar is- lenzkar 'peysur eru þar á boðstólum, mjög fallegar og á sérlega góðu verði. Hefði Skúli gamli, vissulega orðið glaður ef hann hefði vitað að islenzkur iðnaður ætti eftir að eiga upp á pallboröið á hans gömlu slóðum. Mömmusál kynnir barnafata- tizkuna, frá Linsunni veröa sýnd gleraugu og Herragarður- inn mun svo sýna herraföt samkvæmt nýjustu tizku. Er enginn vafi á þvi að slik uppátæki eiga eftir að verða vinsæl i framtiðinni, og á með- fylgjandi myndum er sýnishorn af þeim fatnaði sem kynntur veröur á sýningunum. Það veröur virðulegri svipurinn á rómantikinni ef viö förum f svona fallegum náttklæðnaði I bóliö. Það er notalegt að eiga eina svona hlýja peysu f kuldanum. Sú til vinstri er fslenzk. Jakkinn er upplagöur i fslenzkri veðráttu. BÍLAVARÁ- HLUTIR ÓDÝRT - ÓDÝRT NOTAÐIR VARAHLUTIR í. FLESTAR GERÐIR ELDRI BILA BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. AAetnaður okkar er að selja á sem hagkvæmlistu verði og veita eins góða þ jónustu og unnt er. Verslunin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.